Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 12.–14. apríl 2013 Helgarblað
Tannlækningar barna ókeypis
n Tímamótasamningur í höfn
S
júkratryggingar Íslands og Tann
læknafélag Íslands undirrit
uðu á fimmtudag samning um
tannlæknaþjónustu fyrir börn
og unglinga yngri en 18 ára. Markmið
samningsins er að börn og unglingar
fái nauðsynlega tannlæknaþjónustu
óháð efnahag foreldra.
Samningurinn byggir á tillögum
starfshóps sem Guðbjartur
Hannesson velferðarráðherra skipaði
í fyrra. Kostnaðurinn nemur einum og
hálfum milljarði árlega en framvegis
munu öll börn hafa sinn eigin heim
ilistannlækni. Markmiðið er að tann
heilsa á Íslandi verði eins og best gerist
á Norðurlöndunum.
Samningurinn mun taka gildi í
áföngum. Þann 15. maí mun hann taka
til 15, 16 og 17 ára barna, en í septem
ber munu bætast við 3, 12, 13 og 14 ára
börn. Í janúar á næsta ári bætast 10 og
11 ára börn við. 1. janúar 2015 bætast
8 og 9 ára börn við, 1. janúar 2016
bætast 6 og 7 ára börn við. Þann 1. jan
úar 2018 mun samningurinn einnig ná
til 4 og 5 ára barna en árið eftir mun
hann ná til allra barna yngri en 18 ára.
Fram kemur í tilkynningu að ástæðan
fyrir þessari röðun sé sú að vandinn sé
mestur hjá elstu börnunum.
Óhætt er að segja að samningurinn
marki tímamót því síðasti samningur
við tannlækna rann út 1998. n
simon@dv.is
R
úmlega 30 milljarða króna
eignir Vátryggingafélags Ís
lands (VÍS) runnu til móð
urfélags þess Exista í mars
2007. Um var að ræða eignir
sem aðallega voru hlutabréf, meðal
annars í Kaupþingi. Eignirnar voru
í eigu dótturfélagsins VÍS 3 ehf.
sem stofnað var sérstaklega til þess
að halda utan um þessar eignir.
Það félag var aftur í eigu hollenska
eignarhaldsfélagsins Exista B.V. sem
var stærsti hluthafi Exista. VÍS 3 ehf.
seldi þessar 30 milljarða eignir sem
sagt til Exista B.V. og eignaðist kröfu
á móti.
Í lok árs 2007 afskrifaði VÍS 3 ehf.
svo kröfuna á Exista B.V. sem þá nam
meira en 31 milljarði króna og var
félaginu slitið. Um þetta segir í árs
reikningi VÍS 3 ehf. fyrir árið 2008: „Í
lok árs 2007 átti félagið kröfu á hend
ur móðurfélagi sínu, þ.e. Exista BV
sem var eini hluthafi félagsins. Tekin
var sú ákvörðun að skuldajafna stöð
um á milli félaganna, þ.e. VÍS 3 og
Exista B.V., með því að lækka hlutafé
VÍS 3. ehf. Samhliða því yrði félaginu
VÍS 3. ehf. slitið. Skuldajöfnun var
framkvæmd hjá báðum félögunum
þann 1. janúar 2008.“ Með þessu
móti voru eignir sem bókfærðar voru
upp á 30 milljarða króna komnar úr
eigu VÍS og í eigu Exista.
Eignir minnkuðu um
30 milljarða
Í ársreikningi VÍS fyrir árið 2007
kemur fram að eignir vátrygginga
félagsins hafi rýrnað um 30 milljarða
króna við skiptinguna, fóru úr tæp
lega 54 milljörðum króna og niður í
rúmlega 23 milljarða króna. Þar sagði
að rúmlega 30 milljarða króna eignir
hefðu runnið til Exista hf. „Í upphafi
árs 2007 var dóttur félagið VÍS 3 ehf.
stofnað. Í lok mars 2007 var félaginu
skipt upp þannig að dótturfélagið
VÍS 3 ehf. var aðskilið frá félaginu og
sameinað við Exista hf. Skiptingin
var byggð á efnahagsreikningi 31.
mars 2007.“
Þessar fyrrverandi eignir vá
tryggingafélagsins voru, eftir því sem
næst verður komist, áfram í eigu Ex
ista fram að bankahruninu 2008. Út
frá ársreikningi VÍS og VÍS 3. ehf. verð
ur ekki séð að greiðsla hafi borist fyrir
þessum eignum til VÍS.
Guðmundur Örn Gunnarsson, sem
tók við starfi forstjóra VÍS í ársbyrjun
2008, segist ekkert vita um þessi upp
skiptingu á eignasafni félagsins. Hún
hafi verið gerð áður en hann tók við
starfi forstjóra tryggingafélagsins.
VÍS uppfyllti alltaf
skilyrði um gjaldþol
Þessi uppskipting á eignasafni VÍS
varð þó ekki til þess að gengið væri
þannig á eignir tryggingafélagsins
að það uppfyllti ekki skilyrði um
lágmarksgjaldþol tryggingafélaga.
Eigin fjárstaða VÍS var mjög sterk á
þessum tíma og gat tryggingafélagið
fært þessar eignir út úr félaginu þar
sem eiginfjárstaðan var svo góð.
Einn af heimildarmönnum DV um
málið segir: „VÍS átti miklu meira eig
in fé en félagið þurfti að eiga lögum
samkvæmt. Félagið var í raun bara
að taka út eignir, færa niður eigin fé
og skala niður efnahagsreikninginn í
þá átt að eignir sem þar væru væru
áhættuminni og hentuðu betur starf
semi tryggingafélags. Fyrir þetta
var VÍS kannski frekar blanda af vá
tryggingafélagi og fjárfestingafélagi.“
Þessi viðmælandi DV segir að
þessar eignir hafi aldrei aftur kom
ist í eigu VÍS enda hafi uppskipt
ingin á eignasafni tryggingafélagsins
ekki verið til þess gerð. Hann segist
ekki vita hvað varð um eignirnar eftir
að þær fóru út úr VÍS. „Ég held að
mönnum hafi bara fundist þetta vera
mjög góð aðgerð. Að draga úr áhættu
innan tryggingafélagsins. Það kom
síðar í ljós, í hruninu, þegar félagið
fór í gegnum hrunið að búið var að
breyta eignasafninu þannig að ekki
voru lengur stöður í áhættusama
aðila eins og til dæmis Kaupþing.
Þetta voru svo áhættusamar eignir.
Það var verið að búa til félag sem var
eðlilegra tryggingafélag. Ég held að
það hafi verið rétt mat á þessum tíma
að gera þetta.“
Eftir stendur að VÍS var áhættu
sækið tryggingafélag fyrir þessa að
gerð þar sem það fjárfesti í áhættu
sömum eignum sem það síðar losaði
sig við. Jafnframt er ekki vitað hvað
varð nákvæmlega um þessar eignir
eftir að þær fóru úr bókum VÍS þó
vitað sé að þær hafi runnið til Exista.
Ekki náðist í Sigurð Valtýsson,
fyrrverandi forstjóra Exista, stjórnar
formann VÍS og stjórnarformann VÍS
3. ehf., til að spyrja hann um málið. n
„Tekin var sú
ákvörðun að
skuldajafna stöðum á
milli félaganna, þ.e. VÍS 3
og Exista B.V., með því að
lækka hlutafé VÍS 3. ehf.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
30 milljarðar VÍS
fóru til HollandS
n Vátryggingafélagið átti áhættusöm hlutabréf fyrir 30 milljarða í mars 2007
Horft til Hollands Ekki er vitað
hvað varð um eignirnar sem runnu út
úr VÍS og til Exista í mars 2008. Bakka
bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmunds
synir voru aðaleigendur Exista.
Komst ekki
í kaffiboð
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð
herra neyddist til að afþakka kaffi
boð sem samtök foreldra samkyn
hneigðra barna buðu henni í í Kína,
en þar er hún stödd í opinberri
heimsókn ásamt eiginkonu sinni
Jónínu Leósdóttur. Jóhanna gat ekki
gefið sér tíma til að setjast niður í
kaffi með grasrótarsamtökunum
PFLAG þar sem dagskrá hennar
ytra er hreinlega of þétt skipuð.
Samkvæmt kínverska fjölmiðlinum
South China Morning Post segja
forsvarsmenn samtakanna að þrátt
fyrir þetta sé heimsókn Jóhönnu
og Jónínu Leósdóttur mikil hvatn
ing fyrir þau og sendi kínverskum
stjórnvöldum ákveðin skilaboð.
Vinsælli
en Bjarni
Væri Hanna Birna Kristjánsdóttir
leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í stað
Bjarna Benediktssonar fengi sá
flokkur helming þess fylgis sem nú
segist fylgja Framsóknarflokknum
að málum að því er fram kem
ur í nýrri könnun MMR sem Við
skiptablaðið greinir frá.
Niðurstaðan er að Hanna Birna
myndi sækja töluvert fylgi frá
Framsóknarflokknum sem í nýju
stu könnunum mælist með yfir 30
prósenta fylgi. Af þeim er afstöðu
taka segjast 44 prósent þeirra sem
fylgja Framsóknarflokki að málum
nú myndu lýsa yfir stuðningi við
Sjálfstæðisflokk væri Hanna Birna
leiðtogi flokksins. Um 19 prósent
svarenda segjast örugglega munu
gera það og 25 prósent mjög lík
lega.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur
dalað jafnt og þétt síðustu vikur
samkvæmt könnunum og mælist
fylgi flokksins nú vel undir síðasta
kjörfylgi hans.
Við undirritun Samn
ingurinn mun taka gildi í
áföngum.