Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 6
Fagráðið aðeins Fjallað um eitt mál „Hann var yndislegur“ n Halda tónleika í minningu Lofts n Allur ágóði rennur til bættrar aðstöðu fyrir útigangsmenn V ið gerum þetta til að halda minningunni um hann á lofti,“ segir Þórunn Brands- dóttir, móðir Lofts Gunnars- sonar sem lést 20. janúar á þessu ári, um minningartónleika sem haldnir verða á afmælisdegi Lofts þann 11. september næstkomandi. Hann hefði orðið 33 ára þann dag. Margir þekktu Loft en hann var síðustu árin meðal útigangsmanna í Reykjavík og eftir lát hans hefur hann að vissu leyti orðið táknmynd baráttunnar um bættan aðbúnað útigangsmanna. Liður í því er minningarsjóður sem stofnaður hefur verið í nafni Lofts. Þórunn móðir hans hef- ur ásamt góðum hópi fólks, vin- um og ættingjum Lofts, ákveðið að láta allan ágóða af tónleikunum renna til bættrar aðstöðu útigangs- manna. „Við viljum safna pening til þess að bæta aðstöðu útigangs- manna enda ekki vanþörf þar á,“ segir hún. Á afmælisdeginum kemur einnig út ljóðabók með ljóðum eftir útigangsmenn en haldin var ljóðasamkeppni á dögunum. All- ur ágóði af sölu hennar fer líka í minningarsjóðinn. Auk þess hefur Jón Sæmundur Auðarson, Nonni Dead eins og hann er gjarnan kall- aður, hannað boli með mynd af Lofti sem seldir verða á tónleikun- um. Móðir Lofts segir hann hafa verið hjartahlýjan og að fjölskyld- an sakni hans mikið. „Hann var svo ofboðslega góður og við áttum mjög góðar stundir með honum. Hann var yndislegur. Við söknum hans en gerum þetta í staðinn, til þess þá að hjálpa hinum.“ Á tónleikunum sem haldnir verða í Vídalínskirkju í Garðabæ kemur fram tónlistarfólkið Pétur Ben, Ómar og Óskar Guðjóns- synir, Esja, Ellen og KK og Frizko. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 en þeir sem eiga ekki heimangengt en vilja gefa í minningarsjóðinn er reikningsnúmerið 318-26-5070 og kennitalan er 021051-7569. viktoria@dv.is 6 Fréttir 3. september 2012 Mánudagur n Lítið hefur verið að gera hjá fagráði um meðferð kynferðisbrota F agráð æskulýðsvettvangs- ins um meðferð kynferðis- brota, sem sett var á stofn í byrjun sumars í fyrra, hef- ur aðeins fjallað um eitt mál frá því að það tók til starfa. KFUM og K hafði forgöngu um stofnun fagráðsins, en það er sameiginlegt ráð æskulýðsvettvangsins; KFUM og K, Ungmennafélags Íslands, Landsbjargar og Skátanna. „Það hafa komið upp mál á undanförn- um árum sem hafa átt rætur í okk- ar félagi,“ segir Auður Pálsdóttir, formaður stjórnar KFUM og K, um ástæðu stofnunar ráðsins. Þolandinn beið lengi Ráðið hafði starfað í tæpt ár þegar það tók sitt fyrsta mál til umfjöll- unar, en það var tekið fyrir í byrj- un sumars. Um er að ræða kyn- ferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í starfi KFUM; framið af starfs- manni. „Málið sem þú ert að vísa í er gamalt mál og er eina málið sem fagráðið hefur fengið til umfjöll- unar,“ segir Auður en samkvæmt öruggum heimildum DV hafði þolandi í téðu kynferðisbrota- máli lengi beðið þess að mál hans fengi afgreiðslu. Þolandinn, sem er karlmaður, hafði í mörg ár þrýst á KFUM og K um að fá mál sitt tek- ið fyrir – án árangurs. Auður kveðst ekki vita hvar eða hvenær brot- ið á að hafa átt sér stað. „Það eru upplýsingar sem fagráðið geymir. Það eina sem ég veit er að þetta er gamalt mál. En það er alveg skýrt að viðkomandi starfsmaður er í dag ekki í neinu starfi hjá okkur.“ Lítið kynnt Aðspurð hvort ekki sé undarlegt að fagráðið hafi ekki fengið nein kyn- ferðisbrotamál á borð til sín fyrr en nú segir Auður: „Nei. Ég veit ekki á hvaða mælikvarða þú ert að tala um fátt eða margt. Fagráð fjalla bara um mál sem til þeirra berast. Það er þannig með svona mál að fólk kemur ekki fram nema það sé fullvisst um að mál þeirra fái vandaða umfjöllun. Þess vegna var fagráðið kynnt vel í fjölmiðlum á sínum tíma.“ Blaðamaður fram- kvæmdi, til að kanna sannleiks- gildi orða Auðar, einfalda Google- leit. Samkvæmt henni er ljóst að fagráðið hefur litla fjölmiðlaum- fjöllun fengið. Auk þess er ekk- ert fjallað um ráðið á heimasíðu KFUM og K. Ekki óeðlilega mörg brot Innt svara við því hvort hún viti til þess að mörg kynferðisbrota- mál hafi komið upp í starfi KFUM og K segir Auður: „Svona ofbeldi er því miður hluti af okkar raun- veruleika. Að sjálfsögðu kemur það upp hjá okkur – eins og í öllu öðru starfi.“ Hún telur að þau kyn- ferðisbrotamál sem hafa komið upp innan samtakanna séu ekki óeðlilega mörg. En hvers vegna, í ljósi þess að svona mál hafa áður komið upp, var ekki löngu búið að stofna slíkt fagráð? „Það er bara mjög góð spurning,“ segir Auður en bætir við að hún sé mjög stolt af því að KFUM og K hafi átt forgöngu að því að ýta þessu úr vör síðastliðið sumar. Æskulýðsvettvangurinn naut, að sögn Auðar, leiðsagnar Þjóðkirkjunnar við að setja fagráð- ið á stofn. Kirkjan og KFUM og K KFUM og K ert frjáls félagssam- tök sem standa á sama grunni og evangelísk-lútherska þjóðkirkjan á Íslandi. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að þau vilji starfa inn- an kirkjunnar og með kirkjunni, en séu þó sjálfstæð og lúti eigin stjórn. Samtökin vilja styðja for- eldra í trúarlegri mótun barna sinna. Þjóðkirkjan starfrækir svipað fagráð um meðferð kynferðisbrota. Fagráð Þjóðkirkjunnar hefur tek- ið á móti ásökunum á hendur alls 18 starfsmönnum kirkjunnar. Í þremur þessara 18 tilvika hefur fagráðinu borist fleiri en ein ásök- un á hendur sama aðila. Árið 2010 komu tíu mál inn á borð fagráðs Þjóðkirkjunnar. Krefjast sakavottorðs Að sögn Auðar þurfa þeir, sem vilja vera leiðtogar í sumar- og vetr- arstarfi KFUM og K á Íslandi, að gefa skriflegt samþykki sitt fyrir því að leitað sé upplýsinga í saka- skrá þeirra. Um er að ræða sam- þykki fyrir því að skoða megi fulla sakaskrá, sem er sama skilyrði og Barnaverndarstofa setur sínu starfsfólki. Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is „Svona ofbeldi er því miður hluti af okkar raun- veruleika. Að sjálf- sögðu kemur það upp hjá okkur – eins og í öllu öðru starfi. Áttu forgöngu um stofnun ráðsins Meintur kynferðisbrota- maður var starfsmaður KFUM og K. Meint lögbrot stjórnmálaflokka Margrét Tryggvadóttir, þingkona Hreyfingarinnar, hefur ósk- að eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis komi saman og fundi með ríkisend- urskoðanda vegna meintra lög- brota Sjálfstæðisflokks, Sam- fylkingar og Framsóknarflokks. Álfheiður Ingadóttir hefur tek- ið undir ósk Margrétar. Mál- ið snýr að of háum fjárframlög- um tengdra útvegsfyrirtækja til stjórnmálaflokka en samkvæmt lögum má lögaðili styrkja stjórn- málaflokk um 400 þúsund krón- ur að hámarki á ári. Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar, vakti athygli á málinu í blogg- færslu á heimasíðu sinni. Þar skoðar hann fjárframlög Sam- herja, Gjögurs og Síldarvinnsl- unnar til stjórnmálaflokka árin 2009 og 2010. Slegin í höfuðið Snemma á sunnudagsmorgun var stúlka slegin í höfuðið í mið- bæ Reykjavíkur. Var hún flutt á slysadeild til aðhlynningar en ekki er vitað hver árásarmann- inn er. Skömmu áður var maður fluttur á slysadeild með höfuð- áverka eftir slagsmál í mið- bænum og er gerandi í því máli einnig óþekktur. Nokkuð var um hávaðaút- köll og ýmiss konar útköll tengd ölvun um helgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem einn maður var tekinn við ölvunarakstur. Þó var næturvakt lögreglunnar aðfaranótt sunnu- dags nokkuð róleg. Kirkjugjöld hækka Kirkjuþing hefur samþykkt ályktun þar sem þess er kraf- ist að sóknargjöld verði hækk- uð að nýju. Í ályktuninni segir að leiðrétting sóknargjalda sé nauðsynleg og að sóknir lands- ins hafi tekið á sig skerðingu sem sé 25 prósent umfram aðrar stofnanir sem heyra undir inn- anríkisráðuneytið. Aukakirkjuþing kom saman á laugardag til að fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslu um til- lögur stjórnlagaráðs, þar sem meðal annars þarf að taka af- stöðu til ákvæðis um þjóðkirkju í stjórnarskrá.  Minningin lifir Móðir Lofts segir hann hafa verið hjartahlýjan. Hún hefur stofnað minningarsjóð og vonast til að geta hjálpað öðrum útigangsmönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.