Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 37
Á þetta að vera Macbeth? Menning 37Helgarblað 18.–20. janúar 2013 tilfinningu fyrir hrynjandi og þögnum að lýsa eitt andartak upp hljóða ör- væntingu manns sem er kominn fram á blábrúnina og sér tilveruna alla sem algert tóm, án merkingar og tilgangs. Menn hafa stundum leyft sér að túlka þessi orð Macbeths sem tómhyggju af hendi skáldsins (Andrews ýjar að því í leikskránni), en það er tilhæfu- laust; til að gera það þarf að slíta þau úr réttu samhengi. Ef nokkuð er má miklu fremur skilja þau sem óbeina fordæmingu á slíkri tómhyggju; til- raun til að sýna hver geti verið ein af undirrótum hennar: illt athæfi mannsins, satanísk uppreisn gegn öllu sem gott er. Margrét Vilhjálmsdóttir sýnir lafði Macbeth sem frekar brothætta konu. Það gneistar hvorki né logar af illsku hennar, en vel var hægt að trúa á hömlulausan metnað henn- ar og einbeittan ásetning. Í svefn- gönguatriðinu, þegar lafðin er orðin geðveik, öðru af glansnúm- erum leiksins, skein frosin angistin út úr sljóum augum hennar og æði. Það var vel gert hjá Margréti. Hilm- ir Snær Guðnason small inn í hlut- verk Bankós, heiðarleikinn, festan og æðruleysið uppmálað; einnig þar var réttur tónn sleginn. Og Atli Rafn Sigurðarson náði að gera við- brögð Macduffs við fréttunum af morðum konu hans og barna gríp- andi. Samtal lafði Macduff og sonar hennar á sviðsbrúninni var laglega flutt af Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur og litlum dreng með dökka lokka sem var annað hvort Ágúst Örn Börges- son Wium eða Stefán Árni Gylfason – ég veit ekki hvor þeirra það var, sá engar upplýsingar um það í leikhús- inu og börnin, sem koma fram, fá enga mynd af sér í leikskrána. Um nornirnar frægu ætla ég ekki að segja neitt. Hæpin sviðslausn Leikmyndin, lokað rými, nakið og kalt, er stílhrein, en ég fær ekki séð að hún hjálpi leiknum á nokkurn hátt. Eitt af því sem setur mikinn svip á margbrotið myndmál hans, eins og það endurspeglast bæði í orðræðu og sviðslýsingum, er návist heiðanna, myrkrið sem þar ríkir yfir auðninni. Þar spretta dularfullar og óhugnan- legar kvenverur upp úr jörðinni sem gleypir þær aftur og þar fer skógurinn að lokum af stað, eins og höfuðskepn- urnar sjálfar séu að baki lokaárásinni á hinn óða konung. Þar mynda kast- alarnir litlar vinjar mannlegrar hlýju og samneytis, vinjar sem myrkrið ræðst inn í, uns allt mennskt leggur á flótta. „Fyrr sá ég aldrei fagran dag svo ljótan“, eru fyrstu orð Macbeths á sviðinu (ég vitna að sjálfsögðu í þýð- ingu Helga) og slá þann tón sem á eft- ir að hljóma leikinn á enda. Andstæð- ur ljóss og myrkurs, hið illa falið undir því sem sýnist fagurt. Hér er ekkert unnið með þessa frjóu spennu í listrænni hugsun verksins og það eins þótt innra svið sé stundum opnað neðan til á bak- vegg sem út af fyrir sig kom ekkert illa út. Það eru einkum loka atriðin sem verða ankannaleg í þessu rými: eins og leikritið sjálft geri uppreisn gegn þeirri spennitreyju sem það hefur verið fært í. Allt í einu var kom- ið eitthvert plasttjald inn á það sem áður var oftast hallargólf og svo komu hermenn röltandi með trjá- greinar sem áttu að tákna skóginn; einhvern veginn virkaði það heldur kauðskt allt saman og máttlítið. Blóðið, sem Þjóðleikhúsið nýtti sér mjög í allri forkynningu sýningar- innar, var ofnotað eins og við mátti búast. „Minna er meira“ - og öfugt, svo ég noti kunnuglegan frasa sem getur einnig verið freistandi að of- nota í krítík. Ég gef sýningunni eina stjörnu. Ég veit að þeir leikarar, sem hér hafa ver- ið nefndir, munu skipta henni bróð- urlega á milli sín. n Ein stjarna Ég veit að þeir leikarar, sem hér hafa verið nefndir, munu skipta henni bróðurlega á milli sín. mynd prEsspHotos.biz „Sósíalistinn sem varð sendiherra“ „Hvítar lygar og svartar“ Hreint út sagt Svavar Gestsson Hvítfeld – Fjölskyldusaga Kristín Einarsdóttir „Ágætis sjónvarpsmynd á sunnudagseftirmiðdegi“ Jack reacher Christopher McQuarrie

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.