Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 41
Tækni 41Helgarblað 13.–15. janúar 2012
Heitustu
tækin 2012
n Hladdu símann þráðlaust n Stjórnaðu tölvunni með augunum
Á
hverju einasta ári er
ráðstefnan CES haldin
í Bandaríkjunum. Á
ráðstefnunni nýta
mörg stórfyrirtæki í
tæknigeiranum tækifærið og
kynna helstu nýjungar. Ráð-
stefnan, sem haldin er í janúar
ár hvert, gefur yfirleitt til
kynna á hverju neytendur geta
átt von á árinu. DV hefur tekið
saman nokkrar áhugaverðar
nýjungar sem voru kynntar á
CES 2012 sem fram fór núna í
vikunni.
Ubuntu TV Canonical hefur hellt sér í sjónvarpskapphlaupið með Apple og Google. Fyrirtækið
kynnti nýja útgáfu af Ubuntu-stýrikerfinu, sem byggt er á Linux, fyrir sjónvörp. Kerfið hefur fengið hið augljósa nafn
Ubuntu TV. Framleiðendur þurfa ekki að borga krónu til að mega setja upp kerfið á sjónvarpstækjum sínum. Samkvæmt
upplýsingum frá Canonical má búast við fyrstu sjónvarpstækjunum sem eru búin Ubuntu TV seint á þessu ári. Gera má
ráð fyrir að snjallsjónvarpstækjamarkaðurinn eigi eftir að fara harðnandi en Android 4.0 verður keyrt á nokkrum
sjónvörpum í ár og þróun á Apple TV verður haldið áfram.
Ultrabook-
fartölvur
Nokkrir tölvuframleiðendur tilkynntu um
markaðssetningu á Ultrabook-fartölvum.
Meðal þeirra voru Lenovo, Toshiba og
Acer. Ultrabook-fartölvur eru léttar,
hraðvirkar og ódýrar fartölvur. Tölvurnar
eru einhvers konar svar hefðbundinna
tölvuframleiðenda við spjaldtölvum
á borð við iPad frá Apple en nafnið
Ultrabook er skrásett vörumerki hjá
örgjörvaframleiðandanum Intel. Nokkrar
Ultrabook-fartölvur komu á markað á
síðasta ári en Intel spáir því sjálft að um
40 prósent af öllum fartölvum
sem seldar verða á árinu
2012 geti flokkast sem
Ultrabook-tölvur.
Láttu augun ráða
Tobii og Freescale kynntu bæði til sögunnar tölvulausnir sem nota má til að stjórna nær hverju sem er
með augunum. Blaðamaður The Verge hitti forsvarsmenn Tobii og fékk að prófa kerfið sem brást við
því sem blaðamaðurinn gerði með augunum – í flestum tilfellum. Í umsögn sinni um tæknina sagði
blaðamaðurinn að hún lofaði góðu en væri langt í frá tilbúin til að fara á markað. Bæði fyrirtækin telja
að þetta sé framtíðin og samkvæmt upplýsingum frá þeim vonast þau til að tæknina verði hægt að
nota á venjulegum tölvum innan tíðar.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Þráðlaus
rafmagnshleðsla
Nokkur fyrirtæki kynntu aðferðir sínar til að gera fólki kleift að hlaða
raftæki í gegnum loftið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þráðlaus hleðsla
er kynnt til sögunnar en þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að hlaða
tæki án þess að þau snerti flötinn þaðan sem hleðslan er send. Enn
þarf þó tækið sem hlaða á að vera í námunda við hleðsluflötinn.
Það er meira að segja hægt að hafa síma ofan í tösku en samt
hlaðið hann þráðlaust. Fulton Innovation kynnti einnig tækni sem
fyrirtækið segir að geti hlaðið stærri raftæki eins og Tesla-raf-
magnsbíl. Það eina sem þarf að gera er að aka bílnum yfir þar til
gerðan reit og hann hleðst af rafmagni.