Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Side 27
Viðtal | 28Helgarblað 11.–13. nóvember
sagði að það væri ekki í boði
lengur.“
Og þegar faðir hennar lést
sögðu henni þrír prestar að
þeim hefði verið tjáð að hún
væri lokuð inni á geðdeild.
„Einn sagði reyndar að það
væri svo sem ekkert skrýtið ef
svo væri miðað við allt sem á
undan væri gengið.
Mestu sorgina og söknuðinn
upplifði ég hins vegar haust-
ið eftir að hann dó. Það sögðu
svo margir að þegar hann færi
gæti ástandið breyst. Það var
svo sárt þegar það gerðist ekki.
Á þessum tíma gat ég ekki talað
um mömmu án þess að fara að
gráta. Þess vegna reyndu prest-
ar að sætta málin en það gekk
ekki.“
Þráir móðurást
Með bókinni vonaðist Guðrún
Ebba til þess að opna á mögu-
lega sátt en það gekk ekki eft-
ir. „Kannski losna ég aldrei við
þessa þrá um að verða með-
tekin og þessa þrá um að eiga
móður, jafnvel þótt hún sé
óraunhæf. Mig langar bara
að eiga mömmu. Og geta sagt
henni frá breytingunum sem
hafa orðið á lífi mínu. Mig lang-
ar líka að segja henni að ég sé
að hjálpa öðrum konum og að
hún verði stolt af mér. Ég hjálpa
til dæmis mikið af eldri konum
og hugsa það þannig að ég geti
hjálpað þeim þótt ég geti ekki
hjálpað henni.
En ég mun aldrei geta snú-
ið til baka og látið eins og ekk-
ert hafi í skorist. Þá þyrfti ég að
fara aftur að drekka og kasta
upp. Í raun held ég að ég myndi
deyja.“
Guðrún Ebba lætur það
samt ekki slá sig út af lag-
inu. „Ég var rosalega reið út í
mömmu þegar ég var lítil. Ég
man til dæmis eftir mér þar
sem ég var að þurrka upp eftir
svona bíltúr. Mér fannst hend-
urnar á mér ógeðslegar og
hugsaði með mér að hún vissi
ekki hvað ég hefði verið að gera
með þeim. Og ég man að ég tók
mér hníf í hönd og var rosa reið
út í hana, ekki pabba. Kannski
af því að innst inni fannst mér
hún bregðast mér.“
Hélt hún ætti sér ekki
framtíð vegna bókarinnar
Guðrún Ebba skenkir sér te á
meðan hún talar. „Af því að ég
er að rifja upp gamlar minn-
ingar óttaðist ég að segja eitt-
hvað sem myndi ekki standast,
eins og vitlaust ártal eða um-
hverfi eða eitthvað þess háttar.
Þess vegna fór ég aftur og aftur
í gegnum ártölin en fékk allt-
af að heyra að þetta þyrfti ekki
að vera svona nákvæmt. Enda
kom á daginn að það er ekki
hægt að hrekja neitt í bókinni,
nema kannski það að salern-
ið sem pabbi notaði var ekki
kallað einkaklósett heldur ges-
taklósett. Klósettið var þarna
og ég kallaði það alltaf klósett-
ið hans pabba því það var þar
sem sem hann þreif sig og sagði
við mig að hann væri orðinn
hreinn og allt það. Pabbi vand-
ist því nefnilega úti í Bandaríkj-
unum að hafa sér salerni og ég
man ekki til þess að hann hafi
einhvern tímann notað sama
salerni og við en það getur auð-
vitað verið þó að ég muni ekki
eftir því.
Versta ofbeldið fór fram inni
á þessu klósetti.
En ég sagði aftur og aftur
við bæði Jóhann Pál og Elínu
að þau yrðu að búa sig undir
það að þetta gæti orðið hræði-
legt. Mér fannst þau hafa allt
of miklar væntingar varðandi
bókina. Ég óttaðist að fjölskyld-
an færi fram á lögbann, en það
var ekki það sem ég óttaðist
mest, ég óttaðist um mig. Og
þegar ég sá loks fyrir endann
á þessu og bókin var að koma
út fannst mér eins og það væri
engin von lengur, ég ætti mér
enga framtíð.“
Allt betra en að vera í lygi
„Fjölskyldan stendur ekki með
mér, hvernig get ég ætlast til
þess að aðrir geri það?“ spyr
hún hugsi. Það kom henni því
verulega á óvart hversu mik-
ill léttir fylgdi því að segja sögu
sína opinberlega. „Allt í einu
varð bjart yfir öllu. Ég hef heyrt
fólk segja frá þessari reynslu en
ég trúði því ekki.
Enda var ég ekki að gera
þetta fyrir sjálfa mig, mér fannst
ég bara þurfa að leiðrétta mis-
gjörðir mínar gagnvart þeim
konum sem stigu fram árið
1996. Mér fannst leiðinlegt að
hafa tekið þátt í því að gera þær
ótrúverðugar.
Mig langaði líka að fólk vissi
að það kaus mann sem biskup
sem var kynferðisafbrotamaður
og barnaníðingur. Þess vegna
skrifaði ég það í bréfið til bisk-
upsins, svo það færi örugglega
ekki á milli mála hvað ég væri
að segja. Það er allt betra en að
vera í lyginni og afneituninni.
Meira að segja síðasti vetur var
skárri en það að vera alltaf að
passa upp á að muna ekki neitt.
Bókin er aðeins skrifuð í
þeim tilgangi að deila minni
reynslu með öðrum svo hægt
sé að læra af henni. Og ég er
svo ótrúlega stolt af þessari
bók. Mér þykir svo vænt um
hana. Og ég táraðist þegar ég sá
fyrsta uppkast af kápunni. Þetta
er mynd sem kom alltaf upp í
huga minn þegar pabbi sagði:
„Þegar ég dey, þá bíð ég eftir
þér. Við verðum alltaf saman.“
Svo þegar hann dó árið 2008
helltist yfir mig ótti og ég þurfti
að segja við sjálfa mig að ég
væri ekki lítil stelpa og myndi
ekki taka í hönd hans þegar ég
fer til himna. Ég er líka ánægð
að fókusinn er á litlu stelpuna
en ekki á pabba.“
Leitaði í gifta menn
Þó að bókin sé ekki skrifuð í
þeim tilgangi að vinna eitthvert
stríð, eins og hún orðar það,
sannfæra fólk um að hún hafi
rétt fyrir sér eða biðja fólk um
að trúa sér, langar hana þó að
biðja þá sem efast um að velta
fyrir sér nokkrum atriðum. „Ef
þetta eru falskar minningar,
hvað eru þá falskar minningar?
Á það bara við um ofbeldið eða
á það við um allt hitt líka? Hvar
liggur línan?
Eru það falskar minning-
ar að ég hafði þessa þörf til að
meiða mig? Það er ekkert eðli-
legt við það að barn sem er að
sauma stingi nálinni ítrekað í
ennið á sér eins og ég gerði eða
sé alltaf að rífa í hárið á
sér.
Pabbi varð svo reiður þegar
ég fór í meðferð. Hann tromp-
aðist líka þegar ég flutti að
heiman 22 ára og sagði að ég
væri bara að fara að sofa hjá.
Eru það falskar minningar?
Eða eru það falskar minn-
ingar að ég leitaði í menn sem
voru giftir eða höfðu vald yfir
mér og ég var háð með einum
eða öðrum hætti. Stundum
fannst mér ég ekki vera búin að
gera skyldu mína fyrr en ég var
búin að sofa hjá þeim og hélt
ítrekað fram hjá manninum
mínum.
Grét vegna mömmu„Ég man að ég tók
mér hníf í hönd og
var rosa reið út í hana,
ekki pabba. Kannski af
því að innst inni fannst
mér hún bregðast mér.
„Mestu sorgina
og söknuð-
inn upplifði ég hins
vegar haustið eft-
ir að pabbi dó. Það
sögðu svo margir að
þegar hann færi gæti
ástandið breyst. Það
var svo sárt þegar
það gerðist ekki.
Stendur með sér Guðrún Ebba er búin að vinna
það vel úr reynslu sinni að hún hefur styrk til að
þola opinbera umræðu um það hvort minningar
hennar séu falskar, hún sé veik á geði eða lygin. En
auðvitað getur það tekið á og mikið var það sárt að
sjá litla bróður sinn í Kastljósinu. mynd Sigtryggur Ari