Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 23
Umræða | 23Helgarblað 11.–13. nóvember Dómstóll götunnar Við erum rosalega spenntar fyrir þessu „Eitt af eftirminni- legri augnablikunum Alma Goodman um kynningarherferð fyrir „mix-teip“ Charlies. – FréttablaðiðGuðjón Þórðarson í nýlegu viðtali um Framrúðubikarinn fræga. – fotbolti.netPatrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, er hvergi banginn. – DV Kristilegur klaufagangur „Öll samkeppni er af hinu góða og það er aldrei að vita nema ég fljúgi með þeim.“ Ragnheiður Júlíusdóttir 71 árs lífeyrisþegi „Þetta er mjög gott. Ég mun örugglega notfæra mér þetta, ef tímasetningar standast.“ Nina Erikson 22 ára nemi „Þetta er mjög fínt og ég mun örugglega fljúga með þeim.“ Viðar Magnússon 20 ára atvinnulaus „Ég hef enga skoðun á þessu en hver veit hvort maður fljúgi með þeim.“ Skúli Þórðarson 30 ára pylsusali „Þetta er gott mál og verðið hjálpar alltaf til.“ Geir Geirsson 57 ára leikmyndateiknari Hvernig líst þér á að EasyJet fljúgi til landsins? Falskar minningar F araldur falskra minninga gengur yfir þjóðina. Fólk trúir því virkilega að yfirvöld hafi brugðist því. Fólk heldur jafnvel að Sjálfstæðisflokkurinn hafi borið ábyrgð á einhverju þegar efnahagshrunið varð. En Sjálfstæðis- flokkurinn ber ekki ábyrgð. Annað eru falskar minningar. Það var ekki fyrr en eftir efnahagshrunið sem ríkisstjórnir fóru að bera ábyrgð á efnahagsmálum. Auk þess var það ekki Geir Haarde sem brást fyrir hrun, heldur eigendur bank- anna. Eins og Jón Ásgeir Jóhannesson. En einstaka útrásarvíkingar bera ekki ábyrgð á efnahagslífi heilla landa. Það gæti aðeins gerst í landi þar sem er engin röð og regla. Það er á ábyrgð eftirlitsins og löggæslu að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum. Ekki at- hafnamanna. En eftirlitið og löggæslan geta ekk- ert gert í því að bankarnir verði of stór- ir til að þeir geti fylgst með þeim. Það er í höndum pólitískra stjórnvalda að passa upp á slíkt. En stjórnvöld báru ekki ábyrgð á því hvað gerðist á frálsum markaði. Ef bankar stækka er því fagnað. Þegar fjármagn bíður í biðröð eftir því að koma inn til landsins er ekkert við því að gera. Svo kom bara efnahagslegur fellibylur sem felldi bankana. Alheims- vandi. Það er ekki mannanna verk, heldur í mesta lagi Guðs verk. En Guð ber ekki ábyrgð á því hvað fólk kallar yfir sig. Hann gaf fólki frjálsan vilja. Það er á ábyrgð fólksins sjálfs að nýta sér þann vilja. Stundum kallar það yfir sig sólskin, og stundum syndaflóð. Því er ljóst að hugmyndir fólks um að einhver hafi brugðist því eru byggðar á fölskum minningum. Það var fólkið sjálft sem kallaði þetta yfir sig með syndum sínum: Græðgi, skammsýni og gagnrýnisleysi. Það vorum við, ég og þú. En við bárum ekkert ábyrgð á þessu. Við vorum blekkt. Okkur var sagt að þetta væri í lagi. Við áttum að kjósa Flokkinn, taka lánin og kaupa allt sem við vildum og meira en við áttum fyrir. Eitthvert óskilgreint afl, sem ber enga ábyrgð sjálft, náði stjórn á okkur og sannfærði okkur um þetta! Andskotans djöfullinn var það! Svarthöfði Æ – nú er blessuð þjóðkirkju- druslan okkar að verða fyrir barðinu á sjálfri sér, enn og aftur. Blessuð prestagreyin eiga ekki sjö dagana sæla. Biskupinn og hirð hans neita að horfast í augu við staðreyndir. Enda er það þann- ig þar á bæ, að þróunarkenningin og öll darwinísk pæling þarf að víkja fyrir biblíubulli. En um biblíuna má svosem segja það að hún er ábyggi- lega eitt vafasamasta heimildarit sem sögur fara af, jafnvel þótt menn um allar jarðir hafi verið þvingaðir til að trúa ýmsu því ekkisins rugli sem þar er að finna. Núna tala prestar um að húmanist- ar, trúleysingjar og fleiri séu að reyna að bregða fæti fyrir hina rótgrónu menningarstofnun sem kirkjan er. Áróðri hræsninnar eru semsagt engin takmörk sett. Í stað þess að biskup játi mistök sín, í stað þess að pótintátar hans (sem stungu alvarlegum klögu- málum undir stól) játi mistök sín og í stað þess að kirkjunnar hyski horfist í augu við opinberun sannleikans, þá er það leið lyginnar og hinnar fölsku myndar guðdómsins sem farin skal. Ef einhvern tíma var ástæða til að bera ljúgvitni og ef einhvern tíma var ástæða til að stunda sölu aflátsbréfa, þá er sá tími akkúrat dagurinn í dag. Auðvitað hlakka ég yfir óförum þeirra illu afla sem þykjast vera yfir annað fólk hafin í krafti þess að menn segjast trúa einhverju sem aldrei verður hægt að sanna. Þó er mér ekki illa við trú – ég hef aftur á móti óbeit á bákni hræsninnar. Ég gleðst í hjarta mínu ef fólkinu fækkar í okkar alræmdu þjóðkirkju, ekki vegna ill- kvittni eða kvalalosta. Nei, ég vil meina að félagsskapur einsog þjóð- kirkjan hafi ekkert með trú eða mann- gæsku að gera. Þar á bæ snýst allt um peninga og völd. Að tryggja prestum laun og að geta haldið áfram að fylla saklaus hjörtu af hégómlegustu lygi allra tíma. En lygin sú arna, er skrum- skæld mynd trúarinnar og felst í þeirri guðdómlegu hræsni, að okkur er sagt að við getum verið laus við allar synd- ir, vegna þess að einhver Gyðingur tók á sig allt heimsins böl hér í eina tíð. Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af framferði okkar í þessu lífi. Það eina sem við þurfum að muna, er að segja: – Fyrirgefðu. Þjóðkirkjan lítur framhjá öllu sið- viti og öllum dyggðum, í krafti þess, að kristnir menn eru yfir aðra menn hafnir og þurfa einungis að muna eftir faðirvorinu og fyrirgefningunni. Kristnir menn eru hafnir yfir farsæld og þau fögru gildi sem eflaust er æski- legast að prýði mannleg samskipti. Og þetta sannast í því, að leiðtogarnir eru menn sem aka um á flottum bílum, eiga rándýr hús, fá fín laun og gefa ekkert af sér nema boðskap sem er svo rýr í roðinu að allir, sem nenna eitt- hvað að hugsa, flokka hann umsvifa- laust sem gúanó. Hin fagra hugsun kristinnar trúar er smátt og smátt að verða að hinu versta böli. Í Herrans ánauð höfum við hafnað dyggðum flestum, en lævísi og ljótan sið lært af okkar prestum. „Þjóðkirkjan lítur framhjá öllu siðviti og öll- um dyggðum Handagangur í öskjunni Það var óvenjumikið að gera í verslunum 10-11 á fimmtudaginn. Þá fögnuðu eigendur verslunarkeðjunnar 20 ára afmæli fyrirtækisins með því að bjóða vörur á sama verði og fyrir 20 árum. Á stundum var fullt út úr dyrum og mörg dæmi þess að fólk hamstraði neysluvörur. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Mest lesið á DV.is 1 Skokkari lést í HafnarfirðiTalið að hann hafi orðið bráðkvaddur. 2 Þau sleppa við 1.900 milljóna kúlulánið Kristján Arason mun að öllum líkindum ekki verða dæmdur til að greiða þrotabúi Kaupþings skuld sem hann stofnaði til vegna hlutabréfakaupa á árunum fyrir hrunið. 3 Harmur í Hafnarfirði: Sam-verustund í kvöld Bæjarbúar slegnir yfir sviplegu fráfalli. 4 Sögð hafa spunnið upp veikindi dótturinnar Móðir flogaveikrar stúlku sökuð um að gera hana veika – stúlkan enn einn eineltisþolandinn í Gerðaskóla. 5 „Smáralind færi á kaf“Ógnvænleg skýrsla frá loftslagsráði Sameinuðu þjóðanna. 6 Risafótleggur heldur áfram að stækka Dularfullur sjúkdómur hrjáir breska konu – annar fótleggurinn var fjarlægður en stubburinn heldur áfram að vaxa. 7 Þakkar Sveini Andra innsýn í undirheima Stefán Máni fékk upplýsingar á manna- máli. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Ég er algjör- lega óhræddur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.