Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 28
28 Viðtal 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Í móttökunni tekur brosandi kona á móti mér og réttir mér penna um leið og hún bendir á blað á borðinu þar sem nöfn allra gesta í húsinu eru skráð, ásamt komu- og brott- farartímum þeirra sem þegar eru farn- ir. Þegar ég hef skráð nafn mitt og tíma- setninguna, 14. janúar 2013, klukkan 13.30, fæ ég gestapassa og dyrnar opn- ast fyrir framan mig. Á eftir mér er leikhússtjóri og fylgdarlið hennar. Inn geng ég, inn á gang með gráum flísum á gólfi og inn í lyftu sem bíður á hægri hönd, tilbúin til þess að taka mig á toppinn, alla leið upp á fimmtu hæð. Þaðan liggur leiðin í átt að Bláfjallasal og inn á skrifstofu útvarpsstjóra þar sem önnur kona bíður brosandi, til- búin til að leiða mig inn á skrifstofu út- varpsstjóra. Hrafnar á sveimi Þar stendur Páll Magnússon svart- klæddur frá toppi til táar, heldur sport- legri en á skjánum, í léttri peysu og gallabuxum, og heilsar með handa- bandi um leið og hann býður mér upp á drykk og til sætis í betri stofunni eins og hann kallar það, leðursettið í horni skrifstofunnar. Útsýnið er víðfeðmt, Snæfells- jökull er að vísu falinn á bak við bláa blokk en þarna er hægt að horfa yfir vestari hluta borgarinnar og til næsta bæjar, fjöllin og hafið. Á góðum degi gæti hann gengið út á svalirnar sem ná hringinn í kringum húsið en hann gerir það sjaldnast. „Það eru mjög margir sem eiga erindi við RÚV,“ út- skýrir hann og segist frekar vera hér inni að vinna, sinna erindum sem fylgja starfinu, taka á móti fólki og spjalla, en á annasömum dögum er gott að geta litið upp og notið útsýn- isins, finna ró í því að horfa upp í Esj- una. Hann á það líka til að gleyma sér skamma stund við að fylgjast með hröfnunum sem eru hér á sveimi fyrir utan. Skrifstofan er snyrtileg, allt er í röð og reglu. Fyrir framan skrifborðið standa tveir stólar en á bak við skrif- borðið er óvenjumikið og gott pláss. Á veggjunum hanga listaverk, þriggja mynda sería eftir Egil Eðvarðs- son, yfirpródúsent Kastljóssins, ann- að eftir Þorvald Skúlason og það þriðja er eftir Tolla, verk sem Páll fékk að láni þegar hann tók við sem útvarpsstjóri og setur sinn svip á rýmið. Fleiri lista- verk liggja á gólfinu í einu horninu. Aðeins tveir persónulegir mun- ir eru á skrifstofunni, mynd af þeim hjónum sem stendur á skrifborðinu við hlið tölvunnar og er stillt upp þannig að gestir sjái ekki myndefnið og mynd af fótboltaliði ÍBV sem stend- ur á skenknum við vegginn fyrir aftan skrifborðið. Hvergi skemmtilegra en í Eyjum ÍBV er skammstöfun fyrir Íþrótta- bandalag Vestmannaeyja, en Páll er alinn upp í Eyjum og finnst hann alltaf eiga heima þar, á reyndar annað heim- ili þar, og er mikill stuðningsmaður ÍBV. Hann fer á alla leiki og í lok síð- asta árs sendi ÍBV honum liðsmyndina með þökkum fyrir stuðninginn. Og hún fékk sinn heiðurssess á skrifstof- unni. „Eftir því sem ég eldist sæki ég sífellt meira á gömlu heimaslóðirnar í Eyjum. Þó að ég segi nú yfirleitt ekki frá því fæddist ég reyndar í Reykjavík, mér finnst það frekar ómerkilegt. En pabbi var frá Vestmannaeyjum og við flutt- um þangað þegar ég var orðinn eins og hálfs árs. Mínar fyrstu minningar eru þaðan og þar var ég alla mína æsku.“ Æskan í Eyjum var góð, ekki síst vegna þess að þar hafði Páll frelsi til þess að þvælast um allar trissur, bryggj- ur og fjöll, og leika sér. Auk þess spil- aði hann sjálfur með ÍBV í öllum yngri flokkum og minnist þess með stolti að hann hafi nú orðið Íslandsmeistari tvisvar. „Ég held að það sé enginn stað- ur á Íslandi og sennilega ekki í öllum heiminum sem er skemmtilegri fyrir unga stráka en Vestmannaeyjar. Enda hvatti ég strákinn minn til þess að eyða þar sumri, sem hann gerði í fyrra. Hann var þar að vinna og spila fótbolta eins og ég gerði á hans aldri. Það er ekki til neitt skemmtilegra en að vera sextán ára strákur í Vestmannaeyjum.“ Á menntaskólaárunum var Páll í námi í Reykjavík og útskrifaðist sem stúdent frá Kennaraskólanum. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar þar sem systir hans bjó í Lundi og hann lauk háskóla- námi. Blöskraði umræðan RÚV hefur verið mikið til umræðu að undanförnu og það þarf ekki að ræða málin lengi við Pál til að komast að því að honum hefur stundum blöskrað. „Við höfum verið mikið í umræðunni og liggjum undir stöðugu ámæli frá þeim sem eru lengst til hægri og eins þeim sem eru lengst til vinstri um hlut- drægni – þeir sem eru lengst til hægri og þá skiptir engu hvar þú berð niður, í leiðurum Morgunblaðsins og á subbu- vefjum eins AMX, saka okkur um að vera handbendi ríkisstjórnarinnar og nánast gargandi kommúnistar. Síðan eru raddir úr ysta vinstri, sem heyr- ast sig til dæmis á Smugunni, sem segja að við séum framlenging á bláu hendinni og rekum hægri sinnaðan fjölmiðil. Við liggjum undir ámæli frá ystu köntum í stjórnmálum á Íslandi til hægri og til vinstri um að vera hliðholl- ir hinum. Á sama tíma virðist vera gjá á milli þessara sjónarmiða og þess að við höf- um sjaldan eða aldrei staðið sterkari í traustsmælingum á meðal þjóðarinn- ar. Þannig að það virðist ekki vera mik- ill hljómgrunnur á meðal almennings fyrir þessum atlögum sem við liggjum undir úr pólitíkinni.“ Ásakanir forsetans Hann segir þessar ásakanir ósann- gjarnar gagnvart starfsmönnum RÚV. „Á bak við ásökun um að við séum að þjóna undir ein- hvern stjórnmálaflokk felst önnur og alvarlegri ásökun um að starfs- menn hér innandyra séu óheiðar- legir, að annaðhvort séu allir starfs- menn fréttastofunnar vísvitandi þátttakendur í pólitísku plotti til að draga taum einhvers flokks á kostn- að annars eða þá að allir starfsmenn fréttastofunnar séu þær geðlurður að þjóna með þessum hætti und- ir vafasöm sjónarmið yfirmanna sinna, fréttastjóra eða útvarpsstjóra. Að fréttamenn hérna séu þær lið- leskjur að taka við fyrirmælum sem faglega misbjóða þeim. Þetta reitir mig til reiði. Undirliggj- andi er að fréttamennirnir séu annað tveggja, ófaglegir hagsmunapotarar eða liðleskjur sem hlýða fyrirmælum þeirra sem eru samsekir um samsæri með stjórnmálaflokki. Hvorutveggja er rangt en í þessum ásökunum felst svo mikil mannfyrirlitning að það tekur engu tali, þess vegna bregst ég svona hart við þessu. Þetta hefur verið talsvert áberandi síðustu misseri og jókst við forseta- kosningarnar í sumar. Atlaga forsetans að RÚV var í senn ómakleg og ómerkileg því það var enginn efnislegur fótur fyrir gagn- rýni hans heldur var hún taktískt út- spil í kosningabaráttu sem honum fannst sniðugt en átti sér engan stoð í veruleikanum. Að minnsta kosti er hægt að segja að þetta hafi ekki verið sérstaklega forsetaleg framganga.“ Stigu varlega til jarðar Seinna, þegar forsetinn hafði tilkynnt framboð sitt og fengið mótframboð, meðal annars frá Þóru Arnórsdóttur, dagskrárgerðarkonu á RÚV, sakaði hann fjölmiðla um hlutdrægni. Páll segir að vissulega hafi sam- starfsfólk hennar verið í erfiðri stöðu en það sé alrangt að starfsfólk RÚV hafi dregið taum Þóru í kosningabar- áttunni. „Þetta var erfið staða sem gerði það að verkum að menn voru sérstaklega mikið á varðbergi. Það er ekki óhugsandi að RÚV hafi ómeðvit- að verið of varfærið í allri umfjöllun um kosningabaráttuna út af framboði hennar, en það var þó betra að vera þeim megin við strikið heldur en að gefa efnislegt tilefni til gagnrýni fyrir hitt, að hafa gengið of hart fram gagn- vart sumum frambjóðendum og of mildilega gagnvart öðrum. Það var áskorun fyrir RÚV að koma fram í þessari kosningabaráttu af hlutlægni og sanngirni en ég held að það hafi tekist. Það að við höfum verið hlutdræg eða dregið taum Þóru í þessari kosningabaráttu er beinlínis rangt og það hafa ekki verið færð nein efnisleg rök fyrir þessum ásökunum.“ Skilaði auðu Vegna stöðu sinnar vill Páll allajafna ekki gefa upp hvað hann kýs sjálfur, en eftir smá hik ákveður hann að svara því núna þegar hann er spurður hvern- ig hann greiddi atkvæði í forsetakosn- ingunum. „Ég skilaði auðu. Ég hafði talsvert fyrir því að skila auðu því ég var á mínum heimaslóðum í Eyjum og þurfti að mæta hjá sýslumanni og greiða atkvæði þar og koma atkvæð- inu síðan sjálfur út á flugvöll. En ég er þeirrar skoðunar að fólk eigi að taka þátt í kosningum og það er ákveðin af- staða að skila auðu.“ Af hverju auðu? „Að mínu mati uppfyllti enginn frambjóðandinn all- ar þær kröfur sem ég geri til forseta Ís- lands. Þær snúast meðal annars um heiðarleika, trúverðugleika, það að „Ekki láta ræna þig gleðinni“ Páll Magnússon útvarpsstjóri háir sitt prívatstríð við skapsmunina og segir ekkert eins eftirsóknarvert og glaðværðin. Það er hans persónulega markmið að halda í gleðina, óháð ytri aðstæðum. Það getur tekið á að vera stöðugt á milli tannanna á fólki, ekki síst þegar gagnrýnin er ómakleg og ómerkileg, eins og framganga forsetans í kosningabaráttunni í sumar. Þá segir hann að áherslubreytingar séu mikilvægar fyrir stofnun eins og RÚV, hún verði að mæta í partíið. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal „Það hefði verið mikið þægilegra fyrir mig ef hún hefði ekki sótt um þetta starf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.