Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 2
Þ jóðaröryggisnefnd sem skip- uð var í fyrra skilar vænt- anlega af sér á næstu vik- um. Hlutverk hennar er að fjalla um og gera tillögur um stefnu sem tryggi þjóðaröryggi Íslands á grundvelli her- og vopn- leysis. Þá á hún að kanna grundvöll þess að setja á stofn sjálfstætt rann- sóknarsetur á Íslandi á sviði utan- ríkis- og öryggismála. Í nefndinni starfa tíu þingmenn, fulltrúar úr öll- um flokkum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mælti í lok síð- asta árs fyrir stofnun nefndarinn- ar. Þá sagði hann tillögu sína byggða á þeirri forsendu að eitt af grund- vallarhlutverkum stjórnvalda sé að tryggja öryggi þjóðarinnar. Net- og matvælaöryggi Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks stóð fyrir stofnun Varnar málastofnunar árið 2008. Stofnunin fór með varnartengd verk- efni líkt og rekstur loftvarnarkerfis- ins sem Íslendingar tóku við rekstri á eftir brotthvarf Bandaríkjahers. Þá sá stofnunin um rekstur mannvirkja NATO hér á landi. Núverandi ríkis- stjórn lagði stofnunina niður undir lok ársins 2010. Árið 2009 var unnin áhættumatsskýrsla fyrir Ísland. Matið var liður í að leggja mat á hættur sem steðja að landinu. Þá var gerð tilraun til að horfa út fyrir hefðbundin varn- ar- og hernaðarmál. Áhættumatshópurinn skoðaði meðal annars öryggismál fjármála- kerfisins, heilbrigðisöryggi sem og matvæla- og netöryggi. Þá var sér- staklega litið til þess sem kallað er aðlögun útlendinga að íslensku sam- félagi. Þar er átt við fyrirbyggjandi aðgerðir gegn því að þeir aðilar sem hingað flytja finni sig einangraða og ekki hluta af samfélaginu. Slíkt er talið geta ýtt undir ofbeldi og samfél- agstengd vandamál. Þjóðaröryggis- nefnd tekur mið af mati áhættumats- hópsins við vinnu sína. Nefndin mun ekki skila fullbúinni stefnu held- ur móta aðferðarfræðina og koma með tillögur að því hvaða verkefni og málaflokka þarf að móta sérstaklega. Byggir á herlausu Íslandi „Ég gerði á sínum tíma þinginu grein fyrir því að ég teldi að í kjöl- far breyttra aðstæðna á alþjóðavett- vangi og breytinga innanlands sem fólu í sér niðurlagningu Varnarmála- stofnunar og stofnun nýs innanríkis- ráðuneytis, auk áhættumatsskýrslu ráðuneytisins sem kom út árið 2009, væri tímabært að ráðast í stefnumót- un af þessu tagi. Ég tók það mjög skýrt fram að það væri skoðun mín að sú stefna ætti í senn að byggjast á herleysi landsins og sömuleiðis vera framfylgt af borgaralegum stofnun- um á grundvelli borgaralegra gilda,“ sagði Össur í þinginu um nefndina á sínum tíma. Hann lagði sérstaka áherslu á að sem breiðust sátt næðist um þjóðaröryggisstefnu. Nefndin, sem Valgerður Bjarna- dóttir stýrir, á samkvæmt samþykkt- um Alþingis að skila niðurstöðum sínum um mánaðarmót september og október. Valgerður segir nefndina stefna að því að klára verkið á tilsett- um tíma. Í nefndinni eiga sæti fulltrú- ar allra þingflokka kosnir af Alþingi en formaður er skipaður af utanríkis- ráðherra. Þá má sjá hér fyrir ofan. 2 Fréttir 7.–9. september 2012 Helgarblað Kosningastjórinn fékk lóð 3 Fyrrverandi kosninga- stjóri Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjar- stjóra í Kópavogi, fékk úthlutað lóð frá bænum í júní. Kosningastjór- inn, Viggó Einar Hilmarsson, er framkvæmdastjóri byggingafélagsins Silfurhúsa sem mun reisa 35 íbúða fjölbýlishús í Þorrasölum 9 til 11 í Kópavogi. Viggó, sem er fyrrverandi starfsmað- ur Straums-Burðaráss og Lands- bankans, sat með Ármanni í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 1993 til 1995. Áætlaður kostnaður vegna byggingar hússins nemur á annan milljarð króna. Ardvis endar með ósköpum 2 Fjármunir hlut-hafa fjárfestingar- félagsins Ardvis voru meðal annars notaðir til að greiða meðlög, skatta, bíl, húsnæði og mat fyrir fram- kvæmdastjórann og stærsta hluthafann, Bjarna Þór Júlí- usson. Aðstandendur Ardvis höfðu safnað 130 milljónum króna í hluta- fé í lok árs 2010 samkvæmt ársreikn- ingi félagsins, Ardvis hf., fyrir það ár. Félagið varð gjaldþrota fyrr á þessu ári og segir Sveinbjörg Sveinbjörns- dóttir, skiptastjóri Costa rekstrarfél- ags Ardvis, að skiptum á félaginu ljúki brátt. Hún segir að starfsemi Costa verði kærð til lögreglunnar á næstunni. Rændur ferm- ingargjöfinni 1 Þegar Jón Frí-mann Jónsson fermdist fyrir ári gat hann látið draum sinn rætast. Hann fór með alla peningana sem hann hafði feng- ið í fermingargjöf og keypti sér Znen- vespu. Eftir það opnaðist fyrir hon- um nýr heimur, hann komst lengra en áður og hann fann til sín sem sjálfstæður ungur maður, frjáls og óháður skutli foreldranna og strætis- vagnaferðum. En nú hefur vespunni hans verið stolið og Jón Frímann situr eftir með sárt ennið. DV fjall- aði um málið á mánudag. Vespan kostaði um 190.000 krónur og ekki hlaupið að því að kaupa nýtt hjól. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Í tveggja og þriggja ára fangelsi Daniel Arciszewski var á fimmtu- daginn dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og Snorri Sturlu- son til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa ráðist inn á heimili karlmanns á sjötugsaldri, haldið honum föngnum og þvingað hann til að millifæra 453 þúsund krónur inn á reikninga sína. Gæsluvarð- hald yfir mönnunum, frá 7. og 8. júlí, dregst frá fangelsisvistinni. Mönnunum var einnig gert að greiða fórnarlambi sínu, tæpar 1,3 milljónir króna í miskabætur. Daniel var einnig dæmdur fyrir vörslu á amfetamíni í söluskyni og tveggja kannabisplantna sem fundust á heimili hans. Sveitarstjórnin mótmælir upp- sögn hjá RÚV „Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp- verjahrepps mótmælir ákvörðun Ríkisútvarpsins um að leggja niður starf fréttaritara á Suður- landi.“ Svo hljóðar bókun sveit- arstjórnarinnar vegna þeirrar ákvörðunar RÚV að segja upp fréttaritara sínum á Suðurlandi í hagræðingarskyni. Magnús Hlyn- ur Hreiðarsson hefur staðið vakt- ina á Suðurlandi um árabil en sérstakar og skemmtilegar fréttir hans úr mannlífinu á Suðurlandi hafa vakið athygli í gegnum tíðina. Magnús Hlynur sagði í samtali við vef Eiríks Jónssonar á mánudag að hann væri bæði sár og svekktur yfir því hvernig komið hafi verið fram við sig. Ástæða uppsagnar- innar hafi verið sparnaður. Magn- ús Hlynur hefur þó áfram í nógu að snúast enda ritstjóri Dagskrár- innar, fréttablaðs Suðurlands. n Net- og matvælaöryggi til skoðunar n Þjóðaröryggisstefna í mótun „Áhættumats- hópurinn skoðaði meðal annars öryggis- mál fjármálakerfisins, heilbrigðisöryggi sem og matvæla- og netöryggi. ÞINGMENN ÁBYRGIR FYRIR ÞJÓÐARÖRYGGI Sprengjutilræði Þjóðar- öryggisnefnd skoðar hættur í víðara samhengi en sprengjutil- ræði líkt og í janúar síðastliðnum. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Þingmennirnir sem vinna að mót- un þjóðaröryggisstefnu Íslands Valgerður Bjarnadóttir Formaður - Samfylking Mörður Árnason Samfylking Magnús Orri Schram Samfylking Einar K. Guðfinnson Sjálfstæðis- flokkur Ragnheiður Elín Árnadóttir Sjálfstæðis- flokkur Árni Þór Sigurðsson Vinstri græn Guðfríður Lilja Grétars- dóttir Vinstri græn Eygló Harðardóttir Framsóknar- flokkur Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknar- flokkur Birgitta Jónsdóttir Hreyfingin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.