Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 14
Laug til um besta tímann í hlaupi n Repúblikaninn Paul Ryan fer frjálslega með staðreyndir P aul Ryan, varaforsetaefni Repúblikana, hefur á síð- ustu dögum verið sakaður um að fara helst til frjálslega með staðreyndir. Það á ekki aðeins við um atriði sem tengjast stjórn- málum heldur er hann einnig sak- aður um ósannindi er varða lík- amlegt atgervi hans sjálfs, nánar tiltekið besta tíma hans í mara- þonhlaupi. Paul Ryan er áhugahlaupari og sagði í útvarpsviðtali á dögun- um að á sínum yngri árum hefði hann gjarnan hlaupið maraþon. Inntur eftir sínum besta tíma svar- aði Ryan að hann hefði hlaup- ið maraþon á innan við þrem- ur klukkustundum sem þykir afar góður árangur. Þegar blaðamenn tímaritsins Runner‘s World fóru á stúfana fundu þeir hins vegar að- eins upplýsingar um eitt maraþon sem Ryan hefur hlaupið. Það var árið 1990 og var tími hans rúmar fjórar klukkustundir. Nú hafa tals- menn varaforsetaefnisins dregið til baka fyrri orð hans um mara- þonhlaup á innan við þremur klukkustundum. Ryan hefur gagnrýnt Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrir að skerða fjárframlög ríkisins til Med- icare, sjúkratrygginga, fyrir 65 ára og eldri, um 716 milljarða dollara. Á vefnum factcheck.org, sem sann- reynir fullyrðingar stjórnmála- manna, kemur hins vegar fram að Obama hafi ekki skert fram- lögin til Medicare, heldur dregið úr vexti framlaga til trygginganna. Vefurinn er starfræktur af rann- sóknastofnuninni The Annenberg Public Policy Center við Pennsil- vaníu-háskóla í Bandaríkjunum. Einnig er athyglisvert að Ryan, sem er formaður fjárlaganefndar full- trúadeildar Bandaríkjaþings, skuli ekki hafa minnst á að sjálfur hafði hann lagt til nánast sömu tak- markanir á vöxt framlaga til Med- icare og Obama. Þá hefur Ryan kennt stjórn Obama um lokun bílaverksmiðju General Motors í heimabæ sín- um, Janesville í Wisconsin. Það stenst ekki heldur skoðun þar sem tilkynnt var um lokunina áður en Obama var kjörinn forseti. 14 Erlent 3. september 2012 Mánudagur Þ að sem af er þessu ári hefur morðum fækkað um 32 pró- sent og mannránum um 50 prósent. Þetta er veruleikinn sem blasir við í El Salvador í Mið-Ameríku. Fyrir einu ári var fátt sem benti til þess að morðum og alvarlegum ofbeldisglæpum myndi fækka enda hafa morð verið daglegt brauð um langt skeið í þessu tæplega sjö milljóna íbúa landi. Langflestir þessara glæpa tengjast götugengjum sem stjórna flæði fíkniefna á götum landsins, en fjöldi meðlima stærstu gengjanna hleypur á þúsundum. Fyr- ir fimm mánuðum gerðist hið ótrú- lega: Leiðtogar tveggja stærstu glæpa- gengjanna, sem lengi hafa eldað grátt silfur, sömdu um vopnahlé og í kjöl- farið varð algjört hrun í ofbeldisglæp- um. New York Times fjallaði um málið á dögunum og fór yfir atburðarásina. Tókust í hendur „Þeir höfðu oft mæst á götum lands- ins, vopnaðir skotvopnum. En þegar leiðtogar tveggja ofbeldisfyllstu glæpagengja heims sátu gegnt hvor öðrum í kæfandi hitanum í ör- yggisfangelsinu lá annað en ofbeldi í loftinu: Friður.“ Svona hefst um- fjöllun blaðsins um aðdragandann að vopnahléi þessara stóru gengja: Mara Salvatrucha og Barrio 18. Leið- togarnir þögðu um stund til að votta þeim þúsundum manna sem undir- menn þeirra höfðu drepið á göt- um El Salvador virðingu sína. Síðan ræddu þeir málin og tókust í hend- ur og sömdu um vopnahlé. Yfirvöld í El Salvador höfðu milligöngu um vopnahléið, en gegn því að semja um frið voru leiðtogar gengjanna fluttir í betra fangelsi þar sem meira frelsi ríkir. Yfirvöld gerðu samning „Við sögðum að við þyrftum að setj- ast niður og ræða málin því hlutirn- ir voru farnir að fara úr böndunum,“ segir glæpaleiðtoginn Carlos Tiberia Valladares sem afplánar dóm vegna morðs. „Það vill engin sjá börn- in sín halda áfram á þessari braut sem við vorum á,“ bætir hann við. Þó að ofbeldisglæpum hafi fækk- að við ánægju almennra borgara í El Salvador hafa margir sett spurn- ingarmerki við samninginn sem yf- irvöld gerðu við klíkuleiðtogana. Fleiri eru þó á því að samningurinn hafi verið til góðs. „Þetta er sögulegt vopnahlé,“ segir Alex Sanchez, fyrr- verandi klíkumeðlimur, sem nú rek- ur samtökin Homies Unidos sem ætluð eru klíkumeðlimum sem vilja hefja nýtt og betra líf. Ræturnar í Bandaríkjunum Mara Salvatrucha, eða MS 13 eins og gengið er oft kallað, og Barrio 18, einnig kallað 18th Street Gang, eiga rætur sínar að rekja til níunda ára- tugar liðinnar aldar. Þá flúðu fjöl- margir Salvadorar landið í kjölfar borgarastyrjaldar sem geisaði. Flest- ir þeirra flúðu til Bandaríkjanna og voru gengin stofnuð utan um þenn- an stóra hóp. Markmiðið í upphafi var ekki að stunda glæpastarfsemi, þvert á móti var markmiðið að veita Salvadorum sem voru nýkomnir til Bandaríkjanna vernd. Meðlimir MS 13 og Barrio 18 leiddust hins vegar margir af réttri braut og komust í kast við lögin. Fjölmargir voru sendir aft- ur til El Salvador þar sem þeir héldu áfram að feta glæpabrautina og safna nýjum meðlimum í gengin. Á þeim 30 árum sem gengin hafa verið starf- andi hefur meðlimum fjölgað marg- falt og telja nú tugþúsundir. Gengin eru með útibú um víða veröld og eru enn með mikil ítök í Bandaríkjunum. Erfitt að viðhalda vopnahléi „Við höfum sýnt góða viðleitni,“ segir Victor Antonio García, leiðtogi Barrio 18, sem var framseldur frá Los Angel- es. Stærstu áhyggjur hans í dag eru af meðlimum samtaka hans sem treyst hafa á glæpi til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum. „Nú þurfa yfir- völd að koma að málum. Við þurfum einhverja áætlun fyrir klíkumeðlimi sem vilja hætta og fara út á vinnu- markaðinn,“ segir hann. Vopnahléið hefur haldið í rúma sex mánuði sem gefur góð fyrirheit um það sem koma skal en betur má ef duga skal. Það auðveldasta sem gengin gátu gert var að semja um vopna- hlé en það erfiðasta er að viðhalda því. Morðum fjölgaði lítillega í síð- asta mánuði og enn berast fréttir af mannránum. New York Times grein- ir frá því að leiðtogar þessara gengja leggi mikla áherslu á að vopnahléið haldist. Þannig hafi klíkumeðlim- ir sem brjóti gegn vopnahléinu ver- ið drepnir sjálfir. „Vopnahléið sem slíkt er ekki viðkvæmt. Í okkar huga „Sögulegt vopnahlé“ n Tvö stærstu glæpagengi El Salvador sömdu um vopnahlé n Morðum fækkað um þriðjung„Vopnahléið sem slíkt er ekki við- kvæmt. Í okkar huga er það mjög sterkt. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Afhentu vopnin Hér sjást klíkumeðlimir við táknræna athöfn fyrr í sumar. Þeir afhentu lögreglu skotvopn sem þeir höfðu undir höndum. Barrio 18 Hér sjást meðlimir Barrio 18 sem er eitt stærsta götugengið í El Salvador. Myndin er tekin í fangelsinu í Quezal- tepeque í júlí síðastliðnum. Romney og Ryan Ýmislegt sem varaforestaefnið hefur látið út úr sér hefur ekki staðist skoðun. Vill lögsækja Blair og Bush Erkibiskupinn í Suður-Afríku vill að George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Tony Bla- ir, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verði dregnir fyrir Al- þjóðaglæpadómstólinn í Haag. Ástæðan er innrásin í Írak. Desmond Tutu erkibisk- up hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1984. Hann segir að Blair og Bush hafi logið því að Írakar hafi búið að gereyðingarvopnum til að réttlæta innrásina. Hann kennir Íraksstríðinu um ólguna í löndum eins og Sýrlandi og Íran og segir ekkert annað stríð hafi skapað jafn mikinn ófrið í heim- inum. Blair hefur svarað því til að ekkert nýtt komi fram í máli biskupsins. Stofnandi Pirate Bay handsamaður Svíinn Gottfrid Svartholm Warg, einn stofnenda niðurhalssíð- unnar Pirate Bay, hefur verið handtekinn en yfirvöld í Svíþjóð gáfu út alþjóðlega handtöku- skipun á hendur honum í vor. Ástæðuna má rekja til þess að Warg hefur ekki mætt til að af- plána eins árs fangelsisdóm fyrir brot á höfundarrétti en á Pirate Bay er miklu magni af höf- undarréttarvörðu efni dreift frítt. Warg var handtekinn í Kambódíu en óvíst er hvort hann verði framseldur til heimalands síns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.