Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Page 46
46 Sport 13.–15. janúar 2012 Helgarblað Fylgstu vel með þessum á árinu n Átta fótboltamenn sem gætu tekið árið með trompi Yann M’Vila Þjóðerni: Franskur  Aldur: 20 ára  Staða: Miðvörður  Lið: Rennes n Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs er hann fyrir löngu orðinn stoð og stytta í varnarleik Rennes í frönsku úrvals- deildinni. Hann var gerður að fyrirliða liðsins fyrir þetta tímabil og er undir smásjá margra stórliða. Ætli sér eitt- hvert lið að kaupa hann í sumar þarf það líklega að punga út yfir 20 milljónum punda. M’Vila er orðinn fastamaður í franska landsliðinu og verður því á stóra sviðinu í sumar þegar EM 2012 hefst í Úkraínu og Póllandi. Ótrúlega öflugur leikmaður sem mun fljótlega fara í betra lið. Gary Cahill Þjóðerni: Enskur  Aldur: 26 ára  Staða: Miðvörður  Lið: Bolton n Það vita allir hver Gary Cahill er enda búinn að vera einn besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar undan- farin ár. Þá er hann einnig orðinn landsliðsmiðvörður Englands og verður líklega við hlið John Terry í fyrsta leik á EM 2012. Árið 2012 verður þó áhugavert fyrir Cahill því nú stefnir allt í að hann semji við Chelsea. Hann verður þá í fyrsta skipti lítill fiskur í stórri tjörn og verður áhugavert að sjá hvernig honum gengur að spila með miklu betra liði og í Meistaradeildinni. Neymar Þjóðerni: Brasilískur  Aldur: 19 ára  Staða: Framherji  Lið: Santos n Kannski afskaplega auðvelt að benda á mest spenn- andi leikmann heims. En þó af honum fari fagrar sögur og YouTube-myndbönd af honum séu skoðuð meira en af nokkrum öðrum fótboltamönnum sjá hann afskap- lega fáir frá degi til dags. Santos er búið að leggja niður kvennaliðið sitt til að geta borgað Neymar fyrir að vera áfram en árið 2012 hlýtur að vera árið sem annaðhvort Real Madrid eða Barcelona kaupir kappann og þá fær loks öll heimsbyggðin að sjá hann í hverri viku. Xherdan Shaqiri Þjóðerni: Svissneskur  Aldur: 20 ára  Staða: Kantur  Lið: Basel n Shaqiri tætti íslenska U21 árs landsliðið í sig á EM í fyrra. Hann reyndar tætti eiginlega öll liðin í sig á mótinu. Shaqiri er fyrir löngu orðinn einn aðalmaðurinn hjá Basel og fór á kostum þegar liðið henti Manchester United út úr Meistaradeildinni á dögunum. Það er ekki glæta að Basel haldi honum lengur en fram á sumar. Ótrúlega spennandi leikmaður sem hefur hraða, tækni og góð skot. 2012 gæti vel orðið árið sem Shaqiri springur út á stóra sviðinu. Tim Ream Þjóðerni: Bandarískur  Aldur: 24 ára  Staða: Vörn  Lið: NY Red Bull n Ream kom eins og stormsveipur inn í MLS-deildina árið 2010 og varð fljótt einn besti varnarmaður deildarinnar. Á síðasta tímabili vakti hann áfram athygli og er litið á hann sem framtíðarmiðvörð bandaríska landsliðsins. Arsenal hefur haft auga á honum í nokkurn tíma en nú er Bolton aðeins hársbreidd frá því að landa honum á 2,5 milljónir punda. Ream verður gert að leysa Gary Cahill af hólmi þegar hann fer til Chelsea. Ream verður því strax hent í djúpu laugina í ensku úrvalsdeildinni. Javier Pastore Þjóðerni: Argentínskur  Aldur: 22 ára  Staða: Miðja  Lið: PSG n Það fór ótrúlega lítið fyrir því síðasta sumar þegar hið nýríka félag PSG gerði Pastore að tólfta dýrasta leikmanni sögunnar. Hann hafði áður farið á kostum í Seríu A á Ítalíu og hefur verið magnaður fyrir PSG síðan hann kom til Frakklands. PSG á góða möguleika að á að vinna frönsku deildina í ár en það verður alltaf í Meistaradeildinni næsta haust hvað sem öllu öðru líður. Þá fáum við að sjá virkilega af hverju Frakkarnir keyptu Argentínumanninn fyrir ríflega 9 milljarða króna. Jack Wilshere Þjóðerni: Enskur  Aldur: 20 ára  Staða: Miðjumaður  Lið: Arsenal n Wilshere fór á kostum á síðasta tímabili og kom með baráttu og kraft inn á miðjuna hjá Arsenal sem virkilega vantaði. Því miður fyrir hann og Arsenal meiddist Wils- here í landsleik í sumar og hefur verið frá síðan. Hann á þó að komast á skrið fljótlega á árinu og verður spenn- andi að sjá hvort hann komist í sitt fyrra form nægilega fljótt. Það er nefnilega líka EM í sumar þar sem Wilshere gæti heldur betur skotið sér upp á stjörnuhimininn eins og Rooney gerði árið 2004. Hulk Þjóðerni: Brasilískur  Aldur: 25 ára  Staða: Framherji  Lið: Porto n Allt í lagi. Það vita allir hver Hulk er. Hann hefur raðað inn mörkum fyrir Porto undanfarin ár og hefur reglulega verið á skjánum í Meistaradeildinni. Það hefur enginn keypt hann enn því kaupklásúlan í samningi hans hljóðar upp á 88 milljónir punda. En Brassinn sterki hættir ekki að raða inn mörkum og er kominn með ellefu nú þegar á tímabilinu. 2012 hlýtur að vera árið sem Hulk færir sig í stærri deild. Þetta er meiri von en spá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.