Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 32
32 Bækur 11.–13. nóvember 2011 Helgarblað SKRUDDA Úrval úr hinu heillandi sagnasafni. Dæmisögur Esóps hafa verið ófáanlegar í 30 ár. Klassískt meistaraverk fyrir börn á öllum aldri. Þjóðfræði og saga Dæmisögur Esóps í mynDskrEyttri útgáfu tröllaspor Heildarsafn íslenskra tröllasagna í tveimur bindum. Margar sagnanna hafa aldrei áður birst á prenti. Tröll, hafmenn, fjörulallar, Grýla, jólasveinarnir og aðrar íslenskar forynjur. Nauðsynlegt verk handa öllu áhugafólki um þjóðfræði og þjóðsögur. svipast um á söguslóðum Nýjasta bók Þórðar í Skógum. Glæsilegt verk um þjóðlíf og þjóðhætti í Vestur-Skaftafellssýslu. vinDur í sEglum Saga verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum 1890-1930. Saga hatrammrar baráttu, sigra og ósigra. Stórbrotin átakasaga. S teinunn Sigurðardóttir kann íslenskra rithöfunda einna best að segja sögur af ást og ástföngnu fólki. Kannski kunnara en frá þurfi að segja, en seisei og jújú, ég segi það samt. Í hennar nýjustu skáldsögu, Jójó, er þó ekki í forgrunni útjaskaðasta form ástar þegar hafðar eru í huga þær milljónir ástarsagna sem komið hafa út í áranna rás, það er á milli manns og konu. Hér er það frekar ást á milli vina. Og ást á starfi sínu. Ást í mein­ um er þekkt minni; hér er það frekar ást á því að útrýma meinum. Martin Montag, þýskur læknir á fertugsaldri, vaknar fyrir allar aldir til að vera sem best undirbúinn fyrir átök sín við æxli og meinvörp sjúk­ linga sinna, með þjálfaðan skrokk, flekklausan feril og geisla að vopni, með óbeit á skurðlæknum sem hann segir sadista upp til hópa. Hann hleypur um stræti og stíga Berlínar nánast alla morgna, táknrænt fyrir hegðun hans gagnvart fortíð sinni. En með heimsókn sjúklings nokkurs í bókarbyrjun neyðist Martin til að staldra við í lífinu. Lífi sem virðist af­ skaplega gott, enda ekkert meinlæta­ líf svo sem; eins og iðulega í sögum Steinunnar hafa persónurnar smekk fyrir góðum vínum og menningu sem í hinni umdeildu tvískiptingu kúltúrheimsins myndi flokkast sem há. Jafnvel háhá ef slíkt byðist. Sjúklingurinn kveikir minningu í huga Martins. Hann á að kann­ ast við manninn, hann er alveg viss um það, og handviss þegar hann rýnir í röntgenmyndir af æxlinu sem Martin finnur í vélinda sjúklings­ ins; það lítur út eins og eldrautt jójó sem minnir hann á slæma lífsreynslu fyrir allmörgum árum. Hann býr yfir leyndar máli sem enginn veit, ekki einu sinni eiginkonan Petra, heiðar­ legi og skilningsríki hjúkrunar­ fræðingurinn sem hann elskar svo innilega, og ekki vinur hans og sálu­ félagi, hinn franski Martin Martinetti, sem hann segir þó flest allt annað. Lesandi fylgist með Martin Montag reyna að komast til botns í minning­ arfargi sínu og afleiðingum þeirrar leitar. Við þá frásögn fléttar Stein­ unn sögunni af vináttu þeirra nafna – sem óneitanlega eru hvor á sínum ás samfélagsins, Martin Martinetti verandi róni – og samlífi Martin Montags og Petru í þeirra barnlausa hjónabandi. Og nú er varla hægt að segja meira án þess að segja of mikið um framvindu sögunnar. Persónurnar eru vel skapaðar, áhugaverðar, líkt og spurningarnar sem höfundurinn veltir upp með sögu sinni. Hún höfðar til hjarta og vits­ muna; spilar á strengi drama, spennu og húmors; gefur í skyn en skilur eftir eyður; jójóar með tvenndir. Mjög flott – reyndar mjög, mjög flott. Og eins og lesendur Steinunnar kannast við úr fyrri prósaverkum hennar er bein­ hörð framvinda brotin upp á stöku stað með ljóðrænum línum, stundum heilum efnisgreinum eða blaðsíðum, og svo haldið áfram. Fumlaust, eins og ekkert hafi í skorist, nema það sem frá fagurfræðilegu sjónarhorni átti sannarlega að skerast þar í leikinn. Að íslenskur rithöfundur skuli skrifa skáldsögu um útlendinga, sem alla bókina eru í útlöndum, minn­ ast ekki á Ísland eða það sem ís­ lenskt getur talist ef frá er talinn ör­ lítil vísun í Sigurð Fáfnisbana, hafa engin tengsl hingað norður frekar en söguþráðurinn, söguheimurinn eða nokkuð annað í bókinni, og að það trufli ekki hætishót upplifun ís­ lensks lesanda sem fékk væna slettu af þjóðarstolti og veglega slummu af smáþjóðarkomplexum í vöggugjöf eins og sennilega við flest – segir það ekki meira en margt um þau tök sem höfundurinn hefur á viðfangsefninu? Á lesandanum? Á list sinni? Mitt svar er ekki jújú. Það er jú. Minningarmein skerst í leikinn Kristján Hrafn Guðmundsson Dómur Jójó Höfundur: Steinunn Sigurðardóttir. Útgefandi: Bjartur. L augardaginn 12. nóvember efna Gallerí Fold og Bókin Klappar­ stíg til bókauppboðs á vefnum uppboð.is. Á uppboðinu verða sjaldgæfar og sögulega merkilegar bækur og má þar nefna frumútgáfu af God rest you merry Gentlemen eftir Hemingway sem gefin var út í New York 1933. Upplagið var aðeins 300 eintök og er þetta eintak tölusett nr. 175. Ari Gísli Bragason bóksali segist einhvern tímann hafa rekist á eintak af þessari bók. „Það eintak var tölusett nr. 200 og á þeim tíma var það verðlagt á 5.000 dollara, eða nærri 600 þúsund íslenskar krónur. „Það má vissulega færa fyrir því rök að bókin sem komst í okkar eigu sé verðmætari bók.“ Smásaga Hemingways er vissu­ lega áhugaverð en Ari Gísli er hrifn­ ari af annarri bók, nefnilega Sögu Ara fróða sem prentuð var í Skálholti 1688 og bundin inn af Unni Stefáns­ dóttur. „Þetta er fágæti og það er verulega gaman að vera með verk unnið af henni.“ Sagan er ekki verð­ lögð jafnhátt og saga Hemingways, verðmetin á 350 þúsund krónur. „En svo kemur í ljós hvernig eftirspurnin er, þessi uppboð hafa gengið ágæt­ lega hingað til. Til viðbótar verða boðnar upp bækurnar Lesrím sem prentuð var á Beitistöðum 1817, fyrsta útgáfa af Njálu prentaðri í Kaupmannahöfn 1772, listaverkabækur og gott úrval af fagurbókmenntum auk ljóðabóka og bóka um íslensk og norræn fræði. Jóhann Ágúst Hansen, listmuna­ sali og framkvæmdastjóri Foldar, segir viðburðinn merkilegan á ís­ lenskum bókamarkaði. „Þetta er fjórða uppboðið sem við höldum í sameiningu. Þetta hafa verið lítil uppboð sem hafa fengið ágæt við­ brögð þannig að nú á að keyra á svolítið stórt uppboð. Það verða yfir 200 bækur sem verða boðnar upp og margar einstaklega fágætar.“ Uppboðinu lýkur þann 3. des­ ember. n Sjaldgæfar og sögulegar bækur á uppboði hjá uppboð.is Frumeintak á uppboði Frumeintak af Hemingway Ef einhver leitar að sérstæðri viðhafnargjöf er ekki ónýtt að gefa frumeintak af smásögu Hemingways.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.