Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 25
Íslenskt ríkisfang
dugar ekki til
Fólk þráir
2007 aftur
Guðmundur Franklín Jónsson ekki kjörgengur. – huni.is Ómar Ragnarsson vísar til mikillar fylgisaukningar Framsóknarflokks. – DV.is
Þögn á þingi
Spurningin
„Til að tala máli lands og þjóðar
– nei.“
Gestur H. Hilmarsson
29 ára heimspekingur
„Nei.“
Pétur Óskar Hjörleifsson
31 árs starfsmaður í fjarskiptaiðnaði
„Nei, ég treysti engum í Sjálf-
stæðisflokknum.“
Jelena Schally
27 ára listakona
„Ég er með blendnar tilfinningar því
hann er svo djöfull myndarlegur.“
Unnur Karen Karlsdóttir
27 ára söngkona
„Ég veit ekki hvort ég treysti hon-
um en ég myndi aldrei „chilla“
með honum.“
Geoffrey Þ. Huntington-Williams III
listnemi og barkarl
Treystir þú
Bjarna Ben?
1 Mikil ólga innan Sjálfstæðis-flokksins Stuðningsmenn Bjarna
Benediktssonar eru ósáttir við könnun
Viðskiptablaðsins sem sýndi að
flokknum gengi betur með Hönnu Birnu
sem leiðtoga.
2 „Flipp sem varð óvart vinsælt“ Útvarpsmaðurinn Doddi litli
snýr aftur í hlutverki tónlistar fígúrunnar
Love Guru eftir margra ára hvíld.
Mun hann troða upp á skemmtistað í
Keflavík.
3 Þrýst á Bjarna Ben að stíga til hliðar Verulegur beinn þrýstingur er á
Bjarna Ben að víkja úr formannsstólnum
í ljósi veikrar stöðu hans og lítils fylgis
Sjálfstæðisflokksins í könnunum.
4 Fráfarandi formaður VR og ástkona stefna DV Stefán Einar
Stefánsson, fráfarandi formaður VR, og
unnusta hans, Sara Lind Guðbergsdóttir,
hafa stefnt DV fyrir meiðyrði og krefjast
miskabóta vegna umfjöllunar blaðsins.
5 Svipti sig lífi eftir hópnauðgun Hin 17 ára gamla Rehtaeh Parson svipti
sig lífi vegna eineltis sem hún varð fyrir
eftir hópnauðgun.
6 Simmi og Jói hætta Fabrikku-félagarnir hætta með vinsælan
útvarpsþátt sinn á Bylgjunni og einbeita
sér að öðrum verkefnum.
Mest lesið á DV.is Goðsögn er fallin
S
varthöfði er mjúkur maður. Tár-
votur koddi hans að kvöldi þriðju-
dagsins 9. apríl er til marks um
þetta. Einhver sagði að enginn
myndi gráta járnkarl, en andlát járnfrú-
arinnar var mikið áfall fyrir Svarthöfða.
Vissulega var hún ellihrum, Svarthöfði
vissi það, en einhvern veginn trúði hann
því að hrein seigla hennar og þrjóska
myndi sigra sjálfan dauðann.
Hann minnist þess með melankólíu
í hjarta þegar hann hitti tvær goðsagn-
ir sínar á skemmtilegri móttöku hér um
árið – járnfrúna og skelegga prófessor-
inn; kökuritsmeistarann Hannes Hólm-
stein og sósíalistabanann Margréti
Thatcher í holdi og blóði, á sama stað,
og sama tíma. Svarthöfða fannst ótrúlegt
að tími og rúm sveigðust ekki.
Það hefur enginn – Svarthöfði endur-
tekur: enginn – stjórnmálamaður verið
eins fimur og hnyttinn í tilsvörum og
Margrét Thatcher. Það er ástæða fyr-
ir því að sósíalistar eru vanalega sagðir
„ rauðir“. Járnfrúin gerði þá kjaftstopp
og þeir urðu svo bandóðir í kjölfarið að
það varð nánast lenska að tala um þá
„eldrauðu“.
„Margrét Thatcher breikkaði bilið á
milli auðstéttarinnar og öreiganna,“ var
kallað á þinginu: „En það urðu allir rík-
ari!“ þrumaði járnfrúin. „Hæstvirtur
sósíalisti vill semsagt gera þá fátæku fá-
tækari,“ ályktaði hún og sá rauði þagði,
enda hafði hún hitt naglann á höfuðið
þar.
Thatcher-lögmálið varð til á ferli
hennar: „Því ríkari auðstétt, því ríkari ör-
eigastétt.“ Gnægtirnar eru í frjálshyggj-
unni, það varð vísindaleg staðreynd
og er enn. Sú er arfleifð járnfrúarinnar.
Svarhöfði veit að hún fellur ekki í
gleymsku: kökuritsmeistarinn skeleggi
hefur þegar haldið vísindalegum próf-
unum í málinu áfram: Sneið ríkisins
minnkar, en kakan stækkar. Gnægtirnar
eru endalausar. Nýjustu niðurstöður: Þú
getur átt kökuna og borðað hana líka.
„Þökk sé Thatcher,“ sagði Svarthöfði með
spenntar greipar áður en hann gæddi
sér á frönsku súkkulaðikökunni.
Í
heita pottinum sat náungi um
daginn, hann er frægur fyrir að
vera sjálfstæðismaður og auk þess
er hann þekktur braskari. En núna
opnar hann ekki munninn án þess að
mæra Framsóknarflokkinn. Maður
þessi er alltaf besti vinur aðal. Hann
er þessi íslenska, gerilsneydda smá-
sál sem alltaf hengir sig á sigurvegara.
Og þá gildir einu hvort sigurvegararn-
ir eru góðmenni eða glæpahyski.
Hann maraði þarna í hálfu kafi og var
einsog hann ætti í stökustu erfiðleik-
um með að þola sjálfan sig; einsog
hann væri að reyna að heyra ekki það
sem hann sagði. Það skein eiginlega
í gegn, að hann ætlaði ekki og ætlar
ekki að styðja Bjarna Ben. Og það
skein einnig í gegn að maður þessi
álítur fjórflokkinn vera landvætti Ís-
lands. En sem besti vinur aðal á þessi
maður ábyggilega þann kost vænstan
að súpa hressilega á soranum og
kyngja þeirri staðreynd að fáir læka
það sem lélegt er.
Jæja, þá fer ég bráðum að kom-
ast að efni dagsins. Þetta fjallar um
einræðu pottverjans. Hann sagði
okkur hinum – í óspurðum fréttum –
að sér þætti gleðiefni, að lýðræðið á
þingi leyfði íhaldinu að stunda mál-
þóf, hann sagði okkur að ríkisstjórn
Jóhönnu hefði ekki gert neitt af viti
og að allar tilraunir til að eyðileggja
kvótakerfið og stjórnarskrána hefðu
sem betur fer mistekist. Bullið sem
uppúr honum vall, var þess eðlis að
enginn í pottinn gat með nokkru móti
verið honum sammála, (hér er pott-
verjinn sá arna að sjálfsögðu með-
talinn). Hann talaði í svona klisjum
einsog við eigum að venjast frá gáfna-
ljósunum: Birgi Ármannssyni, Jóni
Gunnarssyni og Vigdísi Hauksdóttur.
Þetta var svona orðræða sem allir
skammast sín fyrir; einkum þeir sem
leyfa slíku að fara um varir.
Núna er ég orðinn þreyttur og
leiður á að tala um mannkertið í heita
pottinum og sný mér að einlægri
gagnrýni á fjórflokkinn. En ég tel að
fjórflokkurinn sé einn sá versti baggi
sem þessi þjóð getur burðast með.
Samtryggingin er vilja þjóðarinnar
yfirsterkari þegar gasprarar þingsins
taka til siðspilltra málanna. Þessum
slóttugu delum tekst, einhvern veg-
inn í ósköpunum, alltaf að drepa
öllum góðum málum á dreif. Það er
einsog ósýnileg hönd sé að færa þá á
milli svartra og hvítra reita. Og þegar
fjórflokkurinn þagnar, er einsog mað-
ur vilji helst af öllu að þingið komi
aldrei aftur saman – svo yndisleg er
þögnin.
Við megum ekki láta það gerast að
hrunverjar komist hér aftur að kjöt-
kötlum. Ég hvet því alla Íslendinga til
að kjósa og kjósa bara eitthvað ann-
að en fjárans fjórflokkinn. Þeir sem í
nafni þess fyrirbæris fara fram, ætla
ekki að fara að vilja þjóðarinnar, það
hafa þeir aldrei gert og hvers vegna í
fjandanum ættu þeir að fara að gera
það núna, eftir allt sukkið sem þeir
hafa komist upp með fram til þessa?
Sjálfur ætla ég að kjósa Lýðræðis-
vaktina, ekki einvörðungu vegna þess
að sá sem allajafna skrifar á síðuna
hérna við hliðina er maður að mínu
skapi, heldur fyrst og fremst vegna
þess að ég vil BREYTINGAR!
Ég mun aldrei kjósa það fólk sem
hefur svikið öll loforð sem það hefur
gefið. Fjórflokkurinn ætti að auglýsa
eigin jarðarför sem allra fyrst. Við ætt-
um öll að sjá sóma okkar í því að gefa
þrjótunum ekki annan séns.
Þið sem bara blekkið fólk
og bölið okkur skaffið,
þið eitrið landans móðurmjólk
og mígið útí kaffið.
Leitað að nálinni Svo virtist sem viðskiptavinir á geisladiskamarkaði í Perlunni færu sér að engu óðslega enda margir titlar í boði, sumir á betri kjörum en aðrir.
Mynd: Sigtryggur ariMyndin
Svarthöfði
Umræða 25Helgarblað 12.–14. apríl 2013
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson
Þau hata sjálf-
stæða Leoncie
Söngkonan fer ófögrum orðum um Björk og Sigur Rós – DV.is