Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Síða 6
Dóttirin tekin aftur n Mæðgur grunaður um stórfelldan þjófnað Þ ingfesting var í máli mæðgn- anna Emmu Trinh Thi Nguyen og Jennýjar Ngoc Anh Mána- dóttur í Héraðsdómi Reykja- víkur á miðvikudag. Mæðgurnar eru ákærðar fyrir að hafa stolið vörum úr búðum í Kringlunni og Smáralind fyrir rúmlega 14 milljónir króna. Þær voru fyrst teknar þann 20. október síðastliðinn í Smáralind. Þá voru þær með þýfi á sér fyrir um 200 þús- und krónur og höfðu notað sérút- búna poka klædda álpappír til þess að verjast þjófavörnum verslananna. Leitað var heima hjá þeim þar sem meira þýfi fannst og þeim svo sleppt í kjölfarið. Nokkrum dögum seinna voru þær aftur kallaðar til skýrslutöku og leitað á ný á heimilum þeirra og fannst þá gríðarlegt magn þýfis sem hafði ekki verið á staðnum í fyrri hús- leitum. Þær höfðu því augljóslega fært varninginn á milli geymslurýma. Við þingfestingu á miðvikudag kom fram að Jenný var að auki kærð fyrir að hafa stolið í Debenhams í Smáralind fyrir rúmar 8 þúsund krón- ur þann 21. apríl síðastliðinn. Móðirin, Emma, er einnig ákærð fyrir að hafa verið með 21 kannabis- plöntu í sérútbúnu herbergi á heimili sínu. Aðalmeðferð í málinu fer fram um miðjan september en mæðgurnar tóku ekki afstöðu til ákærunnar held- ur báðu um frest þar til aðalmeðferð færi fram. Samkvæmt lögreglunni hefur ekkert komið fram við rannsókn málsins sem gefur til kynna að fleiri séu viðriðnir málið. Fyrst var talið að fleiri kæmu að málinu en ekkert hefur fundist sem styrkir þann grun. viktoria@dv.is 6 Fréttir 7.–9. september 2012 Helgarblað Huldu andlit sitt Mæðgurnar huldu andlit sitt þegar þær gengu út úr dómssal á miðvikudag. M y n d E y þ ó r Á r n a so n É g myndi í ykkar sporum á DV láta mig eiga sig. Þið hafið alveg yljað mér nóg í öllum ykkar blaðaskrifum. Þannig að ég mun ekki svara einni einustu spurningu frá þér. Þakka þér samt fyrir að gera heiðarlega tilraun,“ segir Magnús Kristinsson, fyrrverandi eigandi útgerðarfé- lagsins Bergs-Hugins í Vestmanna- eyjum, sem seldi fyrirtækið til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í síðustu viku. Kaupverð fyrirtækis- ins var þá sagt trúnaðarmál. DV lék hugur á að vita af hverju Magnús hefði selt fyrirtæki sitt til Síldarvinnslunnar en ekki aðila í Vestmannaeyjum sem eru áhuga- samir um að kaupa útgerðarfélag- ið. Upplýsingar um hvers vegna Magnús ákvað að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar fást hins vegar ekki frá Magnúsi. Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að kaupin hafi átt sér stað þannig að Magnús hafi komið að máli við forsvarsmenn Síldar- vinnslunnar og boðið þeim fyr- irtækið til kaups. „Magnús kom að máli við okkur og við náðum bara saman.“ Gunnþór segir að engir bankar hafi verið millilið- ir í viðskiptunum. „Við áttum bara í samningaviðræðum við Magnús Kristinsson um þetta mál.“ Gunn- þór segir aðspurður að kaupverðið verði ekki gefið upp. Bærinn leitar réttar síns Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, segir að bæjarfélag- ið muni leita réttar síns í málinu á tvenns konar hátt. Annars vegar muni bærinn láta reyna á for- kaupsrétt sinn á Bergi-Hugin fyr- ir dómi og hins vegar láta athuga hvort Samherji, stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar, sé með kaup- unum kominn yfir það lögbundna hámark sem einstaka útgerðarfé- lög mega eiga af aflaheimildum. Elliði vísar til þess að í 12. grein laga um stjórn fiskveiða komi fram að þegar skip og aflaheimildir eru seld út úr sveitarfélagi eigi að athuga hvort sveitarstjórn á við- komandi stað sé áhugasöm um að kaupa útgerðina. Veðsett upp fyrir haus Skip Bergs-Hugins, Smáey, Bergey og Vestmannaey, eru veðsett Ís- landsbanka og Landsbanka Íslands, gamla Landsbankanum. Skuldir fé- lagsins námu tæplega 7.300 millj- ónum króna í lok árs í fyrra. Íslands- banki á fyrstu veðréttina í skipunum og þeim 5.000 tonna kvóta sem þeim fylgir, samkvæmt veðbókarvottorði þeirra. Landsbanki Íslands, gamli Landsbankinn, á einungis 12. og 13. veðrétt í öðru af skipunum tveimur. Salan á Bergi-Hugin er því veru- legt hagsmunamál fyrir Íslands- banka. Salan þýðir að annaðhvort hefur Magnús selt Berg-Hugin og gert upp við bankann, með tilheyr- andi afléttingu veða, eða að skuld- irnar og veðin á skipunum fylgi þeim yfir til nýs eiganda, Síldarvinnslunn- ar. Útgerð Magnúsar var því á endan- um í reynd eign Íslandsbanka. Eitt af vandamálunum sem skilanefnd Landsbankans stóð frammi fyrir í skuldauppgjörinu við Magnús – útgerðarmaðurinn og fé- lög honum tengd skulduðu bankan- um um 50.000 milljónir króna – var að bankinn hefði ekki fengið mikið út úr Bergi-Hugin ef Magnús hefði verið settur í þrot. Ástæðan er sú að bankinn var aftarlega í veðréttarröð skipa Bergs-Hugins og hefði bank- inn því ekki fengið mikið fé út úr út- gerðarfélaginu heldur hefði Íslands- banki fengið mest af söluandvirði eigna þess. Bankinn sver söluferlið af sér DV leitaði eftir svörum frá Íslands- banka og skilanefnd Landsbankans um hvort viðkomandi fjármálafyr- irtæki hefðu komið að söluferlinu á Bergi-Hugin með einhverjum hætti. Heimildir DV herma að Íslands- banki hafi ekki komið að söluferlinu með neinum hætti þrátt fyrir hags- muni bankans í málinu. Ekki fást upplýsingar um það hvort vskuld- ir Bergs Hugins við bankann hafi verið greiddar upp í viðskiptunum, að hluta eða öllu leyti., með fjár- munununum sem fengust fyrir fyrir- tækið. Páll Benediktsson, upplýsinga- fulltrúi gamla Landsbankans, svaraði því til að bankinn hefði ekki komið að söluferlinu á Bergi-Hugin með nein- um hætti. „LBI hf er ekki aðili í samn- ingum BH og Síldarvinnslunnar og hefur ekkert með málið að gera.“ n Magnús bauð Síldar- vinnslunni Berg-Hugin n Bergur-Huginn veðsettur Íslandsbanka „Við áttum bara í samn- ingaviðræðum við Magnús Kristins- son um þetta mál Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Hagsmunir Íslandsbanka Bergur-Huginn, útgerð Magnúsar Kristinssonar, var veðsettur Íslandsbanka og átti bankinn verulega hagsmuni innan félags- ins. Skuldir félagsins námu 7,3 milljörðum króna í lok árs í fyrra. Með tvöföld laun forsætisráðherra Mánaðarlaun Björns Zoëga, for- stjóra Landspítalans, voru hækkuð um 450 þúsund krónur í ágúst og nema heildarlaun hans nú rúm- lega 2,3 milljónum á mánuði, sem er um það bil tvöföld laun for- sætisráðherra. Það er Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sem tók ákvörðunina um launahækk- unina og segist í samtali við RÚV bera á henni pólitíska ábyrgð. Rík- isútvarpið segir frá því að Birni hafi verið boðin staða forstjóra stórs spítala í Svíþjóð og um leið verulega launahækkun. Björn lét Guðbjart Hannesson vita að hann íhugaði tilboðið og tók Guðbjartur þá ákvörðun um að hækka laun Björns í kjölfarið. Rauf þúsund mola múrinn Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, ráðherra og núverandi bloggari, hefur náð 1000 mola múrnum með nýjustu blogg færslu sinni í Molum um málfar og miðla. Þær eru fáar stafsetningar- og málfræðivillurnar sem fara fram hjá vökulum augum Eiðs og molavina hans og það má segja að hann veiti blaða- og fréttamönn- um stöðugt aðhald með einlæg- um áhuga sínum á bættu málfari fjölmiðlafólks. Mikil eftirvænting var eftir þúsundasta molanum og bauð heimasíðan gogn.in upp á þjónustu þar sem fólk var látið vita í gegnum snjallsíma hvenær pistillinn myndi birtast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.