Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Qupperneq 45
Lífsstíll 45Helgarblað 13.–15. janúar 2012
Velsæld í fimm skrefum
n Verkefnabók fyrir þá sem vilja breyta lífi sínu
G
uðni Gunnarsson hefur gef
ið út bókina Mátt athyglinnar.
Í henni beinir hann sjónum
sínum að því hversu einfalt er
að gera breytingar á lífi sínu og til
vist. Bókin er notuð sem verkefna
bók. Framarlega í bókinni setur fram
stystu leið að velsæld og segir hana
felast í fimm einföldum skrefum:
1. Athygli
Að vera í vitund, vera kærleiksríkt vitni í
eigin lífi og skilja að maður er ekki hugsanir
sínar. Til að viðhalda þessari vitund þarf
maður að iðka eða æfa hana.
2. Öndun
Öndun er öflugasta leiðin til að iðka vitund;
umfang öndunar er umfang lífsins. Við
virkjum getu okkar til að vinna úr súrefni og
súrefnishæfni líkamans opinberar þá heimild
sem við höfum veitt okkur til ástar á eigin lífi.
3. Tyggja
Að tyggja inn í velsæld krefst vitundar:
við nærum okkar vitund og skiljum að við
getum fimmfaldað nýtungu á þeirri orku
sem við innbyrðum. Slík nálgun á næringu
er í eðli sínu öflug ástarjátning sem hefur
samstundis mikil áhrif.
4. Að drekka vatn
Vatn er ekkert annað en ást. það tærasta
sem til er, forsenda alls lífs og velsældar.
Við vökvum blómið okkar í vitund til að við
getum blómstrað og borið ávöxt. Við böðum
okkur í í vökva ljóssins og drekkum 6–8 glös
af hreinu vatni daglega.
5. Að taka ábyrgð
Við tökum ábyrgð á þeirri orku sem við
höfum unnið út úr eigin orkuveri. Þegar
við vökvum blómið okkar, nærum okkur
í vitund, öndum og tyggjum verðum við
að kjarnorkuveri. Munurinn á orkuveri og
kjarnorkuveri er vitundin.
Stysta leiðin Í nýrri bók sinni,
Mætti athyglinnar, telur Guðni
upp fimm atriði sem stytta
leiðina að velsæld.
Að prófa eitthvað nýtt
„Vikuleg stefnumót á upp
áhaldsstaðnum munu ekki
auka ástríðuna,“ segir Arthur Aron,
sálfræðingur við Stony Brookhá
skólann. Samkvæmt rannsóknum
Arons skipta nýjungar mestu máli.
„Þið þurfið ekki að gefa staðinn ykk
ar upp á bátinn en leggið aðeins á
ykkur til að auka á spennuna. Ger
ið eitthvað sem þið hafið aldrei gert
áður. Bjóddu honum í rússíbanaferð.
Upplifun sem veldur flæði dópamíns
sem bætir skapið og ef makinn er ná
lægt tengir hann þessa góðu tilfinn
ingu við þig.“
Hlæja saman
Unglingarnir ykkar rang
hvolfa eflaust augum þeg
ar þið rifjið upp gamla tíma en
fyrir ykkur eru slíkar minningar
gull fyrir sambandið. Í rannsókn
Appalachian Stateháskólans kom
í ljós að þeir sem hlæja reglulega
með maka sínum er yfirleitt ham
ingjusamari en aðrir. „Hlátur styrk
ir böndin. Sér í lagi ef hlegið að ein
hverju sem aðrir skilja ekki,“ segir
Doris Bazzini, höfundur rannsókn
arinnar.
Mikilvægasta spurningin
„Hvernig var dagurinn
þinn?“ hljómar eins og klisja en
samkvæmt geðlækninum Angelu
Hicks við háskólann í Westminster
eru þau hjón sem spyrja þessarar
spurningar daglega hamingjusam
ari en önnur hjón.
Það er í lagi að rífast
Ekki hafa áhyggjur af ein
staka rifrildi. Samkvæmt dr. Kiru
Birditt við háskólann í Michigan er
pirringur oftast merki um heilbrigt
samband. „Það sýnir að þú getur
tjáð þig í sambandinu. Náin sam
bönd geta líka tekið heilmikið á.“
Hins vegar séu uppnefni, öskur og
læti merki um alvarleg vandamál.
Rífast heiðarlega
Að takast á án þess að
skemma sambandið getur verið
spurning um orðalag. Vísinda
menn sem rannsökuðu rifrildi 154
hjóna komust að því að þau hjón
sem notuðu fleirtölu, eins og „við“
og „okkur“ meðan á rifrildi stóð
voru líklegri til að upplifa lítið and
legt álag eftir átökin.
Svitna saman
Þú slærð tvær flugur í einu
höggi ef þú æfir með makan
um. Þú kemst í betra form sem hefur
svo jákvæð áhrif á kynlífið. Í rannsókn
kom fram að 94% para héldu áfram í
ræktinni ef það mætti í hana saman.
Fagna sigrum
Samkvæmt sálfræðingi við
UCLA eru viðbrögð þín við
jákvæðum fréttum makans mikil
vægari fyrir hann en fréttin sjálf.
Mundu að brosa breitt þegar hann
segir þér frá stöðuhækkun eða mont
ar sig af því hvað hann er orðinn góð
ur í golfi.
Hlustaðu, ekki bara bíða
eftir að tala
Vísindamenn við Harvard
háskóla segja pör sem hlusta á hvort
annað líklegri til að haldast sam
an. Hjónaráðgjafinn Harville Hend
rix mælir með að fólk noti spegil
aðferðina. „Sannaðu að þú sért að
hlusta með því að endurtaka það
sem makinn sagði,“ segir Hendrix
sem mælir ekki með framígripi. „Tal
aðu rólega og sýndu skilning.“
Kynnstu vinunum
Líklega ertu náin vinahjón
um ykkar en makinn á örugg
lega vini sem þú þekkir afar lítið. Í
rannsókn sem gerð var á 347 hjónum
kom í ljós að því meira sem vinir og
fjölskylda hjóna blandast því ham
ingjusamara er fólk. „Það er næstum
jafn mikilvægt að kynna makann fyr
ir samstarfsfólkinu og að kynna hann
fyrir fjölskyldunni,“ segir Kenneth
Leonard, bandarískur geðlæknir.
Hlúðu að kynlífinu
Ekki má vanmeta vægi nánd
ar, rómantíkur og kynlífs þeg
ar kemur að því að byggja upp gott
hjónaband.
Er hjóna-
bandið
skothelt?
n Tíu lítil atriði sem gera gæfumuninn
Reynir Traustason
skrifar
Baráttan
við holdið
H
ás og skerandi hóstinn glumdi
í herberginu og rauf nætur
kyrrðina. Öndunarvegurinn
var hálfstíflaður og það tók
nokkrar mínútur að róta til tjöru og
slími svo súrefnið kæmist sína leið
ofan í lungun og tryggði að líkam
inn næði að viðhalda sér.
Eftir að ég lagðist til rekkju þurfti
ég nokkrar mínútur til að þess að ná
tökum á önduninni. Ég hóstaði
og greip andköf þar til viðun
andi árangri var náð. Svo
náði svefninn yfirhöndinni
næstu klukku
stundirnar þar
til kom að því að
vakna, hósta aft
ur og tryggja lífs
andanum farveg.
Þá gat verið gott
að lama bifhárin
alveg með einni
sígarettu.
A
uðvitað vissi ég að reykingar
í 40 ár höfðu þessi áhrif. Eitt
sinn hafði mér tekist að hætta
að reykja í fimm ár. Því lauk
með falli. Það gerðist að vísu smám
saman. Fyrst byrjaði ég að taka
í nefið eins konar mentóltóbak.
Þegar það var á góðri leið með að
brenna í sundur miðnesið ákvað ég
að létta álaginu af nefinu með stöku
vindli. Eftir næturlangan glaum og
algleymi vaknaði ég með hálfan
pakka af Marlboro í vasanum. „Ég
er fallinn,“ hugsaði ég mér í örvænt
ingu.
Áfram var reykt. Nóttina sem
bankinn Glitnir féll hætti ég að vísu
í sígarettunum og snéri mér alfarið
að pípunni í sparnaðarskyni. Af
þessu var mikill peningasparnaður
en öndunarerfiðleikarnir jukust.
Það var með herkjum að mér tókst,
á milli hóstakviðanna, að svæla í
mig fyrstu tvær pípur dagsins. Ég
var á valdi fíknarinnar.
H
jartalæknirinn taldi sig vita
að ég væri með þrengingar í
ósæð en gerði ekki athuga
semdir við reykingarnar að
neinu marki. Svo rann
upp stundin. Hann
hringdi og boðaði mig
í tékk. Hjartalæknirinn
hafði ýmsar athuga
semdir við ríkisstjórnina
og ræddi þau mál einhliða. Eftir
hálftíma einræðu tók hann upp
penna, skrifaði lyfseðil og rétti mér.
„Þú gerir það sem þú vilt,“ sagði
hann og þakkaði mér fyrir komuna.
Á lyfseðlinum
stóð Champix. Ég
gúgglaði það og
komst að því að
þetta væri lyf til að
hætta að reykja.
Mér krossbrá eitt
andartak. Átti nú
að svipta mig þeirri
gleði sem fólst í
reyknum og þeirri áskorun að lifa
tjöruna af? Þetta var óvænt útspil
hjá doksa. Eftir nokkurra daga
umhugsun innleysti ég lyfið og
byrjaði á kúrnum. Mér til undr
unar slokknaði þörfin fyrir nikó
tínið nánast strax. Við hátíðlega
athöfn jarðaði ég pípurnar mínar,
Zippókveikjarann og allan annan
útbúnað í garðinum heima. Ég var
hættur.
S
ex vikum síðar var kúrnum
lokið. Ég tók út tveggja daga
fráhvörf með tilheyrandi
geðvonsku og svartnætti. Svo
varð allt gott. Hálft annað ár er lið
ið frá því kúrnum lauk. Ég er hætt
ur að hósta og þarf ekki lengur
að vakna á nóttunni til að reykja.
Bifhárin eru í fullu fjöri í galopn
um öndunarveginum. Og það sem
meira var. Þetta var lykillinn að því
að geta klifið fjöll.
Þegar ég féll
1
3
5
4
6
7
8
9
102