Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 15
Erlent 15Mánudagur 3. september 2012 „Sögulegt vopnahlé“ n Tvö stærstu glæpagengi El Salvador sömdu um vopnahlé n Morðum fækkað um þriðjung Afhentu vopnin Hér sjást klíkumeðlimir við táknræna athöfn fyrr í sumar. Þeir afhentu lögreglu skotvopn sem þeir höfðu undir höndum. er það mjög sterkt. En aðgerða- leysi yfirvalda og almennings get- ur veikt það. Það halda allir að við séum algjörar skepnur en við erum að gera það sem við getum – yfirvöld ættu að gera það líka með því að veita meðlimum aðstoð,“ segir Ludwig Rivera, 28 ára hátt setur meðlimur í Barrio 18. n Mansalsmenn sendir heim n Kínverskir glæpamenn í Angóla teknir engum vettlingatökum A ð minnsta kosti 37 kínversk- ir ríkisborgarar sem allir bjuggu í Angóla voru send- ir heim til Peking í Kína á dögunum. Mennirnir voru allir hluti af skipulögðum glæpahópum og eru þeir sakaðir um mannrán, man- sal og að hafa neytt konur í vændi. Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum eru mennirnir grunaðir um að hafa lofað fátækum kínverskum konum gulli og grænum skógum fyrir að flytjast til Angóla. Þar átti að bíða þeirra atvinna og betra líf en heima í Kína. Þegar á hólminn var komið beið þeirra ekkert annað en vændi, að sögn kínversku lögreglunnar. Kínverska lögreglan vann að rannsókn málsins í náinni sam- vinnu við lögregluyfirvöld í Angóla og voru tólf glæpagengi upprætt í tengslum við rannsóknina. Fjórt- án kínverskum konum var bjarg- að úr ánauð í Angóla og eru þær nú allar farnar aftur heim til Kína. „Þessi samvinna okkar mun halda áfram og við munum halda áfram að tryggja öryggi kínverska ríkis- borgara í Angóla,“ segir Liu Ancheng rannsóknarlögreglumaður sem fór með rannsókn málsins. Fjölmargir Kínverjar hafa flust til Angóla, sem er ríkt af náttúru- auðlindum, á undanförnum árum þar sem kínversk fyrirtæki hafa fjárfest í margs konar framkvæmd- um. Glæpahópar virðast hafa reynt að nýta sér þennan uppgang eins og handtökurnar á dögunum bera merki um. Gómaður Hér sést einn þeirra sem voru handteknir. Hann var fluttur heim til Peking þar sem dómur bíður hans væntanlega. Barack og bjórinn Barack Obama Bandaríkjaforseti lét um helgina birta uppskrift að bjórn- um sem bruggaður er í Hvíta hús- inu. Á síðasta ári lét forsetinn koma upp bruggaðstöðu í eldhúsi Hvíta hússins og er talið að það sé í fyrsta skipti sem slík iðja er stunduð á veg- um Hvíta hússins. Frá því að greint var frá heimabruggi Obama hafa borist yfir 12 þúsund beiðnir um uppskrift að forsetabjórnum auk þess sem fjöldi manns skrifaði und- ir áskorun til forsetans um að birta uppskriftina. Um er að ræða hunangsbjór sem er bruggaður bæði ljós og dökkur. K R A FT A V ER K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.