Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 28
28 Umræða 12.–14. apríl 2013 Helgarblað „Efla þarf kynferð- isbrotadeild lög- reglunnar og sérhæft starfsfólk þarf að koma að kynferðisbrotamálum á öllum stigum.L ýðræðisvaktin hefur á stefnu­ skrá sinni að setja á fót kyn­ ferðisbrotadómstól. Meðferð kynferðisbrota er í miklum ólestri og tekur alltof langan tíma. Það er óverjandi að fórnar­ lömb kynferðisbrota þurfi að bíða vikum, mánuðum og jafnvel árum saman eftir niðurstöðu í sínum málum. Ólíkt því sem kann að vera raunin í öðrum málum, skiptir tím­ inn sem ferlið tekur, frá kæru til niðurstöðu, miklu máli. Andleg og líkamleg heilsa fórnarlamba er í veði og fyrst að niðurstöðu fenginni getur fórnarlambið farið að vinna úr reynslunni og byggja líf sitt upp að nýju. Það var talið nauðsynlegt að setja á stofn fíkniefnadómstól og sérstakt embætti saksóknara til að rannsaka efnahagsbrotamál og ekki er þörfin minni fyrir kynferðisbrota­ dómstól. Brýnni ef eitthvað er vegna eðlis þeirra mála og afleiðinga fyrir þá einstaklinga sem brotið er á. Það yrði ekki mikill kostnaðarauki fyrir ríkið að setja á fót sérstakan kynferðis brotadómstól. Í fyrsta lagi myndi hann draga úr álagi á hinu hefðbundna dómskerfi og í öðru lagi myndi betri og hraðari meðferð kyn­ ferðisbrotamála draga úr alvarlegum afleiðingum fyrir fórnarlömbin, sem oft birtast í aukinni þörf fyrir heilsugæslu af ýmsu tagi, lyf og með­ ferðarúrræði, fyrir utan félagslegar afleiðingar af ýmsu tagi, sem kunna að reynast, bæði einstaklingum og því opinbera, dýrar. Ef dæmið væri reiknað til enda mætti hugsanlega færa að því rök að sparnaður yrði af sérstökum kynferðisbrotadómstóli. Það er umhugsunar virði af hverju ekki fleiri kynferðisbrota­ mál en raun ber vitni eru kærð (af þeim sem á annað borð er vitneskja um – flest bendir til þess að hin séu miklu fleiri sem aldrei koma upp á yfirborðið). Af þeim leiða fá til ákæru og enn færri til dómsniður­ stöðu. Dómarnir eru svo sum­ ir hverjir kapítuli út af fyrir sig og verða oft tilefni mikillar umræðu og gagnrýni. Flest rök hníga til þess að endur­ skoða þurfi allt ferlið. Efla þarf kyn­ ferðisbrotadeild lögreglunnar og sérhæft starfsfólk þarf að koma að kynferðisbrotamálum á öllum stig­ um. Einnig þarf að huga að hvernig bæta má þjónustu við fórnarlömb kynferðisafbrota á landsbyggðinni. Stígamót og Barnastofa gegna mikil­ vægu hlutverki og verða að geta sinnt því eins vel og kostur er. Það er hlutverk hins opinbera að sjá til þess að svo megi verða. Aukinna rann­ sókna er þörf á orsökum og umfangi kynferðisbrota í því skyni að efla forvarnir og auðvelda meðferð, bæði fórnarlamba og brotamanna. Fleira mætti tína til sögu en ljóst að víða er pottur brotinn. Kynferðisbrotadómstóll myndi ekki breyta öllu þar um, en yrði þó sannarlega eitt skref til úrbóta. Það skref er Lýðræðisvaktin tilbúin að taka. Höfundur skipar 1. sæti í Reykja- vík suður fyrir Lýðræðisvaktina. Kynferðisbrotadómstóll Aðsent Þórhildur Þorleifsdóttir Fullt gjald og jafnræði D eilan um stærstu auðlind Íslendinga, fiskistofnana og heimildir til að nýta þá, hefur nú plagað íslensku þjóðina í þrjá áratugi. Í umræðu hefur mikið borið á þeim misskilningi meðal fólks að sjáv­ arútvegsdeilan snúist aðeins um að þjóðin fái „sanngjarna auð­ lindarentu“ fyrir notkun á þessari sameiginlegu auðlind landsmanna. Málið ristir mun dýpra en það, enda snýr það ekki síður að því að allir landsmenn sitji við sama borð þegar kemur að möguleikum á því að nýta þessa sameiginlegu auð­ lind, að jafnræðis sé gætt þegar at­ vinnufrelsi manna er takmarkað, að allir sitji við sama borð, en ekki bara fáir. Deilan er því tvíþætt, þ.e. annars vegar um það hvernig út­ hlutun heimilda til veiða (kvóta) er háttað og hins vegar hvort þjóðin sé að fá réttmætt afgjald fyrir notk­ un auðlindarinnar. Í þessu efni hef­ ur mikið verið rætt um auðlinda­ ákvæði frumvarps stjórnlagaráðs, þ.e. 34. gr., þar sem í 4. mgr. segir: „Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almanna­ gæða, gegn fullu gjaldi og til tiltek­ ins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auð­ lindunum.“ Þegar talað er um fullt gjald þá er það gjaldið sem markaðurinn (útgerðarmenn sjálfir) er reiðubú­ inn til að greiða hverju sinni. Það er því aðeins með því að láta fara fram uppboð á heimildunum á opn­ um markaði að hægt er að leiða í ljós hvert slíkt gjald kemur til með að vera. Það er enn fremur lykilat­ riði, að þegar slík uppboð fara fram, að allir geti boðið í heimildirnar á jafnræðisgrundvelli. Öðruvísi yrði aldrei hægt að tryggja að fullt gjald fengist. Þetta helst því í hendur. Téð ákvæði frumvarps stjórnlaga­ ráðs uppfyllir því að auki kröfur Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem gerðar voru í frægu áliti nefndarinnar í máli íslensku sjómannanna frá 2007. Auðlindaákvæði frumvarps stjórnlagaráðs tekur því á og myndi leysa fyrir fullt og allt stærsta og hatrammasta deilumál Íslands­ sögunnar, deiluna um nytjastofna á Íslandsmiðum, með því að tryggja jafnræði við úthlutun og fullt gjald fyrir notkun auðlindarinnar. Órétt­ lætið sem við búum við í dag, yrði afnumið ef frumvarp stjórnlagaráðs yrði að stjórnarskrá. Þórður Már Jónsson hdl., 2. sæti XL í NA-kjördæmi og Finnbogi Vikar, viðskiptalögfr. og sjómaður, 1. sæti XL í Suðurkjördæmi Aðsent Þórður Már Jónsson Finnbogi Vikar Jónsson Fagmennska í þágu lýðræðis U ndanfarin ár hefur mikið verið rætt um vantraust á stjórnmálamönnum og að traust þjóðarinnar á Alþingi sé í sögulegu lágmarki, enda fari mestur tími stjórnmálamanna í karp um auka­ atriði og eiginhagsmuna­ og kjör­ dæmapot. Það er margt til í því og full ástæða til að taka þessa gagn­ rýni mun alvarlegar en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessa neikvæðu umræðu um stjórnmál og Alþingi hefur það komið mér, sem aldrei hef komið nálægt stjórnmálum fyrr en nú, notalega á óvart hvað fólk er gríðarlega jákvætt og áhugasamt gagnvart því. Þótt það sé stundum ansi dómhart í garð stjórnmála­ manna, tali um að þeir séu nú ótta­ leg viðrini og himpigimpi, hefur það í raun tröllatrú á lýðræðinu og langar greinilega til að stokka mál­ in upp á Alþingi, öðlast nýja von. Í kjölfar rannsóknaskýrslu Al­ þingis og þeirra endurbótatillagna sem unnar voru upp úr henni (en hafa því miður ekki verið fram­ kvæmdar nema að litlu leyti) hefur mönnum orðið tíðrætt um að bæta þurfi vinnubrögðin á Al­ þingi, en minna hvernig. Hér er því tillaga: senda alla þá alþingis­ menn, reynda sem nýja, sem brátt verða kosnir til verka fyrir þjóðina á stutt en vel skipulagt verkefna­ stjórnunarnámskeið. Verk­ efnastjórnun er aðferðafræði sem felur í sér undirbúning verkefna, þar með talda skipulagningu/áætl­ anagerð, og eftirlit með öllum þátt­ um verkefnis á framkvæmdatíma. Aðferðum verkefnastjórnunar er gagnlegt að beita á öll verk efni, hvort sem þau eru stór eða smá. Aðferðir verkefnastjórnunar hafa gefist mjög vel í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum hér­ lendis og hafa leitt til mun agaðri og skilvirkari vinnubragða en áður tíðkuðust. Alþingismenn koma úr ýmsum áttum og eru með ólíka menntun og reynslu. Það er hið besta mál enda er það hugmyndin með lýðræðinu. Þeim sem kosnir verða til setu á Alþingi í lok þessa mánaðar ber að nálgast það verk­ efni af auðmýkt og hógværð líkt og fulltrúar Besta flokksins gerðu þegar þeir tóku við stjórnar­ taumunum í Reykjavík. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur um vönd­ uð vinnubrögð og þær eiga bara eftir að aukast á næstu árum. Inn­ leiðing vandaðs verkefnastjórn­ unarkerfis sem væri lagað að þörf­ um þingmanna gæti eflt þá mjög í störfum sínum í þágu þjóðarinnar og þar með stuðlað að betra sam­ félagi og bjartari framtíð. Höfundur er þýðandi, í fjórða sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður. Aðsent Friðrik Rafnsson „Senda alla þá alþingismenn, reynda sem nýja, sem brátt verða kosnir til verka fyrir þjóðina á stutt en vel skipulagt verk- efnastjórnunarnámskeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.