Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 13
GlysGjarni útGerðarmaðurinn n Magnús Kristinsson selur útgerðina í Eyjum n Segist vera fórnarlamb markaðsmisnotkunar n Átti þyrlu og keypti lúxusbíla fyrir alla fjölskylduna Úttekt 13Mánudagur 3. september 2012 Toytoa-jeppa eftir að hinn eyðilagð- ist, enda hæg heimatökin. Lúxusjeppar fyrir alla fjöl- skylduna eftir hrun Hann stóð svo sannarlega við það, ef marka má frétt DV frá árinu 2010. Þá greindi blaðið frá því að öll fjölskylda Magnúsar ferðaðist um á lúxusbílum frá Toyota. Þetta kom í kjölfar frétta þess efnis að skilanefnd Landsbank- ans hefði þurft að afskrifa tæpa 50 milljarða króna af skuldum hans við bankann. Í fréttinni var greint frá því að Börn Magnúsar, Héðinn Karl og Elfa Ágústa, hefðu sést í Vestmanna- eyjum þar sem þau komu keyrandi upp úr bílalestinni á Herjólfi. hvort á sinni Toyota Land Crusier 150 bif- reiðinni. Slíkir bílar kostuðu þá á bil- inu 9 til 11 milljónir króna en þeir voru glænýir samkvæmt ökutækja- skrá. Magnús ók þá sjálfur um á Land Cruiser 200 frá 2008 en eiginkonan hans ók þá um á Lexus RX400 bifreið en Lexus er vörumerki í eigu Toyota. Eftir þessu var tekið í Eyjum og hafði DV eftir viðmælendum að nokkur kurr væri meðal Eyjamanna vegna þess hve íburðurinn væri mikill. Flaug um á lúxusþyrlu Magnús hefur raunar lýst sjálfum sér sem glysgjörnum. Það gerði hann í samtali við Morgunblaðið 2004, þar sem fjallað var um jakkaföt. „Ég er svolítið glysgjarn og þar af leiðandi er ég ekki feiminn við að raða saman fal- legum litum og ólíku mynstri,“ sagði hann og bætti við að hann hefði eign- ast sín fyrstu teinóttu jakkaföt árið 1978. Ljóst er að glysgirnin hefur fylgt Magnúsi því þegar veldi hans var sem stærst gerði hann sér lítið fyrir og keypti þyrlu í þeim tilgangi að fljúga milli lands og Eyja. Í nóvember 2008, rétt eftir efnahagshrunið, sagði Magn- ús við DV að hann hefði lagt þyrlunni vegna þess hve dýrt væri að tryggja hana. Hann vildi þó ekki staðfesta að til stæði að selja gripinn. „Það eru tveir mánuðir síðan henni var lagt og það er ekki út af núverandi ástandi. Þetta er dýrt tæki og það er dýrt að hafa þyrluna á tryggingum þannig að ég ákvað að taka hana af trygging- um fyrst og fremst, það var megin- tilgangurinn.“ Í viðtali við DV sagði hann: „Samgöngumálin eru í ólestri og voru að verða mér fjötur um fót. Ef það er ófært með flugi klukkan hálf tíu að morgni hefði maður þurft að taka ferjuna klukkan átta. Þetta felur það í sér að maður getur í fyrsta lagi far- ið klukkan fjögur og er ekki kominn til Reykjavíkur fyrr en að kvöldi.“ Magnús sagðist hafa reynt að byggja áætlanir sínar í kringum þess- ar samgöngur, en í hans tilviki hefði það hreinlega ekki gengið. Þetta hefði verið komið út í dellu. „Þessi þyrla er í raun réttri bara tilraun hjá mér. Ég tel ekki að ég eigi eftir að tapa á henni en það verður bara að koma í ljós.“ Þyrlan sem Magnús átti er af gerðinni Bell 430 og þykir afar íburðarmikil. Hún nær 270 kílómetra hraða á klukkustund og getur tekið sex til sjö farþega. Í frétt DV frá 2008 sagði að allir innviðir þyrlunnar væru eins og í limósínu og til að mynda væri „limósínurúða“ á milli farþega- rýmis og flugmanna. Þá væri veitingageymsla um borð í þyrlunni, hljómtæki með snertitakka- búnaði auk tveggja síma sem Magn- ús hefði getað notað í flugi. Þá mætti nefna að handföngin inni í þyrlunni væru gulli slegin og sætin klædd ljósdrapplituðu leðri. Stöð 2 greindi frá því í maí 2010 að Magnús hefði selt þyrluna. Fram kom að gangverðið á þyrlum sem þessum væri um hálfur milljarður króna. Stoke lélegasta fjárfestingin Magnús Kristinsson og tengd fé- lög hafa verið umsvifamikil, meðal annars á sviði sjávarútvegs, fjármála- starfsemi, hlutabréfaviðskipta, fast- eignareksturs, bílasölu og bílaleigu, að því er segir um hann í rannsóknar- skýrslu Alþingis. En hann hefur komið víðar við. Skemmst er að minnast þess að Magnús var um tíma lykilmaður í Ís- lendingaævintýrinu í tengslum við knattspyrnufélagið Stoke. Hann var stjórnarformaður Stoke Holding sem keypti 70 prósenta hlut í félaginu árið 1999 og var að sögn sá einstakling- ur sem mestan pening lagði í ævin- týrið. Eftir á að hyggja má staðhæfa að fjárfestingin hafi verið rugl því Ís- lendingarnir töpuðu miklum pening- um á Stoke. „Það er ekki hægt ann- að en að líta á þessa fjárfestingu sem slæma þar sem hún hefur ekki gef- ið neinn arð. Þetta er lélegasta fjár- festing sem ég hef farið í síðustu tíu árin,” sagði Magnús í samtali við Fréttablaðið árið 2005, en stuttu síðar seldu þeir hlut sinn í félaginu á slikk. „Öll ánægjan af þessu starfi mínu er horfin. Ástríðan er ekki fyrir hendi lengur,” sagði hann á síðustu metrum ævintýrisins. Loks má nefna að Magnús átti um tíma skyndibitakeðjuna Domino’s. Keðjan var skuldum vafin og svo fór að Landsbankinn tók félagið yfir árið 2009 og afskrifaði 1.500 milljónir af skuldum þess, áður en bankinn seldi það áfram. Til að setja þessa upphæð í samhengi lætur nærri að hver einasti fjárráða Íslendingur hefði í eina viku þurft að kaupa þriðjudagstilboð af skyndibitastaðnum til að upphæðin myndi jafnast á við milljónirnar 1.500. Veldið er hrunið Í ítarlegri grein um Magnús, sem birt- ist í DV árið 2009, kom fram að hann væri umdeildur í Vestmannaeyjum. Íbúum hefði þótt nóg um íburðinn og þyrlukaupin hleyptu illu blóði í suma Eyjamenn, enda þótti þessi at- orkusami útgerðarmaður hafa misst jarðsambandið, kannski í bókstaflegri merkingu. Í viðtali við DV árið 2007 sagði hann um gagnrýnina: „Það er oft talað um einhvern kulda og hroka í mönnum, en málið er að ég virði fólkið í Eyjum og ég er glaður að geta verið einn af samfélagsþegnunum þar. Þegar öllu er á botninn hvolft er ég hæsti útsvarsgreiðandinn í Vest- mannaeyjum og er stoltur af því að vera þátttakandi í þessu samfélagi og leggja mitt af mörkum.“ Ljóst er að veldi Magnús- ar Kristinssonar útgerðarmanns er hrunið. Gnúpur er, eins og áður var rakið, farinn í þrot. Skyndibitakeðj- an Domino’s, sem var í eigu Magnús- ar, var tekin yfir og seld í kjölfar efna- hagshrunsins. Keðjan skuldaði þá 1.800 milljónir króna en langstærsti hluti þeirrar upphæðar var afskrifað- ur þegar bankinn seldi nýjum eigenda keðjuna. Magnús missti líka Toyota- umboðið til Landsbankans 2009 en hann var auk þess eigandi dekkja- verkstæðisins Sólningar og verslun- arinnar Motormax. Sólning var yfir- tekin og seld en Motormax keyrt í þrot eftir yfirtöku. Allar þessar eignir hefur Magnús misst úr höndunum vegna skulda og lítið er því eftir af veldi út- gerðarmannsins. Hvort hann verður áfram í Eyjum, þar sem hann hefur alltaf verið, eða færir sig um set, mun koma í ljós. Nær eignalaus er hann ef til vill skrefi nær því að verða laus úr gíslingu kröfuhafanna; bankanna sem lánuðu honum milljarða á milljarða ofan á árunum fyrir hrun. n „Ég er svolítið glysgjarn Veldið hrunið Magnúsi er lýst sem atorkusömum manni. Ólíklegt verður að teljast að hann muni hafa hægt um sig í framtíðinni. Djarfur Magnús lét hafa eftir sér, síðla árs 2007, að allt sem hann gerði gengi upp. Síðan snerist allt til verri vegar. Land Cruiser 200 Magnús keypti sér svona bíl 2008 og Lexus fyrir konuna. Hann gaf börnunum sínum einnig Land Crusier jeppa. Sektaður fyrir flugelda Magnús Kristinsson hélt upp á fimmtugs- afmæli sitt með pompi og prakt í Vest- mannaeyjum árið 2000. DV greindi frá því á sínum tíma að hápunktur þess hafi verið flugeldasýning, sem fram fór á miðnætti. Björgunarfélagið sá um sýninguna og þótti hún bæði svo mikil og hávaðasöm, að sögn Eyjafrétta, að einhverjir hrukku upp af svefni. Lögreglu bárust kvartanir vegna flugeldasýningarinnar. Í ljós kom að sótt hafi verið um leyfi fyrir flug- eldasýningu, „en ekki jafnviðamikilli og háfleygri og hún svo reyndist vera,“ sagði í frétt DV. Magnús hlaut áminningu vegna þessa og var sektaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.