Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 21
Erlent 21Helgarblað 18.–20. janúar 2013 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað S tarfsfólk Facebook situr ekki auðum höndum frekar höfuðandstæðingarnir hjá Google. Í vikunni kynnti Mark Zuckerberg, aðaleig- andi Facebook, til sögunnar nýjan leitarmöguleika sem á að gera fólki kleift að skanna mun ítarlegri upp- lýsingar hjá vinum og ættingjum en hægt hefur verið hingað til. Ítarleit til höfuðs Google Þeir kalla þetta „graph search“ á engil saxneskunni, sem gæti út- lagst sem ítarleit, og með slíku get- ur hver og einn náð í mun meiri og ítarlegri upplýsingar um vini sína og vini þeirra en hingað til. Þannig er nú hægt til dæmis að leita sérstaklega að öllum ljósmyndum sem teknar hafa verið í París af hálfu vinar eða finna hvaða sjónvarpsþættir eru í mestu uppáhaldi vina vina þinna. Sömuleiðis geta Facebook- notendur nú leitað sérstaklega að fólki sem býr á ákveðnum stöðum en slíkt hefur ekki verið raunhæfur möguleiki hingað til. Síðast en ekki síst gefur þessi nýj- ung færi á að finna fólk sem ekki er í vinahópnum en hefur á einhverju tímabili tengst eða tekið þátt í ein- hverju með vinum. Þannig er hægt að leita með þessum hætti: „fólk sem heitir Páll sem er vinir Axels og var í Menntaskólanum á Akureyri.“ Þó er þessi leitarmöguleiki ein- skorðaður við efni sem flokkað hefur verið sem opinbert af hálfu vina og ítarleit á ekki að skila efni sem not- endur kjósa að hafa út af fyrir sig. Fyrirtækið hyggst opna fyrir þennan möguleika smám saman á næstu dögum og slíkt verður ekki í boði í farsímum fyrst um sinn. Útspili sem þessu er að sjálfsögðu beint gegn leitarrisanum Google en áður hefði fólk aðeins náð að finna slíkar upplýsingar gegnum þann leitar vef og þá í mun takmarkaðri mæli en nú er hægt þar sem Google getur ekki leitað innan Facebook. Gjaldtaka fyrir skilaboð Þetta er ekki það eina sem forráða- menn Facebook hafa verið að fikta við undanfarin misseri. Þar á bæ hafa menn verið að prófa sig áfram með gjaldtöku fyrir skilaboðasendingar og telja spekingar tæknitímarita meiri líkur en minni á að slíkt gjald verði raunin þegar fram líða stundir. Gjaldið á að taka mið af vin- sældum viðkomandi á Facebook og þannig á að slá tvær flugur í einu höggi; annars vegar afla auk- inna tekna fyrir fyrirtækið og hins vegar minnka magn ruslpósts sem mörgum notendum Facebook berst í síauknum mæli. Gjald þarf þó aðeins að greiða sé hugmyndin að senda skeyti á ókunnugan aðila en vinahópurinn mun áfram geta sent skeyti að vild. Hugmyndin þykir góð að flestra mati en ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu hátt gjald verður tekið ef hugmyndin verður að veruleika. Vestanhafs hefur einn dollar verið talinn líkleg upphæð en við próf- anir Facebook hefur til dæmis verið hægt að senda skeyti á eigandann, Mark Zuckerberg, fyrir rúmar tólf þúsund krónur. Ekki liggur enn fyrir hvort eða hvenær þetta verður að veruleika en prófanir á slíkri gjaldtöku eiga að standa yfir fram á árið. n n Kynna nýjan leitarmöguleika n Boða gjaldtöku fyrir skilaboð Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Facebook færir sig upp á skaftið Nýjungarnar kynntar Mark Zuckerberg kynnti breytingarn- ar á fundi með fjölmiðlamönn- um í Menlo Park í Kaliforníu á miðvikudag. MyNd ReuteRs Fann risa- stóran gullmola Ástralskur áhugamaður um gullgröft datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann fann stóran gullmola í nágrenni bæj- arins Ballarat. Verðmæti mol- ans er metið á um það bil 38 milljónir króna, samkvæmt frétt BBC. Maðurinn, sem ekki hefur komið fram undir nafni, segir að hann hafi fundið molann, sem sést á myndinni, á um 60 sentí- metra dýpi. Haft er eftir gullkaupmann- inum Cardell Kent að um sé að ræða fyrsta stóra gullmolann sem finnst á svæðinu, þrátt fyrir að þar hafi verið leitað að gulli í áratugi. Talið er að fundurinn muni hrinda af stað gullæði á meðal íbúa á svæðinu. „Það jafnast ekkert á við að grafa upp verðmæti. Það er mjög gaman,“ hefur staðarblað eftir gullgrafar- anum heppna. Dreamliner- vélar kyrrsettar Flugmálayfirvöld víða um heim hafa fyrirskipað að Boeing 787-farþegaþotur, svokallaðar Deamliner-þotur, verði kyrrsett- ar. Margvíslegir gallar og bilanir hafa komið fram í vélunum sem ógna öryggi flugfarþega. Í Japan kom til að mynda upp alvarleg bilun í rafbúnaði Dreamliner- vélar. Samkvæmt BBC hafa 40 vélar af 50 verið kyrrsettar en forsvarsmenn Boeing fullyrða að vélarnar séu fullkomlega öruggar. Japanska flugfélagið All Nippon Airways á flestar Dreamliner-vélar, eða sautján talsins, Japan Airlines sjö, United Airlines og Air India sex hvort flugfélag. Ethiopian Air- lines á fjórar vélar, LAN Airlines í Chile þrjár og Lot Polish Air- lines í Póllandi á tvær Dream- liner-vélar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.