Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 24
Falcao á óskalista Chelsea n Hvers vegna í ósköpunum reyndi enginn að kaupa Falcao frá Atlético Madríd? A llir þeir sem halda því statt og stöðugt fram að enskur fótbolti sé sá besti í heimi hafa líklega svitnað töluvert þegar miðlungslið Atlético frá Spáni gjörsamlega pakkaði fok- dýru meistaraliði Chelsea saman 4–1 í leiknum um Ofurbikarinn. Þar var lið Chelsea svo kjöldregið að einn leikmaður liðsins tísti eftir leikinn: „Vá, þetta kallast að rekast illa á raun- veruleikann.“ Svo sanngirni sé gætt var sig- ur Atlético að mestu verk eins ein- asta manns með virðingu fyrir öðr- um leikmönnum Atlético. Radamel Falcao skoraði þrennu í leiknum og lék varnarmenn Chelsea svo grátt að þeir virtust sem steyptir við grasið í hvert sinn sem hann tók á rás. Þó úrslitin séu merkileg er þó enn merkilegra að ekkert stórlið Evrópu reyndi svo mikið sem eitt einasta til- boð í Falcao áður en frestur til kaupa rann út á föstudagskvöld. Hafa þó for- ráðamenn Atlético í sumar ekki verið ýkja grimmir að vísa frá fyrirspurnum um Kólumbíumanninn Falcao. Nú er allt breytt, en of seint, því stjóri Chelsea, Roberto di Matteo, hefur nú mikinn áhuga á að klófesta Falcao og það strax þegar næsti kaup- gluggi opnast í janúar en þó hefur ver- ið staðfest að Chelsea reyndi að kaupa framherjann Edison Cavani frá Napolí á síðustu metrunum á föstudags- kvöldið. Gekk það ekki þar sem for- ráðamenn Napolí vildu of mikið fyr- ir leikmanninn og er þetta sennilega í eitt af fáum skiptum sem eigandi Chelsea setur háan verðmiða fyrir sig. Það er nokkuð athyglisvert því ekki aðeins var verðmiðinn á Cavani mun hærri heldur er það hugmyndin að sóknarmenn skori sem flest mörk og tölfræðin sýnir að þar er Falcao tölu- vert grimmari en Cavani. Falcao hefur á ferlinum með River Plate, Porto og Atlético Madrid skor- að alls 105 mörk í 178 leikjum en töl- fræði Cavani er 93 mörk í 203 leikjum. Í þokkabót er Falcao bæði fljótur og lítill eða fullkominn við hlið hins til- tölulega hægfara og stóra Fernando Torres í framlínu þeirra bláklæddu. Og ekki veitir af því að taka aðeins til. 24 Sport 3. september 2012 Mánudagur Úrslit Enska úrvalsdeildin West Ham – Fulham 3-0 1-0 Nolan (1.), 2-0 Reid (29.), 3-0 Taylor (41.) Swansea – Sunderland 2-2 0-1 Fletcher (40.), 1-1 Routledge (45.), 1-2 Fletcher (45.), 2-2 Michu (66.) Tottenham – Norwich 1-1 1-0 Dembele (68.), 1-1 Snodgrass (85.) WBA – Everton 2-0 1-0 Long (65.), 2-0 McAuley (82.) Wigan – Stoke 2-2 1-0 Maloney v. (5.), 1-1 Walters v. (40.) 2-1 Di Santo (49.), 2-2 Crouch (76.) Man.City – QPR 3-1 1-0 Yaya Toure (16.), 1-1 Zamora (59.), 2-1 Dzeko (61.), 3-1 Tevez (90.) Liverpool – Arsenal 0-2 0-1 Podolski (31.), 0-1 Cazorla (68.) Newcastle – Aston Villa 1-1 0-1 Clark (22.), 1-1 Ben Arfa (59.) Southampton – Man Utd 2-3 1-0 Lambert (16.), 1-1 Persie (23.), 2-1 Schneiderlin (55.), 2-2 Persie (87.), 2-3 Persie (90.) Staðan 1 Chelsea 3 3 0 0 8:2 9 2 Swansea 3 2 1 0 10:2 7 3 WBA 3 2 1 0 6:1 7 4 Man.City 3 2 1 0 8:5 7 5 Man.Utd. 3 2 0 1 6:5 6 6 Everton 3 2 0 1 4:3 6 7 West Ham 3 2 0 1 4:3 6 8 Arsenal 3 1 2 0 2:0 5 9 Wigan 3 1 1 1 4:4 4 10 Newcastle 3 1 1 1 3:4 4 11 Fulham 3 1 0 2 7:6 3 12 Stoke 3 0 3 0 3:3 3 13 Sunderland 2 0 2 0 2:2 2 14 Tottenham 3 0 2 1 3:4 2 15 Norwich 3 0 2 1 2:7 2 16 Reading 2 0 1 1 3:5 1 17 Aston Villa 3 0 1 2 2:5 1 18 Liverpool 3 0 1 2 2:7 1 19 QPR 3 0 1 2 2:9 1 20 Southampton 3 0 0 3 4:8 0 Pepsi-deild karla ÍBV- ÍA 0-0 Selfoss - KR 1-0 Valur - Stjarnan 0-2 Staðan 1 FH 17 12 2 3 40:17 38 2 KR 18 9 4 5 32:23 31 3 Stjarnan 18 7 8 3 37:31 29 4 ÍBV 18 8 4 6 28:16 28 5 ÍA 18 8 4 6 27:31 28 6 Valur 18 8 0 10 28:27 24 7 Keflavík 17 7 3 7 27:27 24 8 Breiðablik 17 6 5 6 18:22 23 9 Fylkir 17 6 5 6 22:30 23 10 Selfoss 18 5 3 10 25:34 18 11 Fram 17 5 2 10 23:29 17 12 Grindavík 17 2 4 11 23:43 10 F immtíu ár og fimmtíu og fimm ár. Það er svo langt síð- an ensku félagsliðin Liver- pool og Tottenham hafa byrj- að keppnistímabilið í enska boltanum jafnilla og nú. Reynir nú virkilega á þolinmæði stuðnings- manna en ítrekaðar breytingar í brú beggja liða hafa bara alls ekki gert sig hingað til. Báðir nýju þjálfarar lið- anna kalla eftir þolinmæði en hún er af skornum skammti og þegar um helgina var púað á þjálfara Totten- ham. Nú þegar þrjár umferðir eru liðn- ar í ensku úrvalsdeildinni situr Liver- pool í fallsæti með eitt einasta stig og fimm mörk í mínus. Þar er liðið í fé- lagsskap með QPR og Southampton og þegar átta stigum á eftir toppliði Chelsea. Tottenham undir stjórn hins portúgalska Andre Villas-Boas situr reyndar töluvert ofar í fjórt- ánda sætinu með tvö stig í sarpi eft- ir þrjá leiki. Gallinn er hins vegar sá að liðið hefur aðeins slefað jafntefli gegn Norwich og WBA, tveimur lið- um sem topplið í enska eiga bara að sigra og punktur. Fráleitar kröfur um árangur? Bæði Liverpool og Tottenham eiga það sameiginlegt að krafa bæði eigenda og áhangenda um gott gengi er hávær 365 daga á ári. Bæði lið eru stórlið sem þó hafa ekki sýnt stórlið- stakta um langa hríð. Eðlilega brestur marga þolinmæði eftir mögur ár en engu að síður virðist forráðamönn- um beggja liða hlaupa of mikið kapp í kinn. Gripið er til skyndilausna eins og ráðningar nýrra þjálfara með reglulegu millibili sem svo endar í sí- fellt meiri vonbrigðum sem aftur kalla á fleiri skyndilausnir í hvínandi hvelli. Liverpool er með sinn þriðja þjálfara á tveimur árum og Tottenham hefur brúkað tíu þjálfara á síðustu tíu árum. Kraftaverkamaðurinn Rodgers Fjölda stuðningsmanna Liverpool brá í brún á síðustu leiktíð þegar goð- inu gamla Kenny Dalglish var vikið úr stjórastöðunni með litlum fyrirvara. Árangur liðsins var ekki upp á marga fiska reyndar í deildinni undir hans stjórn en komst þó í úrslit í tveim- ur keppnum og vann bikar. Í hans stað var Brendan Rodgers ráðinn, og rætt var við Andre Villas-Boas líka um starfið, sem hafði gert ágæta hluti með lið Swansea. Með það félagslið náði hann 45 prósenta vinningshlut- falli en það hefur kannski gleymst að Rodgers náði engum merkisárangri með lið Watford og Reading áður en hann tók við starfinu hjá Swansea. Hætti hann reyndar með Reading á miðju tímabili vegna hörmulegs ár- angurs. Hann er langt í frá krafta- verkamaður eins og reyndar ansi margir vildu meina þegar hann var ráðinn í sumar. Aumingja Redknapp Geti einhver glott feitt yfir hörmulegri byrjun Tottenham er það Harry nokk- ur Redknapp sem tók fyrirvaralaust pokann sinn í júní þrátt fyrir að hafa að margra mati gert ótrúlega hluti með Tottenham frá því hann tók við því á botninum haustið 2008 og kom liðinu í fjórða sætið áður en yfir lauk. Árið eft- ir náði Tottenham sínum besta árangri frá upphafi í úrvalsdeildinni und- ir stjórn Redknapps sem hirti titilinn framkvæmdastjóri ársins fyrir vikið. Á síðustu leiktíð var árangurinn góð- ur. Liðið endaði í fjórða sætinu. Það hins vegar dugði ekki forráðamönn- um liðsins sem ráku karlinn og naga líklega neglurnar nú þegar nýi þjálfar- inn hefur ekki sýnt nokkurn skapaðan hlut. Andre Villas-Boas sýndi heldur ekki mikla getu þegar hann stjórnaði hverri stjörnunni á fætur annarri hjá Chelsea um níu mánaða skeið. Með aragrúa stórkostlegra knattspyrnu- manna að velja úr náði hann ekki einu sinni að vinna helming þeirra leikja sem lið hans spilaði. Hvernig hann á að gera stóra hluti hjá Tottenham með mun minni peninga og mun hæfileika- minni leikmannahóp er vandséð. Leikir Liverpool n Liverpool - Arsenal 0-2 n Liverpool - Man City 2-2 n WBA - Liverpool 3-0 Leikir Tottenham n Tottenham - Norwich 1-1 n Tottenham - WBA 1-1 n Newcastle - Tottenham 2-1 Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Tár á hvarmi Fyrirliði Liver- pool, Steven Gerrard, fúll yfir tapi á heimavelli fyrir Arsenal. Kafteinninn hefur nú leitt lið sitt til verstu byrjunar í 50 ár. Úr öskunni í eldinn n Liverpool og Tottenham hafa ekki byrjað jafn illa í áratugi Pirraður Portúgali Andre Villas-Boas, stjóri T ottenham, í kunn- uglegum stellingum frá tíma sínum með Ch elsea. Töffari dauðans Falcao hinn kólumbíski er án alls efa einn skæðasti sóknarmaður í bolt- anum en spilar með Atlético Madrid sem er miðlungslið á spænskan mælikvarða. Lægri laun en fleiri leikir Þeir eru ekki margir ungir og efni- legir sem kjósa heldur að spila með lakari liðum en þeim stóru í þeirri von að fá að spila fleiri leiki. Einn er þó hinn 21 árs gamli Nathani- el Clyde sem valdi Southampton fram yfir Manchester United þrátt fyrir feitari launapakka hjá því síð- arnefnda. Kannski hann skipti um skoðun ef Southampton fellur niður aftur eins og flestir spekingar spá. Heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson, sund- kappi úr Fjölni/Ösp, vann á sunnudag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíuleik- um fatlaðra í London. Hann kom í mark á nýju heims- og ólympíumeti á tímanum 1:59:62 mínútum. Hann var 17 sekúndu- brotum á undan Daniel Fox frá Ástralíu, sem hafnaði í öðru sæti. Jón Margeir hafði fyrr um daginn sett ólympíumet í grein- inni þegar hann synti á 2:00:32 mínútum. Það met lifði ekki lengi því í úrslitasundinu gerði hann enn betur eins og áður segir. Sannarlega magnaður árangur hjá þessum 19 ára afreksmanni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.