Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Side 32
Áhuginn kom með móðurmjólkinni 32 Viðtal 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Þ essi keppni er bara þannig að það er ekki nóg að hlusta bara á lögin. Maður verð- ur að „sjá“ þau líka. Ég get ekki myndað mér skoðun fyrr. Það eru þessar þrjár mínútur á sviðinu sem skipta mestu máli enda vitum við að það er ekki bara lag- ið sem þarf að vera gott. Það þarf allt að smella saman; gott lag, góður söngur, bakraddir og flott föt,“ segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir um lögin sem keppa í undankeppni Eurovision þetta árið. Aldrei að segja aldrei Regína Ósk er mikill Eurovision-að- dáandi og hefur sjálf margsinnis ver- ið í íslenska hópnum. Í fyrsta skipt- ið sem bakraddasöngkona í laginu Angel árið 2001 og aftur árin 2003 og 2005. Hún og Friðrik Ómar ásamt Eurobandinu fluttu svo lagið This is My Life árið 2008 en þar komst Ísland í fyrsta skiptið upp úr undankeppn- inni síðan slíkt fyrirkomulag var sett á árið 2004. Regína segir áhuga sinn á keppn- inni hafa verið til staðar löngu áður en hún fór sjálf að taka þátt. „Mamma var forfallinn Euro-að- dáandi. Þetta kom því með móður- mjólkinni,“ segir Regína brosandi og bætir við að nú sé hálfgerð hátíð að hefjast að hennar mati. Þrátt fyrir allt klæjar hana ekki í fingurna að taka þátt. „Alls ekki. Þótt það sé alltaf jafn gaman að vera með þá er líka gam- an að fylgjast bara með,“ segir hún en þvertekur fyrir að hún sé búin með sinn Eurovision-kvóta. „Maður á aldrei að segja aldrei og ég veit ekk- ert hvað gerist í framtíðinni. Ég er ennþá í fullu fjöri. Þetta er bara allt spurning um góða tíma- setningu og gott lag. Þessi keppni er svo skemmtileg. Þarna er ekki verið að fara upp á svið og syngja gömul lög. Þarna verður til ný íslensk tón- list. Svo má ekki gleyma því hversu atvinnuaukandi þessi keppni er. Þetta þýðir aukin vinna, sama hvort það er í stúdíói, hjá upptökumönn- um, hljóðmönnum, hljóðfæraleikur- um, bakröddum, danshöfundum eða stílistum. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru á móti þessari keppni en kannski þora þeir ekki að viðurkenna að þeim þyki þetta skemmtilegt. Enda munu 80–90 prósent þjóðarinnar horfa þegar á hólminn er komið. Það er varla hægt að fá betri auglýsingu fyrir alla sem taka þátt.“ Troðið ykkur fram! Regína Ósk lifir og hrærist í tón- list. Hún kennir ungum krökkum að syngja í Söngskóla Maríu Bjarkar og er alltaf með einhver spennandi verkefni framundan. „Þessa dagana er ég að undirbúa Abba-sýninguna sem við vorum með í Eldborg í ágúst. Við ætlum að halda áfram í febrúar og verðum svo á Akureyri í mars. Svo er ég að fara að taka þátt í skemmtilegu Eurovision-verk- efni á vegum Pink Iceland ásamt Friðriki Ómari og Eurobandinu, Heru Björk, Siggu Beinteins og Páli Óskari. Þetta verður partí sem verð- ur haldið kvöldið fyrir lokakeppnina hér heima. Við eigum von á 70 er- lendum gestum auk þess sem allir eru velkomnir. Þetta verður svaka bomba. Og eflaust nóg af glimmeri á staðnum!“ Regína segist ekki vita við hvað hún myndi starfa ef ekki í tónlist. „Ég er oft spurð af nemendum mín- um hvernig maður verði söngkona. Þá segi ég alltaf að það sé ekki eins og ég hafi ákveðið það einn daginn, lífið æxlaðist meira á þann veginn. Maður er ungur og tekur þátt í þeim keppnum sem standa til boða, þar sér mann einhver og býður manni að syngja. Þannig gengur þetta. Svo, ef maður er heppinn, er þetta orðin atvinnan eftir einhvern tíma. Það þýðir ekkert að vera bara heima með röddina og halda að einhver hringi. Þessi bransi er mikil vinna og snýst um að koma sér á framfæri og búa til verkefni. Ég er búin að vera mjög dugleg við að skipuleggja mig og halda litla tónleika sem stóra. Það skiptir öllu máli að láta vita af sér. Þess vegna hvet ég ungt fólk sem er að byrja til að stofna hljómsveit, al- veg sama hversu ung eða óreynd þið eruð. Þið fáið ekki reynsluna nema með því að spila. Troðið ykkur fram í fjölskylduveislunum! Þannig virkar þetta.“ Öðruvísi lífsreynsla Regína er stúdent frá Menntaskól- anum í Hamrahlíð og stefndi alltaf á frekara nám. „Mér hefur alltaf geng- ið vel í skóla og það er aldrei að vita nema ég setjist aftur á skólabekk. Kannski maður skelli sér bara í lög- fræði í háskólanum,“ segir hún bros- andi og viðurkennir að hún velti sér stundum upp úr prófaleysinu. „Já já, stundum fer ég í þennan pakka enda á ég vinkonur sem eru komnar með alls kyns próf. En ég fæ öðruvísi lífs- reynslu sem þær fá kannski ekki. Ég hitti alls konar fólk, ferðast um og geri margt skemmtilegt. Svo er mað- ur aldrei of gamall til að fara í skóla. Maður verður bara að nýta tímann vel. Ég verð ekki alltaf í stuttum kjól uppi á sviði. En á meðan ég hef nóg að gera er ég sátt. Annars líður tím- inn svo hratt og ef til vill ætti maður bara að skella sér í nám og næla sér í BA-próf. Fjögur ár eru ekki lengi að líða.“ Regína Ósk er gift Akureyringnum Sigursveini Þór Árnasyni. Þau Svenni eiga saman dótturina Aldísi Maríu en eldri dóttir Regínu heitir Aníta og er ellefu ára. Svenni er einnig tónlistar maður en hann var á sínum tíma einn liðsmanna hljómsveitar- innar Lúxor. Regína segir Anítu hafa erft tón- listaráhuga móður sinnar. „Hún er nú þegar farin að koma fram með mér og syngur allavega einu sinni á ári á jólatónleikum. Hún er líka mjög áhugasöm um Eurovision og alls kyns tónlist enda heyrir hún í okkur hjónum þegar við erum að æfa okkur. Hún þekkir til dæmis tónlist Carpenters, kann ABBA utan að og hlustar á Trúbrot, Deep Purple og Muse. Þetta síast smám saman inn. Svo er hún líka dugleg að semja sög- ur og hefur samið texta og lög. Þá fær hún tölvuna mína og kemur með nýtt lag á augabragði. Sú yngri en meira fyrir að dilla sér. Hún er meira í dansi, eins og pabbi hennar var svo lengi.“ „Mamma er alltaf mamma“ Hún segir dæturnar ekkert kippa sér upp við það þótt þær sjái forelda sína af og til á sjónvarpsskjánum. „Þær alast náttúrulega upp við þetta. Þær þekkja ekkert annað en svona líf. Við Svenni vinnum á skrítnum tímum. Sjálf er ég frekar heima á morgnana en á kvöldin en þær vita ekki ennþá að þetta er öðruvísi en hjá flestum.“ Hún viðurkennir að það geti ver- ið heilmikið bras að púsla tónlistinni saman við fjölskyldulífið. „Við Svenni fórum til að mynda á tónleikatúr fyrir jólin sem tók 21 dag. Það hefðum við aldrei getað nema af því að við eigum góða fjölskyldu sem hjálpar. Hans fjölskylda er fyrir norðan og hjálp- ar okkur mikið og svo eru mamma og pabbi hér í blokkinni við hliðina. Þau eru hæg heimatökin. Svo er syst- ir mín líka með ung börn og er alltaf til í að hjálpa.“ Hún viðurkennir þó fúslega að vera ein af þeim mæðrum sem sé haldin stöðugu samviskubiti þegar kemur að börnum og vinnu. „Ég get fengið blússandi samviskubit en ég veit að ég er ekki ein í þessari stöðu. Hér eru leikarar sem vinna öll kvöld. En einhverra hluta vegna leggst þetta meira á sálina hjá kon- um. Það skiptir ekki máli þótt pabb- arnir séu frábærir, mamma er alltaf mamma. Þetta getur verið erfitt. En þegar ég hef tíma þá gef ég stelpun- um alla mína athygli og það held ég að sé ómetanlegt.“ Þau Svenni kynntust á Egó-balli í Sjallanum á Akureyri fyrir sjö árum og hafa verið hamingjusöm síðan. „Ég vissi ekkert hver þetta var og það var ekki fyrr en seinna að ég fattaði að hann var að reyna við mig. Mér fannst hann samt mjög myndar- legur,“ segir hún brosandi og bætir við að þau smellpassi saman. „Ég var ekki að leita mér að neinum á þessum tíma. En svona gerist þetta stundum. Hann var bara svo flottur og fullur sjálfstrausts og það heillaði mig upp úr skónum.“ Hjálpa hvort öðru Hún segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart að hann var líka tónlistarmaður. „Á þessum tíma var hann samt meira í dansinum. Tón- listin hefur aukist með árunum. Ég efast ekki um að við eigum eftir að vinna mikið saman enda kemur hann oft með mér og spilar á gítar- inn þegar ég er að syngja. Svo vinn- ur hann líka að sínu efni og ber það undir mig. Vonandi kemur platan hans út á þessu ári.“ Hún segir þau Svenna hjálpa hvort öðru í listinni og að þau séu gagnrýn- in hvort á annað. „Þetta myndi ekk- ert ganga nema við værum hreinskil- in. Það er engum hollt að fá bara; já og æðislegt, við öllu sem hann ger- ir. Stundum þarf að tala mannamál. Það sama á við í kennslunni. Ef nem- endur fá bara að heyra hvað þeir eru frábærir verður framförin engin. Það er alltaf hægt að toga manneskjuna enn lengra og í nýjar áttir. Það hef ég fundið með mínar sólóplötur en ég hef alltaf unnið með nýjum upptökustjóra til að fá nýja sýn. Það hefur reynst mér vel að hafa einhver ólíkan mér, eins og þegar ég starfaði með Barða Jóhannssyni. Það var svo gott að heyra að þetta og hitt væri ekki nógu gott. Hann sagði það bara beint út. Það er alltaf hægt að finna nýjar hliðar, annars stend- urðu bara í stað,“ segir Regína sem er mikill aðdáandi söngkonunnar Madonnu. „Ég lít rosalega upp til hennar. Madonna hefur verið í fram- línunni í áratugi en kemur alltaf jafn fersk inn. Hún er ótrúleg og finnur sér ávallt gott fólk að vinna með sem kemur með nýja sýn á hennar verk. Það er nefnilega oft erfitt að ætla sér það sjálfur.“ Einmana eftir sambandsslit Regína var í sambúð með föður eldri stelpunnar en það samband gekk ekki upp. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að vera einstæð móðir. „Á tímabili var ég alveg rosa- lega einmana. Ég lít á maka minn sem vin og félaga og við skilnað hverfur félagsskapurinn einnig. Mér fannst oft erfitt að vera ein heima á kvöldin,“ segir hún og bætir við að Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona er forfallinn Eurovision-aðdáandi. Regína hefur nokkrum sinnum keppt fyrir Íslands hönd en segir athyglina sem fylgir slíkri þátttöku ekki bara dans á rósum. Hún hafi til að mynda lent í slæmu umtali á netinu í kjölfarið sem hafi verið særandi. Regína Ósk ræðir hér um tónlistina, keppnina sem hún elskar, ástina sem hún fann í Sjallanum og einelti sem hana hryllir við.„Það skiptir ekki máli þótt pabbarnir séu frábærir, mamma er alltaf mamma Lifir í tónlistinni Regína segir lífið hafa æxlast á þann veg að hún geti lifað af tónlistinni. Hún hvetur ungt fólk til að koma sér á framfæri enda bíði bransinn ekki eftir neinum. Mynd sigTryggur Ari Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.