Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 12.–14. apríl 2013 Helgarblað F lestir þeirra sem tekið hafa Alþingispróf DV vilja halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og taka afstöðu til þess samn- ings sem býðst. Síðdegis á þriðju- dag höfðu tæplega 34 þúsund tek- ið Alþingisprófið. Af þeim vildu 62 prósent halda aðildarviðræðunum áfram en aðeins 28 prósent vilja að Ísland hætti aðildarviðræðunum. Mikill munur er á þessum tveimur hópum, eða 34 prósentustig. Tals- vert færri svara því hins vegar að hagsmunum Íslands sé best borgið í Evrópusambandinu, eða 21 prósent. Samkvæmt svörum lesenda DV telja 43 prósent hagsmunum Íslands best borgið utan sambandsins. Það er fimmtán prósentustigum meira en hjá þeim sem vilja hætta aðildarvið- ræðunum. Flokkarnir vilja klára viðræður Samkvæmt svörum þeirra rúmlega 190 frambjóðenda sem hafa svarað Alþingisprófinu eru flestir flokkarnir á því að klára eigi aðildarviðræð- urnar. Píratar, Björt framtíð, Dögun, Samfylkingin, Lýðræðisvaktin og Vinstri græn telja öll að ljúka eigi viðræðunum og taka afstöðu til þess samnings sem býðst. Aðeins frambjóðendur Sjálfstæðisflokks og Hægri grænna taka þá afstöðu að hætta eigi aðildarviðræðunum en frambjóðendur Framsóknar segja flestir að hvorki fullyrðingin „Ísland á að halda áfram aðildarviðræðum og taka afstöðu til þess samnings sem býðst“ né „Ísland á að hætta aðildar- viðræðum“ eigi best við sig og svara að „Hvorugt lýsir afstöðu minni“. Afstaða flokkanna í Alþingispróf- inu þegar kemur að Evrópumálun- um byggir á algengasta svari þeirra frambjóðenda viðkomandi flokks sem hafa svarað spurningunum á Al- þingisprófinu. Allir frambjóðendur í fyrsta til fimmta sæti á framboðs- listum þeirra flokka sem kynnt hafa framboðslista sína hafa fengið tæki- færi til að svara spurningunum. Aðeins tveir flokkar klofna Einu flokkarnir sem raunverulega klofna í afstöðu sinni til áfram- haldandi aðildarviðræðna við Evrópusambandið eru Sjálfstæðis- flokkurinn og Hægri grænir. Af þeim tólf frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins sem höfðu svarað á mið- vikudag sögðu sjö að Ísland ætti að hætta viðræðunum en fjórir sögðu að halda ætti þeim áfram. Einn taldi hvorugan kostinn lýsa afstöðu sinni. Hjá Hægri grænum voru ellefu bún- ir að svara þegar rýnt var í tölurnar. Af þeim sögðu fimm að þeir vildu hætta aðildarviðræðunum, þrír að þeir vildu halda þeim áfram og taka afstöðu til samnings og þrír töldu þessa kosti ekki lýsa afstöðu sinni. Skiptar skoðanir eru þó á mál- inu í bæði Framsóknarflokknum og Dögun þó að þar séu menn meira sammála en í Sjálfstæðisflokki og Hægri grænum. Á meðal þeirra fimmtán framsóknarmanna sem hafa svarað Alþingisprófinu telja þrír að Ísland eigi að hætta viðræðum, tve- ir segja að Ísland eigi að halda þeim áfram en tíu segja hvorugt lýsa af- stöðu sinni. Á meðal þeirra 26 fram- bjóðenda Dögunar sem hafa svarað segja tveir að hætta eigi viðræðum, sautján að ljúka eigi viðræðum og sjö að hvorugur kosturinn lýsi afstöðu þeirra. Önnur framboð eru meira eða minna sammála um afstöðu til áframhaldandi viðræðna við Evrópu- sambandið. Meiri óvissa um aðild Það eru þó aðeins þrír stjórnmála- flokkar sem telja hagsmunum Ís- lands best borgið í ESB. Meirihluti frambjóðenda Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Lýðræðisvakt- arinnar svara þessu. Hins vegar telur meirihluti frambjóðenda Fram- sóknarflokksins, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Hægri grænna að hagsmunum Íslands sé best borg- ið utan sambandsins. Frambjóðend- ur Dögunar og Pírata segjast almennt ekki vita hvar hagsmunum Íslands er best borgið en flokkarnir tveir telja að taka eigi afstöðu til þess samnings sem næst í aðildarviðræðunum. Meiri munur er á afstöðu fram- bjóðenda flokkanna þegar kemur að sjálfri aðildinni en aðildarviðræðun- um. Ef litið er á alla frambjóðend- urna, óháð í hvaða flokki þeir eru, kemur í ljóst að 38 prósent telja hags- munum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins á meðan 32 prósent telja hagsmununum betur borgið innan þess. Fjórðungur fram- bjóðenda segist ekki vita svarið og fimm prósent vilja ekki svara. n Vilja klára aðildar- viðræður við ESB n Fjörutíu prósent þátttakenda telja Íslandi betur borgið utan ESB Enn hægt að taka prófið Alþingispróf DV er enn virkt á vefsíðu blaðsins. Lesendur geta tekið prófið og fundið út með hvaða frambjóð- anda þeir eiga mesta málefnasamleið með. Prófið ber saman svör lesenda og svör þeirra rúmlega 190 frambjóðenda sem hafa þegar tekið prófið og finnur þannig út með hverjum þeir eiga samleið. Þegar hafa um rúm- lega þrjátíu þúsund tekið prófið. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Afstaða til aðildar og viðræðna Ísland á að halda áfram aðildarviðræðum og taka afstöðu til þess samnings sem býðst 62% Hver eftirtalinna valmöguleika lýsir afstöðu þinni til aðildarviðræðna við Evrópusambandið best? Vil ekki svara 1% Ísland á að hætta aðildarviðræðum 28% Hvorugt lýsir afstöðu minni 5% Veit ekki 4% Hver eftirtalinna valmöguleika lýsir afstöðu þinni til aðildar Íslands að Evrópusambandinu best? Hagsmunum Íslands er best borgið utan ESB 43% Hagsmunum Íslands er best borgið í ESB 21% Veit ekki 33% Vil ekki svara 3% Aðildin umdeildari Færri eru sammála um hvort hagsmunum Íslands sé best borgið inn- an eða utan Evrópusambandsins en hvort halda eigi aðildarviðræðunum áfram. 43 prósent lesenda telja hagsmunum Íslands vera best borgið utan sambandsins en 62 prósent vilja halda aðildarviðræðunum áfram. Saksóknari hneykslaður Aðalmeðferð í einu allra stærsta dómsmáli sem réttað hefur verið í hérlendis, svokallað al-Thani mál, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þeir Ólafur Ólafsson og Sig- urður Einarsson hafa fengið skipaða nýja verjendur og þeir Gestur Jóns- son og Ragnar Hall fengið lausn frá störfum þrátt fyrir höfnun þess efnis fyrr í vikunni. Ekki liggur fyrir hvenær meðferð málsins getur hafist en fundur verð- ur haldinn um framhald þess þann 22. apríl næstkomandi. „Það er óljóst hvað það verður, hvort þetta klárast fyrir sumarið eða dettur fram á haust,“ segir Björn Þorvalds- son, saksóknari í málinu. Hann segir ekkert annað liggja að baki en að valda töf á málsmeð- ferðinni og það hafi tekist. Björn segir ljóst að þeir Gestur og Ragnar hafi brotið gegn lögbundnum skyld- um. Fór hann fram á að dómari sektaði lögmennina fyrir vikið en á það féllst dómari ekki. „Mín við- brögð eru hneykslan á framferði verjenda, en þetta var eina rétta niðurstaðan úr því sem komið var,“ segir Björn. Ólafur Eiríksson er nýr verjandi Sigurðar og Þórólfur Jónsson tekur við vörn Ólafs. Sóknarnefnd styður Sighvat Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju hef- ur lýst yfir trausti á sóknarprest- inn Sighvat Karlsson eftir fund með honum og vígslubiskupnum á Hólum á miðvikudag. Sighvatur hefur sætt harðri gagnrýni vegna framgöngu sinnar í máli Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur sem fyrir 14 árum kærði skólafélaga sinn fyrir nauðgun. Gerandinn var fundinn sekur bæði í héraði og Hæstarétti Íslands. Sighvatur reyndi að sögn Guðnýjar að tala hana ofan af því að kæra nauðgunina á sínum tíma. Á miðvikudag sendi presturinn frá sér yfirlýsingu þar sem hann kvaðst hafa beðið Guðnýju Jónu afsökun- ar. Í Morgunútvarpi Rásar 2 sagði Helga Kristinsdóttir, formaður sóknarnefndarinnar, að fundurinn hefði skipt nefndina miklu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.