Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Side 16
J ón Þorsteinn Jónsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Byrs sparisjóðs, afplánar fangelsis- dóm á Kvíabryggju um þessar mundir. Hann var sem kunn- ugt er dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í fyrrasumar ásamt Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi spari- sjóðsstjóra Byrs, fyrir þátttöku sína í svokölluðu Exeter-máli. En hver er þessi maður sem var einn af stærstu þátttakendum í íslensku viðskiptalífi fyrir banka- hrunið? Jón Þorsteinn fæddist árið 1969, yngstur fimm systkina en Jón I. Júl- íusson faðir þeirra var stofnandi verslana Nóatúns en fyrsta mat- vörubúðin var opnuð við Nóatún 17 árið 1965. Eftir grunnskólapróf gerð- ist Jón Þorsteinn matreiðslunemi á Hótel Loftleiðum en það gerðu fleiri menn sem síðar hafa orðið þekktir í íslensku viðskiptalífi eins og Þorsteinn Hjaltested og Jón Ger- ald Sullenberger. Jón Þorsteinn lauk sveinsprófi í matreiðslu árið 1990 og lauk skólagöngu hans þar með. Sama ár var hann gerður að verslunarstjóra í matvörubúð Nóatúns við Laugaveg. Heimildarmaður sem DV ræddi við segir að öfugt við marga aðra auðmenn á þessum tíma hafi Jón I. Júlíusson, faðir Jóns Þorsteins, ekki hvatt börn sín til langskólagöngu eða sent þau utan til náms. Þannig var Jón Þorsteinn gerður að verslunar- stjóra líkt og bræður hans – Einar Örn Jónsson starfaði sem verslunarstjóri Nóatúns í Rofabæ og Júlíus Þór sem verslunarstjóri Nóatúns í Hamraborg í Kópavogi. Þá unnu systur hans, þær Rut og Sigrún, á skrifstofu fyrirtækis- ins. Faðirinn annálaður fyrir sparsemi Jón I. Júlíusson faðir þeirra var þekkt- ur fyrir sparsemi og taldi mikil- vægt að fyrirtæki stæðu á sterk- um fjárhagslegum grunni. Í viðtali við Morgunblaðið árið 1990 sagðist hann hafa fjármagnað matvöruveldi sitt að stærstum hluta með eigin fjár- magni og hafði á þeim tíma aldrei tekið húsnæðislán fyrir verslunum fyrirtækisins. Segja má að afkom- endur hans hafi ekki fylgt þessari að- haldssemi í fjármálum. Samkvæmt skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis hækkuðu skuldir Saxhóls, fjárfestingafélags Nóatúns- systkinanna úr sjö milljörðum króna í upphafi árs 2007 í nærri 80 millj- arða króna í október 2008. Einn við- mælandi sem DV ræddi við segir að Nóatúnssystkinin hafi ekki verið nægilega dugleg að endursemja við bankana eftir hrun. Því hafi þau tap- að langstærstum hluta eigna sinna við gjaldþrot Saxhóls og fleiri félaga sem þau tengdust. Lítið sé því eftir af veldi þeirra nema nokkrar fasteignir. Einn viðmælandi DV sagði hins vegar að þrátt fyrir að viðskipta- veldi Saxhóls hafi orðið gríðarlega stórt á tímum góðærisins hafi Nóa- túnssystkinin aldrei látið mikið á sér bera öfugt við marga aðra. Jón Þorsteinn er menntaður matreiðslu- maður eins og áður kom fram og Sigrún Karlsdóttir, eiginkona hans, er hárgreiðslukona og því sé þetta einfaldlega venjulegt fólk þrátt fyrir að hafa orðið mjög auðugt um tíma þegar góðærið stóð sem hæst. Jón Þorsteinn er hins vegar þekktur fyrir veiðiáhuga sinn og þá sérstaklega laxveiði og þykir hann mjög fær á því sviði. Seldu Nóatún árið 2000 Þegar Nóatúnsveldið stækkaði á lokaáratug síðustu aldar var Jón Þor- steinn gerður að markaðsstjóra fyrir- tækisins. Þegar félagið Kaupás varð til árið 1999 settist Jón Þorsteinn í stjórn þess ásamt því að vera mark- aðsstjóri en eignarhaldsfélagið Sax- hóll hélt utan um 66 prósenta hlut Nóatúnsfjölskyldunnar í Kaupási. Árið 1996 hafði Nóatún keypt helm- ingshlut í 11-11 af Kaupfélagi Árnes- inga sem hafði yfirtekið 11-11 árið áður. Frá 1996 var Nóatún því í sam- starfi með KÁ þar til Kaupás varð til árið 1999. Árið 2000 seldi Saxhóll hlut sinn í Kaupási til Eignarhalds- félags Alþýðubankans, Landsbank- ans, VÍS og hóps lífeyrissjóða. Árið 2003 keypti Jón Helgi Guðmunds- son, eigandi BYKO, síðan Kaupás í gegnum félagið Norvik sem hann rekur enn í dag. Áttu Smáralindina Þá var Saxhóll eitt af þeim félögum sem átti Smáralindina. Árið 1996 var félagið Smáralind ehf. stofnað af nokkrum aðilum þar á meðal Saxhóli og Byggingafélagi Gylfa og Gunnars (BYGG) en samstarf þessara tveggja aðila varð sem kunnugt er mikið á tímum góðærisins. Síðar var nafni Smáralindar ehf. breytt í Fasteignafé- lag Íslands hf. Um þann eignarhluta stofnuðu Saxhóll og BYGG síðan fé- lagið Saxbygg sem fór með 66 pró- senta hlut í Fasteignafélagi Íslands. Saxbygg keypti síðan 5,7 prósenta hlut í Glitni í frægri valdatöku undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um vorið 2007. Var sá hluti að mestu fjármagnaður af Kaupþingi sem hluti af verkefninu Project Tornado og var það stærsta einstaka lántakan hjá Nóatúnssystkinunum á tímum góð- ærisins. Segja má að samstarf Saxhóls við Baug hafi átt upptök sín árið 1999 þegar Baugur keypti hlut í Fasteigna- félagi Íslands. Þá kom nafn Saxhóls einnig upp þegar átök voru um völd í Íslandsbanka árið 2002. Daginn fyrir aðalfund bankans í mars árið 2002 keypti félagið Schilling Inc., dótturfélag Saxhóls, 3,9 prósenta hlut sem Jón Ólafsson hafði átt í Ís- landsbanka en hann var hluti af hin- um svokallað Orca hópi ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannes syni og Þorsteini Má Baldvinssyni. Á þessum tíma sat Einar Örn Jónsson, bróðir Jóns Þor- steins í stjórn Íslandsbanka. Árið 2004 varð Saxhóll, í sam- starfi við BYGG í gegnum félagið Sax- bygg, næst stærsti hluthafi Flugleiða. Keypti Saxbygg þá 27 prósenta hlut í Flugleiðum af Baugi og eignarhalds- félaginu Feng. Sat Jón Þorsteinn um tíma sem stjórnarmaður í FL Group en eftir fræg átök á milli stjórnar og Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, árið 2005 seldi Saxhóll allt hlutafé sitt í FL Group til nokkurra fjárfesta, þar á meðal Kevins Stan- ford, Magnúsar Ármanns og Sigurðar Bollasonar sem síðar stofnuðu fé- lagið Materia Invest. Árið 2005 tóku Saxhóll og BYGG líka þátt í yfirtöku á Húsasmiðjunni undir forystu Hann- esar Smárasonar þrátt fyrir um- rædda uppákomu hjá FL Group. Tók við sparisjóðnum af pabba Stjórnarþátttaka Jóns Þorsteins í Byr hófst hins vegar árið 2001. Þá lét faðir hans af stjórnarformennsku í Spari- sjóði vélstjóra eftir að hafa gegnt því starfi í 37 ár. Kom Jón Þorsteinn þá inn í stjórn í stað föður síns. Árið 2006 sameinaðist síðan Sparisjóður vél- stjóra Sparisjóði Hafnarfjarðar sem síðar fékk nafnið Byr sparisjóður. Var Jón Þorsteinn gerður að stjórnarfor- manni hins sameinaða sparisjóðs sem síðar átti eftir að verða honum dýrkeypt með þátttöku í hinu svo- kallaða Exeter-máli. Þá var Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs vélstjóra, settur yfir Byr en líkt og áður kom fram afplána þeir nú báðir fangelsisdóm á Kvíabryggju. Saxhóll fór með 7,5 prósenta hlut í Byr og voru ítök Saxhóls og Jón Þor- steins mikil hjá sjóðnum. Þannig fjárfesti Byr í samstarfi við Saxhól í fasteignafélaginu Shelley Oak á Englandi árið 2007. Sú fjárfesting reyndist ekki vel. Þurfti Byr síðar að taka verkefnið yfir og í framhaldinu að fara í miklar afskriftir. Samkvæmt fréttaauka Sigrúnar Davíðsdóttur á Eyjunni árið 2009 tapaði Byr um 2,5 milljörðum króna vegna fasteigna- verkefna á Bretlandi. Veðsetti dæturnar Í lok árs 2009 var síðan greint frá því í fjölmiðlum að Glitnir hefði lánað tíu ólögráða börnum alls 140 millj- ónir króna til kaupa á bréfum í Byr við stofnfjáraukningu sjóðsins í lok árs 2007. Flest barnanna voru af- komendur Nóatúnssystkinanna. Þar á meðal þrjár dætur Jóns Þorsteins. Íslandsbanki ákvað hins vegar eftir hrun að innheimta ekki umrædd lán til barnanna. Stuttu síðar greindi DV frá því að Jón Þorsteinn hefði verið stöðvaður í Leifsstöð með 2,5 millj- ónir króna í reiðufé. Var hann á leið til Bretlands þar sem hann bjó á þeim tíma ásamt fjölskyldu sinni. Stuttu áður hafði farbanni verið aflétt hjá honum vegna rannsóknar á Exeter-málinu. Í Exeter-málinu svokallaða voru þeir Jón Þorsteinn og Ragnar dæmdir Fór úr matreiðslu í milljarða viðskipti 16 Nærmynd Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Áhættuskuldbindingar Saxhóls – Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis Alls: 78,328 milljarðar Kaupþing Landsbanki Glitnir Saxhóll ehf. 1,457 8,294 2,363 Saxbygg ehf. 501 7,508 422 Fasteignafélag Íslands 6,740 Eignarhaldsfélag Smáralind ehf. 2,129 2,071 Saxsteinn ehf. 2,401 Eik fasteignafélag hf. 1,464 Eik Properties ehf. 10,721 Norðurturninn ehf. 1,105 Saxhóll Invest ehf. 546 Saxbygg Invest ehf. 30.605 Samtals: 32,563 27,072 18,693 n Jón Þorsteinn Jónsson einn af erfingjum Nóatúns og fyrrverandi stjórnarformaður Byrs 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Lítil sérþekking Jón Þorsteinn hefur enga menntun á sviði hagfræði eða viðskipta og treysti mikið á sérfræðinga á árunum fyrir hrun. Hann sést hér í dómsal í Exeter-Holdings málinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.