Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 40
60% Íslendinga of þung
40 Lífsstíll 12.–14. apríl 2013 Helgarblað
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
L
engstan hluta
ævinnar hef ég
látið mér nægja
að færa mig
frá einum punkti til
annars á vélknúnu
farartæki eða með því að rölta
í rólegheitunum. Mér hefur alltaf
verið illa við að hlaupa. Enda hefur
svo sem ekkert legið á ef því er að
skipta.
Þ
egar ég ákvað fyrir rúmum
tveimur árum að leggjast í
fjallgöngur lýsti ég því marg-
sinnis yfir að ég færi alls ekki
hraðar en á fimm til sex kílómetra
hraða. Mitt sport væri að ganga en
ekki hlaupa. Og þar við sat í svo sem
700 fjallgöngum. Ég gekk hratt og
náði þeim árangri sem eftir var sóst.
Styrkur og úthald komu tiltölulega
fljótt. En þá gerðist eitthvað stór-
undarlegt.
Á
ri eftir að þetta sport tók
völdin í tilveru minni virtist ég
vera kominn á leiðarenda. Ég
var nálægt því sem ég tel vera
kjörþyngd mína. Úthaldið var líka
fínt. Vandinn var hins
vegar sá að ég hætti
að taka framförum.
Helsta viðmið mitt
er sá tími sem það
tekur að ganga upp
að Steini við rætur
Þverfellshorns á Esjunni. Það er
almennt talið gott að ná þangað
á undir klukkutíma. Með miklum
barningi og bægslagangi hafði mér
tekist að ná þangað á innan við 55
mínútum. En þá stóð allt fast.
É
g rembdist eins og rjúpan
við staurinn að stytta tímann
upp á Steini. Með harmkvæl-
um tókst mér að komast í 52
mínútur við bestu aðstæður. Þetta
var tekið að valda mér nokkrum
ama. Stöðnunin blasti við. Ég
ræddi málið við sérfróða aðila
sem bentu mér á nokkrar leið-
ir. Ein var sú að mæta vikulega á
æfingar með Hjalta Björns syni,
fararstjóra Ferðafélags Íslands,
í Elliðaárdalinn og ganga þar og
skokka í hring. Mér fannst það í
fyrstu fráleitt. Maður sem klífur
hæstu fjallstinda hlaut að vera yfir
það hafinn að skokka í hringi á
malbiki og á jafnsléttu. En þegar
stöðnunin leit út fyrir að verða
viðvarandi sá ég að eitthvað varð
að gera. Ég fór að hlaupa.
Æ
fingarnar í Elliðaárdalnum
ganga út á kraftgöngu og
hlaup á víxl. Strax á fyrstu
æfingunni komast ég að því
að þetta var mun erfiðara en venju-
leg fjallganga. Eftir klukkutíma á
malbikinu var ég kominn að fótum
fram. Ég mætti vikulega í göngurn-
ar. Og það gerðust undur og stór-
merki. Stöðnunin var rofin.
Þ
egar vetri tók að halla náði
ég upp að Steini á 50 mín-
útum. Og í liðinni viku tókst
mér að ná áfanganum á 48
mínútum. Markmiðið er að á sex-
tugsafmæli mínu í haust muni ég
hafa farið þessa leið á innan við
45 mínútum. Draumur-
inn er sá að komast
upp í þann styrkleika að
ná að skokka upp Esj-
una. Þar verður fyrir-
myndin mín ágætur
útrásarvíkingur sem
ég hitti á dögunum
í Esjuhlíðum. Hann
hafði hlaupið upp á 35
mínútum. En það er
líklega of háleitt mark-
mið. Ég mun líklega
ekki ná að hlaupa eins
hratt og útrásarvíkingur.
Útrásarvíkingur
á harðaspretti
Matarfíkn, offita og átröskun er stórt heilbrigðisvandamál í hinum vestræna heimi en samkvæmt rannsókn-
um eru 60% Íslendinga of þungir. Hópur fólks sem skilgreinir sig sem matarfíkla stendur að baki samtak-
anna Matarheilla en stofnfundur samtakanna verður haldinn 12. apríl í Háskólanum í Reykjavík. DV ræddi
við þrjá einstaklinga sem allir hafa náð tökum á fíkn sinni með því að vera í svokölluðu fráhaldi og berjast
fyrir því að stofnuð verði meðferðarmiðstöð fyrir matarfíkla.
A
ð okkar mati vantar með-
ferðarúrræði fyrir matar-
fíkla,“ segir Þorsteinn
Gunnarsson, einn þeirra
sem standa á bak við sam-
tökin Matarheill en að stofnun sam-
takanna koma einstaklingar sem
hafa náð tökum á matarvanda sín-
um, aðstandendur MFM-miðstöðv-
arinnar, meðferðar- og fræðslu-
miðstöðvar vegna matarfíknar og
átraskana, og fleiri.
Þorsteinn segir töluverðan að-
draganda að stofnun Matarheilla.
„Það eru til úrræði fyrir offitusjúk-
linga og þá sem glíma við átrösk-
un en þau úrræði henta ekki öllum.
Við berjumst fyrir því að fá matarfíkn
viðurkennda sem sjúkdóm og stuðla
að því að fá meðferðarúrræði við
hæfi. Undirbúningshópurinn kom
fyrst saman í fyrrasumar þar sem
við ræddum stofnun samtaka sem
beittu sér fyrir vitundarvakningu hjá
almenningi, stjórnvöldum, fagfólki,
matvælaframleiðendum og öllum
áhugasömum aðilum til þess að efla
forvarnir, rannsóknir og meðferðar-
úrræði.“
Nýtt líf
Stofnfundur Matarheilla verður
haldinn 12. apríl í Háskólanum í
Reykjavík og er öllum opinn. „Við
erum að benda á að það sé til
ákveðin lausn. Við erum hópur fólks
sem á í heilbrigðu sambandi við mat
með því að vera í svokölluðu frá-
haldi. Við sleppum hveiti og sykri og
ég og fleiri vigtum og mælum matinn
okkar. Munurinn á okkur og þeim
sem glíma við áfengisvandamál er sá
að við getum ekki hætt að borða mat
en með því að taka út hveiti og syk-
ur höldum við fíkninni niðri. Þetta er
nýtt líf fyrir okkur sem höfum fundið
lausnina. Með stuðningi stjórn-
valda við meðferðarúrræðin er það
okkar trú að slíkt hefði jákvæð áhrif
inn í samfélagið á allan hátt, ekki
síst fjárhagslega til langs tíma litið,
enda íslenska þjóðin ein sú feitasta
í Evrópu.“
Náði botninum
Þorsteinn, sem er sjálfur matarfíkill,
er í MPM-námi í Háskólanum í
Reykjavík þar sem hann með öðrum
nemendum bjó til verkefnisáætlun
fyrir stofnun samtakanna Matar-
heilla en MPM nemendurnir eru
stuðningur við undirbúningshópinn
og hefur unnið náið með honum.
„Ég hef alla tíð verið matarfíkill. Ég
var mikið í íþróttum hér áður fyrr
sem hjálpaði mér að halda þyngd-
inni niðri. Svo vann ég sem íþrótta-
fréttamaður á Stöð 2 í tæpan áratug
og missti algjörlega stjórnina undir
lokið á mínum sjónvarpsferli.
Ég náði botninum fyrir þremur
árum. Þá var ég bæði orðinn mjög
þungur líkamlega og andlega og ját-
aði mig sigraðan,“ segir Þorsteinn
sem fór í meðferð hjá MFM matar-
fíknarmiðstöðinni. „Síðan þá hef ég
verið í fráhaldi og öðlast nýtt líf. Ég er
aftur kominn á fullt í sportið, hljóp
Laugaveginn í fyrra og er kominn í
nám. Ég er nýr maður.“
Hefur misst 50 kíló
Þorsteinn hefur misst 50 kíló og segir
það ekki hafa verið erfitt fyrir sig að
breyta mataræðinu og fara í fráhald.
„Þegar þú hefur fundið þinn botn
ertu tilbúinn til að reyna allt. Ég sá
viðtal við Esther Helgu, sem rekur
MFM-miðstöðina. Ég þekkti hana
en hafði ekki séð hana í nokkur ár
og ætlaði ekki að þekkja hana aftur
á myndinni. Það var vendipunktur-
inn í mínu lífi.
Ég var búinn að reyna allt, nema
magaminnkun. Frelsið sem fylgir
því að vera í fráhaldi er yndis-
legt. Það er í raun fötlun að vera of
þungur. Andlegu áhrifin eru þau að
maður endirfæðist. Þetta er ekkert
meinlæta líf.“ n
„Ég er nýr maður“
Í fráhaldi Þorsteinn vigtar allan mat
og snertir ekki hveiti og sykur. Hann segir
andlegu áhrifin slík að hann hafi hreinlega
endurfæðst.
Hafði reynt allt Þorsteinn segist alltaf
hafa verið matarfíkill en að íþróttaiðkun
hafi hjálpað honum að halda þyngdinni
niðri.
„Sátt við mig eins og ég er“
É
g hef barist við sykurfíkn frá
unga aldri,“ segir Þóra Björk
Eysteinsdóttir sem er á meðal
þeirra sem standa á bak við
stofnun samtakanna Matar-
heilla en Þóra segist fyrst hafa fundið
fyrir fíkninni við tólf ára aldur. „Ég hef
í rauninni barist við þetta allar götur
síðan og fann fyrir þessu af meiri
krafti á fullorðinsaldri eða á milli
tvítugs og þrítugs. Ég upplifði mikla
sykurmóðu, fann hvernig ákveðnar
fæðutegundir höfðu mjög slæm áhrif
á mig og hvernig ákveðið mataræði
dró algjörlega úr mér orku og kraft.“
Fagaðilar nauðsynlegir
Árið 2006 leitaði Þóra sér hjálpar. „Ég
trúði því að það væri möguleiki á að
lifa án þess að glíma við þetta dag
frá degi og fann meðferðaraðila sem
hjálpuðu mér. Það er fjöldi fólks sem
ákveður að hætta að borða sykur upp
á sitt einsdæmi og tekst það mjög vel
en þegar fólk sem er með sykurfíkn
fær sykur fer eitthvað í gang í heilan-
um líkt og þegar alkóhólisti fær alkó-
hól. Þess vegna vill Matarheill opna
meðferðarheimili þar sem sykur- og
matarfíklar geta leitað til reyndra fag-
aðila til að fá hjálp til að komast yfir
erfiðasta hjallann.“
Forréttindi að vera
laus við sykur
Þóra segir offitu ekki hafa verið
stærsta vandamálið hjá henni. „Mitt
vandamál var fyrst og fremst fólgið
í viðbrögðum líkamans eftir neyslu
á matvöru sem innihélt sykur,“ segir
Þóra sem hefur verið í fráhaldi frá
2006. Aðspurð segist hún ekki sakna
sætinda. „Það eru aðallega viðburð-
ir sem eru rótgrónir í okkar samfé-
lagi og tengjast því að borða ákveðna
fæðu sem henta mér illa og þá finn
ég stundum fyrir söknuði. Ég sakna
ekki bragðsins af matnum sem ég
vel að borða ekki. Mér finnst dásam-
leg forréttindi að vera laus við sykur-
inn. Maturinn á mínu matarplani er
bragðgóður og hollur og ég hlakka
til að neyta hans á hverjum degi. Það
eru ekkert annað en lífsgæði að fá að
borða slíkan mat og því fylgir mikið
frelsi að losna undan sífelldri löngun
í að svala sykurþörf.“
Alvarleg fíkn
Aðspurð um ráð handa þeim sem
standa í sömu sporum og hún fyrir
árið 2006 segir hún að fyrstu skrefin
séu að átta sig á og viðurkenna að um
mein eða fíknisjúkdóm sé að ræða.
„Það er til lausn en til þess að geta
hjálpað öllu því góða fólki sem glím-
ir við sykur- og matarfíkn þurfum við
meðferðarmiðstöð, svona eins og
áfengissjúklingar hafa Vog. Það er
mjög mikilvægt að þessi fíkn sé tek-
in alvarlega. Offita veldur sjúkdóm-
um og ríkið greiðir háar fjárhæðir
vegna sjúkdóma í tengslum við offitu.
Það væri mun minni kostnaður af því
að reka svona miðstöð heldur en að
bregðast við þegar skaðinn er skeður.
Það er hægt að grípa miklu fyrr inn í
og hjálpa fólki.“
Þóra segir lífið mun betra nú
þegar hún er laus við sykurfíknina.
„Það er fyrst og fremst gríðarleg aukin
orka sem fylgir því að innbyrða þær
fæðutegundir sem henta mér. Ég þarf
minni svefn og stunda íþróttir sem ég
hafði ekki orku í hér áður fyrr og er til
að mynda að keppa í þríþraut,“ seg-
ir hún en bætir við að hún hafi ekki
hugmynd um hvort hún sé í sínu
besta formi enda sé það aukaatriði.
„Ég er alveg laus við líkamsþráhyggj-
una og keppi ekki við staðalímyndir.
Í rauninni finnst mér þessar staðalí-
myndir kvenna mannréttindabrot.
Það fóru mörg ár í þessa líkamsþrá-
hyggju en með réttri vinnu hefur
mér tekist að losna við allt slíkt. Ég
er bara rosalega sátt við mig eins og
ég er.“ n
indiana@dv.is
n Segir sykur- og matarfíkla þurfa á meðferðarmiðstöð að halda
„Þegar þú hef-
ur fundið þinn
botn ertu tilbúinn til
að reyna allt.
„… þegar fólk sem er
með sykurfíkn fær
sykur fer eitthvað í gang
í heilanum líkt og þegar
alkóhólisti fær alkóhól.
Alvarlegt mál Þóra Björk segir
mikilvægt að sykur- og matarfíkn
sé tekin alvarlega enda kosti
sjúkdómar tengdir offitu ríkið miklar
fjárhæðir á hverju ári.