Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Qupperneq 38
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 14 jan 13 jan 15 jan Judy Garland í Þjóðleikhúskjallaranum Lára Sveins- dóttir leik- og söngkona mun ásamt Djasshljóm- sveit Úlfs Eldjárn flytja ýmis vinsæl lög Judy Garland og leiða áhorfendur inn í stormasamt líf hennar. Nemendaleikshúsið sýnir verk eftir Mike Bartlett Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir Jarðskjálfta í London eftir Mike Bartlett í leikstjórn Hall- dórs E. Laxness. Verkið var frum- sýnt í National Theatre í London árið 2010 við frábærar undirtektir og var Bartlett í kjölfarið hampað sem ferskri rödd í bresku leikhús- lífi. Sýningin er hressileg umfjöllun um það sem framtíðin ber í skauti sér og þær miklu hamfarir sem ganga yfir samfélög okkar í dag. Sögð er saga af snörpum hræringum í lífi þriggja systra sem reyna af öllum mætti að bjarga sér og sínum úr hamförum og fram- förum nútímans á meðan faðir þeirra, heimsfrægur vísindamaður, boðar heimsendi. Burlesque- fatafellur, martraðir, pólitísk spilling, mannfjöldasprengingar og allsherjar paranoja! Sýningar á föstudag og laugardag í Nemenda- leikshúsinu við Sölvhólsgötu. Svanur og Hundur í óskilum í Hofi Á nýárstónleikum Lúðrasveitar- innar Svans og hljómsveitarinnar Hundur í óskilum verður boðið upp á nýstárlegar útsetningar á dægur- flugum að hætti Hundsfélaga og þrumandi lúðrasveitarverk. Tónleikarnir fara fram í Hofi, laugardagskvöldið 14. janúar kl. 20. Lífsdagbók ástarskálds- ins Páls Ólafssonar Þórarinn Hjartarson segir og syngur Lífsdagbók Páls í þessar hugljúfu sýningu. Skáldið Páll Ólafsson hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu ljóðelskra Íslendinga með sínum einstaklega vel ortu ljóðum um ástina, fuglana og það sem fallegast er og best í íslenskri náttúru. Þórarinn Hjartarsson hefur tekið þessi ljóð og raðað þeim saman þannig að þau segja einstaka sögu Páls og þrár hans eftir stúlkunni sem hann elskar. Vínardansleikur í Salnum Í tilefni af áramótunum 2011–2012 verður settur upp Vínardansleikur og spilaður vínarvals í Salnum. Boðið verður upp á danskennslu á tónleikunum þar sem helstu dansspor eru kennd, en einnig mun konungur valsanna, Jóhannes Strauss frá Vín, mæta á svæðið. Hljómsveit hússins mun spila talsvert í þrískiptum takti ásamt öðrum takttegundum og dansarar frá Listdansskóla Íslands sýna gestum hvernig á að dansa fallega. Frá klukkan 12:30 verður fordrykkur á torginu, sprell og flugeldar. Ungir sem aldnir eru hvattir til að að klæða sig í sín bestu föt, galakjóla og smóking. 38 13.–15. janúar 2012 Helgarblað „Áhorfandinn fær enga gátu til að leysa.“ „Fincher grípur áhorfand- ann heljartökum.“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Sherlock Holmes A Game of Shadows The Girl with the Dragon Tattoo M arianne Faithfull var lengi vel viðloðandi hljómsveitina The Rolling Stones og var um tíma í sambandi með Mick Jagger, söngvara hljómsveitarinnar. Marianne afrekaði að verða músa tveggja tónlistarmanna, í fyrra skiptið skömmu eftir að hún lauk námi í klausturskóla. Þannig var mál með vexti að Marianne, þá sautján ára, var í teiti í West End í Lundúnum. Þar tókust kynni með henni og Andrew Oldham, umboðs- manni The Rolling Stones, og hafði hún svo mikil áhrif á hann að hann taldi Mick Jag- ger á að semja um hana lag; As Tears Go By. Hvort Marianne hafi verið músa Micks í því til- viki verður hver og einn að eiga við sig. Lagið sló í gegn og sum- arið 1964 var Marianne send í kynningarleiðangur með fjölda hljómsveita, þar á meðal The Hollies, frá Manchester. Í túrnum tókst vinskapur með Marianne og Graham Nash, söngvara og gítarleikara The Hollies sem síðar gerð- ist liðsmaður Crosby, Stills og Nash (stundum Crosby, Stills, Nash & Young), en var í stuttu ástarsambandi með aðalsöngv- aranum, Allan Clarke. Í maí 1967 sendi The Hollies frá sér lagið Carrie Anne sem varð eitt af þeirra vinsælustu ástarlögum. Það varð þó ekki fyrr en 1995 sem Graham Nash upplýsti að hann hefði skrifað lagið með Marianne í huga, en hefði verið of feiminn til að nota nafn hennar. Senuþjófur í Ipanema Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi er stundum sagt. Sennilega hafði brasilíska stúlkan Heloísa Eneida Menezes Paes Pinto ekki hugmynd um hver áhrif dagleg gönguferð hennar niður á strönd yrðu. Höfundar lagsins The Girl from Ipanema, Vini- cius de Moraes og Antônio Car- los, mæltu sér yfirleitt mót á Ve- loso, kaffihúsi í Ipanema í Rió de Janeiro, en Heloísa gekk þar fram hjá daglega og átti jafnvel til að staldra þar við til að kaupa sígarettur fyrir móður sína. Eitt slíkt tilvik átti sér stað veturinn 1962 og Vinicius de Moraes og Antônio Carlos fundu sig knúna til að lýsa hvernig þessi fimmtán ára stúlka stal athygl- inni í hvert sinn sem hún lét sjá sig og sömdu lagið, sem hét upphaflega Menina que Passa, stúlkan sem gengur hjá. Girl from Ipanema nýtur mikilla vinsælda enn þann dag í dag en vinsældir lagsins urðu til þess að Heloíse varð nokkuð fræg. Eilítinn skugga bar á þessa fallegu mynd þegar Heloíse opnaði fataverslun, Garota de Ipanema, sem er portúgalskur titill lagsins. Börn höfunda lagsins höfðuðu mál á hendur Heloíse, nú Heloíse Pinheiro, á þeim forsendum að hún reyndi að hagnast á laga- smíð feðra þeirra. Börnin fóru bónleið til búðar því dómur féll Heloíse í hag. Módel verður músa Jenny Boyd heitir kona nokkur sem bjó að ágætis tengslum inn í tónlistarheiminn á árum fyrri. Hún afrekaði meðal annars að giftast tveimur rokktrymblum, reyndar ekki samtímis, en það varð aftur á móti skoski tónlist- armaðurinn Donovan sem varð fyrir slíkum áhrifum af henni að hann samdi til hennar óð. Jenny er systir Pattie Boyd og komst í innsta hring The Beatles þegar Pattie gekk í hjónaband með George Harr- ison. Jenny hafði fetað í fótspor eldri systur sinnar og gerst fyr- irsæta og haustið 1967 sat hún fyrir ásamt Donovan á umslagi plötu hans A Gift from a Flower to a Garden. Donovan samdi lagið Jenni- fer Juniper með Jenny í huga: „Ég var skotinn í henni svo hún fékk lag.“ Donovan neitaði þó ávallt að þau hefðu átt í ástar- sambandi en á þeim tíma var hún gift trymbli Fleetwood Mac, Mick Fleetwood, en síðar giftist hún Ian Wallace, trymbli King Crimson, eða frá 1984 þar til Ian Wallace lést árið 2007. Til björgunar Prudence Bítlarnir skelltu sér til Ind- lands í febrúar 1968 með það fyrir augum að nema innhverfa íhugun. Á meðal annarra sem hugðu á slíkt hið sama var Pru- dence Farrow, yngri systir leik- konunnar Miu Farrow. Þvert á leiðbeiningar Mah- arishi Mahesh Yogi um að nemendur gengju ekki of langt í viðleitni sinni til að nema fræðin var Prudence tímun- um saman ein í kofa sínum við íhugun og leist fólki ekk- ert á blikuna. „Við höfðum öll áhyggjur af því að hún væri að verða vitstola í tilraun til að ná til Guðs á undan öllum öðrum […] svo við sungum til hennar,“ sagði John Lennon síðar. Á meðal þess sem Bítlarnir reyndu var að höfða til barns- ins í Prudence og að sögn Paul McCartney söng John til Pru- dence fyrir utan kofa hennar: „Won’t you come out to play?“ Sálarheill Prudence virðist ekki hafa beðið skaða og hún hóf störf innan kvikmynda- geirans. Hugfangin af hvíta tjaldinu Tónlistarmaðurinn David Bowie rakst á „stúlkuna með músarlega hárið“ á vinnustofu látbragðsleikara 1968. Stúlkan, Hermione Farthingale, ku hafa verið dæmigerð „ensk rós“ og þess varð skammt að bíða að samband tækist með henni og Bowie. Árið 1969 gerði David Bowie framúrstefnulega kvikmynd, Love You Till Tuesday, sem var umgjörð utan um níu laga hans, þeirra á meðal Space Oddity, og í myndinni birtist Hermione í hlutverki geimtálkvendis. Á síðasta tökudegi sló í brýnu með David og Hermione sem þegar þar var komið sögu var búin að binda trúss sitt við dansara og söngvara að nafni Stephen Reinhardt. Lyktir rifr- ildisins voru að Hermione rauk á dyr og skildi David Bowie eftir í öngum sínum. Hermione var „hugfangin af hvíta tjaldinu“ og átti skammlíf- an feril í tónlistarkvikmyndum áður en hún féll í gleymskunnar gráma. Tvö lög fyrir Pattie Pattie Boyd er þess heiðurs að- njótandi að fyrir hana hafa ver- ið samin tvö lög. Pattie var gift George Harrison, eins og áður hefur komið fram, og til hennar samdi George eitt þekktasta lag Bítlanna, Something, árið 1969, en um það leyti hitti Pat- tie Eric Clapton sem var um þær stundir í góðu vinfengi við Harrison. Eftir að Bítlarnir fóru hver sína leið einbeitti Harrison sér að sínum eigin tónlistarferli og fyrir þær sakir og ýmissa ann- arra fannst Pattie sem hún væri vanrækt og fór að hitta Clapton á laun. Sumarið 1970 leyfði Clapton Pattie að heyra lagið Layla sem hann hafði samið fyrir hana en byggði öðrum þræði á pers- neskri bók, Layla og Majnun, sem fjallar um mann sem verð- ur ástfanginn af konu sem elsk- ar hann en er föst í viðjum. Pattie yfirgaf Harrison ekki fyrr en 1973, en þá leitaði hún í faðm Claptons eftir að hún komst að því að Harrison hafði ekki verið við eina fjöl- ina felldur; hafði átt í alvarlegu ástarsambandi við eiginkonu Ronnie Wood, Krissy, og síðan eiginkonu félaga síns og vinar Ringo Starr, Maureen. Strokustúlkan Melanie Coe var kannski ekki músa Paul McCartney þegar hann í félagi við John Len- non samdi lagið She’s Leaving Home árið 1967. En frásögn af Melanie varð honum innblást- ur. Á forsíðu Daily Mirror var því slegið upp að Melanie Coe, 17 ára fordekruð stúlka, hefði strokið að heiman. Ástæðan var að Melanie var barnshafandi og óttaðist viðbrögð foreldra sinna við tíðindunum. Melanie tókst að forðast for- eldra sína í tíu daga áður en hún fannst að lokum og var færð heim og gert að fara í fóst- ureyðingu. Texti Bítlalagsins á lítið skylt við raunverulega atburði; Mel- anie hafði til dæmis ekki hitt mann úr bílaiðnaðinum. En eftir Melanie var haft að hún n Tónlistarmenn eru gjarna spurðir hvert þeir sæki innblástur n Sú spurning vaknar hvert tónlistarmaðurinn sótti andagift sína eða hver hafi verið músan (e. muse) Músur músíkanta „Hún leit út eins og Rita í mínum augum,“ sagði hann aðspurð- ur um nafnið. Kolbeinn Þorsteinssson kolbeinn@dv.is Tónlist Jenny og Pattie Boyd Systurnar urðu þess heiðurs aðnjótandi að til þeirra voru samin lög – reyndar tvö til Pattie. Bob Dylan með Söru Lownds Sara er talin hafa verið Dylan mikil upp- spretta andagiftar. Roy Orbison og Claudette Lagið Oh Pretty Woman gerði Roy með eiginkonu sína í huga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.