Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Page 20
20 Fréttir 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað www.omnis.is444-9900 Dell Inspiron veitir þér innblástur. Opnunartilboð í tilefni af nýrri verslun í Ármúla 11, aðeins 109.900 kr. - Við þekkjum tölvur REYKJAVÍK Ármúli 11 REYKJANESBÆR AKRANES BORGARNES F jölmargar fréttir hafa verið sagðar um afskriftir á skuldum auðmanna eftir bankahrunið árið 2008. Í einhverjum tilfell­ um halda auðmennirnir verð­ mætum eignum þrátt fyrir þessar af­ skriftir og eru í hópi þeirra sem geta keypt upp eignir hér á landi sem fal­ boðnar eru af fjármálafyrirtækjum eftir bankahrunið. Um 172,6 milljarðar króna hafa verið afskrifaðir af skuldum heimil­ anna í landinu, samkvæmt upplýs­ ingum frá Samtökum fjármálafyrir­ tækja. Niðurfærsla lána vegna 110% leiðarinnar svokölluðu nemur ein og sér 31,6 milljörðum króna. Afskrift­ irnar taka líka til niðurfærslu gengis­ tryggðra lána sem hafa verið dæmd ólögmæt. Ef afskriftir fjármálastofn­ ana vegna ólögmætra gengistryggðra lána eru dregnar frá stendur eftir að um það bil 37 milljarðar hafa verið afskrifaðir af skuldum heimilanna. Það þýðir að 5,4 milljarðar hafa ver­ ið afskrifaðir hjá heimilunum í land­ inu í öðrum aðgerðum en með 110% leiðinni eða vegna gengislánanna. Margar umsóknir hafa borist fjár­ málastofnunum vegna afskrifta en um 75 prósent umsókna vegna 110% leiðarinnar hafa verið samþykkt. Inni í þessum tölum eru afskriftir Íbúða­ lánasjóðs. Mikil vinna hefur farið í endurútreikning og vinnslu við nið­ urfærslu skulda vegna ólögmætra gengistryggðra lána, hvort sem er vegna fasteignakaupa eða bílavið­ skipta. Fjármálafyrirtæki þurftu sam­ tals að taka fyrir um 70 þúsund lán til endurskoðunar vegna ólögmæt­ is lánanna. Talsvert meira svigrúm virðist hins vegar vera hjá bönkunum til afskrifta til heimilanna. Einstaka fyrirtæki hafa til að mynda fengið hátt í þær afskriftir sem heimilin hafa fengið að gengis­ lánunum undanskildum. Sem dæmi má nefna eignarhaldsfélagið CDG, sem var í eigu byggingaverktakanna Gylfa Héðinssonar múrarameistara og Gunnars Þorlákssonar bygginga­ meistara, sem skuldaði 16 milljarða þegar félagið fór í þrot. Afskrifa þurfti skuldirnar þar sem engar eignir voru inni í félaginu. Afskriftir vegna þess fé­ lags eins og sér samsvara um 43 pró­ sentum allra afskrifta til heimilanna að gengislánunum undanskildum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis­ ráðherra hefur skipað nefnd sem kanna á hversu mikið svigrúm er innan bankanna til afskrifta til heim­ ilanna í landinu. Nefndin var skipuð eftir að bankarnir skiluðu uppgjöri fyrir fyrstu mánuði ársins sem sýndi margra milljarða króna hagnað. Bankastofnanir hafa verið tregar til frekari afskrifta á skuldum ein­ staklinga en hávær krafa hefur verið uppi meðal stórs hluta þjóðarinnar um að heimilin í landinu, einstak­ lingarnir, fái afskrifað á við skuld­ ug fyrirtæki. Sjálfir hafa bankastjór­ ar bankanna þriggja, Arion banka, Landsbanka og Íslandsbanka, lýst því yfir að svigrúm til afskrifta á skuldum almennings sé lítið og fari minnkandi. DV hefur hins vegar greint frá því að mun meira svigrúm sé til afskrifta innan bankanna en þeir sjálfir halda fram. Útlán íslensku bankanna lækk­ uðu um 60 prósent í september 2008, úr 5.500 milljörðum króna í 2.250 milljarða króna. Skuldir heim­ ila lækkuðu úr rúmlega 1.000 millj­ örðum króna í 585 milljarða króna, eða um 43 prósent. Líklega hafa þó fá heimili fengið slíkar afskriftir. Um­ ræddar tölur um útlán íslenskra inn­ lánsstofnana eru byggðar á gögn­ um sem bönkum er skylt að upplýsa Seðlabankann um mánaðarlega. Er um að ræða Arion banka, Íslands­ banka, Landsbankann, Byr, MP banka og alla sparisjóði sem enn eru starfandi á Íslandi. DV rekur hér nokkur dæmi um himinháar afskriftir í bankakerf­ inu eftir hrun hjá mönnum sem eiga verulegar eignir og taka ennþá þátt í íslensku viðskiptalífi. Í einhverjum tilfellum halda þessir menn kjölfestu­ eignum sínum á meðan fjármála­ fyrirtæki hafa leyst til sín eignir eft­ ir skuldauppgjör eða gjaldþrot.Tekið skal fram að listinn yfir þessa menn og þessar skuldir er alls ekki tæmandi um allar afskriftir í bankakerfinu. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Halda eignum eftir milljarðaafskriftir n Margir stærstu skuldararnir halda eignunum þrátt fyrir afskriftir n Einstaka auðmenn fá tug- eða hundruð milljarða afskriftir n 173 milljarðar afskrifaðir af skuldum heimila„… halda þessir menn kjölfestu- eignum sínum á með- an fjármálafyrirtæki hafa leyst til sín eignir eftir skuldauppgjör eða gjaldþrot. Gunnar og Gylfi í Bygg Stóreignamenn eftir skuldauppgjör Eigendur verktakafyrirtækisins Byggs, Gunnar Þorláksson og Gylfi Héðins­ son, eiga hluti í eignarhaldsfélögum sem skilja eftir sig skuldir upp á tugi milljarða króna. Eignarhaldsfélagið CDG skilur eftir sig um 16 milljarða króna skuldir sem ekkert fæst upp í og eitt af dótturfélögum eignarhaldsfélags í þeirra eigu Saxbyggs, Saxbygg Invest, skilur eftir sig 42 milljarða króna skuld­ ir sem ekkert fæst upp í. Samtals eru þetta því skuldir upp á 58 milljarða króna. Samanlagðar heildarskuldir eignar­ haldsfélaga í eigu Byggs og helsta við­ skiptafélaga þess, eignarhaldsfélagsins Saxhóls, fjárfestingarfélags Nótatúns­ fjölskyldunnar, nema um 130 milljörð­ um króna. Áætlaðar endurheimtur af þessum skuldum eru ekki meiri en 30 milljarðar króna hið mesta. Því er um að ræða afskriftir sem nema um 100 milljörðum króna í heildina. Þrátt fyrir þetta halda eigendur Byggs eftir verðmætum fasteignum í Borgar­ túni 27 og 31, Skógar­ hlíð 12 og Vegmúla 2, svo helstu dæmin séu tekin. Gunnar og Gylfi hafa lokið skulda­ uppgjöri við Lands­ bankann sem gerir þeim kleift að halda eftir þessum eignum á meðan Lands­ bankinn leysir til sín verðminni fasteignir. Verðmæti þeirra eigna sem eigendur Byggs halda eftir hleypur á meira en fjórum milljörðum króna. Þar að auki eiga Gunnar og Gylfi verðmætar eignir persónulega sem þeir halda þrátt fyrir tugmilljarða króna skuldir í bankakerfinu. Gunn­ ar býr til að mynda í 500 fermetra einbýlishúsi í Hólmaþingi í Kópa­ vogi. Húsið er um 500 fermetrar að stærð og kostaði bygging þess á milli 250 og 300 milljónir króna. Bruna­ bótamatið á húsinu er tæplega 140 milljónir króna. 100 milljarðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.