Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 26
26 Fólk 3. september 2012 Mánudagur Kallaður Saxenegger n Spilar á saxófón og lyftir lóðum S teinar Sigurðsson, sax- ófónleikari Ritvéla framtíðarinnar, er kall- aður Saxenegger af hljómsveitarfélögum sínum. Steinar er nefnilega ekki að- eins gæddur góðum tónlist- arhæfileikum heldur þykir mikill afreksmaður í íþróttum og ræktar líkamann af miklum móð. Steinar útskrifaðist frá FÍH árið 2005 og ári seinna byrj- aði hann í BootCamp. Frá þeim tíma hefur hann unnið til ýmissa afreka. Hann varð til að mynda Íslandsmeistari í 500 metra róðri árið 2011 og er einn helsti keppnismaður í þeirri grein hér á landi. Steinar var einn þeirra sem reru viðstöðulaust í heila viku til að safna fé til góðgerðamála. Hann hefur tekið mörgum áskorunum á síðustu árum og er virkur þátttakandi í þrek- mótum sem eru haldin hér á landi á meðan hann sinnir stífu tónleikahaldi. Steinar varð einnig ÍAK einkaþjálfari í fyrra og fór meðal annars á námskeið hjá Michael Boyle sem er virtur einkaþjálfari í Bandaríkjunum og Charles Stanley sem fræddi hann um ólympískar lyftingar. kristjana@dv.is Prestur skýtur fast Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri, er orð- heppin kona enda eru pistl- arnir hennar í Akureyri viku- blaði ansi vinsælt lestrarefni. Hildur Eir skaut fast á eigin- manninn á dögunum í fés- bókarfærslu sinni þar sem stóð: „Fékk fjörfisk í augað áðan, það er meira en Heim- ir Haraldsson er að fá í sín- um veiðiferðum.“ Simmi í sambúð Það eru heldur betur tíma- mót hjá fjölmiðlamannin- um og Kastljósritstjóran- um Sigmari Guðmundssyni. Simmi, eins og hann er jafnan kallaður, er fluttur úr Salahverfinu yfir í Vestur- bæinn í Reykjavík þar sem hann er kominn í sambúð með fögru fljóði. Heimild- ir DV herma að sú heppna sé skrifta hjá fréttastofu Stöðv- ar 2. Kastljósið snýr nú til baka eftir sumarfrí svo aðdáendur Sig- mars eiga von á honum á skjá- inn í vik- unni. Sölvi á faraldsfæti Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason er víðför- ull maður og ætlar enn og aftur að leggja land und- ir fót eins og hann seg- ir frá á Facebook-síðu sinni. „Stefnan sett á fjórðu heimsálfuna í þarnæstu viku og þá fimmtu í byrj- un næsta árs… Þá eru bara Eyjaálfa og Suðurskauts- landið eftir til að fækka um eitt atriði á bucket-list- anum!!“ skrifar Sölvi sem elskar sólina og hefur áður haldið því fram að það sé hreint og klárt mann- réttindabrot að komast ekki í sól og hlýju á veturna, bú- andi á eyju nyrst á jarðar- kringlunni og leggur til að ríkið gefi öllum 20 þúsund krónur upp í ferð í sólina yfir veturinn. Fremstur í sinni röð Stein- ar spilar með ritvélum fram- tíðarinnar og er einn fremsti saxófónleikari landsins. É g er alltaf jafn ástfangin. Ef eitthvað þá er ég bara ennþá meira skot- in í honum núna,“ seg- ir Þórunn Högnadóttir en eiginmaður hennar, Beisi Gunnarsson, bauð henni til Parísar í tilefni af tólf ára brúð- kaupsafmæli og 20 ára sam- vistaafmæli þeirra. Þórunn hefur verið mjög upptekin í vinnu síð- ustu vikurnar og var í skýjunum þegar eiginmaðurinn kom henni á óvart með ferðinni. „Við erum að gefa út fyrsta blað- ið af Nude Home á næstu dögum en þessi fæðing hef- ur verið erfið. En er ekki fall fararheill? Beisi hringdi í mig í vinnuna og sagði mér að hann væri búinn að kaupa ferð. Það kom mér mikið á óvart. Hann verður alltaf róm- antískari með aldr- inum. Hann á alveg sína spretti,“ segir hún hlæj- andi og bætir við að París sé hennar uppáhaldsborg. „Við kynntumst á sínum tíma rétt áður en ég flutti til Parísar til að fara í nám. Síðan þá hef ég verið ástfangin af þessari borg. Við fórum þangað saman fyr- ir 15 árum og hann varð ekki jafn hrifinn og vildi alltaf fara eitthvert annað. Þess vegna kom þetta mér svona á óvart. Þetta verður algjört æði.“ Nude Home er vefblað en samkvæmt Þórunni er netið framtíðin. „Í dag sækir maður allt sem maður þarf á netið. Það er allt þarna. Auðvitað er líka skemmtilegt að vera með blaðið fyrir framan sig og geta flett því en ég trúi því að svona verði framtíðin. Blað- ið er alveg að verða tilbúið og fyrsta tölublað kemur út á næstu dögum,“ segir Þórunn sem er alvön því að fjalla um hús og innanstokksmuni en hún starfaði áður á tímaritinu Húsum og híbýlum og í sjón- varpsþættinum Innlit/útlit. Aðspurð segist hún ekki sakna sjónvarpsins. „Ég held að ég sé bara búin með þann pakka. Auðvitað á aldrei að segja aldrei en í dag sakna ég þess ekki.“ indiana@dv.is „Hann verður alltaf róman- tískari með aldrinum AlltAf jAfn ástfAngin Eiginmaðurinn bauð Þórunni Högnadóttur til Parísar í tilefni af 20 ára samvistaafmæli þeirra. Þórunn segist ennþá meira skotin í Beisa sínum í dag en þegar þau hittust fyrst. Hún er upptekin kona þessa dagana enda að koma út fyrsta tölublaðinu af vefritinu Nude Home. Ástfangin Þórunn Högna og Beisi Gunnars-son hafa verið saman í 20 ár. Allt á fullu Þórunn er að leggja lokahönd á veftímaritið Nude Home.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.