Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 52
n Stefnumál og áherslur flokkanna eru misjafnar n Það má einnig segja um hýbýli formanna og framlínumanna flokkanna n Svona búa þau
Híbýli frambjóðendanna
Ein helstu kosningarmálin í ár eru skuldavandi og
aðgerðir í þágu heimilanna. DV lék því forvitni á að
vita hvernig frambjóðendurnir búa sjálfir og hefur hér
tekið saman upplýsingar um húsnæði formanna eða
talsmanna þeirra flokka sem hafa nú þegar skilað
inn framboðslistum. Sumir búa í mörg hundruð fer-
metra húsnæði á meðan aðrir láta sér nægja litlar
blokkaríbúðir, en 70 milljóna munur er á fasteigna-
mati dýrasta og ódýrasta húsnæðisins.
52 Fólk 12.–14. apríl 2013 Helgarblað
Samfylkingin
Árni Páll Árnason formaður
n Raðhús Árna Páls er 202 fermetrar
að stærð
n Túngata, 101 Reykjavík
n Fasteignamat 49.050.000 krónur
Dögun
Andrea J. Ólafsdóttir oddviti
Suðurkjördæmis
n Andrea á 73 fermetra íbúð
í þessu húsi á Skerjafirðinum
n Skildinganes, 101 Reykjavík
n Fasteignamat 20.600.000 krónur
Sjálfstæðisflokkur
Bjarni Benediktsson formaður
n Það væsir ekki um formanninn og fjölskyldu hans í
rúmlega 450 fermetra einbýlishúsi í Garðabæ
n Bakkaflöt, 210 Garðabær
n Fasteignamat 90.850.000 krónur
Hægri grænir
Kjartan Örn Kjartansson oddviti í Reykjavík suður
n Oddvitinn býr í 130 fermetra íbúð í Bryggjuhverfinu
n Básbryggja, 110 Reykjavík n Fasteignamat: 29.550.000 krónur
Björt framtíð
Guðmundur Steingrímsson formaður
n Guðmundur býr í 111 fermetra íbúð í þríbýlishúsi
ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum
n Nesvegur, 107 Reykjavík
n Fasteignamat 29.750.000 krónur