Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Page 23
eða Gámaþjónustuna sem plantar
einu tré fyrir hvert hirt jólatré.
Óskar Páll Elfarsson: Væri
ekki ráð að gera Hverfisgötuna
auðkeyrðari og loka fyrir alla
bílaumferð um Laugaveg, frá Hlemmi?
Passa bara að finna lausn á umferð af
Skólavörðustíg, svo það sé ekki allt í
einu umferð á göngugötunni.
Jón Gnarr: Ég vil draga úr umferð
í miðbænum og loka götum. Ég tel
mikilvægt að draga úr umferð við
Hverfisgötu til að gera hana mann-
eskjulegri og íbúavænni. Bílar eru
hættulegir. Ef það er gert í sátt við
eigendur.
Kristensa Valdís Gunnars-
dóttir: Allt of lág laun sem við
leikskólaliðar erum að fá,
stendur ekki til að veita okkur
kauphækkun?
Jón Gnarr: Við verðum að virða
kjarasamninga. Mig langar til að
finna leiðir til að bæta starfsum-
hverfi á leikskólum borgarinnar.
Þráinn Bertelsson: Hvort
kemur þú þjóðinni að meira
gagni sem heittelskaður leikari
og skemmtikraftur eða sem umdeildur
stjórnmálamaður með einkabílstjóra?
Jón Gnarr: Ég er ekki með einkabíl-
stjóra, Þráinn. Hvort kemur þú
þjóðinni meira að gagni sem heitt-
elskaður leikstjóri eða vægast sagt
umdeildur pólitíkus?
Ásgeir Einarsson: ESB JÁ?
NEI?
Jón Gnarr: Ekki meðan það er
kóngafólk í Evrópu. Mér finnst það
ekki eftirsóknarvert.
Eyjólfur Guðmundsson: Er
skemmtilegt að vera
borgarstjóri?
Jón Gnarr: Já, oftast nær en
stundum er það erfitt. Stundum verð
ég pirraður og á það til að detta i smá
sjálfsvorkunn. Þá er ekki gaman.
Steinar Jónsson: Ég heyrði
það einhverstaðar að Benedikt
Erlingsson ætlaði sér í
framboð, veistu eitthvað um þetta?
Hvernig forseti heldur að Benedikt
yrði?
Jón Gnarr: Það held ég að yrði
slæmur forseti. Ég vona að þetta sé
kjaftasaga.
Elín Hermannsdóttir:
Stefnirðu á það að vera lengi í
þessu starfi eða langar þig að
fara aftur í grínið?
Jón Gnarr: Ég er náttúrlega
ekki farinn úr gríninu. Ég grínast
eitthvað á hverjum degi en grínið
lokkar og laðar.
Kolbeinn Guðjónsson: Nú
geta liðið allt að 12 dagar á
milli þess er losað er í
sorphirðu borgarinnar og borgin
sóðaleg í hverfunum eftir því, er þessi
tilraun ekki orðin ágætt djók og má
ekki heimila losun oftar hjá
sorphirðunni?
Jón Gnarr: Moka frá tunnunum,
flokka sorpið og sýna ábyrgð í
ruslamálum. Ég geri það sjálfur.
Þetta er ekkert djók heldur það
sem tíðkast í nágrannalöndum
okkar.
Daði Ingólfsson: Hvernig líst
þér á nýju stjórnarskrána?
Jón Gnarr: Mér líst vel á hana en vil
að við fáum að kjósa um hana.
Snorri Arinbjarnar: Hvert er
þitt álit á því að NASA yrði
lokað? Verður eitthvað barist
á móti af hálfu borgarinnar?
Jón Gnarr: Mér finnst það
leiðinlegt. Þetta húsnæði er ekki
í eigu borgarinnar en það er hlut-
verk okkar að miðla málum á sem
bestan hátt.
Örn Arnarson: 1.000 kall fyrir
par, það er rosalegur peningur
til að fara í sund. Hugsuðuð þið
þessa breytingu til enda, eins og að
stytta frekar opnunartíma í minna
sóttum sundlaugum frekar en að
hækka gjaldið?
Jón Gnarr: Enn og aftur er stakt
gjald hátt. Það borgar sig að kaupa
kort. Þetta er útpælt og til þess
gert að ferðamenn borgi meira fyrir
þjónustuna.
Rafn Steingrímsson: Jón,
þegar þú stofnaðir Besta, þá
talaðir þú um að fara inn á
þing. Munt þú bjóða þig fram í næstu
alþingiskosningum?
Jón Gnarr: Ég hélt ég væri að fara á
Alþingi þegar ég stofnaði flokkinn.
Það var algjör misskilningur. Ég
held ég ætli ekki á þing.
Guðmundur Franklín
Jónsson: Hvernig viltu hafa
poppið þitt – vel saltað –
millisaltað eða ósaltað?
Jón Gnarr: Vel saltað!
Ingólfur Guðmundsson:
Finnst þér að það þurfi að
fjölga borgarfulltrúum og
varafulltrúum? Eru verkefni
borgarinnar búin að aukast miðað við
það sem var? Hver væri áætlaður
kostnaður á mánuði vegna aukins
stjórnunarkostnaðar?
Jón Gnarr: Já, verkefnin hafa
aukist og borgin stækkað. Fjölgun
er fyrirhuguð í nýju sveitarstjórnar-
lögunum. Ég hef ekki reiknað út
kostnaðinn.
Brynjar Sigurðsson: Er það
stefna borgarinnar að skipta
ekki um perur í biluðum
ljósastaurum?
Jón Gnarr: Nei. Alls ekki.
Sigurður Traustason: Hvað
finnst þér að eigi að gera við
krár á Laugavegi sem
verslunareigendur eru ósáttir við?
Jón Gnarr: Þetta er vandasamt.
Við höfum reynt að byggja upp
gott samband við kráareigendur
og verslunarmenn. Ég er sjálfur
mjög mótfallinn stöðum sem hafa
spilakassa. Mér finnst að það ætti
að banna þá. Menn geta spilað á
netinu.
Eysteinn Helgason: Var ekki
uppi hugmynd um að stofna
nýjan banka og er hún enn á
„to do“ listanum? (bónus spurning,
hvað er „to do“ listinn þinn langur?)
Jón Gnarr: Hann er langur.
Staðreyndin er sú að reglur um fjár-
málafyrirtæki hafa verið hertar til
muna og það er alls ekki einfalt eða
ódýrt fyrir sveitarfélag að verða
fjármálafyrirtæki.
Hildur Lilliendahl: Af hverju
eru þetta svona leiðinlegar
spurningar?
Jón Gnarr: Hvað meinarðu, Hildur?
Egill Angantýsson: Hver er
þinn stærsti sigur í stól
borgarstjóra er varðar
borgarmálin?
Jón Gnarr: Ætli það sé ekki að hafa
tekið á málum Orkuveitunnar? Ég
reyni bara að gera mitt besta og ég
legg ekki mat á það hvað er gott og
hvað er slæmt. Ég reyni bara að gera
vel.
Kristján Haraldsson: Það er
einn skakkur ljósastaur fyrir
utan Laugaveg 41, fyrir utan
SOHO hárgreiðslustofuna. Er búinn að
vera þannig í marga mánuði. Er það ekki
top-priority að laga hann sem fyrst?
Jón Gnarr: Algjört Top!
Steinar Jónsson: Trúir þú á
stjörnuspeki?
Jón Gnarr: Já og líka álfa. Og til-
viljanir.
Atli Agnarsson: Strætó er
hættur að ganga í mínu
nánasta hverfi, gatan illa
skafin, gangstígar horfnir undir snjó og
bíllinn er fastur. Aldrei verið verra. Má
ekki bæta aðeins í sandinn? Ekki kemst
ég út með hundinn! #112
Jón Gnarr: Við erum að ryðja á fullu.
Ekki gefast upp, Atli.
Ari Kárason: Er þetta
leiðinlegra starf en þú bjóst
við? Öðruvísi? Hefur þú einhver
völd?
Jón Gnarr: Þetta er erfiðara en ég
hélt. Margt hefur komið mér á óvart.
Ég hef völd en reyni að fara varlega
með þau. Reykjavík er fjölskipað
stjórnvald, ólíkt ríkinu.
Stefán Drengsson: Einelti í
skólum Reykjavíkur er orðið
frekar áberandi vandamál og
svo virðist að skólarnir sjálfir vilji ekki
taka á þessu. Veit af eigin reynslu að
það hafa þeir ekki gert. Mun borgin taka
á þessu?
Jón Gnarr: Einelti er ofbeldi og við
munum berjast gegn því eins og
öllu öðru ofbeldi. Ofbeldi leysir ekki
vandamál heldur býr þau til eins og
hefur margsannast.
Brynja Dögg: Eru einhver plön
um að gera eitthvað á
húsaleigumarkaðinum? Allt of
lítið af húsnæði í boði og allt á
uppsprengdu verði. Maður getur hvorki
keypt né leigt.
Jón Gnarr: Húsnæðisstefna
Reykjavíkur er í mótun og þar er
sérstaklega fjallað um að efla
leigumarkað og húsnæðisúrræði
fyrir ungt fólk.
Alda Rögnvaldsdóttir: Var
fjármunum borgarinnar varið
ósiðlega áður en þú tókst við?
Jón Gnarr: Í einhverjum tilfellum en
ekki almennt.
Fundarstjóri: Hvaða
tilfellum?
Jón Gnarr: Við erum núna að
láta fara fram ítarlega úttekt á
stjórnsýslu Reykjavíkur. Það verður
athyglisvert að sjá hvað kemur út
úr henni, niðurstaðan á að liggja
fyrir um næstu áramót.
Atli Már: Munt þú reyna að
byggja eitthvað alheimsundur
í Reykjavík eins og Kínamúrinn
eða Perluna?
Jón Gnarr: Ég vil byggja Hlátur-
múrinn. Er það ekki stórkostleg
hugmynd?
Bergur Benjamínsson: Á að
gera sérstakt átak fyrir þá sem
þurfa að nota hjálpartæki
(hjólastóla t.d) og eiga erfitt oft á
tíðum að komast um borgina ?
Jón Gnarr: Ferlimál eru okkur
mjög hugleikin og við erum sífellt
að vinna að þeim, t.d. með því að
fjarlægja tré sem eru að eyðileggja
gangstéttir og hefta umferð.
Hrefna Björt: Stendurðu
ennþá með því að Ísland sé
leiðandi afl frá andlegu
sjónarmiði, sérðu þig og tengirðu þig
(ennþá) sem part af þeirri köllun (við
berum öll ábyrgð á)? Ertu búinn að
gleyma byltingunni í pólitík?
Jón Gnarr: Nei, alls ekki. Byltingin
er blíð og fer ekki fram á strætum
heldur í hugum fólks.
Sigtryggur Jóhannsson: Hver
er þín skoðun á sífjölgandi
hótelum við Ingólfstorg? Ætti
borgin að beita sér fyrir því að dreifa
þessum hótelum meira?
Jón Gnarr: Ég veit það ekki. Það er
engin regla til um svoleiðis. Eru ekki
hótel í öllum miðborgum um allan
heim? Eru hótel vond?
Garðar Jónsson: Er bygging
gosbrunna í Reykjavík á
dagskrá á þínu kjörtímabili?
Jón Gnarr: Mér þætti gaman að
sjá gosbrunna víðar. Til dæmis á
Lækjartorgi og á Ingólfstorgi.
Jón Vilhjálmsson: Ef þú gætir
breytt hverju sem er í
Reykjavík, Hvað væri það? Og
af hverju?
Jón Gnarr: Þetta er stór spurning.
Mitt helsta baráttumál er að fá
Héraðsdóm burt af Lækjartorgi.
En ætli ég myndi ekki velja að geta
boðið öllum húsnæði á viðráðan-
legu verði.
Þóra Guðmundsdóttir: Eru
fyrstu varaborgarfulltrúar enn
á launum? ef svo, fylgir því
einhver vinnuskylda?
Jón Gnarr: Já, og þeir vinna
frekar mikið. Starf borgarfulltrúa er
gríðarlega krefjandi.
Steinþór Grímsson: Hver var
það sem ákvað lokun
Rauðalækjar?
Jón Gnarr: Sú ákvörðun hlýtur að
hafa verið tekin af umhverfis- og
samgöngusviði eða skipulagssviði.
Ég veit það bara ekki.
Hulda Atladóttir: Af hverju
viltu Héraðsdóm burt af
Lækjartorgi?
Jón Gnarr: Mér finnst þetta allt
of sorgleg starfsemi fyrir hjarta
Reykjavíkur. Þarna ætti að vera
hús gleðinnar. Mér finnst ömurlegt
að sjá myndir af Lækjartorgi
þegar verið er að kveða upp dóma
í hroðalegum málum, jafnvel ekki
einu sinni í Reykjavík eins og dæmin
sanna.
Hlynur Kristjánsson: Í
heimabænum mínu, Akureyri,
hefur nú verið í alllangt skeið
frítt í bílastæði og í strætó og hefur
reynst vel að ég best veit. Hafið þið
skoðað af alvöru að fylgja fordæmi
höfuðborgar norðursins?
Jón Gnarr: Nei, ekki í bílastæði að
minnsta kosti. En almenningssam-
göngur eru í endalausri endur-
skoðun en eru háð samþykki fleiri
en bara Reykjavíkur.
Jack Daníelsson: Í ljósi fréttar
hér á DV í gær um að
þroskahamlaðir skuli greiða
fyrir mat sinn 210 krónum meira en
borgarfulltrúar fyrir sinn mat, hver
verða þín viðbrögð?
Jón Gnarr: Við höfum ákveðið að
draga ákvörðunina til baka. Hún
var byggð á misskilningi sem er
bara mannlegt. Nú endurskoðum
við málið í samvinnu og samráði við
hagsmunaaðila og notendur.
Alma Guðmundsdóttir: Að
flokka rusl er eitthvað sem allir
eiga að gera – en er ekki öllum
úrgangi blandað saman hjá Sorpu? Er
til einhvers að flokka sorp?
Jón Gnarr: Nei. Það er ekki öllu
blandað saman. Þetta er mis-
skilningur. Sorpa hirðir málma,
pappír og plast og endurvinnur.
Lífrænn úrgangur fer í að búa til
moltu og metan.
Samúel Ólason: Það er
eitthvað hljóð í ofninum
mínum, sláttur eða eitthvað
slíkt. Hver á að laga það? Er það ég? Á
ég að laga það?
Jón Gnarr: Hahahaha! Talaðu við
lögregluna.
Þórður Páll: Eru einhver áform
í gangi um aukna aðstoð fyrir
börn með t.d. ADHD í
skólakerfinu?
Jón Gnarr: Já. Við erum að vinna að
því. Þetta er mér mikið hjartans mál.
Bjarni Fritzson: Sæll, Jón,
sameining leikskóla
borgarinnar var gríðarlega
umdeild og að mínu viti ófagmannlega
unnin. Ertu þú ánægður með störf
starfshóps Oddnýjar Sturlu og
afraksturinn af sameiningunum?
Jón Gnarr: Þetta var gríðarlega
erfitt. Að breyta skólakerfi er
svolítið eins og að færa kirkjugarð.
Þú færð enga hjálp innan frá. Ég
held að allir hafi gert sitt besta og
ég fer ekki fram á meira. Auðvitað
má alltaf gera betur.
Ebenezer Ásgeirsson: Átt þú
þitt eigið húsnæði eða leigir
þú? Og ertu sáttur við það sem
þú borgar í leigu?
Jón Gnarr: Ég bý í eigin húsnæði.
Björn Halldórsson: Viltu hafa
flugvöllinn áfram í Vatns-
mýrinni eða viltu hann burt?
Jón Gnarr: Ég vil flytja allt flug til
Keflavíkur og losna við flugvöllinn.
Ása Jóhanns: Hvernig
hyggstu sjá til þess að
miðborgin verði hreinsuð
næsta sumar? Miðborgin lítur út eins og
gettó og þá sérstaklega ein aðalgatan,
Hverfisgata. Hreinsun hefur verið til
háborinnar skammar.
Jón Gnarr: Sóðaskapurinn
kemur til vegna umgengni og hún
hefur verið til algjörrar skammar.
Við getum ekki lagt enda-
lausan pening til hreinsunar ef fólk
gengur ekki fallega um. Það er mikil
óheillaþróun.
Magnús Sigurðsson: Til
hamingju með 44 ára afmælið
Jón, hvernig líður þér að eldast
svona?
Jón Gnarr: Takk. Mér líður vel og ég
hlakka til að verða fimmtugur.
Daníel Jónasson: Hvað finnst
þér um rafbókavæðingu
Vogaskóla og telur þú að slíkt
geti orðið að veruleika í grunnskólum
borgarinnar? Þetta er jú ansi
umhverfisvænt til lengri tíma litið.
Jón Gnarr: Ég fagna þessu
skemmtilega verkefni og vona að
það breiðist út sem hraðast.
Brynja Garðarsdóttir: Fyllist
ruslatunnan þín ekki í hvert
einasta sinn og gott betur áður
en hún er tæmd, með þessari 10 daga
tæmingaráætlun?
Jón Gnarr: Nei. Ég endurgeri allan
lífrænan úrgang og flokka dósir og
flöskur frá og pappír.
Böðvar Jónsson: Hvernig
gerum við fýlupúka
borgarinnar aðeins
hamingjusamari ?
Jón Gnarr: Með því að umvefja þá
elskulegheitum.
Jón Gnarr: Ég þakka kærlega fyrir
mig og óska lesendum DV árs og
friðar.
Umræða 23Helgarblað 13.–15. janúar 2012
Stoltur af að vera enn í st rfi