Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Mánudagur 3. september 2012 N eytendasamtökunum þyk- ir ekki við hæfi að selja spergilkál á þennan hátt. Það er skoðun okkar að fram- leiðendur eða pökkunaraðilar eigi að fjarlægja stóran hluta af stilkn- um,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, þegar DV bar undir hann mynd af nýkeyptu spergilkáli í umbúðum sem blaðið fékk senda. Kaupandi spergilkálsins var afar óánægð- ur og sagði að varla væri hægt fá spergilkál lengur án þess að stilkur- inn væri jafn mikill eða meiri hluti af vörunni. Stilkurinn er ekki notaður og því þurfi kaupendur að henda helmingi þess sem þeir borguðu fyrir. Kaupandi taldi að með þessu væri verið að svindla á neytendum. Jóhannes segir að það sé hins vegar ekkert sem banni framleiðendum að selja vöruna svona eftir því sem Neytendasamtökin best viti. „Einnig leggjum við áherslu á að spergilkál- ið er pakkað í glærar umbúðir þannig að viðskiptavinir sjá þetta á sölustað. Því hvetjum við neytend- ur til að láta vita af óánægju sinni á sölustað og sniðganga þessa vöru mislíki þeim hve stór hluti vörunnar er stilkur,“ segir hann að lokum. Helmingurinn stilkur n Hvetja neytendur til að láta óánægju sína í ljós á sölustað Stór hluti stilkur Kaupandi þessa spergilkáls henti helmingi vörunnar. Þar er útsala til 5. september og bjóðast vörur á 30 til 70 prósenta afslætti. Löffler dömu hjólajakki Fullt verð: 44.995 kr. Nú: 26.997 kr. Marmot Ether driclime vindjakki sem hentar vel í göngu- og hjólaferðir Fullt verð: 25.995 kr Nú: 18.197 kr. Marmot Variant, Góður jakki sem millilag, blanda af Powerstretch og Primaloft Fullt verð: 35.995 kr. Nú: 25.197 kr. Marmot Dena Jacket, Primaloft dömujakki Fullt verð: 39.995 kr. Nú: 27.997 kr. Fjallakofinn Í Húsamiðjunni er 30 prósenta afsláttur af þeim vor- og sumarvörum sem eftir eru. Það sem er til er dreift í öllum verslunum Húsasmiðjunnar. 2 manna Apia tjald Fullt verð: 5.649 kr. Nú: 3.954 kr. 4 manna Athina tjald Fullt verð: 20.895 kr. Nú: 14.627 kr. Dolomiti garðstóll Fullt verð: 3.900 kr. Nú: 2.730 kr. Grænn garðstóll úr plasti Fullt verð: 1.990 kr. Nú: 1.393 kr. Remington stækkanlegt garðborð Fullt verð: 45.900 kr. Nú: 32.130 kr. Drifter 4 brennara gasgrill Fullt verð: 74.900 kr. Nú: 52.400 kr. Húsasmiðjan Sports Direct Nú stendur yfir rýmingarsala á ýmsum varningi frá síðasta vetri í versluninni og afslátturinn er allt að 60 prósentum í fjölmörgum vörutegundum. Til dæmis eru fótboltatreyjur frá síðasta keppnistímabili á tilboði. Barcelona Nú: 9.590 kr. Ítalía Nú: 8.790 kr. Holland og Rússland Nú: 7.190 kr. Tyrkland - England Nú: 6.990 kr. Arsenal Nú: 6.590 kr. Frakkland Nú: 6.390 kr. Þar má finna að ýmsar sumarvörur á afslætti. Tjöld eru á 20 til 30 prósenta afslætti, fatnaður og reiðhjól á 30 prósenta afslætti, bak- og svefnpokar á 20 til 30 prósenta afslætti og gönguskór á 20 til 45 prósenta afslætti. Gönguskór Mammut Mt.Trail GTX Fullt verð: 44.995 kr. Nú: 24.747 kr. Boulder bakpoki 35 lítra Fullt verð: 12.995 kr. Nú: 9.097 kr. Nitestar 250 svefnpoki Fullt verð: 10.995 kr. Nú: 7.697 kr. Odensey tjald Fullt verð: 66.995 kr. Nú: 46.897 kr. Wheeler pro 60 reiðhjól Fullt verð: 76.995 kr. Nú: 49.995 kr. Everest Hvenær er útsala? Á síðu Neytendasamtakanna er fjallað um reglur sem fyrirtæki verða að fylgja við útsöl- ur. Ein þeirra er að ef vara er auglýst á tilboði eða útsölu verður hún að hafa verið í boði á „venjulegu“ verði áður. Ekki má skella tilboðsmiða á vöru nema um raunverulegt tilboð sé að ræða. „Ef vara hefur verið seld á lækkuðu verði í sex vikur má ekki lengur tala um lækkað verð eða afslátt. Ef seljandi auglýsir lækkað verð verður hann að geta sýnt fram á að verðið hafi verið hærra áður. Ekki má tala um rýmingarsölu nema að verslun hætti eða að sölu á ákveðnum vöruflokki sé hætt,“ segir á ns.is. Enn fremur segir að ekki megi nota orð eins og gjöf eða ókeypis þegar kaupauki fylgi vöru. Vesturröst Á heimasíðu Vesturrastar er nú auglýstur 15 til 70 prósenta afsláttur af stangveiðivörum. Við sérhæfum okkur í framleiðslu á lengri og breiðari parketplönkum. Beint frá verksmiðju – lægra verð. Kíktu til okkar í Síðumúla 31 og skoðaðu úrvalið. P OK KA r EIG IN FRAMLEIðSLA VERKSMIÐJAN ARKET S. 581 2220 • GSM. 840 0470 • www.parketverksmidjan.is GRANDplank Lengri og breiðari parketplankarokkar eigin framleiðsla parketÚtsala

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.