Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 56
Sölvi kvíðir helgunum n Gengi knattspyrnuklúbbsins Liverpool hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið, stuðn­ ingsmönnum liðsins til mikill­ ar armæðu. Sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason er einn þeirra sem ekki er ánægður með sína menn. „Sjaldan hefur mér liðið jafnmik­ ið eins og barni alkóhólista sem stuðningsmanni Liverpool,“ seg­ ir hann og bætir við ástæðunni: „Ég kvíði helgun­ um meir og meir!“ Hann ætti þó ekki að kvíða komandi helgi þar sem engir leikir fara fram í ensku úr­ valsdeildinni vegna lands­ leikja. Passaði sig á lampanum n Lampar og kaffihús eru Teiti Atla- syni bloggara ofarlega í huga í kjöl­ far málflutnings í meiðyrðamáli Gunnlaugs Sigmundssonar og eigin­ konu hans gegn sér. Á fimmtu­ dag, daginn eftir málflutninginn, bloggaði Teitur á vefsvæði sitt um að hafa átt í vandræðum með að forðast að reka höfuðið í lampa sem er fyrir ofan borðið sem hann þurfti að sitja við á meðan á flutn­ ingi málsins stóð. Hann kvartaði einnig undan því að engin kaffi­ hús í miðbæn­ um opnuðu fyrr en klukkan níu. Í glæsihýsi á Arnarnesi n Fjárfestirinn og athafnamað­ urinn Karl Emil Wernersson hefur fest kaup á rúmlega 400 fermetra einbýlishúsi á Arnarnesi í gegn­ um einkahlutafélag sitt. Húsið var keypt af félaginu Faxar sem sam­ kvæmt Smartlandi mbl.is, sem greinir frá kaupunum, er í eigu Karls. Húsið var um tíma í eigu Hannesar Smárasonar og fyrrver­ andi eiginkonu hans, Steinunnar Jónsdóttur, samkvæmt Fasteigna­ skrá Íslands. Smartland segir að verið sé að innrétta húsið uppá nýtt áður en Karl og fjölskylda flytja inn í það. You’ll never walk alone! M iklar umræður hafa skap­ ast um forsíðumyndina af Bjarna Benediktssyni, for­ manni Sjálfstæðisflokksins, á tímaritinu Nýju Lífi. Á myndinni hallar Bjarni sér aftur, brosir og horf­ ir frá myndavélinni. Meðal þeirra sem tekið hafa þátt í umræðunni er þingkonan Margrét Tryggvadóttir, þingkona Hreyfingar­ innar, sem bendir á í athugasemdum við stöðuuppfærslu varaþingkon­ unnar Önnu Pálu Sverrisdóttur, fyr­ ir Samfylkinguna, að myndin sé sett upp eins og um barnamyndatöku væri að ræða. Í stöðuuppfærslunni segist Anna Pála líklega hafa fallið á „kynjapróf­ inu“ og biðst hún afsökunar á að hafa deilt mynd þar sem búið var að setja saman forsíðumyndina af Bjarna og auglýsingu fyrir kvikmyndina The 40 Year Old Virgin. Vísar hún til færslu á vefnum Knúz þar sem því er velt upp hvort sama umræða hefði skapast um forsíðuna ef um konu hefði ver­ ið að ræða. Margrét er hins vegar ekki sam­ mála um að umræðan um forsíðuna hafi nokkuð með kyn að gera. „Hér var Bjarni í barnamyndatöku en ekki myndaður sem kona. Ef þú skoðar ljósmyndakennslusíðurnar sem vís­ að er í, er þessi stelling alls ekki tek­ in sem dæmi um hentuga pósu fyr­ ir konu, þetta er hins vegar mjög svo dæmigerð barnamyndataka þar sem krakkinn er útitekinn, brosandi, horfir upp og er látinn sitja á ein­ hverju háu svo hann nær ekki niður,“ skrifar hún. Bjarni eins og í barnamyndatöku n Telur umræðuna hafa ekkert með kyn að gera Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 7.–9. SEpTEmbEr 2012 103. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Vísar í fræðin Margrét bendir Önnu Pálu á að skoða ljósmyndakennslusíður og sjá að stellingin er alls ekki talin hentug fyrir konur. Hver voru örlög Rögnu Estherar? Hrollvekjandi frásögn „Einhver áhrifa- ríkasta bók sem ég hef lesið lengi. Það þarf hetju eins og Melissu Gavin til að skrifa um svona mál.“ Hrafn Jökulsson rithöfundur og gagnrýnandi Heimildaskáldsaga um örlög Rögnu Estherar Sigurðardóttur sem hvarf í áratugi í Banda- ríkjunum eftir að hafa lent í klóm ofbeldisfulls eiginmanns. Dóttir ofbeldismannsins segir einnig sína eigin sögu. www.sogurutgafa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.