Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Side 23
 Obama herðir byssulöggjöf Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur kynnt stórtækar tillögur um herta byssulöggjöf. Á miðvikudag skrifaði hann 23 tillögur sem kveða meðal annars á um að bakgrunnur þeirra sem vilja kaupa skotvopn verði skoð- aður ítarlega. Á myndinni sést Obama gefa börnum, sem skrifuðu honum bréf í kjölfar fjöldamorðanna í Newtown, „high five“ eða fimmu. Þingið þarf ekki að samþykkja tillögurnar, heldur fara þær beint til fram- kvæmdavaldsins.  Eldar í Ástralíu Reykur af völdum skógarelda vofði yfir strandgest- um við Cartlon á eynni Tasmaníu í Ástralíu í vikunni. Að minnsta kosti áttatíu heimili hafa brunnið til kaldra kola í skógar- eldunum á Tasmaníu.  Brenndu líkkistur Mótmælendur í Naíróbí í Kenía létu heyra hraustlega í sér á miðvikudaginn þegar þeir mótmæltu fyrirhugaðri lagasetningu á keníska þinginu. Alls var 221 líkkista brennd þegar mótmæl- endur efndu til táknrænnar jarðarfarar þingmanna sem ætluðu með lagabreytingu að verða sér úti um þrefaldar starfslokagreiðslur, sendi- ráðsvegabréf og lífverði út ævina þegar þeir létu af störfum. Til viðbótar ætluðu þeir að láta ríkið borga útför sína. Forseti landsins neitaði að samþykkja lögin. Myndir vikunnar 23Helgarblað 18.–20. janúar 2013  Snjór í Palestínu Palestínsk kona reynir að fanga mynd af börnunum sínum tveimur á meðan snjónum kyngir niður í gamla borgarhlutanum í Jerúsalem. Íbúarnir hafa ekki séð jafn mikinn snjó á þessu svæði í tuttugu ár en opinberum skrifstofum og skólum var lokað á meðan almenningssamgöngur lágu niðri.  Loftið mettað kolareyk Í vikunni fjölluðu kínverskir fjölmiðlar ítarlega um þá gríðarmiklu loftmengun sem var í höfuðborginni Peking. Loftmengunin í borginni fór upp í 755 á mælikvarðanum PM2.5. Það er margfalt meira en hættumörk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar kveða á um, en samkvæmt þeim er loftmengun yfir 20 PM2.5. heilsuspillandi. Miklir kuldar hafa að undanförnu ríkt í norðurhluta Kína en stór hluti íbúanna kyndir híbýli sín með kolum.  Keyrði lest í hús Starfsmaður í hreingerningum stal farþegalest á þriðjudaginn og ók henni inn í hús í Saltsjobaden nálægt Stokkhólmi í Svíþjóð. Ekki er vitað hvað starfsmanninum gekk til en honum var komið undir læknishendur eftir atvikið. Sem betur fer slasaðist enginn, hvorki í lestinni, né í húsinu sjálfu.  Jörðin opnaðist Óvenjulegt atvik átti sér stað í Fukou-sýslu í Hunan-héraði í Kína á dögunum þegar fjölmargar nokkuð stórar og myndarlegur holur opnuðust. Námuverkamenn unnu á umræddu svæði fyrir margt löngu og er talið að námugröftur hafi valdið því að jarðvegurinn gaf eftir með fyrrgreindum afleiðingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.