Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Side 16
A
uðvitað er erfitt að vera
foreldri barns sem leggur
fram líkamsárásarkæru,
það er hræðilegt. Flest-
ir yrðu mjög ósáttir við
það. Þannig að þetta mál setur Pál
í óþægilega stöðu, sérstaklega af
því að það varpar aftur ljósi á þessi
nánu tengsl hans og hennar.
„Þetta er búið að vera ömur-
legt,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir
sem kærði Hjört Júlíus Hjartarson,
starfsfélaga sinn á RÚV, fyrir lík-
amsárás. Atvikið átti sér stað þegar
val á íþróttamanni ársins fór fram
á Grand Hótel síðasta fimmtu-
dag. Hjörtur hafði stýrt beinni út-
sendingu frá samkomunni fyrr um
kvöldið.
Kalla Hjört í skýrslutöku
Edda Sif leitaði á bráðamóttöku
eftir atvikið þar sem hún fékk
áverkavottorð. Í kjölfarið lagði hún
fram kæru. Árni Vigfússon, að-
stoðaryfirlögregluþjónn hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu,
staðfesti að Edda Sif hefði gefið
skýrslu en vissi ekki hvar hún væri
niðurkomin. „Skýrslan er væntan-
lega á leiðinni hingað. Þetta fer á
milli stöðva þar sem skýrslan var
ekki tekin hjá okkur. Það getur tek-
ið smá tíma en þar sem þetta á að
hafa gerst á okkar svæði ætti hún
að enda hér hjá okkur,“ sagði Árni.
Næsta skref er að kalla Hjört til
skýrslutöku. „Síðan er það áverka-
vottorðið þegar það kemur.“
Þegar lögreglan hefur lokið
rannsókninni verður málið sent
til ákærusviðs lögreglunnar líkt og
venja er. Á þessu stigi málsins er
nánast ómögulegt að segja til um
líkurnar á því að ákært verði í mál-
inu. „Svo getur margt gerst í lífinu.
Sjáðu til, henni gæti snúist hugur,
það gerist oft. Fólk dregur kærur til
baka en ég er ekki að segja að það
muni gerast í þessu tilfelli,“ sagði
Árni.
Látinn fara tafarlaust
Hirti var sagt upp og hvarf hann
tafarlaust frá störfum en til stóð að
hann sæi um EM-stofuna. Hann
hafði starfað fyrir íþróttafrétta-
deildina frá haustinu 2007 og var
fljótlega gerður að yfirmanni þar.
Málið hefur valdið uppnámi á RÚV
þar sem starfsfólkið er slegið yfir
þessum fregnum. Hópurinn var
samheldinn og Hjörtur vel liðinn.
Djúpstæð vinátta hafði ríkt á milli
hans og Eddu um nokkurt skeið en
fyrsta daginn hennar í starfi bauð
Hjörtur Eddu með sér í matsal-
inn og spurði hvort það væri ekki
örugglega allt í lagi með hana. Þá
var hún stjörf af stressi.
Hún sagðist aldrei hafa feng-
ið að finna fyrir því hjá vinnufé-
lögum sínum að hún væri dótt-
ir útvarpsstjórans. Þegar hún var
ráðin til starfa var það hins vegar
ansi umdeilt, einmitt vegna þess-
ara vensla. Um 400 sóttu um stöð-
una, þar af fjöldi fólks sem hafði
meiri menntun og reynslu af fjöl-
miðlum. Edda Sif hafði þó starfað
lengi á RÚV, meðal annars á safna-
deildinni við að raða spólum, í
söludeildinni og sem skrifta.
Sjálf sagðist hún hafa feng-
ið stöðuna vegna eigin verðleika
og að störf hennar myndu dæma
sig sjálf. Árangur hennar í frétta-
mannaprófi sem allir umsækj-
endur þurftu að þreyta var einn-
ig framúrskarandi. Enda ólst hún
nánast upp á Stöð 2 þar sem for-
eldrar hennar störfuðu báðir á sín-
um tíma eins og fram kom í við-
tali sem hún veitti Fréttatímanum
í apríl.
Nú þykir Páll Magnússon vera
kominn í ansi erfiða stöðu en málið
hefur valdið uppnámi á RÚV. Einn
af þeim starfsmönnum RÚV sem
DV ræddi við orðaði þetta svona:
„Auðvitað er þetta óþægilegt. Ég
get ekki ímyndað mér hvernig það
er að vera Páll núna. Þetta er flók-
in staða sem hann er í, með dótt-
ur sína annars vegar og hins veg-
ar mann sem gegndi til margra ára
ábyrgðarstöðu innan fyrirtækisins
og var látinn fara. Auðvitað er erf-
itt að vera foreldri barns sem legg-
ur fram líkamsárásarkæru, það er
hræðilegt. Flestir yrðu mjög ósáttir
við það. Þannig að þetta mál setur
Pál í óþægilega stöðu, sérstaklega
af því að það varpar aftur ljósi á
þessi nánu tengsl hans og hennar.“
Annar sagði að það gerði málið allt
mikið viðkvæmara og erfiðara við-
fangs hverra manna hún væri.
Kannar stöðu sína
Þegar RÚV var gert að sjálfstæðu
hlutafélagi í 100 prósent eigu rík-
isins varaði Bandalag háskóla-
manna, sem Félag fréttamanna er
aðili að, við því að það gæti þýtt
að lög um réttindi og skyldur ríkis-
starfsmanna ættu ekki lengur við
um starfsmenn RÚV.
Samkvæmt þeim lögum hefði
Hjörtur Júlíus fyrst átt að fá skriflega
áminningu og tækifæri til að bæta
ráð sitt áður en honum var sagt upp
störfum, þar sem brottrekstur hans
tengist ekki niðurskurði. Hins vegar
hefur aldrei reynt á það áður hvaða
réttindi starfsmenn RÚV hafa í mál-
um sem þessum.
Fréttamenn á fréttastofu RÚV
eru í Félagi fréttamanna. Sam-
kvæmt heimildum DV er félagið að
kanna réttarstöðu Hjartar Júlíusar.
Formaður félagsins, Ægir Þór Ey-
steinsson fréttamaður á RÚV, vildi
ekki staðfesta það við DV og svar-
aði einfaldlega „no komment“
þegar eftir því var leitað.
Erna Guðmundsdóttir, lögfræð-
ingur Bandalags háskólamanna,
vildi heldur ekki tjá sig um mál-
efni Hjartar Júlíusar en á almenn-
ari nótum sagði hún hins vegar að
eftir breytingarnar ríkti óvissa um
stöðu starfsmanna RÚV. „Þegar
RÚV var gert að sjálfstæðu hluta-
félagi í eigu ríkisins á sínum tíma
var þetta akkúrat það sem við vör-
uðum við, að það væri verið að
færa starfsmenn sem féllu undir
lög um réttindi og skyldur ríkis-
ins, stjórnsýslulög, undan þeim
lögum,“ sagði Erna. „Í raun og
veru var verið að skerða rétt þeirra
og þá vernd sem þeir nutu lögum
samkvæmt.“ Hún tók dæmi: „Eins
og til dæmis því að fá tækifæri til
að bæta sig í starfi á grundvelli
áminningar og hafa andmælarétt.“
Erna bendir á að margs kon-
ar réttindi hafi verið afnumin hjá
starfsmönnum RÚV þegar það var
gert að opinberu hlutafélagi.
Heyra ekki undir
stjórnsýslulög
Því er staða starfsmanna RÚV, og
þar með Hjartar, enn óljós. Eftir
breytingarnar hefur ekki reynt á
það hvaða reglum RÚV á að fylgja
þegar kemur að uppsögnum. „Það
er náttúrulega ljóst að þessi lög um
áminningu og tækifæri gilda ekki
um starfsmenn RÚV ohf. en hins
vegar er það eitthvað sem þyrfti
að skoða mjög vel þar sem um er
að ræða hlutafélög sem eru algjör-
lega í eigu íslenska ríkisins, hvort
stjórnsýslulög ættu einnig að gilda
um starfsmennina þar. Í raun og
veru hefur aldrei verið tilefni til að
skoða það sérstaklega. En dóm-
ar hafa fallið þar sem talið er að
stjórnsýslulögin gildi þótt ekki sé
um ríkisstofnun að ræða,“ sagði
Erna.
Berglind G. Bergþórsdóttir,
mannauðsstjóri RÚV, sendi skrif-
legt svar við fyrirspurn blaðsins
þar sem fram kemur að fyrirtæk-
inu sé ekki skylt að fara eftir lög-
um um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins: „Framkvæmd
uppsagna er í samræmi við gild-
andi kjarasamninga viðkomandi
stéttarfélags og almennar regl-
ur vinnuréttar um slit ráðningar-
samninga.“
Standa með honum
Páll Magnússon vildi ekki tjá sig
um málið þegar eftir því var leitað.
Það vildi Kristín Harpa Hálfdánar-
dóttir, sem er yfir íþróttadeildinni,
ekki heldur gera en samkvæmt
heimildum DV var það hún sem
tók á málinu með starfsmanna-
stjóra RÚV.
Einn þeirra starfsmanna RÚV
sem DV ræddi við í dag sagði að
málið hefði verið mikið rætt á
meðal starfsmanna. Þótt flest-
ir forðist að taka afstöðu í máli
sem þeir þekkja ekki til hlítar eru
engu að síður skiptar skoðanir á
Uppnám á RÚV
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
„RÚV sem stofnun
er mjög annt um
friðhelgi einkalífsins. Þar
sem þetta er í þokkabót
dóttir útvarpsstjórans
þykist ég nokkuð viss um
að það verði reynt að láta
þetta liggja í láginni.
16 Fréttir 13.–15. janúar 2012 Helgarblað
n Hjörtur Hjartarson rekinn í skyndi n Edda Sif Pálsdóttir kærði hann fyrir líkamsárás n Skiptar skoðanir á viðbrögðum stjórnenda
Fær knús þegar hún kemur aftur
Sumir óttast áhrif málsins á feril Eddu
Sifjar sem íþróttafréttamanns, þar
sem hún er stelpa í strákaklíku. Hún
hefur staðið sig vel, segja samstarfs-
menn og bjóða henni knús.