Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 12.–14. apríl 2013 Helgarblað Ný skýrsla um tölvukerfið n Ríkisendurskoðun fer yfir uppfærsluna V el var staðið að uppfærslu á fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins árið 2010 að mati Ríkis endurskoðunar. Í nýrri skýrslu frá stofnuninni um uppfærslu kerfisins segir þó að ekki hafi allt gengið áfallalaust fyrir sig en meðal annars hægðist á vinnsluhraða kerf- isins fyrst eftir að það var uppfært og villur og vandamál komu fram sem tengdust afmörkuðum kerfishlutum. Um er að ræða sama fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins sem Ríkis- endurskoðun hafði til skoðunar um margra ára skeið án þess að skila Al- þingi skýrslu um málið. Skýrslan var ekki kláruð fyrr en Kastljós fjallaði um drög að skýrslu stofnunarinnar um kerfið en þar var dregin upp dökk mynd af því. Árið 2009 samdi Fjársýsla ríkisins við SKÝRR, nú Advania, um að upp- færa kerfið þrátt fyrir að þá hafi það ekki verið búið að ljúka skýrslu sem átti að staðfesta að innleiðing kerfis- ins hafi í raun verið lokið. Samningurinn um uppfærslu kerfisins kvað á um 138 milljóna króna kostnað ríkisins auk virðis- aukaskatts en þegar upp var stað- ið greiddi ríkið tveimur milljónum króna meira, auk virðisaukaskatts. n aðalsteinn@dv.is n Huldufélag Jóns Ásgeirs skilaði mörg hundruð milljóna króna hagnaði á árunum fyrir hrun J ón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og fyrrverandi aðaleigandi Baugs, fékk greiddar þóknanir til eignarhalds félags síns Þú Blásólar ehf. vegna viðskipta sem hann átti þátt í að koma á milli hlutafélaga og fjármálafyrirtækja. Í þeim skilningi má segja að um hafi verið að ræða eins konar greiðslur fyrir að vera milliliður í viðskiptum á milli þessara aðila. Líkt og kunn- ugt er var Jón Ásgeir aðaleigandi og stjórnandi Baugs, sem meðal annars átti smásölurisann Haga, en félög í eigu Jóns Ásgeirs voru einnig stórir hluthafar í Glitni. Fjárfestingin í Williams Þú Blásól ehf. hefur ekki skilað árs- reikningi síðan árið 2007. Félagið er alfarið í eigu Jóns Ásgeirs. Nýjasta færslan sem tengist Þú Blásól ehf. í gagnagrunni ríkisskattstjóra er frá árinu 2010 en þá sagði systir Jóns Ás- geirs, Kristín Jóhannesdóttir, sig úr stjórn félagsins. Félagið hefur ekki oft komist í kastljós fjölmiðla eftir hrunið 2008 en í einu af skiptunum sem félagið kom til tals var um að ræða meint viðskipti þess við eignarhalds félag Pálma Haraldssonar, Fons. Þá lagði Fons milljarð króna inn á persónu- legan tékkareikning Jóns Ásgeirs og var milljarðurinn sagður vera hlutdeild Fons í sameiginlegri fjár- festingu þeirra tveggja í Williams- formúluliðinu. Þrotabú Fons hefur stefnt Jóni Ásgeiri út af þeim við- skiptum. Sigurður G. Guðjónsson er lög- maður Jóns Ásgeirs í málinu og sagði um það á sínum tíma í sam- tali við DV: „Það er nú bara vegna þess að Þú Blásól hafði á þessum tíma ekki bankareikning í Glitni banka. Svo var þetta bara millifært frá Jóni til Þú Blásólar til að standa við þær skuldbindingar sem þeir þurftu að standa við út af þessari Williams-fjárfestingu.“ Hundruð milljóna í hagnað Samkvæmt ársreikningi Þú Blásól- ar fyrir árin 2005, 2006 og 2007 skil- aði félagið hins vegar samtals mörg hundruð milljóna króna hagnaði á þessum tíma. Árið 2005 nam hagn- aður félagsins tæplega 242 millj- ónum króna; árið 2006 nam hann rúmlega 233 milljónum króna en árið 2007 tapaði félagið hins vegar rúmlega 94 milljónum króna. Í lok árs 2007 námu eignir félagsins 840 milljónum króna en skuldir voru rúmlega 753 milljónir. Þá kom fram í ársreikningnum að frá árslokum 2007 til ársins 2010 hafi félagið átt að greiða meira en 360 milljónir króna af skuldum sín- um og var hluti þeirrar upphæðar í evrum. Vegna efnahagshrunsins er ljóst að skuldbindingar félags- ins í evrum fóru hækkandi frá ár- inu 2008. Hluti af skuldum félags- ins var við tengda aðila. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Svo var þetta bara millifært frá Jóni til Þú Blásólar Þóknanir vegna viðskipta Eignarhaldsfélag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fékk greiddar þóknanir vegna aðkomu hans að viðskiptum á árunum fyrir hrun. Félagið heitir Þú Blásól ehf. og skilaði myljandi hagnaði 2005 og 2006. Mynd SigtRygguR ARi Jón Ásgeir fékk greiddar þóknanir til Þú Blásólar Vilja kannanir á kjördag Aukinn fjöldi fólks er því fylgj- andi að fjölmiðlar birti niður- stöður skoðanakannana daginn fyrir kjördag eða á kjördag sjálfan. Mælast nú rúm 42 prósent slíku fylgjandi en rúm 26 prósent and- víg. Þetta kom í ljós við könnun MMR meðal fólks en töluvert var um það rætt fyrir kosningar til Alþingis 2009 hvort leyfa ætti birtingu á fylgistölum þegar svo skammt væri til kosninga. Blátt bann er við slíkum birting- um kannanna í sumum löndum heims en víðast á Vesturlöndum gilda þó engar sérstakar reglur um þetta. Mun fleiri lýstu andstöðu við birtingu á fylgi flokka með svo skömmum fyrirvara síðast þegar MMR kannaði afstöðu fólks, í mars í fyrra. Þá sagðist 31 prósent svarenda á móti slíku og aðeins tæp 35 prósent fylgjandi. Dæmdur brotlegur Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, er gert að greiða tvær milljónir króna í sekt til ríkissjóðs eftir að hafa ver- ið fundinn sekur um brot í starfi. Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu að með því að afla sér og afhenda DV gögn um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, hefði Gunnar brotið gegn þagnarskyldu. Einn starfsmaður Landsbanka Íslands fékk einnig dóm og einnar milljónar króna sekt fyrir að rjúfa bankaleynd í sama máli. Ríkisendurskoðun Stofnunin kláraði fyrri skýrsluna skömmu eftir afhjúpun Kastljóss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.