Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 38
38 12.–14. apríl 2013 Helgarblað
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
„Alveg hreint
ágætis afþreying“
„Kristján er listamaður sem
þjóðin getur verið stolt af“
Ófeigur snýr aftur
Ágúst Guðmundsson
Blam! Kristján Ingimarsson
og Jesper Pedersen
Þrjár
smá-
sögur
á einu
kvöldi
n Verkið Núna! frumsýnt á föstudag n Þrjú ung leikskáld skrifuðu verkið
M
unurinn á þessu og venju-
legum sýningum er að
þetta er eins og að heyra
þrjár smásögur á einu
kvöldi,“ segir Valur Freyr
Einarsson, einn leikara í verkinu
Núna! sem frumflutt verður í kvöld,
föstudag. Borgarleikhúsið hefur valið
sex ung leikskáld til að skrifa stutt
verk um íslenskan samtíma og þrjú
þeirra hafa nú verið valin til sviðsetn-
ingar. Valur Freyr var kosinn leikari
ársins á Eddunni í fyrra og sýning
hans Tengdó hefur heldur betur sleg-
ið í gegn. Hann starfrækir leikhópinn
CommonNonsense ásamt eiginkonu
sinni Ilmi Stefánsdóttur og hafa þau
vakið athygli á undanförnum árum
fyrir nýstárlegar sýningar á mörkum
myndlistar og leikhúss.
Tilgangurinn að virkja
unga höfunda
Verkin þrjú í Núna! eru sýnd sama
kvöldið og Valur Freyr segir að hug-
myndin hafi komið frá Borgarleik-
húsinu og tilgangurinn sé að virkja
unga höfunda til að skrifa fyrir leik-
hús. Það geti verið erfitt að og trú-
lega veigri margir ungir höfund-
ar sér við því. „Þetta er langt ferli.
Maður skrifar eitthvað og vonar svo
að einhver fóstri það og vilji æfa
það og setji það loks á svið.“ Hon-
um finnst því mjög gott framtak hjá
leikhúsinu að stuðla að leikritun
með þessum hætti og sér í lagi að fá
ungt fólk til að skrifa. „Það er mikil-
vægt að fá nýtt blóð inn því það er
alltaf verið að reyna að sá fræjum
sem geta hugsanlega orðið að stór-
um höfundum í framtíðinni.“
Allt miklu brattara
Höfundarnir þrír fengu mjög skýran
ramma um hvernig verkið ætti að
vera. Þau áttu að skrifa hálftíma verk
sem hægt væri sýna með öðrum
verkum sama kvöld. „Formið á þessu
er öðruvísi á þann hátt að í lengri
verkum hefur þú tíma til að byggja
upp og kynna persónurnar jafnvel
alveg fram að hléi og þá fer eitthvað
„aktion“ í gang. Í Núna! er allt miklu
brattara og öðruvísi í laginu,“ segir
Valur Freyr.
Hann segir undirbúninginn
einnig hafa verið öðruvísi en fyrir
hefðbundna sýningu. „Þetta hefur
verið svolítið sérstakt ferli því vana-
lega byrjar maður að æfa og það ferli
tekur um það bil átta vikur. Hægt og
sígandi er svo unnið að frumsýningu
en í þessu þurftum við að skipta vik-
unum niður á verkin þrjú. Ég æfði
til dæmis fyrir eitt verkanna í þrjár
vikur og fékk svo þriggja vikna frí.
Við erum samt búin að hafa tíu daga
núna til að vinna að frumsýningu
á öllum verkunum og náð að renna
þeim saman.“ Það er því búinn að
vera frekar sérstakur inngangurinn
að þessari frumsýningu.
Ólík innbyrðis
Valur segir að verkin tengist á þann
hátt að þau eru skrifuð af ungum höf-
undum sem spretta úr sama menn-
ingarheimi sem skrifa í núinu. „Að
öðru leyti unnu þau þetta algjör-
lega sjálfstætt hvert og eitt og verk-
in eru því mjög ólík innbyrðis og við
Grímuverðlaun
fyrir Tengdó
Valur Freyr samdi leikritið Tengdó sem
hefur fengið gífurlega góðar viðtökur
en þar segir hann sögu tengdamóður
sinnar. Í verkinu birtist sönn saga
ástandsbarns sem leitar föður síns
áratugum saman. Áhorfendur fylgjast
með djúpstæðri þrá barnsins til að kynn-
ast uppruna sínum en um leið er horft
gagnrýnum augum á íslenskt samfélag.
Í sögunni takast á gleði og sorg því leitin
að sannleikanum er í senn falleg og
þyrnum stráð. Sýningin fékk verðlaun
fyrir sýningu ársins á Grímunni 2012 auk
þess sem Valur Freyr hlaut leikskálda-
verðlaun ársins og verðlaun sem leikari
í aðalhlutverki. Jón Viðar Jónsson gaf
sýningunni fullt hús stiga í leikhúsdómi
sem birtist í DV.
Mýs og menn Valur Freyr er einn af leikurunum í verki Steinbecks.
Verk eftir þrjá unga höfunda Verður
frumsýnt um helgina.
Valur Freyr
Einarsson Leikari
og leikskáld.
Mynd SigTryggur Ari
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is