Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 18
18 Neytendur 3. september 2012 Mánudagur Algengt verð 252,7 kr. 254,7 kr. Algengt verð 252,4 kr. 254,4 kr. Höfuðborgarsvæðið 252,3 kr. 254,4 kr. Algengt verð 252,7 kr. 254,7 kr. Algengt verð 254,6 kr. 254,9 kr. Melabraut 252,4 kr. 254,4 kr. Eldsneytisverð dd. mmm Bensín Dísil Einstök þjónustulund n Lofið fær verslunarstjóri Símans í Smáralind. „Mig langar að hrósa verslunarstjóranum í Símanum í Smáralind. Ég var búinn að vera í vandræðum með bilaðan síma í lengri tíma. Flakkaði á milli þjón­ ustufulltrúa í Símabúðunum alveg þar til ég fékk að tala við verslunar­ stjórann í Símabúðinni í Smára­ lind. Hann sýndi einstaka þjón­ ustulund, vildi allt fyrir mig gera og lagði sig allan fram við að ég færi ánægður út frá honum. Reddaði mér frábærum síma að láni á meðan ég beið eftir að minn sími kæmi úr viðgerð. Svona á þjónusta að vera,“ seg­ ir afar ánægður viðskiptavinur. Dónaskapur n Lastið að þessu sinni fær Ís og grill á Ingólfstorgi en viðskiptavin­ ur varð vitni að dónaskap starfs­ manna þar. „Ég fylgdist tilsýndar með tveimur afgreiðslustúlkum sem afgreiddu kúnna að kvöldlagi 22. ágúst í Ís og grill á Ingólfstorgi. Hvorug þeirra bar virðingu fyr­ ir starfinu eða kúnnunum. Önnur talaði og hló hátt og snjallt í sím­ ann á meðan hún afgreiddi konu af hálfum hug. Á sama tíma stóð hin í lúgunni og borðaði sveittan hamborgara af ákefð á meðan fólk beið í röð. Á undan konunni af­ greiddu þær Íslending sem var með þýskumælandi dóttur sinni. Sú sem var að borða spurði manninn, með munninn fullan, hvaða tungu­ mál hún talaði og maðurinn svar­ aði að bragði að hún talaði þýsku. „Heil Hitler,“ sagði þá af­ greiðslustúlkan við dótturina,“ seg­ ir maðurinn sem var mjög hneyksl­ aður á framkomu stúlknanna. Ekki náðist í forsvarsmann verslunar­ innar. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is n Gasgrill, tjöld, garðhúsgögn og sumaríþróttavörur víða á lækkuðu verði Kauptu sumar- vörurnar núna N ú er rétti tíminn til að kaupa hinar ýmsu vörur sem við tengjum við sumarið en fjölmargar verslanir setja þessar vörur einmitt á út­ sölur í lok sumars. Það eru ekki bara sumarfötin sem fara á útsölu og því tilvalið að festa kaup á tjöldum, grill­ um, garðhúsgögnum og útivistar­ vörum núna. Neytendur eru hvattir til að hugsa fram í tímann og nýta sér afslætti á þessum árstíðabundnu vörum. Þó skal ávallt haft í huga hvort þú þurfir virkilega á hlutnum að halda og passa sig á hvatakaup­ um en það getur verið freistandi að kaupa hlut af þeirri einu ástæðu að hann er á útsölu. DV hafði samband við nokkrar verslanir og fékk uppgefið dæmi um vörur sem eru nú á útsölu og verð á þeim. Öll sýningargrill og öll garðhúsgögn ásamt golfvörum og útileguvörum hafa verið lækkuð um 40 prósent í verði. Vörurnar er búið að taka niður í flestum verslunum nema í Hagkaup Smáralind: Mr. Grill, þriggja brennara gasgrill Fullt verð: 69.999 kr. nú: 41.999 kr. Mr. Grill ferðagasgrill Fullt verð: 14.999 kr. nú: 8.999 kr. Tjald Pop Up Fullt verð: 4.999 kr. nú: 2.999 kr. . Gelert Quick Pitch tjald Fullt verð: 7.999 kr. nú: 4.799 kr. Gelert Vector 4 manna tjald Fullt verð: 29.999 kr. nú: 17.999 kr. Honduras borð + 2 stólar Fullt verð: 14.997 kr. nú: 8.998 kr. Cabana borð + 4 samfellanlegir stólar Fullt verð: 44.995 kr. nú: 26.997 kr. Adidas Golfskór Fullt verð: 12.999 kr. nú: 7.799 kr. Etonic dömu gólfskór Fullt verð: 5.999 kr. nú: 3.599 kr. Bullet X-Force Golfsett Fullt verð: 29.999 kr. nú: 17.999 kr. Hagkaup Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Í Reiðhjólaversluninni Berlín er útsala hafin á ýmsum vörum: Vatnsheldar hjólabuxur úr high teck efni og líta út eins og betri buxur Fullt verð: 28.900 kr. nú: 20.230 kr. Vatnsheldar hjólastuttbuxur úr high teck efni og líta út eins og betri buxur Fullt verð: 18.900 kr. nú: 13.230 kr. Gallabuxur úr sterku gallaefni og sérsniðnar fyrir hjólreiðafólk Fullt verð: 26.900 kr. nú: 18.830 kr. Ítalskir handsaumaðir hjólaskór sem hægt er að nota sem strigaskó Fullt ferð: 31.900 kr. nú: 19.140 kr. Regnkápur fyrir hjólreiðafólk með endur- skini sem er hægt að fela Fullt verð: 35.500 kr. nú: 28.400 kr. Reiðhjólaverslunin Berlín Hvatakaup Þrátt fyrir að það megi gera góð kaup á sumarvörum núna er mikilvægt að detta ekki í hvatakaup. Það er þá mikilvægt að vera búinn að ákveða hvað á að kaupa áður en farið er í verslunina og best er að skrifa lista. Mundu að halda þig við listann. Þegar þú hefur fundið vöru sem þér líst vel á þarftu að velta því fyrir þér hvort til- boðið sé virkilega eins gott og það hljómar. Gefðu þér sólarhring eða svo í umhugsunar- frest og spurðu svo sjálfa/n þig hvort þú þurfir nauðsynlega á vörunni að halda. Ef þú ert enn viss eftir sólarhring um að þig bráðvanti vöruna og að þú sért að gera góð kaup, þá getur þú keypt hana með góðri samvisku. sumarvörur Það má finna fjölda sumarvara á lækkuðu verði núna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.