Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Síða 24
Sandkorn B orgaryfirvöld og stjórnvöld hafa í gegnum tíðina stund­ um unnið gegn betri heilsu fólks en ekki með henni. Í stað þess að fyrirbyggja heilsubrest er jafnvel ýtt undir or­ sakir hans. Það er vitað að hreyfingarleysi og slæmt mataræði er stærsta orsökin fyrir flestum alvarlegustu sjúkdóm­ um Íslendinga. Besta leiðin til að fá fólk til að hreyfa sig á sjálfbæran hátt er ekki að byggja upp líkamsræktarstöðvar með stór bílastæði úti um allt, held­ ur blanda hreyfingu inn í hversdags­ lífið. Einfaldasta leiðin til þess er að gera fólki mögulegt að hreyfa sig á leið til og frá vinnu. Skipulagið á borginni síðustu áratugi hefur unnið gegn þessu. Borgin hefur verið þanin út í bílahverfi og er ein sú dreifbýl­ asta í heimi. Almenningssamgöng­ urnar hafa verið við mörk þess boðlega og því hafa fáir átt raunveru­ legan kost á bíllausum lífsstíl. Sem betur fer er þetta að breytast. Borgarfulltrúarnir Hjálmar Sveins­ son og Gísli Marteinn Baldursson hafa verið leiðandi í því að upp­ ræta bílahugsunarháttinn. Hjálmar Sveinsson svaraði á dögunum grein læknis, sem gagnrýndi að gert væri ráð fyrir því að hluti starfsmanna Landspítalans færi í vinnuna án þess að nota einkabíl. Lækninum þótti gagnrýnivert að gera ráð fyrir að fleiri tileinkuðu sér bíllausan lífs­ stíl við skipulagningu á nýja Land­ spítalanum. „Æ fleiri sérfræðingar á sviði lýðheilsu vekja athygli á því að vel skipulagt borgarumhverfi, aukin hreyfing og vistvænn ferðamáti bæta lýðheilsu,“ svaraði Hjálmar. En það er þekkt að áherslan í heilbrigðis­ geiranum er óskynsamlega mikil á viðbrögð við sjúkdómum frekar en forvarnir. Umfangsmesta næringarfræði­ rannsókn í heimi, The China Study, bendir til beinna tengsla á milli mikillar neyslu dýraafurða og krabbameins og hjartasjúkdóma. Þeir sem borða meira grænmeti fá síður krabbamein og blóðrásar­ sjúkdóma. Þetta er lífsnauðsynlegt að vita, því 28,1% Íslendinga deyr úr krabbameini og 36,4% úr blóðrásar­ sjúkdómum. Nýleg rannsókn nær­ ingarfræðingsins Jóhönnu Eyrún­ ar Torfadóttur leiddi auk þess í ljós tengsl milli krabbameins og mikillar neyslu á mjólk, sem hingað til hefur verið talin ímynd hollustunnar. Það liggur því í augum uppi að stjórnvöld ættu að leggja meira í að ýta undir grænmetisræktun en aðra matvælaframleiðslu. En þau gera það ekki. Mjólk og lambakjöt eru niðurgreidd tuttugu sinnum meira en grænmetið sem vísinda­ legar rannsóknir benda til að sé best fyrir heilsu okkar. 5,6 milljarðar fara í niðurgreiðslu á mjólk, 4,2 milljarðar í lambakjöt og aðeins tæpur hálfur milljarður í grænmetið. Landsvirkjun hefur verið knúin til þess af fyrri stjórnvöldum að niður­ greiða verulega orkuverð til álvera. Bændur sem rækta grænmeti og þurfa til þess rafmagn þurftu að borga miklu hærra verð. Læknar eiga að laga sjúkdóma. En sumir læknar virðast aðallega vera atvinnumenn í því að gefa út lyf­ seðla. Fljótlegasta leiðin fyrir lækni til að gera sjúkling sáttan er að gefa honum lyf. Við ávísum þunglyndis­ lyfjum, þótt stóraukin notkun þeirra virðist ekki bæta almenna geðheilsu til lengri tíma. Það er líka vitað að langvarandi svefnlyfjanotkun er skaðleg. Samt eigum við Norður­ landametið í svefnlyfjanotkun. Ís­ lendingar nota tvöfalt meira af svefn­ lyfjum en Danir. Þau eru tímabundin lausn við svefnleysi, sem hefur tak­ markaðan eða engan langtímaárang­ ur, og þvert á móti ýmsar aukaverk­ anir. Þau draga úr vitrænni getu og einbeitingu, valda því að gamalt fólk dettur og brýtur bein og eru auk þess ávanabindandi. Meðal fjölda ann­ arra hliðarverkana af langtímanotk­ un á svefnlyfjum er kvíði. Íslendingar nota líka tvöfalt meira af kvíðastill­ andi lyfjum en Danir. Kostnaðurinn af faraldri beinbrota hjá gömlu fólki á svefnlyfjum varð til þess að farið var að huga að ofnotkuninni. Annars staðar en hér. Líkaminn er flókið fyrirbæri. Áhrif og víxláhrif lyfja, næringar og hreyf­ ingar verða seint rannsökuð til fulls. En við vitum nógu mikið nú þegar. Hagsmunaöflin virka hins vegar ekki í rétta átt. Hversdagsleg hreyfing og bíllaus lífsstíll, ásamt náttúrulegu mataræði, er bara ekki eins gróða­ vænlegt og lyf, fjarheilun, ofuræf­ ingaprógrömm, fæðubótarefni, pró­ teindrykkir og fíknivaldandi matur. Strigakjaftar n Þingmaðurinn Björn Valur Gíslason er á meðal þeirra orðhvassari. Frægt var þegar hann talaði niður sjálfan forseta Ís­ lands og kallaði for­ setadruslu. Síðan hafa magnaðir frasar hrokkið af vörum þing­ mannsins og skipstjórans sem virðist ekkert óttast. Nýjasta fórnarlamb Björns Vals er annar striga kjaftur, Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir, sem mun taka út nokkrar sálarraunir vegna meðferðar samfélagsins á sparifjáreigendum. Talaði hann um galdrabrennur sem varð til þess að Björn Valur ýjaði að brjálsemi Vilhjálms sem hefur slegið til baka. Hundfúll Gunnar n Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Fram­ sóknarflokksins, er grautfúll út í Ríkisút­ varpið fyrir að vera stöðugt að tala við frambjóð­ endur og stjórnmála­ menn, aðra en hann sjálfan. Telur Gunnar sjálfan sig vera algjörlega sniðgenginn í þáttum RÚV á meðan talsmenn nýrra fram­ boða fá fljúgandi meðbyr inn í fjölda þátta. „RÚV hefur aldrei boðið mér í einn ein­ asta þátt í sjónvarpi frá því ég var kjörinn á þing,“ segir hann í Mogganum. Þetta er sama barátta og Ástþór Magnússon frambjóðandi hefur staðið í vegna afskiptaleysis RÚV. Klúður ráðherrans n Stuðningsmenn Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi ráð­ herra, hafa keppst um að tala upp árangurinn af illa skipu­ lagðri uppreisn sinni á flokks­ stjórnarfundi Samfylkingar. Vandi Árna er hins vegar sá að hann var á berangri í þing­ flokknum þar sem einungis tveir þingmenn, Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson studdu hann. Þá nefna and­ stæðingar hans að stefnuleysi í atvinnu­ og efnahagsmálum skrifist á hann sem ráðherra efnahagsmála. Loks er það klúður að Icesave er á leið í dóm skrifað á Árna. Sumir telja því maklegt að hann var látinn víkja. Læknir skammaður n Íbúar í Fjarðabyggð hafa sumir hverjir fallið í forundr­ an vegna þeirrar meðferðar sem Hannes Sigmarsson læknir fær hjá þeim sem ráða ferðinni hjá Heilbrigð­ isstofnun Austurlands. Hannesi var vikið tímabundið frá störfum árið 2009 og hefur síðan orðið að stunda vinnu sína annars staðar á landinu. Á sama tíma vantar lækna í heimahéraði hans. Hannes hefur sótt um störf en fékk á móti skammarbréf þar sem honum var bannað að sækja um stöður stofnunarinnar. Blekkingin um heilsuna„Læknar eiga að laga sjúkdóma L agakennsla sums staðar í Evrópu hvílir á þrem meginstoðum. Ein stoðin er lögin sjálf. Önnur stoð er mannréttindi, einkum réttur manna gagnvart yfirvöldum. Þriðja stoðin er réttmæti laganna í augum fólksins, sem í lýðræðisríki er upp­ spretta alls valds, laga og réttar. Stoð­ irnar styðja hver aðra. Á þeim hvíla félagsleg réttarríki nútímans með réttlát og skýr lög, sem fólkið kýs að fylgja til að efla eigin hag. Lagakennsla á Íslandi hvíldi löngum á fyrstu stoðinni einni saman. Lög­ in sjálf í þröngri merkingu voru ær og kýr lögfræðinga, mannréttindi voru í engum hávegum höfð og ekki heldur hugmyndin um fólkið, þjóðina, sem uppsprettu og réttlætingu laganna. Orðaforði málsins segir sína sögu. Ráðuneyti, sem í Evrópu eru kennd við réttlæti, kölluðu Íslendingar þar til ný­ lega dómsmálaráðuneyti. Önnur stoðin: Mannréttindi Það gerðist ekki fyrr en 1995, að ný mannréttindaákvæði voru leidd inn í stjórnarskrána frá 1944 til samræm­ is við Mannréttindasáttmála Evrópu. Lögin um stjórn fiskveiða brjóta enn gegn mannréttindum, bæði skv. dómi Hæstaréttar 1998 og skv. bindandi áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna 2007, áliti, sem stjórnvöld hafa ekki enn til fulls brugðizt við. Eng­ inn lagaprófessor fékkst til að skrifa undir yfirlýsingu 105 prófessora til varnar Hæstarétti, yfirlýsingu, þar sem Alþingi var hvatt í ljósi dóms Hæsta­ réttar til að haga lögum í samræmi við stjórnarskrána. Hæstiréttur sneri dómi sínum frá 1998 við hálfu öðru ári síðar undir þrýstingi frá ráðherrum. Frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár gerir mannréttindum hærra undir höfði með nýjum ákvæð­ um og áherzlum í samræmi við kall og kröfur tímans, m.a. með því að fella ákvæði um náttúruauðlindir og um­ hverfisvernd inn í kaflann um mann­ réttindi til að undirstrika mikilvægi og innbyrðis samhengi auðlinda, um­ hverfis og mannréttinda. Lagakennslu um mannréttindi og skyld mál hefur farið fram síðustu ár með aukinni vitund almennings um slík réttindi. Mannréttindi og um­ hverfisréttur t.d. eru nú kennslugreinar og rannsóknarefni í lagadeildum há­ skólanna, en svo var ekki fyrir fáeinum árum. Margir lögfræðingar virðast þó enn heldur áhugalitlir um ýmis mann­ réttindabrot, hvort sem þau felast í mis­ munun við úthlutun t.d. aflakvóta eða í misvægi atkvæðisréttar eftir búsetu, sem erlendir kosningaeftirlitsmenn hafa mörg undangengin ár fundið að. Frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár kveður á um jafnt vægi at­ kvæða alls staðar á landinu, svo að allir séu jafnir í kosningum til Alþingis. Frumvarp stjórnlagaráðs kveður sem sagt á um tvenn grundvallarrétt­ indi auk annars, auðlindir í þjóðareigu í samræmi við stefnu allra flokka á Al­ þingi og jafnt vægi atkvæða alls staðar. Fáir lögfræðingar hafa þó enn sem komið er stigið fram til að taka undir þessi mannréttindaákvæði frumvarps­ ins. Hinir virðast fleiri, lögfræðingarnir, sem setja fyrir sig einstök lagatæknileg atriði í anda gamla skólans, þar sem þröng sýn á lögin ræður för og réttlætið situr á hakanum og einnig réttur þjóð­ arinnar til að setja sér stjórnarskrá eftir settum reglum. Þriðja stoðin: Uppspretta laga og réttar Margir lögfræðingar hafa frá öndverðu verið andvígir endurskoðun bráða­ birgðastjórnarskrárinnar frá 1944. Það er af sem áður var, þegar helztu lögfræðingar landsins (t.d. Bjarni Benediktsson, Ólafur Jóhannesson og Gunnar Thoroddsen) líkt og leiðtogar stærstu stjórnmálaflokkanna voru á einu máli um nauðsyn slíkrar endur­ skoðunar. Margir lögfræðingar voru andvígir kosningunni til stjórnlaga­ þings, þar eð þeir virtust ekki fella sig við þriðju stoðina undir lögum og rétti, hugmyndina um fólkið, þjóðina, sem yfirboðara Alþingis og uppsprettu laga og réttar. Í þessu ljósi þarf að skoða ógildingu Hæstaréttar á úrslitum kosningarinnar til stjórnlagaþings 2010. Það hefur ekki áður gerzt í fullburða lýðræðisríki, að þjóðkjör hafi í heilu lagi verið ógilt eftir á – og það á svo veikum grunni, að þar stendur ekki steinn yfir steini eins og Reynir Axelsson stærðfræðingur lýsir vel í ritgerð sinni um ákvörðun Hæsta­ réttar. Ritgerð Reynis er aðgengileg á vef Stjórnarskrárfélagsins, stjornar­ skrarfelagid.is. Lög og lögfræðingar „Það hefur ekki áður gerzt í full- burða lýðræðisríki, að þjóðkjör hafi í heilu lagi verið ógilt eftir á. Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 24 13.–15. janúar 2012 Helgarblað Alveg rosalega gaman að vera til Ekki einfalt að kom- ast upp úr riðlinum Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir hefur fundið ástina. – DV Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari varar við of mikilli bjartsýni. – DV Kjallari Þorvaldur Gylfason Brotið á sjómönnum Lögin um stjórn fiskveiða brjóta enn gegn mannréttindum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.