Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 44
44 Sport 12.–14. apríl 2013 Helgarblað harðnandi botnbarátta L okaspretturinn í ensku úrvals- deildinni er hafinn og liðin eiga eftir að leika sex til sjö leiki. Leikirnir sem framund- an eru, um og eftir helgina, munu ef til vill skera úr um það hvort Manchester United hamp- ar enska meistaratitlinum eða hvort ríkjandi meistarar, óþekku og forríku grannarnir í City, muni ógna topp- liðinu. Manchester United hefur 12 stiga forystu á City núna þegar liðin eiga sjö leiki eftir. Tuttugu og eitt stig er því í potti hvors liðs. Kraftaverk þarf til Ljóst má vera að City þarf að vinna alla leikina sem eftir eru. Liðið getur mest komist í 86 stig. United þarf að- eins að vinna þrjá leiki til viðbótar til að ná þeim stigafjölda. Að auki þyrfti City að vinna upp átta marka forskot United. Ef United vinnur þá tvo leiki sem liðið á fyrir höndum, um og eft- ir helgi, gegn Stoke og West Ham, má segja að titillinn sé nánast í höfn. Sigur City á United um síðustu helgi verður varla annað en skammgóður vermir í hjarta stuðningsmanna bláa liðsins. Allt bendir til þess að Alex Ferguson muni landa 20. titli Manchester United. Með sárt ennið Þrjú lið berjast nú hatrammlega um tvö laus sæti, sæti þrjú og fjög- ur, sem gefa þátttökurétt í Meistara- deild Evrópu. Chelsea stendur þar best að vígi með 58 stig og leik til góða á Tottenham, sem hefur sama stigafjölda. Arsenal á einnig leik til góða á Tottenham og gæti haft sætaskipti við granna sína. Totten- ham leikur ekki í deildinni um helgina en Arsenal og Chelsea eiga bæði snúna leiki. Falldraugurinn í essinu sínu Þó lítil spenna sé ef til vill á toppi deildarinnar, verður seint sagt að úrslitin séu ráðin. Þegar sex til sjö umferðir eru eftir af deildinni eru það aðeins fjögur eða fimm lið sem sigla lygnan sjó og hafa að litlu að keppa. Á botni deildarinnar er spenn- an í algleymingi. Falldraugur- inn margumtalaði hrellir enn fjöl- mörg lið en fátt virðist geta bjargað Reading og Queens Park Rangers frá falli. Wigan, Sunderland, Aston Villa og Stoke eru öll í bráðri fall- hættu. Norwich, Newcastle, West Ham og jafnvel Southampton eru enn ekki hólpin, þó þau standi held- ur betur að vígi. Enginn eigin legur stórleikur er á dagskrá helgarinnar og næstu viku en nágrannaslag- ur Newcastle og Sunder land er þó allrar athygli verður. Sunderland þarf nauðsynlega á öllum þremur stigunum að halda en Newcastle getur með sigri nánast gulltryggt áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni. Óhætt er að spá spennandi leik. n Vissir þú … … að Gareth Bale er sá leikmaður í ensku úr- valsdeildinni sem oftast hefur verið valinn maður leiksins í vetur. Honum hefur 10 sinnum hlotnast sá heiður. Næstur kemur Santiago Cazorla, leikmaður Arsenal. … að Luis Suárez er sá leikmaður í deildinni sem á flest skot á mark að meðaltali í leik. Suárez á 5,6 skot að jafnaði á mark andstæðinganna. Næstur kemur Gareth nokkur Bale, sem leikur á miðjunni. … að fjórir Belgar eru á lista yfir þá 20 leikmenn deildar- innar sem best hafa spilað í vetur, samkvæmt whoscored.com. Þeir eru Christian Benteke, Marouane Fellaini, Kevin Miralls og Romelu Lukaku. Fimm Englendingar eru á listanum. … að David Silva á oftast allra úrslita- sendingar, eða 3,3 að meðaltali í leik. … að Michael Williamson hjá Newcastle United er sá leikmaður í deildinni sem oftast hreinsar frá marki. Það gerir hann 14,3 sinnum að meðaltali í leik. … að Adel Taarabt hjá QPR er sá leikmaður sem oftast sólar leikmenn, eða hleypur fram hjá andstæðingun- um með boltann. Það gerir hann 3,3 sinnum að meðaltali í leik. Luis Suárez er næstur með 2,9, eins og Jack Wilshere hjá Arsenal. … að Belginn Christian Benteke hjá Aston Villa er oftast dæmdur rangstæður, eða 1,6 sinnum að meðaltali í leik. … að sá leikmaður sem á flestar tæklingar í deildinni er Lucas Leiva hjá Liverpool. Hann tæklar andstæðinga sína 4,5 sinnum í leik að jafnaði. Laugardagur - 13. apríl Arsenal – Norwich „Arsenal er í harðri baráttu um Meistara- deildarsæti á meðan Norwich hefur verið í ruglinu undanfarnar vikur. Þeir verða áfram í fallbaráttunni. 3–0 heimasigur.“ Aston Villa – Fulham „Ég ætla að spá 1–1 jafntefli. Villa hefur verið á fínu skriði en Fulham er óútreiknan- legt lið. Berbatov nær í stig í lokin.“ Everton – QPR „Formlegri dagskrá QPR er bara lokið. Klúðruðu þessu endanlega um síðustu helgi og það stendur ekki steinn yfir steini hjá þeim. Falllyktina af liðinu leggur alla leið til Íslands. Everton vinnur 4–1.“ Reading – Liverpool „Þetta verður 2–0 sigur Liverpol. Luis Suárez er of góður fyir varnarmenn Reading, sem geta farið að búa sig undir Championship- deildina, þar sem þeir munu leika á næsta tímabili.“ Southampton – West Ham „Þessi lið eru jöfn að stigum fyrir leikinn en Southampton spilar betri og skemmtilegri fótbolta. Heimamenn vinna 2–0.“ Sunnudagur - 14. apríl Newcastle – Sunderland „Þessi leikur byrjar eldsnemma að morgni til svo stuðningsmenn liðanna séu í sæmi- legu ásigkomulagi þegar leikurinn hefst. Svakalegur grannaslagur. Hann fer 2–2, eftir frábæran leik.“ Stoke City – Man. United „Menn Ferguson rífa sig upp eftir tapið á móti City. Þetta verður týpískur útisigur hjá United. Þeir vinna 1–0. Van Persie skorar loksins aftur.“ Þriðjudagur - 16. apríl Arsenal – Everton „Þetta verður hörkuleikur. Held að Arsenal nái að knýja fram 2–1 sigur. Það er meira undir þeim megin.“ Miðvikudagur - 17. apríl Man. City – Wigan „Þarna verða óvænt úrslit. Mancini er sáttur við annað sætið. Wigan eru bestir á vorin og þeir vinna núna stórt lið á útivelli, eins og í fyrra. Wigan vinnur 2–1.“ West Ham – Man. United „Ég held að United vinni aftur 1–0 þarna. Þeir gera ekkert meira en þeir þurfa en landa þessum sigri. Það er komin viss þreyta í löngu boltana hjá Stóra Sam. Þeir vilja fara að komast í sumarfrí.“ Fulham – Chelsea „Ég ætla að spá jafntefli þarna. Chelsea- menn verða lúnir eftir bikarleikinn við City um helgina. Fulham nýtir sér það. Þetta verður bragðdauft jafntefli.“ United siglir titlinum í höfn Liverpool-aðdáandinn Magnús Már Einarsson, sem er ritstjóri fótbolti.net, telur að læri- sveinar Roberto Mancini muni tapa fyrir Wigan um helgina. Liðið hafi gefið titilvonir upp á bátinn. Á hinum enda deildarinnar spáir hann því að Aston Villa, Sunderland og Wigan bjargi sér öll frá falli í vor og Norwich eða Stoke muni bíða það hlutskipti að falla. n Ritstjóri fótbolti.net spáir í leikina n Telur að Norwich eða Stoke falli n Fjölmörg lið geta enn fallið n Magnús Már spáir óvæntum úrslitum Óvænt úrslit? Liðsmenn Wigan eru oftast í besta forminu á vorin. Þeir þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Englandsmeisturum Manchester City. Tekst þeim aftur að bjarga sér frá falli? Mynd ReuteRS Staðan í ensku úrvalsdeildinni 1 Man. Utd. 31 25 2 4 71:33 77 2 Man. City 31 19 8 4 57:27 65 3 Chelsea 31 17 7 7 61:33 58 4 Tottenham 32 17 7 8 55:40 58 5 Arsenal 31 16 8 7 61:34 56 6 Everton 31 13 13 5 49:37 52 7 Liverpool 32 13 10 9 59:40 49 8 West Brom 32 13 5 14 42:43 44 9 Swansea 32 10 11 11 43:42 41 10 Fulham 31 10 9 12 43:47 39 11 Southampton 32 9 10 13 46:53 37 12 West Ham 31 10 7 14 35:44 37 13 Newcastle 32 10 6 16 42:56 36 14 Norwich 32 7 14 11 30:49 35 15 Stoke 32 7 13 12 28:39 34 16 Aston Villa 32 8 9 15 35:59 33 17 Sunderland 32 7 10 15 34:45 31 18 Wigan 31 8 7 16 37:57 31 19 QPR 32 4 12 16 29:52 24 20 Reading 32 5 8 19 36:63 23 Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.