Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 41
J öklarnir hafa alltaf haft mikil áhrif á mig. Alveg frá því ég gisti fyrst í tjaldi með frænku minni við Snæfellsjökul sem barn. Núna er sá jökull smám saman að hverfa, segir rithöfundurinn og leikkonan Bergljót Arnalds sem ferðast þessa dagana um uppi á og undir jöklum til að safna hljóðum íss og vatns fyrir nýtt tónverk sem hún er að semja. Safnar náttúruhljóðum „Jöklarnir eru að bráðna, brotna og breytast í rennandi vatn. Ég hef verið að safna náttúruhljóðunum sem því fylgja með því að klífa jökla og fara inn í ís- og hraunhella. Tónverkið verð- ur svo notað til að vekja athygli á feg- urð jöklanna annars vegar og þeim breytingum sem eru að eiga sér stað hins vegar. Jöklarnir eru okkar vatns- bankar, þeir eru mikilvægasta auðlind mannkyns. Við lifum ekki án vatns,“ segir Bergljót. Við upptökurnar hefur hún not- ið aðstoðar ýmissa aðila úr ferða- þjónustunni og einnig hefur hún unnið með hljóðmeistaranum Baldri Jóhanni Baldurssyni ásamt fleiri góð- um tónsmiðum auk þess sem hún vinnur náið með ljósalistamann- inum Jack Hattingh. „Við ætlum að halda sýningu á Svínafellsjökli þar sem hluti af jöklinum verður lýstur upp í takt við tónlistina sem ég er að semja til að vekja athygli á málstaðn- um. Nú vinnum við hörðum höndum að því að sýningin verði í september en til þess þurfum við fleiri fjárfesta. Næsta skref er að fá meira fjármagn. Ef það tekst gerum við þetta í haust,“ segir Bergljót sem er einn af fjórum stofnaðilum félagsins Vox Naturae sem hefur það að markmiði að vekja athygli á jöklum og ís. Hryggbrotnaði fyrir ári Bergljót slasaðist illa fyrir ári þegar hún datt af hestbaki og hryggbrotn- aði á tveimur hryggjaliðum. Það er því með ólíkindum að núna, ári síð- ar, sé hún komin upp á jökul og farin að skríða inn um lítil op til að komast að leyndardómum íslenskra íshella. „Ég veiktist mikið í kjölfar hryggbrots- ins, fékk langvarandi lungnabólgu og það var greinilegt að slysið hafði mikil áhrif á mótstöðuna. Það tók því tíma að byggja sig upp og ná orkunni til baka en ég fór af stað um leið og ég treysti mér til,“ segir Bergljót sem finnur ennþá fyrir brotinu. „Ég má vera innilega þakklát fyrir að geta gengið og vera á lífi. Fyrsta ferðin eftir slysið var í helli sem heitir Búri og er á Reykjanesi. Þá þurfti ég að troða mér inn um lítið gat og þar sem ég er haldin mikilli innilokunarkennd var þetta talsverð reynsla. Við fórum niður fáeina metra ofan í jörðina þar til við komum inn í kílómetra langan helli. Í fyrsta hlutanum voru grýlu- kerti og frost á steinum svo maður var ekki bara að ganga í myrkri held- ur líka hálku. Þetta var mikil áskorun fyrir bakið. En það var alveg mögnuð tilfinning að koma inn í þennan heim sem hefur verið til svo lengi, ósnort- inn þarna undir.“ Magnaðir en hættulegir Bergljót segir þróunina alvarlega þegar kemur að bráðnum jökla en að- spurð tekur hún ekki afstöðu til þess hvort sú þróun sé alfarið af manna- völdum eða eigi sér náttúrulegar skýringar. „Það eina sem ég veit er að þessi þróun á sér stað og við þurfum að bregðast við því. Hvernig ætlum við sem mannkyn að lifa saman þegar þessar breytingar hafa orðið? Jöklarn- ir eru magnaðir en um leið hrikaleg- ir og hættulegir. Þeir eru svolítið eins og lifandi vera sem hreyfist, stynur og andar. Það er gaman að hugsa til þess að við sjálf erum 60–70 prósent vatn og eigum því heilmikið sameiginlegt með jöklunum,“ segir hún brosandi að lokum. Nánar má fræðast um félagasam- tökin Vox Naturae á heimasíðu þeirra voxnaturae.org indiana@dv.is Lífsstíll 41Helgarblað 18.–20. janúar 2013 Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. Safnar hljóðum íss og vatns n Bergljót Arnalds komin aftur af stað ári eftir hryggbrot Indíana Ása Hreinsdóttir blaðamaður skrifar indiana@dv.is Heppin að ekki fór verr Bergljót hryggbrotnaði fyrir ári. Mynd/EggErt JóHannESSon ofan í Búra Bergljót fór í sína fyrstu ferð eftir slysið ofan í hellinn Búra á Reykjanesi þar sem hún þurfti að troða sér inn um lítið gat. Inni í íshelli Bergljót segir það magnaða tilfinningu að koma inn í heim sem hafi verið svo lengi ósnortinn undir jörðinni. dV Mynd/gréta S. guðJónSdóttIr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.