Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 34
34 Viðtal 12.–14. apríl 2013 Helgarblað
A
uðvitað leiddi ég hug-
ann að því hvort það væri
mögulegt að ég ímyndaði
mér þetta,“ segir Steinunn
Jónsdóttir, kölluð Steinka,
sem eftir áralöng veikindi sem
höfðu komið henni í hjólastól, reis
upp úr stólnum eftir að hafa feng-
ið rétta meðhöndlun við veikindum
sínum. Hún hafði þjáðst af stigvax-
andi verkjum í nokkur ár sem höfðu
leitt til þess að hún missti nánast
allan mátt frá mjöðm og niður.
Eftir ítrekaðar læknisheimsóknir,
myndatökur og meðferðir þar sem
hvorki fannst orsök veikindanna né
sáust sýnileg batamerki á Steinku
var hún sögð vera með hugar-
brigðaröskun og því haldið fram að
hún gerði sér upp veikindin. Það var
ekki fyrr en hún fór til kírópraktors
að hún fékk lausn á sínum málum
og komst upp úr hjólastólnum sem
hún hélt hún þyrfti að notast við
ævilangt.
Þrjósk
Uppruna veikindanna rekur Steinka
til ársins 2004. „Ég greindist með
blöðrur á
eggjastokkun-
um 2004 og fór á ein-
hver lyf við því. Svo í febrúar 2006 þá
sprungu blöðrurnar hægra megin.“
Þessu fylgdi mikill sársauki og í kjöl-
farið hafði hún alltaf sáran verk í
náranum hægra megin. „Þetta var
þvílíkur endalaus verkur sem ekki
hvarf,“ segir Steinka. „Ég er svo þrjósk
að ég fór ekki til læknis fyrr en verk-
urinn var orðinn óbærilegur,“ seg-
ir hún. Þá fór hún upp á spítala, fékk
næringu í æð og var sprautuð niður
vegna verkjanna. Þegar kastið var á
enda töldu læknar að það tengdist
eggjastokkunum á einhvern hátt.
Hún var send í myndatökur en ekkert
sást á þeim. Hún hafði áfram verk
í mjöðminni en ári síðar fékk hún
annað sambærilegt kast nema þá fór
hún að finna fyrir dofa í hægri fót-
legg. „Þá fór ég aftur á spítala og það
var það sama, ég var sprautuð niður
og látin sofa úr mér kastið en enginn
vissi hvað þetta var og læknar héldu
að þetta væri út frá eggjastokkunum.“
Missti sjón á öðru auga
Steinka var með verkjum áfram en
lét sig hafa það. Það var svo í júní
2009 sem hún missti sjónina á öðru
auganu. Hún kippti sér þó ekki upp
við það til að byrja
með. „Ég vaknaði einn
morguninn sjónlaus á
öðru auga. Á þessum tíma vann ég
við matseld og að elda og útkeyrslu
matar. Ég er svo þrjósk að ég fór ekki
til læknis fyrr en á þriðja degi. Þá var
ég búin að missa jafnvægið og hugs-
aði með mér að ég þyrfti nú líklega
að láta kíkja á þetta,“ segir Steinka
hlæjandi og tekur fram að hún láti
yfirleitt ekki smá hluti raska ró sinni.
Hún hélt að sjónleysið hlyti að vera
tímabundið. „Ég fór til augnlæknis á
Selfossi og hann sendi mig á augn-
deild í bænum. Þar tók nemi á móti
mér og mömmu minni. Hann sagði
okkur að ekkert sæist á auganu en
þetta væri byrjun á MS-sjúkdómn-
um. Mamma bara hvítnaði og föln-
aði,“ segir hún. En sjúkdómsgreining
nemans reyndist ekki rétt. Steinka
var send á taugadeild þar sem hún
fékk sterasprautur. „Ég heyrði svo
bara blúbb í hausnum á mér á tíunda
degi. Þá var að losna um taugina og
sjónin kom aftur. Þetta er eitthvað
sem getur komið fyrir hvern sem
er og á að ganga til baka en stera-
sprauturnar flýta fyrir bata.“
Dró fótinn á eftir sér
Þegar Steinka hafði endurheimt
sjónina að mestu glímdi
hún samt við jafnvægisleysi
og enn voru verkirnir til stað-
ar og dofi hægra megin í mjöðm og
fæti. Hún hafði æft körfubolta lengi
en þegar þarna var komið sögu gat
hún ekki lengur gert það.
Það kom svo að því um ári seinna
að hún fékk annað stórt verkjakast.
„Ég fann að þetta var að byrja aftur
og ég fann að ég var að fá kast. Ég
var svo rosalega þreytt og þrek-
laus og með mikla verki. Eitt kvöld
í apríl 2010 þá ætlaði ég ekki að
geta sofnað fyrir verkjum. Ég fann
verkjatöflur heima, át þær og sofn-
aði að lokum. Svo vaknaði ég um
morguninn með þvílíka verki og
gat ekki staðið annan fótinn og dró
hann bara á eftir mér. Ég veit ekki
einu sinni hvernig ég komst á kló-
settið,“ segir Steinka en líkt og þegar
sjónin hvarf þá hafði hún ekki mikl-
ar áhyggjur af þessu. „Ég er þannig
týpa að ég hélt að þetta væri bara
þursabit eða eitthvað,“ segir hún en
löppina dró hún á eftir sér og gat
ekki stigið í hana. Hún stóð í þeirri
trú að um tímabundið ástand væri
að ræða.
Öskraði af verkjum
Á endanum ákvað hún þó að fara til
Gat gengi á ný
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Viðtal
Steinunn Jónsdóttir eða Steinka eins og hún
er jafnan kölluð, glímdi í nokkur ár við erfið óútskýrð
veikindi sem ollu því að hún missti mátt í fótum og leið
miklar verkjakvalir. Hún segir lækna hafa haldið að hún
ímyndaði sér veikindin. Það var ekki fyrr en hún leitaði á
náðir kírópraktors að hún fékk lausn vandamála sinna
og gat gengið á ný eftir að hafa verið komin í hjólastól.
Steinka hefur farið fram á að málið verði skoðað með
tilliti til þess að hún hafi verið greind á rangan hátt.
Laus við stólinn Í dag þarf
Steinka ekki lengur að treysta
á hjólastólinn. MynD sigtryggur ari