Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Side 12
12 Fréttir 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað Þ etta snýst ekki um að vita öll svörin heldur það að geta rætt málin,“ segir Jason Slade í samtali við DV. Hann hefur ásamt hópi fólks tekið þátt í Occupy Reykjavík-hreyfingunni sem sett hefur upp tjaldbúðir á Austur- velli. Occupy-hreyfingin spratt fyrst upp í New York 17. september síðast- liðinn þegar hópur fólks tók yfir Zu- cotti-garðinn. Síðan hafa myndast fjölmargir Occupy-hópar út um allan heim sem eiga það allir sameiginlegt að krefjast breytinga fyrir hönd þeirra 99 prósenta sem sögð eru vera undir hæl fámenns hóps eignafólks. Blaða- maður og ljósmyndari DV heimsóttu tjaldbúðir mótmælenda á þriðju viku mótmælanna. Ragnheiður heimsótti búðirnar Þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði um klukkan hálf sex á þriðju- dag sátu nokkrir úr hópnum fyrir utan stórt hvítt tjald, sem reist hefur verið fyrir framan Alþingishúsið, og bökuðu pönnukökur. Nokkru síðar átti fundur að hefjast en allt frá upp- hafi Occupy-mótmælanna á Austur- velli hafa daglega farið fram fundir þar sem fólk ræðir saman um nýjar leiðir til þess að takast á við ýmis sam- félagsvandamál. „Ömurleg ásýnd Austurvallar sem sýnir ótrúlega lítilsvirðingu Reykja- víkurborgar gagnvart Alþingi Íslend- inga,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdótt- ir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn af varaforsetum Alþingis á Face book-síðu sinni, mánudaginn 14. nóvember. Var hún með þessu að gagnrýna þá ákvörðun Reykjavíkur- borgar að heimila mótmælendum að halda til í tjöldum á Austurvelli. Einn þeirra sem mættur var til að funda á þriðjudagskvöld sagði DV frá því að Ragnheiður hefði heimsótt búðirnar fyrr um daginn. „Hún kom bara hing- að til okkar, fékk sér sæti og spjallaði, þannig á það að vera.“ Fá kaffi og bakkelsi Bandaríkjamaðurinn Jason Slade er einn þeirra sem hefur verið virkur í starfi Occupy Reykjavík-hreyfingar- innar. Hann segir hópinn alls ekki ein- sleitan, og að á fundina hafi komið fólk úr öllum áttum. „Það er enginn sem stjórnar þessu. Við viljum bara koma upp svæði þar sem fólk getur hist og rætt þær hugmyndir sem það hefur að lausnum. Rétt eins og Occupy Wall Street erum við að gera tilraunir með beint lýðræði og gerum eins vel og við getum í að vera opin öllum.“ Hann segir Austurvöll fullkom- inn stað til þess að koma á fót slíkri hreyfingu. „Þetta er miðsvæðis og fjöldi fólks gengur hér í gegn hvern einasta dag, sumir staldra við og taka þátt í samræðunni, og það er einmitt það sem þetta snýst um,“ segir Jason. Hann segir afar mismunandi hversu margir sæki fundina. Að sögn Jason hafa veitinga- og kaffihús á svæðinu verið þeim afar vinveitt. „Okkur hef- ur til dæmis verið fært kaffi og annað bakkelsi og þá hefur okkur verið vel- komið að nota salernis- og hreinlæt- isaðstöðu allt í kring.“ Deilt um tjald Jason er sjálfur á leið til New York á næstu dögum en hann segist vona að mótmælin lifi áfram. „Fólk á ekki að vera feimið við að koma niður á Austurvöll og taka þátt í starfinu, enda er þetta opið fyrir alla,“ segir hann. Þrátt fyrir að mótmælendur hafi fengið tímabundið leyfi til þess að tjalda á Austurvelli eru þeir ennþá í baráttu. Jason segir frá því að stóra samkomutjaldið sem sett hefur verið upp fyrir framan þing- húsið sé þyrnir í augum yfirvalda. „Þeir hafa sagt okkur að taka stóra tjaldið niður en við þurfum á því að halda til þess að taka á móti stærri hópum fólks. Ég vona að Besti flokk- urinn komi til móts við okkur og styðji okkur í þeirri kröfu að fá að halda stóra tjaldinu,“ segir Jason. Þór Saari, þingmaður Hreyfingar- innar, hefur hvatt yfirstjórn Alþingis til þess að taka vel á móti mótmæl- endum, meðal annars með því að bjóða fólki að nota hreinlætisað- stöðuna þar innandyra. Í samtali við DV segist hann vera þeirrar skoð- unar að þeir sem finni sig knúna til þess að mótmæla daglega fyrir utan Alþingishúsið séu jafn miklir þátt- takendur í lýðræðinu og hinir sem inni sitja. Á meðal þeirra hugmynda sem hann hefur lagt til er að mót- mælendum verði daglega boðið upp á súpu frá mötuneyti Alþingis. Hug- myndin hefur fengið dræmar undir- tektir. n Þriðja vika Occupy-mótmæla á Austurvelli n Deila við yfirvöld um hvort þau fái að halda stóra tjaldinu n Ragnheiður gagnrýndi tjaldbúðir en heimsótti svo tjaldbúa Tjaldbúar fá blendin viðbrögð „Ég vona að Besti flokkurinn komi til móts við okkur og styðji okkur í þeirri kröfu að fá að halda stóra tjaldinu. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Pönnukökur Þegar blaðamann DV bar að garði sátu nokkrir úr hópi mótmælenda og gerðu pönnukökur klárar fyrir fund kvöldsins. 99 prósent Occupy Reykjavík-hreyfingin er undir áhrifum frá Occupy-hreyfingum víðs vegar um lönd. Allar græjur Tjaldbúar eru búnir ýmsum tækjum, þar á meðal gashellu og DJ-græjum. Stóra tjaldið Yfirvöld vilja stóra tjaldið í burtu en Jason Slade segir mikilvægt að þau fái að halda því. Hann biðlar til Besta flokksins um stuðning. Virkur frá upphafi Bandaríkjamaðurinn Jason Slade hefur verið virkur í hreyfingunni Occupy Reykjavík frá upphafi. MynDiR: SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.