Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 56
Er Arnaldur að fá sam- keppni? Þjóðin gapir yfir handbolta n Þór Saari, þingmaður Hreyf- ingarinnar, er jafnan með munn- inn fyrir neðan nefið. Þór varp- aði bombu í athugasemdakerfi DV.is á miðvikudag þegar fjallað var um mál Páls Bergþórssonar og eiginkonu hans til 60 ára. Hjónin eru nú aðskilin eftir að eiginkona hans þurfti að fara á Hrafnistu fyrir einu og hálfu ári vegna veik- inda. Lögum samkvæmt má Páll ekki búa með henni þar. „Hvers konar ógeðs kerfi er þetta eiginlega orðið. Svo gapir þjóðin yfir einhverjum helvítis handbolta frá morgni til kvölds. Hvernig væri nú að slökkva á sjónvarpinu og láta frekar heyra í sér,“ sagði Þór sem vakti talsverða og misjafna ánægju með ummælum sínum. Einkabíllinn spariskór n „Samgöngur eru soldið eins og skór,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri á Facebook-síðu sinni. „Hjól eru eins og strigaskór, strætó eins og góðir götuskór. Í því samhengi er einkabíllinn eins og spariskór. Spariskór eru yfirleitt dýrir og jafnvel hreinn og klár lúxus en það er allt í lagi því maður notar þá bara spari.“ Bendir borgar- stjórinn á að menn eigi ekki að vera að keyra í vinnuna og að það sé í fínu lagi að hjóla um í jakkafötum: „Maður labbar ekki í vinnuna í spariskónum. Svo er bara allt í lagi að vera í jakkafötum eða sparikjól og strigaskóm. Það er bara nú- tímalegt og töff.“ Stjörnusilfur n Þáttastjórnandinn Egill Helgason tók í vikunni á móti stórleikurun- um Benedict Cumberbatch og Carice van Houten í stúdíói Silfurs Egils. Ekki var um hefðbundin þátt að ræða heldur upptöku á atriði í Wikileaks-kvik- myndinni The Man Who Sold the World í leikstjórn Bills Condon. Þetta er fyrsta kvik- myndahlut- verk Egils en í atriðinu leikur hann sjálfan sig að taka á móti Julian Assange og þing- konunni Birgittu Jóns- dóttur sem þátta- stjórnandi Silfurs Egils. Þ ú getur bókað það að ég ætla að fara vel yfir farinn veg og rifja upp alls konar viðburði sem ég var viðstaddur, hvort sem það er með bók um Davíð eða mig sjálfan í huga,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í samtali við DV. Hann hefur lengi átt náin kynni við Davíð Oddsson, rit- stjóra Morgunblaðsins. Hefur Hannes lýst sér sem ein- um nánasta ráðgjafa Davíðs er hann gegndi embætti forsætisráðherra. Davíð varð 65 ára á fimmtudaginn og viðraði Hannes í tilefni þess hug- mynd sína um að skrifa bók um kynni sín af Davíð á bloggsíðu sinni. Hannes hefur verið ötull tals- maður Davíðs og beitt sér fyrir mál- stað Sjálfstæðisflokksins, frá að því er virðist blautu barnsbeini. Enda minnist Hannes þess að hann hafi verið hikandi við að kjósa Davíð til formanns nemendafélagsins í MR, þar til hann komst að því að Davíð væri í Heimdalli. Þá kaus hann Davíð fram yfir Þorvald Gylfason. Eftir það varð ekki aftur snúið. Hannes lýsir nú Davíð sem hug- rökkum sem ljóni og kænum sem ref, en bætir síðan við að Davíð sé raun- ar „sérstök blanda af hjartahlýrri til- finningaveru og útsmognum bar- áttujaxli“, ásamt því að vera sannur vinur almúgans: „Hann er hugsjóna- maður, sem hefur ætíð tekið málstað alþýðu manna.“ Hannes talar síðan um að Davíð hafi séð fyrir yfirvof- andi fjármálahrun er hann var seðla- bankastjóri, en enginn hafi hlustað. Aðspurður hvað sagt yrði í bók- inni segir Hannes: „Ég hef hitt marga merka menn, bæði með Davíð og án hans; þetta var sögulegur tími. Ég myndi vilja skrifa persónulega bók, segja frá mörgu sem kæmi á óvart og þætti óvenjulegt.“ n simon@dv.is Íhugar bók um vinskapinn við Davíð n „Ég hef hitt marga merka menn, bæði með Davíð og án hans“ n Enn á hugmyndastigi Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 18.–20. JAnúAr 2013 7. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Hjartahlýr jaxl „Sérstök blanda af hjartahlýrri tilfinningaveru og útsmognum baráttujaxli,“ segir Hannes um Davíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.