Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Page 2
2 Fréttir 3. september 2012 Mánudagur Brotið ógnar ekki ráðherrastólnum Þ að er náttúrulega ekki þægilegt fyrir þennan flokk sem kenn­ ir sig við femínisma og er með svona skýra femíníska áherslu, að sitja uppi með slíkar ásakanir og umræðu,“ segir Grétar Þór Eyþórs­ son, stjórnmálaprófessor við Há­ skólann á Akureyri. Kærunefnd jafn­ réttismála komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að Ögmundur Jónas­ son innanríkisráðherra hefði brot­ ið jafnréttislög þegar hann skipaði karlmann í embætti sýslumannsins á Húsavík í fyrra. Annar umsækjandi kærði málið til kærunefndar sem komst að fyrrgreindri niðurstöðu. Ögmundur viðurkennir niður­ stöðu kærunefndarinnar en telur sig þó hafa farið eftir lögum við ráðn­ inguna og biðst því ekki afsökunar. Grétar Þór segist ekki viss um að málið muni hafa mikil áhrif á flokk­ inn og er fullviss um að þetta marki ekki endalok Ögmundar í Vinstri­ grænum. Ögmundur með sterkt bakland „Þetta er auðvitað mjög vandræða­ legt fyrir flokkinn en ég held að Ög­ mundur standi sterkur í ákveðn­ um hópum innan hans og eigi sér sterkt bakland þó að hann lendi í smá erfiðleikum. Þetta ógnar því ekki stöðu hans innan flokksins né breytir henni. Hann má þó búast við að þetta mál verði alltaf dregið upp þegar minnst verður á jafnréttismál eins og Jóhanna hefur upplifað. Svo­ leiðis umræða þarf þó ekkert endi­ lega að vera skaðleg fyrir viðkom­ andi.“ Grétar Þór segist því ekki eiga von á að málið muni skipta miklu máli þegar upp er staðið. Hann yrði þó ekki hissa ef það kæmi ályktun innan VG og að Ögmundur fengi að­ finnslur úr eigin herbúðum. „Ég held að þetta muni þó ekki ógna hans ráð­ herrastóli, ef maður tekur mið af því hvernig svona mál hafa leikið fólk áður.“ Grétar Þór bendir á að Ögmundur sé mjög harður á því að verja sig og virðist mjög einarður í að hafa ekki gert neitt rangt. „Mér virðist sem hæfniskröfurnar séu ekki algjörlega klipptar og skornar og það getur ver­ ið ástæða þess að slíkar kærur séu að koma upp. Þetta er greinilega allt matskennt þegar verið er að togast á um ráðningar, hæfni og samanburð umsækjenda.“ Aðspurður hvort úrskurðurinn og umræðan muni hafa áhrif á flokkinn í næstu kosningum segist hann ekki búast við því. „Ég get ekki ímynd­ að mér það eins og málið er vaxið núna og get ekki sagt að það muni þvælast fyrir Vinstri­grænum. Þetta verður samt örugglega dregið upp í kosningabaráttunni,“ segir hann að lokum. Gagnrýni úr ýmsum áttum Úrskurðurinn hefur valdið miklu fjaðrafoki og ekki síður viðbrögð Ög­ mundar. Hann segist sjálfur hafa ráð­ ið viðkomandi í góðri trú og að hann ætli hvorki að segja af sér né biðjast afsökunar. Hann hefur verið gagn­ rýndur harðlega fyrir viðbrögð sín og hefur sú gagnrýni komið úr ýmsum áttum. Þórhildur Þorleifsdóttir, formað­ ur Jafnréttisráðs, segir það sérkenni­ legt að ráðherranum finnist í lagi að brjóta lög og að í nágrannalöndum hefði honum verið gert að segja af sér samdægurs. „Það er ekki nokkur vafi að ef þetta hefði gerst í Bretlandi, á Norðurlöndunum eða í Þýska­ landi hefði hann þurft að segja af sér samdægurs. Dagur hefði ekki verið að kvöldi kominn þegar afsögn hefði verið komin. En það er bara tómt mál um að tala á Íslandi,“ sagði Þórhildur í samtali við Stöð 2 um helgina. Jóhanna baðst afsökunar Formaður Vinstri­grænna i Reykja­ vík, Líf Magneudóttir, hefur sagt að viðbrögð Ögmundar séu ekki góð og heiðarlegast væri fyrir hann að viðurkenna mistök sín. Hann þurfi eins og allir að fara lögum og hann hljóti að íhuga stöðu sína en ef hún væri í hans sporum myndi hún taka það alvarlega til greina að segja af sér. Steingrímur J. Sigfússon sagði að þetta væri ákveðið áfall en hann sæi þó ekki ástæðu til að Ögmundur segði af sér. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri­grænna, segir að það gangi ekki að jafnréttislög séu brotin trekk í trekk og á þar við brot Ögmundar og Jóhönnu Sigurðardóttur en Jóhanna braut einnig jafnréttislög þegar hún skipaði skrifstofustjóra í ráðuneytið á síðasta ári. Sóley sagði í þættinum Vikulokin á Rás 1 að þegar Jóhanna hefði verið í sömu sporum og Ög­ mundur hefði hún viðurkennt brot sitt, beðist afsökunar og leitað sátta. „Ögmundur Jónasson minnir mig eiginlega meira á Björn Bjarnason sem á sínum tíma talaði um barn síns tíma. Hann minnir mig eigin­ lega meira á það en á ráðherra í nú­ tíma femínískri ríkisstjórn.“ Viðbrögð til jafnréttislaga forneskjuleg Í þessu samhengi hafa verið rifjuð upp hörð viðbrögð þegar Björn Bjarnason, þáverandi dómsmála­ ráðherra, gerðist brotlegur við sömu lög fyrir níu árum þegar hann skip­ aði karlmann í embætti hæstaréttar­ dómara. Þá sögðu samráðsráðherrar Ögmundar að um valdhroka, vald­ níðslu og fólskuverk væri að ræða. Össur Skarphéðinsson sagði að skipan Björns væri valdníðsla sem bæri öll merki þess valdhroka sem væri orðið aðalsmerki Sjálfstæð­ isflokksins. Jóhanna sagði að við­ brögð ráðherra Sjálfstæðisflokksins til jafnréttislaga væru forneskjuleg og vankunnátta þeirra hrópandi. Bæði hún og Ögmundur lögðu til að þáver­ andi ríkisstjórn yrði sett á skólabekk til að læra um jafnréttislög. Þess skal getið að Björn sat áfram eftir dóm­ inn. Ögmundur segir vafasamt að bera þessi ólíku mál saman því þau séu ekki sambærileg. Skoða þurfi þau með hliðsjón af aðstæðum og efnis­ þáttum og ekki sé hægt að alhæfa um slík mál. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Stjórnmálafræðiprófessor telur málið vandræðalegt fyrir Vinstri-græna „Hann má þó búast við því að þetta mál verði alltaf dregið upp þegar minnst verður á jafnréttismál eins og Jóhanna hefur upplifað Biðst ekki afsökunar Inn- anríkisráðherra telur sig hafa farið eftir lögum þegar hann skipaði karlmann í embætti sýslumanns á Húsavík. Mynd: SiGtryGGur Ari JóhAnnSSon Sjö ráðherrar sem brutu jafnréttislög Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er sjöundi ráðherrann sem brýtur jafnréttislögin vegna ráðningar karlmanns í stað konu. Aðrir ráðherrar sem gerst hafa brotlegir við lögin eru: n Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra n Guðni Ágústsson, sem landbúnaðarráðherra n Björn Bjarnason, sem dómsmálaráðherra n Sólveig Pétursdóttir, sem dóms- og kirkju- málaráðherra n Halldór Ásgrímsson, sem utanríkisráðherra n Páll Pétursson, sem félagsmálaráðherra Köttur olli raf- magnsleysi Rafmagnslaust varð á Þórshöfn rétt fyrir miðnætti á laugardags­ kvöld og myrkvaðist allt þorpið. Hjá Ísfélaginu stöðvaðist vinnsla á meðan, en rafmagnsleysið var í kringum vaktaskiptin svo pása varð þá hjá starfsfólkinu þar til rafmagn komst á að nýju. Raf­ magnsleysið er rakið til villikatt­ ar sem klifraði upp í mastur spennistöðvar Rarik og lenti í háspennukefli. Kötturinn lést samstundis. Rafmagn komst aft­ ur á eftir um 40 mínútur. Fullt af hvölum Mikill fjöldi hvala er í Skjálf­ andaflóa og segja forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja aldrei hafa verið eins mikið af hvöl­ um og nú. Þetta kom fram á RÚV. Hnúfubakar hafa verið afar áberandi, bæði hvalaskoðunar­ fyrirtækjum og ferðamönnum til mikillar gleði. Stefán Guð­ mundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants, segir þetta hafa verið algjört ævintýri í ár. „Ég held það hafi aldrei verið jafn­ mikið af stórhvelum frá því að Skjálfandaflói varð hreinlega til. Bara flugeldasýning í allt sum­ ar frá því að vertíðin hófst og er enn,“ sagði Stefán í samtali við RÚV. Hann segir margt spila inn í aukinn fjölda hvala á svæðinu. Bæði hafi loftslag og sjór hlýnað og mikið sé um æti.  Strætó keyrir lengra Strætó bs. stækkaði á sunnu­ daginn þjónustusvæði sitt þegar akstur hófst til Stykkishólms, Búðardals, Hólmavíkur og Reyk­ hóla. Þá ætlar fyrirtækið einnig að bjóða upp á ferðir til Grundar­ fjarðar, Ólafsvíkur, Hellisands, Rifs, Reykholts, Hvammstanga og Skagastrandar en þær ferð­ ir verður að panta sérstaklega tveimur tímum fyrir brott­ för. Boðið er upp á þráðlaust net í öllum vögnum sem aka vest­ ur og norður nema þeim sem eru hluti af pöntunarþjónustu­ strætó.  Á sunnudag hófst einnig akstur aftur á milli Reykjavíkur og Akureyrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.