Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 41
60% Íslendinga of þung Lífsstíll 41Helgarblað 12.–14. apríl 2013 Taktu prófið! Átt þú við matar- fíkn að stríða? Einkenni fyrri stiga matarfíknar 1 ___ ___ Notar þú stundum „mat, skyndibita, sælgæti“ til að „fylla upp í tómarúm“ þegar þér leiðist eða þú ert einmana? 2 ___ ___ Borðar þú stundum meira en þú ætlaðir þér? 3 ___ ___ Hefur neysla þín á „mat, skyndibita eða sælgæti“ aukist á einhvern hátt frá því fyrir einhverjum mánuðum eða árum? 4 ___ ___ Eyðir þú stundum meiri fjármunum í „mat, skyndibita eða sælgæti“ en þú ættir að gera? 5 ___ ___ Hafa fjölskylda, vinir eða atvinnurekandi verið áhyggjufull vegna áthegðunar þinnar eða útlits? 6 ___ ___ Gerir þú lítið úr áti þínu með því að segja öðrum að þú sért annaðhvort í átaki eða á leiðinni í það? 7 ___ ___ Hefur þú beitt þig hörðu og fastað eða farið í stranga megrun til að sýna að þú hafir stjórn á vandanum? 8 ___ ___ Hefur þú byrjað í eða ætlað að byrja í átaki þrisvar sinnum eða oftar á síðastliðnum sex mánuðum? 9 ___ ___ Heldur þú áfram að borða ákveðna fæðuflokka vegna þeirrar fróunar sem þeir veita þér, jafnvel þótt þú vitir að þeir séu skaðlegir fyrir þig? 10 ___ ___ Hefur þú tilhneigingu til að borða áberandi meira þegar þú ert undir miklu álagi? 11 ___ ___ Finnst þér að ástæðurnar fyrir ofáti þínu séu vegna þeirra vandamála sem þú átt við að etja í lífi þínu? Einkenni seinni stiga: 1 ___ ___ Ert þú smeyk/ur við að breyta um starfsvettvang, vegna þyngdaraukningar, þyngdartaps eða útlits? 2 ___ ___ Þegar þú takmarkar át þitt, finnur þú þá fyrir einhverju af eftirfarandi; þunglyndi, höfuðverkj- um, skapstyggð, viðkvæmni og/eða svefntruflunum? 3 ___ ___ Átt þú vanda til að halda áfram áti fram eftir kvöldi og stundum snemma morguns? 4 ___ ___ Álítur þú að ofát og lotuát geti eyðilagt heilsu þína? 5 ___ ___ Er ofnotkun þín á mat og afleiðingar hennar að brjóta niður sjálfsvirðingu þína? 6 ___ ___ Hefur „maki“ þinn hótað að yfirgefa þig vegna þess hvernig þú umgengst mat og hvernig áhrif matur hefur á þig? 7 ___ ___ Ert þú farin/n að skipu-leggja lotuát og/eða að fela mat til að borða seinna? 8 ___ ___ Hefur þú löngun í sykraðan, sterkjuríkan (hveiti, kartöflu- maísmjöl, pasta o.fl.) eða feitan mat oftar en aðrir? 9 ___ ___ Hefur læknirinn þinn til-kynnt þér að „hann geti ekki gert meira fyrir þig“? 10 ___ ___ Eyðir þú svo miklum fjárhæðum í „skyndimat“ að það er orðið að vandamáli í lífi þínu? Niðurstöður n Ef þú hefur svarað þremur spurn- ingum játandi, þá gætir þú átt við matarfíkn að stríða, en ert sennilega á byrjunarstigi í sjúkdómnum. n Ef þú hefur svarað sex eða fleiri spurningum játandi, þá bendir allt til þess að matarfíkn sé vandi í þínu lífi og við mælum með því að þú leitir þér hjálpar. Heimild: www.matarfikn.is JÁ NEI JÁ NEI M jög trúlega hef ég barist við matarfíkn alla ævi en ég byrjaði ekki að fitna fyrr en rétt um tvítugt,“ seg- ir Birna Huld Helgadóttir, 42 ára móðir í Njarðvík, og bætir við að hún hafi alltaf sóst meira í sætindi en mat. „Á unglingsárunum var ég að fela sælgætið og jafnvel að hnupla aur til að kaupa mér gotterí. Svo vildi bara til að maður var á mik- illi hreyfingu á þessum tíma, gekk allt og hljóp og þess vegna settist ekkert utan á mig, ekki fyrr en ég hafði náð mér í manninn minn. Þá fóru kílóin að hlaðast á mig og um 25 ára aldur missti ég alveg tökin.“ Dugleg í ræktinni Birna Huld segist ekki hafa reynt „allt“ í baráttunni við þyngdina. „Ég nennti því ekki. Ég var samt dugleg í ræktinni. Fyrir fjórum árum mætti ég fimm sinnum í viku en samt gerðist ekkert af því að ég fór alltaf heim og borðaði yfir allan árangur. Ég próf- aði líka Herbalife en fannst það vont. Ég vissi alveg hvað ég yrði að gera og hafði til að mynda heyrt af fólki sem léttist þegar það hætti að drekka gos. Það fékk mig samt ekki til að hætta í gosinu. Ég seldi sjálfri mér að það væri nóg að vera dugleg í ræktinni því ég vildi alls ekki sleppa „stöff- inu“ mínu. Og það var ekki séns að ég færi á Danska kúrinn og færi að vigta allt ofan í mig sem er fyndið þar sem ég hef núna vigtað allan mat í heila 1.306 daga. Hins vegar hef ég varla farið inn í líkamsræktarstöðina á þessum tíma.“ Náði botninum Þegar heilsa Birnu Huldar var sem verst vó hún 125 kíló. „Þá náði ég botninum. Ég var í klippingu og hafði troðið mér þar ofan í stólinn og var að lesa Vikuna; aðalmegrunarblað Íslands. Þar var viðtal við þrjár kon- ur sem höfðu misst eitthvað um 150 kíló samtals. Þetta var bara enn eitt viðtalið en það gerðist eitthvað innra með mér. Ég fór heim og fletti upp á þessari MFM-miðstöð sem konurn- ar í viðtalinu höfðu talað um. Á vef- síðunni var próf þar sem maður gat séð hvort maður væri matarfíkill. Matarfíkn var hugsanleg ef þú svar- aðir þremur spurningum játandi. Ég svaraði ellefu játandi. Ég hefði allt eins getað slökkt á tölvunni og gleymt þessu en hins vegar kallaði ég á manninn minn, sýndi honum þetta og hann sagðist tilbúinn til að styðja mig.“ Ótrúleg hugarfarsbreyting Daginn eftir pantaði Birna Huld sér tíma hjá MFM-miðstöðinni. „Ég fékk ekki tíma fyrr en nokkrum mánuðum seinna og það er ótrúlegt til þess að hugsa að ég hafi ekki hummað tím- ann af mér eða bara sleppt að mæta þegar viðtalsdagurinn rann upp. Síð- an í ágúst 2009 hef ég vigtað allan mat og lifað lífinu dásamlega í fráhaldi. Ég sakna ekki sætinda en það kemur fyrir, þegar ég finn lykt af nýristuðu brauði, að mig langar í það. Sætindin skipta mig ekki máli. Það nammi úr páskaeggjunum sem börnin borða ekki og hefur legið hér eins og hráviði úti um allt er komið í ruslið. Hér áður fyrr var það ég sem át það. Hugar- farsbreytingin er ótrúleg.“ Andlegur sjúkdómur Birna Huld hefur misst rúm 50 kíló en segist reyna að einblína á líðanina og heilsuna frekar en töluna á vigtinni. „En því miður er ég haldin ákveðinni áráttu gagnvart vigtinni. Ég vigta mig einu sinni í mánuði og hef sett mér markmið að vera innan ákveðinna marka. Ef ég fer yfir efri mörkin verð ég kvíðin. Það er því alltaf viðkvæmt mál að stíga á vigtina. Ég þyngdist smátt og smátt og ég er skíthrædd um að missa tökin aftur. Ég veit samt að á meðan ég held mér á þessu mataræði gerist það ekki. Óttinn er samt alltaf til staðar. Þessi sjúkdómur er svo andlegur, gerist fyrst og fremst uppi í höfðinu á manni.“ Róla og hleyp Birna Huld segir mikinn mun á andlegu hliðinni síðan hún tókst á við matarfíknina. „Ég er svo miklu glaðari og hamingjusamari og bara ánægð með mig. Það er gott að geta horft í spegil bein í baki. Nú get ég hlaupið úti á götu, hjólað og farið í eltingarleik við hundinn en það er eitthvað sem ég hefði aldrei getað. Og sest í rólu án þess að festast! Það er voðalega gaman.“ Hún viðurkennir þó að vilja helst missa tvö kíló í viðbót. „Núna er ég á svoleiðis flippi en þegar ég hugsa betur út í það skiptir það engu. Dóttir mín er líka dugleg við að láta mig vita að ég líti vel út eins og ég er. Ef þessi tvö kíló fara ekki er það allt í lagi. Á meðan mér líður eins og mér líður í dag er ég ánægð. Ég hef ekki verið í jafn góðu formi í rúm 20 ár.“ n Dásamlegt líf í fráhaldi n Á unglingsárunum hnuplaði hún aurum til að geta keypt sér sælgæti „Fyrir“ og „eftir“ Birna Huld segist hafa misst tökin við 25 ára aldurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.