Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Side 30
30 Viðtal 18.–20. janúar 2013 Helgarblað vandaðar fréttaskýringar, stunda rann- sóknarblaðamennsku og auka fram- leiðslu á leiknu íslensku efni. Tekju- skerðing síðustu ára hefur haft það í för með sér að slík framleiðsla var skorin harkalega niður. „Þetta er nátt- úrulega dýrasta efnið. En nú erum við búin að setja niður mjög metnaðar- fulla áætlun fyrir framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni næstu fjögur ár. Við för- um að sjá afraksturinn af því seinna á árinu en aðallega á næsta ári.“ Enginn ræður sínum næturstað Hvað varðar hans eigin framtíðar- áform þá eru þau óráðin. Hann veit ekki hvað hann verður lengi á RÚV og veit ekki hvað bíður hans þegar hann hættir þar. „Ef ég á að tala hjarta mitt hreint þá hef ég ekki hugmynd um það. Ég hef áhuga á að vera hér á meðan starfið ögrar mér en ég ræð ekki endi- lega mínum næturstað sjálfur.“ Spurður hvort hann sé hræddur um að verða rekinn segir hann: „Þetta er átakamikið starf og ef stjórnin vill á einhverjum tímapunkti reka mig þá bara gerir hún það. Ég hef engar áhyggjur af því, ótti við að verða rekinn rænir mig ekki svefni. Á mínum starfsferli hef ég yfirleitt ekki tekið sjálfur meðvitaðar og yfir- vegaðar ákvarðanir um næstu skref. Tilviljanir hafa ráðið för. Ég hef fengið tækifæri og stundum hef ég ákveðið að grípa þau og stundum ekki. Það væri seint hægt að segja að þær ákvarð- anir sem ég hef tekið varðandi minn starfsferil hafi verið teknar að vel yfir- lögðu eða ígrunduðu máli. Ef verkefni ögra mér þá gríp ég gæsina þegar hún gefst.“ Byrjaði sem afleysingamaður Það eru um þrjátíu ár síðan Páll hóf ferilinn sem fréttamaður á RÚV. Áður hafði hann meðal annars verið af- leysingamaður á Vísi og blaðamaður á tímaritinu Iceland Review en fékk svo starf sem lausamaður við útvarps- þætti. „Síðan fór ég að vinna sem póli- tískur fréttamaður og þingfréttamað- ur á RÚV. Hafi ég einhvern tímann haft áhuga á að snúa mér að pólitík þá hreinsaðist ég af því á þeim tíma. Þegar Stöð 2 var stofnuð árið 1986 var ég fenginn til þess að búa til fréttastofuna þar. Þar var ég meira og minna, með hléum, í tuttugu ár. Lung- ann úr mínum starfsferli hef ég verið í einkageiranum og ég sá það aldrei fyrir mér í hillingum að verða útvarpsstjóri á RÚV. Skemmtilegast á gólfinu Haustið 2005 ákvað hann hins vegar að hætta hjá 365 meðal annars vegna ákvörðunar um að stofna NFS, sem hann talar um sem „fyrirbærið NFS“ og hafði aldrei mikla trú á. „Það átti að færa fréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar undir þann hatt og ég var andsnúinn þeirri þróun. Mér fannst þetta vera tómt feigðarflan og taldi öruggt að þetta færi á hausinn, sem gerðist reyndar fyrr en varði og fyrr en ég hafði spáð fyrir um. Engu að síður var þetta niðurstaða þeirra sem þá réðu ferðinni og ég ákvað að hætta á þessu skipi, taka pokann minn og fara í land. Grá- glettni örlaganna hagaði því þannig að á sama tíma tók þáverandi útvarps- stjóri ákvörðun um að hætta og staða útvarpsstjóra var auglýst.“ Páll sótti um stöðuna og var ráð- inn nokkrum mánuðum seinna. „Ég verð að treysta því að ég hafi þótt hæf- astur af umsækjendunum, enda sá ég svo sem ekki aðra sem höfðu meiri eða fjölþættari reynslu af stjórnunarstörf- um á fjölmiðlum, þótt margt ágætis- fólk og góðir samstarfsmenn mínir hafi sótt um,“ segir Páll. Þegar þangað var komið hafði hann borið ansi marga titla sem tengjast faginu, verið blaðamað- ur, ritstjóri, þáttastjórnandi, frétta- maður, fréttastjóri, framleiðslustjóri, yfirmaður frétta- og dagskrársviðs og forstjóri. „Ég hafði stjórnað flestu sem hægt var að stjórna á ljósvakamiðl- um. Það verður þó að segjast eins og er að þessi stjórnunarstörf eru ekki það skemmtilegasta sem ég geri. Skemmti- legast var að vera óbreyttur frétta- maður, í því fólst fjölbreytnin. Þú viss- ir aldrei hvað þú varst að fara að gera á morgnana og engir tveir dagar voru eins. Ég heillaðist af því, fannst það bæði gefandi og skemmtilegt starf. Og sem fréttamaður stefndi ég aldrei að því að verða fréttastjóri og þegar ég varð fréttastjóri stefndi ég aldrei að því að verða útvarpsstjóri eða forstjóri. Ég hef aldrei verið með nein slík markmið heldur hef ég bara reynt að njóta þess að sinna mínu starfi og vera í þessu fagi.“ Leið til að brjóta niður múrana Eins og áður sagði þá er RÚV mikið bákn og það er ekki hlaupið að því að komast inn á skrifstofu útvarpsstjóra. Það er heldur ekki hlaupið að því að fá tíma með honum, það tók tvær vik- ur að finna dagsetningu sem hentaði. Stundum er sagt að því lengra sem fólk kemst og því ofar sem það er í valda- stiganum því einangraðra verði það. „Hættan er fyrir hendi,“ viðurkenn- ir Páll. „Ég hef verið mjög meðvitaður um það í þessari stöðu sem ég gegni núna að það er ákveðin hætta á að ég einangrist. Áreitið og atgangurinn er mjög mikill og því er hætt við að ég reisi þannig múra í kringum mig að það komist ekkert inn, ekki heldur það góða, jákvæða og skapandi. Á hverjum degi er ég meðvitaður um þessa hættu en held að með því að vita af þessu þá vinni ég gegn því.“ Ein af ástæðunum fyrir því að Páll ákvað að verða við þeirri bón að lesa fréttir var meðal annars sú að brjóta niður þessa múra sem fylgja starf- inu á fimmtu hæðinni. „Hér voru tveir karllesarar og tveir kvenlesarar. Skömmu eftir að ég tók við sem út- varpsstjóri datt annar karllesarinn, Logi Bergmann Eiðsson, snögglega og fyrirvaralaust úr skaftinu og fór yfir á 365. Þáverandi fréttastjóri sjónvarps og framkvæmdastjóri fréttasviðs, Bogi Ágústsson og Elín Hirst, báðu mig um að hlaupa í skarðið, enda vanur mað- ur. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að gera það því ég sá það sem leið til þess að vinna gegn þessari einangrun. Það þvingaði mig niður á gólf nokkrum sinnum í viku og tryggði ákveðna ná- lægð við þennan hluta starfseminnar.“ Páll er þó í sjálfskipuðu leyfi frá lestrinum núna meðal annars vegna frumvarps um RÚV sem er til umræðu á Alþingi. „Við þær aðstæður þegar RÚV er sjálft mikið í opinberri um- ræðu þá hef ég áður stigið til hliðar og er í ótímabundnu hléi frá þessu núna. Gagnrýnin getur verið erfið Kaffibolli Páls stendur á breiðum armi leðurstólsins sem hann situr í. Hann tekur bollann upp, leggur hann aft- ur frá sér, snýr honum á arminum og hugsar. Áður en hann tók við var skrif- stofa útvarpsstjóra full af húsgögnum í barokkstíl. Þá sveif annar andi yfir vötnum og Páll segir að það hafi verið kominn tími á andlitslyftingu. Núna er hér leðursófi og skrifborð, hreinni stíll. Páll kemur sér betur fyrir, dregur annan fótinn upp í stólinn og segir að þrátt fyrir allt reyni hann nú að vera opinn fyrir jákvæðum straumum. „RÚV hefur afskaplega háan prófíl í þessu samfélagi og það hafa allir mikl- ar skoðanir á eiginlega öllu sem við gerum og líka því sem við látum ógert. Það er gott að fólki stendur ekki á sama um það sem við gerum. Það væri miklu verra ef fólk léti sér það í léttu rúmi liggja.“ Stundum er erfitt að sitja undir gagnrýninni, ekki síst þegar hún er mikil og ómálefnaleg, og jafnvel sett fram af illum hug. „Það getur haft áhrif á mig. En ég má ekki láta það fara með mig eða rífa mig niður. Ég verð bara að taka það sem getur orðið til gagns og henda hinu út.“ Órólegur Síminn hringir og Páll svarar. Á meðan hann ræðir við manneskjuna á línunni veiti ég því eftirtekt að á skrifstofu út- varpsstjóra er slökkt á útvarpinu, sjón- varpinu og tölvunni. Hér er ekkert sem dregur athygli Páls frá því sem hann er að gera, nema kannski fuglarnir sem flögra fyrir utan. „Ég get ekki gert tvennt í einu,“ útskýrir hann. „Það er varla að ég geti hlustað á útvarp og gert eitthvað annað. Þannig að ég hlusta yf- irleitt ekki á útvarpið í vinnunni. En ég fylgist vel með fréttum, eiginlega of vel, meira en ég kæri mig um,“ segir Páll sem kveikir ómeðvitað á útvarpinu þegar fréttirnar byrja að minnsta kosti fjórum sinnum á dag. „Þetta er gamall ávani sem ég hef tamið mér, eða óvani. Ég reyni stundum að streitast á móti þessu en þá verð ég órólegur. Ég fer sjaldan í samfellt frí en þá sjaldan sem ég næ tveimur vikum samfellt þá er ég farinn að slaka aðeins á í seinni vikunni. Þá þarf ég ekki að ná öllum fréttatímum.“ Eftirminnileg veiðiferð Hann á sér líf utan vinnunnar. „Ég á fínt líf,“ segir hann, „og alls kyns áhugamál.“ Þegar hann er inntur eftir því hver þau séu segist hann til dæm- is horfa á fótbolta. „Ég hef sérstaklega gaman af því að sjá ÍBV spila og eins strákinn minn.“ Páll er þó alveg hættur í boltanum sjálfur. Formið er ekki eins og það var hér áður fyrr. „Það sem gerist með aldrinum er að það verður gjá á milli þess sem heilinn man og telur að mað- ur eigi að geta gert, og manni finnst sjálfum, og þess sem skrokkurinn er tilbúinn til að framkvæma. Og þá er hætt við meiðslum,“ segir hann og hlær. „Ég er seinni til að gera hlutina en endurminningin segir til um.“ Hann er líka veiðimaður og hefur síðan hann var smástrákur veitt mik- ið, aðallega fisk og fugl. Skemmtilegast er að veiða lunda úti í Bjarnarey en þar hefur ekki mátt veiða síðustu tvö ár út af ástandi lundastofnsins. Einu sinni fór hann á hreindýra- veiðar og skemmti sér vel svo hann fór aftur. Það var ekki jafn ánægju- leg reynsla. Hann skaut stóran tarf sem drapst ekki strax svo Páll þurfti að skjóta hann aftur. „Þegar ég kom að honum horfði hann á mig með þessum stóru fallegu augum og mér fannst þessi spurning vera í augun- um á honum: „Þurftir þú endilega að skjóta mig?“ Ég svaraði því þannig að ég hef ekki farið á hreindýraveiðar síð- an. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hef fengið samviskubit í veiði. Þetta augnablik kallaði fram þessa til- finningu um að æ, ég hefði ekki átt að skjóta hann.“ Auk þess að horfa á fótbolta, fara á veiðar og lesa mikið hittir Páll félaga sína tvisvar í mánuði yfir veturinn og reynir að máta þá, þótt hann segist tefla meira af vilja en getu. Betra líf án áfengis Þar fyrir utan reynir hann að fara tvisvar sinnum í viku á fundi AA-sam- takanna. Nú eru liðin ellefu ár síðan hann hætti að drekka, hann man alltaf daginn sem hann fór í meðferð og finnur fyrir gleði þegar hann man hvar hann var þá og sér hvert hann er kom- inn núna. Nú er liðinn sá tími að hann þurfi að hefja daginn á því að rifja upp hvað var sagt eða gert í gærkvöldi og vonast til þess að það hafi ekki verið neitt óþægilegt. „Viðskiptajöfnuðurinn var orðinn óhagstæður og leiðindin og vanlíðanin sem fylgdi drykkjunni orðin meiri en gleðin og vellíðanin. En það voru alls kyns flóknari ástæður fyrir því að ég ákvað loks að hætta að drekka en ég var búinn að hugsa tals- vert um þetta.“ En eftir öll þessi ár mætir hann enn á fundi og reynir að vinna að því að verða betri maður. „Eftir að ég hætti að drekka varð lífið skilvirkara, heillegra og betra. Þetta er heilla líf.“ Stríðið við skapsmunina Hann er alltaf að læra og vonast til þess að verða aðeins skárri maður í dag en í gær. „Það er samt alltaf vesen. En það er leiðinlegt að vera ósáttur við sjálfan sig. Ég verð einhvern veginn að vera sáttur við sjálfan mig. Þegar allt kemur til alls þá held ég að tilgangurinn með þessu öllu saman sé fyrst og fremst að vera sæmilegur maður.“ Hlæjandi viðurkennir hann þó að hann sé alltaf ósáttur við eitthvað í eigin fari. Eitt af því sem honum hef- ur reynst erfitt að vinna með er reiðin. Hann á það til að vera fljótur upp og reiðast. „Ég vona að ég sé að skána, ég var verri einu sinni eða það segi ég alla- vega við sjálfan mig til þess að hugga mig, að þetta sé að skána en stundum er þetta slæmt. Ég snöggreiðist út af einhverju sem var ekkert alvarlegt og á í eilífðarstríði við skapsmunina. Það er mitt prívatstríð sem ég heyi á hverjum degi. En mér gengur ágætlega,“ segir hann en dregur það glottandi til baka, „það er kannski fulldjúpt í árinni tek- ið að segja að mér gangi ágætlega. En mér gengur betur en áður.“ Ekki láta ræna þig gleðinni“ Eins og hann segir sjálfur er hann í það minnsta ekki sekur um að nota reiðina vísvitandi sem stjórnunartæki. „Sumir sem ég þekki nota reiðina sem stjórn- unartæki, meðvitaða og yfirvegaða reiði þar sem þeir brýna sig og hvessa þegar það hentar. Það hef ég allavega aldrei gert. Mín reiði er alvöru reiði. Ég nota hana ekki til þess að stjórna öðr- um. Allavega ekki meðvitað. En ég er sekur um að skapsmunirn- ir eru oft aðeins of miklir. Lítilsháttar hlutir geta farið í taugarnar á mér og ég get tekið það út á fólki. Sem betur fer er það orðið mjög sjaldgæft að reiðin sé svo hömlulaus að ég öskri á fólk, þótt það hafi komið fyrir og ég man eft- ir nokkrum skiptum þar sem ég gerði það og þótti það vandræðalegt,“ segir hann hreinskilinn. Annars er ég á því að glaðværð sé stórlega vanmetinn þáttur í mannlegu fari. Ég held að glaðværðin sé mikil- vægasti eiginleikinn í fari fólks, mikil- vægari en til dæmis greind. Af því að þér líður mikið betur í nálægð við glað- vært fólk en annað fólk, sama hversu gáfað það er. Þetta er spurning um að passa sig á því að láta annað fólk ekki stjórna líðan sinni. Einn vinur minn orðaði það svo vel þegar hann sagði að mað- ur ætti ekki að láta ræna sig gleðinni. Það er nákvæmlega málið. Maður á ekki að láta ytri aðstæður, vinnuna eða ummæli annarra, ræna sig gleðinni. Ég reyni að hafa það í huga. Stundum þegar ég finn pirring vaxa loka ég aug- unum og endurtek í sífellu; „ekki láta þetta ræna þig gleðinni“, og stundum tekst það. Stundum þarf ég líka að fara með æðruleysisbænina,“ segir hann hlæjandi. „Það skiptir hvað mestu máli í lífinu að halda í gleðina sama hvað gengur á. Þannig að ég get kannski sagt að mitt persónulega markmið sé að vera glaður.“ n Alvarlegar ásakanir Páll segir að stundum sé mannfyrirlitningin í þeim ásökunum sem bornar eru á RÚV svo mikil að það tekur engu tali. m y n d S iG tr y G G u r A r i „Í þessari stöðu sem ég gegni núna er ákveðin hætta á að ég einangrist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.