Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 17
Hann var svo- lítið stressaður Það þarf ekkert einelti Suphansa Phongsa fæddi dóttur í bíl. – DVForeldrar þroskahamlaðra barna finna til vanmáttar. – DV Spurningin „Ekkert rosalega vel.“ Horst Korta 38 ára atvinnulaus „Það leggst bara ágætlega í mig.“ Atli Steinn Bjarnason 21 árs nemi „Ágætlega bara.“ Natalia Björnsdóttir 19 ára nemi „Bara mjög vel, margt spennandi að gerast og svona.“ Febie Mae Divinagracia 19 ára nemi „Bara mjög vel. Maður verður að taka því eins og öðru.“ Lilja Ingjaldsdóttir 64 ára vinnur á Listasafni Íslands. Hvernig leggst haustið í þig? 1 Keypti sér glæsivillu Ungstirnið Selena Gomez fjárfesti í glæsilegri villu á dögunum en húsið var áður í eigu leikarans Jonah Hill. 2 Dómari í X-Factor táraðist yfir Degi Gestadómari þáttanna í Bretlandi, Anastacia, táraðist á meðan ungur Íslendingur flutti lag sitt. 3 „Sá vin minn sitja með bróður sinn dáinn í fanginu“ Einar Ólason ljósmyndari segir frá harmleik sem markaði líf hans í helgarblaði DV. 4 Bruggar hunangsbjór í Hvíta húsinu Uppskrift að bjór Obama gerð opinber. 5 Stúlka slegin í höfuðið í mið-bænum Var hún flutt á slysadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um árásarmanninn. 6 Björn Valur hæðist að Vigdísarveislu Þingflokksfor- maður Vinstri grænna gerir grín að samkundunni í bloggfærslu undir yfirskriftinni „Grjót úr steinhúsi“. 7 Fundur um meint lögbrot þriggja stjórnmálaflokka Þingkona Hreyfingarinnar hefur óskað eftir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundi með ríkisendurskoðanda vegna meintra lögbrota þriggja flokka. Mest lesið á DV.is Skilaboð til mótorhjólatöffara B ifhjólamenn eru áberandi þjóðfélagshópur, sem sumum stendur stuggur af. En undir leðrinu eru þeir raunverulega bestu skinn. Hins vegar eru sumir þeirra haldnir djúpstæðum misskiln- ingi sem hér er reynt að leiðrétta. Þegar þetta afbrigði bifhjóla- manna sem um ræðir hjólar um götur miðborgarinnar hefur það til- hneigingu til að gefa hraustlega í og þenja vélhjólið sitt með hvellum og brestum. Þeir hafa orðið þess áskynja að fólk horfir til þeirra og veitir þeim sérstaka athygli þegar þeir gera þetta. Það lætur þeim líða vel. Sumir þeirra ganga lengra en þetta til þess að fanga athygli annarra. Þeir merkja jakkana sína sérstaklega með því að þar sé glæpon á ferðinni. Flestir þeir sem merkja sig Vítisenglum eru einmitt bestu skinn, undir leðrinu, en vilja að fólk taki eftir þeim. Þar sem mörgum þeirra var strítt í æsku vilja þeir líka láta fólk vita, að ef það stríð- ir þeim eigi þeir vini sem eru sko glæponar. Kæru mótorhjólatöffarar. Lík- lega hefur enginn sagt ykkur þetta, en þegar þið gefið í og þenjið vélina horfir allt fólkið ekki á ykkur vegna þess að þið eruð töff eða hjólin ykkar flott. Þegar einhver ófögnuður sker inn í hljóðhimnu manns lítur maður sjálfkrafa í áttina að honum. Eflaust eruð þið þá þegar þotnir fram hjá þegar fólk hristir höfuðið þreytulega yfir því að þið skulið leggja lykkju á leið ykkar til að í rauninni öskra inn í eyrað á fólki sem tekur sér frí frá amstri dagsins til að rölta í miðbæn- um eða setjast á kaffihús. Tillitssemi er töff. n Hvort viltu að Guðmundur í Brimi eigi kvótann eða þjóðin? n Hvort viltu að ríkisstjórnin geti þröngvað þér í ESB með undirskrift forsetans einungis eða með undir- skrift forsetans OG þjóðarinnar? n Hvort viltu að ráðherra geti ráð- ið Soffíu frænku í dómaraembætti ef hann er í þannig stuði eða ekki? n Hvort viltu að eina vopn þitt gegn valdhöfum sé gamalt grænmeti sem þú hendir í Alþingishúsið af og til eða þjóðaratkvæðagreiðslur? n Hvort viltu að flokkarnir ráði hvern- ig þitt atkvæði telur eða þú sjálf/ur? n Hvort viltu einn maður, eitt atkvæði eða ekki? n Hvort viltu að þingmenn geti greitt atkvæði um mál sem snerta þá persónulega eða ekki? n Hvort viltu að ráðherrar ráði öllu, þar með talið lögum og dómurum, eða ekki? Ef þú skilur ekki ofantaldar spurn- ingar er þér ráðlagt að leita til Birgis Ármannssonar, þingmanns Sjálfstæð- isflokksins. Hann skilur þær ekki né það ferli sem hefur leitt til þess að þjóðin sé spurð þessara spurninga yfirleitt. Ef þú hins vegar skilur spurn- ingarnar er þér boðið til lýðræðis- veislu 20. október næstkomandi. Því aldrei áður hefur þjóðin verið spurð þessara augljósu grundvallarspurn- inga. Valdhöfum hefur þótt þægilegra að ráða þessu barasta sjálfir. Í takt við tímann Þessi kona sat í Ingólfsstræti í síðustu viku og las af Kindle-lestölvu, tækni sem sífellt fleiri nýta sér. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Svarthöfði Umræða 17Mánudagur 3. september 2012 Ég iða í skinninu Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri á von á barni í janúar. – DV Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni „Ég borða kjöt, mér finnst kjöt mjög gott og geri mér grein fyrir því að það verður ekki til í kjötborðinu. Ég geri mér grein fyrir því að dýrinu var á einhvern hátt slátrað. Það þýðir samt ekki að ég vilji sjá dýrið drepið eða dautt, hvað þá afhausað einhverstaðar á kerru fyrir utan matvöru- verslun.“ Ólöf Ögn Ólafsdóttir við frétt af hauslausu hreindýri á Egilsstöðum. „Hildur Lilliendahl, þín er þörf útí heimi, viltu ekki fara að koma þér þangað??“ Einar Jóhann Jónsson um frétt af aug- lýsingaherferð Jane Pain þar sem konur sitja fyrir í klámfengnum stellingum. 46 37 Af blogginu Daði Ingólfsson Hvort viltu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.