Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Síða 56
PEUGEOT 5008 Sjö manna sjálfskiptur, dísil. Peugeot 5008 Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535 Sjáðu heiminn í nýju ljósi á nýjum sjö manna Peugeot 5008. Verðlaunaðri, fimm stjörnu fjölskyldubifreið þar sem allir í fjölskyldunni eiga sitt uppáhaldssæti. Hver og einn með nægjanlegt rými til að njóta akstursins, hvort sem er í lengri eða styttri ferðum. Með nýrri micro-Hybrid tækni tryggir Peugeot síðan lægri eldsneytiseyðslu sem dregur enn frekar úr lágum rekstrarkostnaði 5008. Peugeot 5008, þar sem allir eru í sjöunda himni, í öllum sjö sætunum. www.peugeot.is Peugeot 5008 sjálfskiptur, dísil kr. 4.495.000 Peugeot 5008, micro-Hybrid, sjálfskiptur, dísil. Innanbæjar akstur 5,4L/100km - 1.110km á einum eldsneytistanki Utanbæjar akstur 4,8L/100km - 1.302km á einum eldsneytistanki Blandaður akstur 4,9L/100km - 1.224km á einum eldsneytistanki CO2 útblástur 127g/km. Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 Au ka bú na ðu r á m yn d: G le rþ ak , þ ak bo ga r o g ál fe lg ur . beinskiptur, dísil kr. 4.290.000 Skál fyrir Ríkinu! Kann ekki að meta Contraband n Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Contraband, verður frumsýnd í Bandaríkjunum í dag, föstudag. Myndin er endurgerð af íslensku kvikmyndinni Reykja- vík–Rotterdam frá árinu 2009, en Baltasar lék einmitt eitt af aðalhlut- verkunum í þeirri mynd. Myndina prýða stórstjörnurnar Kate Beckin- sale og Mark Wahlberg. Einhverjir kvikmyndagagnrýnendur fengu að sjá myndina fyrir frumsýningu, og gefur Rober Ebert, einn virtasti kvikmynda- gagnrýn- andi Banda- ríkjanna, Contraband, þó ekki mjög góða dóma. Myndin fær að- eins tvær stjörnur hjá honum. Mugison vill á Hróarskeldu n Svo gæti farið að tónlistarmað- urinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, verði á meðal tónlistarmanna á Hróars- kelduhátíðinni í Danmörku næsta sumar. Mugison greinir frá þessu á aðdáendasíðu sinni á Facebook þar sem hann svarar dönskum aðdáanda sem vill ólmur sjá hann á sviðinu. Hann segist vona að hann sjái sér fært að mæta á hátíðina sem fram fer dagana 5.–8. júlí í sumar. Mugison spilaði á hátíðinni sumar- ið 2008 en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Óhætt er að segja að hann hafi aldrei ver- ið vinsælli enda hef- ur platan Haglél selst í 28 þúsund eintök- um. Útlagi á útsölu n Brottflutti bifhjólamaðurinn Jón Trausti Lúthersson var á dögunum í jólafríi á Íslandi. Jón Trausti var fyrsti Íslendingurinn til að vera kenndur opinberlega við Vítis- engla, eða Hells Angels. Hann vakti meðal annars athygli þegar hann var handtekinn í Leifsstöð árið 2003. Síðar flutti hann til Noregs og gerðist meðlimur hjá erkifjendun- um í bifhjólasamtökunum Outlaws. Hann hefur ekki átt í sömu vand- ræðum og forsprakkar Hells Angels á Norðurlöndunum með að komast inn til landsins. Í fríinu sást til Jóns Trausta á útsölu- dögum í Smára- lind í fullum skrúða bifhjóla- samtakanna. Forsprakki undir- félags Outlaws á Íslandi, Black Pistons, Ríkharð Ríkharðsson, dvelur hins vegar í fangelsi. Á fengis- og tóbaksverslun ríkis- ins (ÁTVR) neitar að taka í sölu nýja tegund af bjór, Black Death, vegna áletrunar á um- búðunum. „Gerð er athugasemd við eftirfarandi áletrun á frammiða: „Drink in Peace“ [drekkið í friði, inn- skot blaðamanns] segir í bréfi sem framkvæmdastjóri Black Death, Val- geir Tómas Sigurðsson, fékk sent frá ÁTVR á dögunum. Valgeir furðar sig á þessari ákvörðun enda hefur bjórinn, sem framleiddur er af Víking, verið í sölu í Leifsstöð síðastliðna mánuði án þess að athugasemdir hafi ver- ið gerðar. „Á að banna þetta fyrir að segja að þetta sé drykkjarhæft?“ spyr Valgeir og bæt- ir við: „Frá árinu 1978 hef ég unnið að því að markaðssetja Black Death um allan heim. Eini staðurinn í heim- inum þar sem maður er löðrungaður er af íslenska Ríkinu,“ segir Valgeir sem vinnur nú að því að markaðssetja Black Death í fleiri löndum, til dæmis Kína þar sem hann hefur fengið já- kvæð viðbrögð. Í rökstuðningi ÁTVR er vísað í reglugerðir um umbúðir og áletranir á áfengi. Þar segir að um- búðir og innihald megi einungis innihalda skila- boð er tengjast vörunni, gerð hennar eða eiginleik- um. Í bréfinu kemur einn- ig fram að ákvörðunin sé kæranleg til fjármálaráðu- neytisins og segist Valgeir ætla að fara alla leið með málið. Aðspurður hvort hann hafi hugs- að sér að taka áletrunina af umbúð- unum segist Valgeir ekki getað svar- að því á þessari stundu. „Ef þeir taka þetta út til að stöðva framleiðslu og sölu þá finnst mér mikið að.“ Bannað að „drekka í friði“ n ÁTVR vill ekki selja Black Death-bjór vegna áletrunar á umbúðum Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 13.–15. JanúaR 2012 5. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Bannað Áletrunin Drink in Peace er ekki vel séð hjá forsvarsmönnum ÁTVR. MynDiR EyþóR ÁRnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.