Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Síða 8
8 Fréttir 13.–15. janúar 2012 Helgarblað
R
eykjavíkurborg hefur fall-
ið frá umdeildri ákvörð-
un sinni um að leggja 610
króna gjald á hverja máltíð
sem fatlaðir snæða á vinnu-
stöðunum Lækjarási og Bjarkarási.
Nýja gjaldið hafði í för með sér að
lágmarki tólf þúsund króna kostn-
að fyrir þroskahamlaða starfsmenn
á vinnustofunum, eða að meðal-
tali 7–8% af örorkubótum þeirra.
Þeir starfsmenn sem hafa takmark-
aða vinnugetu og fá oftast und-
ir 10 þúsund krónur í laun á mán-
uði ofan á örorkubætur, hefðu því
verið í þeirri stöðu að laun þeirra
hefðu ekki dugað fyrir hádegismat
í vinnunni.
„Finnst þetta bara mjög
leiðinlegt“
Ákvörðunin um að draga þetta um-
deilda gjald til baka var tekin á mið-
vikudagsmorgun. „Ákvörðun um
þetta gjald kemur til vegna ákveðins
misskilnings. Það hefur verið unnið
gríðarlegt starf á Velferðarsviði í yfir-
færslu á málefnum fatlaðra frá ríki til
sveitarfélaga og þarna varð misskiln-
ingur sem við hyggjumst leiðrétta,“
segir Jón Gnarr borgarstjóri í samtali
við DV.
Borgarstjórinn fékk harða útreið
frá Úlfari Bjarka Hjaltasyni, þroska-
hömluðum starfsmanni á Bjarkarási,
sem var miður sín yfir ákvörðuninni.
Í samtali við DV á mánudaginn sagði
Úlfar Bjarki meðal annars: „Ég vil
segja að þetta er ömurlegt mál. Jón
Gnarr má skammast sín. Hann er
búinn að eyðileggja fyrir okkur mat-
inn í vinnunni. Þá er hann búinn að
setja okkur alveg niður. Þetta er hans
mál!“
Spurður hvað hann vilji segja
um þessa hörðu skammarræðu
Úlfars Bjarka í hans garð, segir Jón:
„Mér finnst þetta bara mjög leiðin-
legt og vona að svona endurtaki sig
ekki og það þurfi enginn þroska-
hamlaður né annar að skammast
í mér í blöðunum. Ég útiloka það
samt ekki!“
U-beygja borgarstjórnar
Algjör viðsnúningur hefur orðið á af-
stöðu meirihluta borgarstjórnar til
málsins síðan DV fjallaði um það á
mánudaginn. Björk Vilhelmsdótt-
ir, formaður velferðarráðs, varði þá
gjaldtökuna á þeim forsendum að
Reykjavíkurborg væri að vinna sam-
kvæmt samningi Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi fatlaðra og að all-
ir væru meðhöndlaðir eins. „Mér
finnst það bara sjálfsagt að leggja
þetta gjald á. Þetta snéri ekki að fjár-
málum borgarinnar. Þetta er liður
í því að fatlaðir eins og aðrir borgi
fæðisgjald. Þetta er bara hugmynda-
fræði,“ sagði Björk.
Ókeypis matur er ígildi launa
Friðrik Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Þroskahjálpar, segir skyn-
samlegt af borginni að bakka með
gjaldið. Hann hafði óskað eftir við-
tali við Björk Vilhelmsdóttur til að
koma athugasemdum samtakanna
á framfæri, áður en borgin ákvað
að bakka með gjaldið. Hann segir
að það kunni að vera réttlætanlegt
að skoða gjaldtöku á fæði, en það
þurfi að skoða í stærra samhengi.
„Það sem ber að líta til er að þetta
er hluti af starfskjörum fólks, að fá
ókeypis fæði. Launakjör eru lág og
það má líta á það sem ígildi launa
að fá ókeypis fæði. Því verður ekki
breytt nema skoða heildarmynd-
ina, þó að fólki finnist þetta ekki
háar upphæðir þá verður að skoða
þetta í því samhengi hvað fólkið
hefur á milli handanna. Um 13.000
krónur á mánuði eru á milli 7–8% af
tekjum fólks, þar með talið örorku-
bótum. Menn mega ekki hlaupa til
og skerða kjör fólks um fleiri pró-
sent án þess að velta fyrir sér hvaða
afleiðingar það hefur.“
Friðrik bendir einnig á að með
því að Reykjavíkurborg notist við
gjaldskrá í félagsmiðstöðvum aldr-
aðra sé raunverulega ekki verið að
viðurkenna staðina sem vinnu-
staði. Auk þess bendir hann á að
fatlaðir séu oft ekki í þeirri stöðu að
geta smurt sér nesti og komið með
í vinnuna. Þarna séu einstaklingar
sem hafa ekki sömu möguleika til
að gera aðrar ráðstafanir.
Borgin fékk peninga fyrir
matnum
Þegar málefni fatlaðra færðust frá
ríkinu til sveitarfélaganna um síð-
ustu áramót fékk Reykjavíkurborg
alla þá peninga sem ríkið hafði not-
að í þennan málaflokk, þar með tal-
ið þann pening sem ríkið hafið notað
svo að fólk þyrfti ekki að borga fyrir
matinn. Með álagningu gjaldsins var
borgin því raunverulega að taka pen-
ingana sem hún fékk til að sinna fötl-
uðum og nota þá í eitthvað annað.
Friðrik segir brýnt að ef borgin
ætlar að búa til sértekjur með gjald-
töku á fatlaða verði að tryggja að
tekjurnar af þeim komi málefnum
fatlaðra til góða.
Gjald á fatlaða
„misskilningur“
n Borgin dregur hátt gjald á fatlaða til baka n Misskilningur, segir
borgarstjóri n Formaður Þroskahjálpar segir ákvörðunina rétta
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
„Ég er mjög ánægður“
n Úlfar Bjarki Hjaltason, sem mótmælti ákvörðun
borgarstjórnar í DV á mánudaginn, er að vonum
ánægður með að ákveðið hafi verið að draga hana
til baka. „Já, þetta er flott. Ég er mjög ánægður,“
segir Úlfar.
n Friðrik hjá Þroskahjálp hrósar einnig Úlfari Bjarka
sem reis upp og mótmælti ákvörðun borgarinnar.
„Hann á heiður skilinn fyrir að hafa tekið þetta upp
og látið þetta ekki yfir sig ganga. Það er til fyrir-
myndar að hann geri eitthvað í málinu og taki það í
sínar hendur.“„Menn mega ekki
hlaupa til og
skerða kjör fólks um fleiri
prósent án þess að velta
fyrir sér hvaða afleiðingar
það hefur.
Umfjöllun DV Mánudaginn 9. janúar
síðastliðinn.
Jón Gnarr „Mér finnst þetta bara mjög
leiðinlegt og vona að svona endurtaki sig
ekki og það þurfi enginn þroskahamlaður né
annar að skammast í mér í blöðunum. Ég úti-
loka það samt ekki!“ MynD SiGtryGGUr Ari JÓHAnnSSon
Braut tennur í konu:
Á skilorð fyrir
heimilisofbeldi
Karlmaður á fertugsaldri var
dæmdur í sex mánaða skilorðs-
bundið fangelsi í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir að beita þáverandi
sambýliskonu sína og barnsmóður
ofbeldi á heimili þeirra.
Árásin átti sér stað í desember
2010 en maðurinn var sakfelldur
samkvæmt ákæru fyrir að hafa kast-
að skó í andlit konunnar með þeim
afleiðingum að hún missti báðar
miðframtennur í efri góm og önnur
tönn losnaði. Þá hlaut konan bólg-
ur, mar og aðra áverka í andliti.
Maðurinn neitaði sök og skýrði
áverka konunnar með því að hurð
hefði skollið framan í hana. Dómara
málsins þótti framburður mannsins
reikull og ótrúverðugur og hafnaði
þessum skýringum hans. Konan var
hins vegar stöðug í frásögn sinni um
að maðurinn hefði kastað skónum í
munninn á henni.
Í niðurstöðu dómsins segir að
maðurinn hafi ekki áður gerst sekur
um refsilagabrot en hins vegar hafi
árás hans verið „fruntaleg“ og gerð í
viðurvist tveggja ungra barna.
Sex mánaða fangelsisdómur
mannsins er skilorðsbundinn til
þriggja ára en honum var einnig
gert að greiða konunni rétt tæplega
1,6 milljónir króna í skaðabætur
með vöxtum.
Mörður Árnason:
Steinþór
segi upp
„Margir væru til í að skipta á
áhyggju málum við Steinþór Páls-
son,“ skrifar Mörður Árnason, þing-
maður Samfylkingarinnar, á blogg-
síðu sína á fimmtudag. Þar fjallar
hann um launamál bankastjóra
Landsbankans en Steinþór Páls-
son lýsti því yfir í síðasta mánuði að
rúmlega ein milljón á mánuði væri
of lítið fyrir mann í hans stöðu.
Bankastjórar Arion banka og
Landsbankans væru með miklu
hærri laun og þá benti hann á að
margir undirmanna hans í Lands-
bankanum væru með hærri laun
en hann.
„En við verðum auðvitað að
skilja hvað þetta hlýtur að vera erfitt
fyrir menn einsog hann: Að vera
alltaf litli kallinn þegar bankastjór-
arnir hittast, að tala við erlenda
kollega með tíu sinnum hærri laun,
að geta bara keyrt slyddujeppa
þegar hinir strákarnir í klúbbnum
mæta í tennistíma á almennilegum
fjallatrukkum,“ skrifar Mörður beitt-
ur í bloggfærslu sinni.
Hann á þó ráð fyrir Landsbanka-
stjórann undirlaunaða. „Að segja
upp hjá Landsbankanum og ráða
sig á almennilegum launum hjá
einkabransanum – til dæmis ein-
hverjum af fjölmörgum gæðafyrir-
tækjum í eigu bankakerfisins.“
Mörður segir að hann sé viss
um að Landsbankinn muni ekki
vera í eigu ríkisins til eilífðar. En
hins vegar er það hans skoðun að á
meðan ríkið á bankann eigi að reka
hann á öðrum forsendum en venju-
legan einkabanka. „Meðal þeirra
forsendna er sú að launamálum
sé hagað með siðrænum hætti og
í samræmi við launastefnu innan
opinbera geirans.“