Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 12.–14. apríl 2013
Hundruð mála brunnu inni
6 Veitingastaðir, gististaðir og skemmt-anahald (löggæslukostnaður)
Árni Johnsen
6 Verðtrygging neytendasamninga (breyting ýmissa laga)
Lilja Mósesdóttir
6 Vextir og verðtrygging (hámark vaxta)Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
6 Vextir og verðtrygging og fjármála-fyrirtæki (tímabundin úrlausn vegna
gengistryggðra lána)
Eygló Harðardóttir
6 VirðisaukaskatturEygló Harðardóttir
6 Virðisaukaskattur (endurgreiðsla skatts af refa- og minkaveiðum)
Einar K. Guðfinnsson
6 Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (heildarlög)
velferðarráðherra
6 Þingsköp Alþingis (umræðutími þingmála)
Siv Friðleifsdóttir
6 Þingsköp Alþingis (þingseta ráðherra)Valgerður Bjarnadóttir
6 Þjóðaratkvæðagreiðslur (heildarlög) Þór Saari
6 Þjóðhagsstofa (heildarlög), Eygló Harðardóttir
6 Örnefni (heildarlög)mennta- og
menningarmálaráðherra
Í nefnd eftir 1. umræðu
6 40 stunda vinnuvika (færsla frídaga að helgum)
Róbert Marshall
6 Almannatryggingar (frítekjumark lífeyris)
Margrét Tryggvadóttir
6 Almenn hegningarlög (öryggisráðstaf-anir o.fl.)
innanríkisráðherra
6 Barnalög (stefnandi barnsfaðernis-máls)
Jónína Rós Guðmundsdóttir
6 Byggingarvörur (heildarlög, EES-reglur)
umhverfis- og auðlindaráðherra
6 Eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru (framleiðsla og dreifing áburðar o.fl.)
atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
6 Endurskoðendur (prófnefnd, eftirlit o.fl., EES-reglur)
atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
6 Félagsleg aðstoð (bifreiðastyrkir hreyfihamlaðra)
Gunnar Bragi Sveinsson
6 Fjármál stjórnmálasamtaka og fram-bjóðenda og upplýsingaskylda þeirra
(bann við framlögum lögaðila o.fl.)
Þór Saari
6 Framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna (styttra tímamark)
Vigdís Hauksdóttir
6 Framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði (heildarlög)
innanríkisráðherra
6 Geislavarnir (heildarendurskoðun, EES-reglur)
velferðarráðherra
6 Hafnalög (ríkisstyrkir o.fl.)innanríkisráðherra
6 Hlutafélög (opinber hlutafélög o.fl., EES-reglur)
atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
6 Hlutafélög o.fl. (kennitöluflakk)atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
6 Húsaleigubætur (réttur námsmanna)Guðmundur Steingrímsson
6 Innheimtulög (víðtækara eftirlit o.fl.)atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
6 Kjarasamningar opinberra starfs-manna (afnám skylduaðildar að
verkalýðsfélagi)
Pétur H. Blöndal
6 Kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka)
Valgerður Bjarnadóttir
6 Kosningar til sveitarstjórnainnanríkisráðherra
6 Lagaskrifstofa Alþingis (heildarlög)Vigdís Hauksdóttir
6 Landflutningalög (flutningsgjald)Margrét Tryggvadóttir
6 Landslénið .is (heildarlög)innanríkisráðherra
6 Lax- og silungsveiði (deildir í veiðifé-lögum o.fl.)
atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
6 Lánasjóður íslenskra námsmanna (endurgreiðsla lána og niðurfelling)
Lilja Mósesdóttir
6 Lánasjóður íslenskra námsmanna (heildarlög)
mennta- og
menningarmálaráðherra
6 Lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur (heildarlög)
velferðarráðherra
6 Lögreglulög (fækkun umdæma o.fl.)innanríkisráðherra
6 Miðlun upplýsinga og vernd uppljóstr-ara (heildarlög)
Róbert Marshall
6 Miðstöð innanlandsflugs (hlutverk Reykjavíkurflugvallar, heildarlög)
Jón Gunnarsson
6 Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar (útreikningur fjárhæða, fjármögnun
niðurgreiðslna)
Einar K. Guðfinnsson
6 Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
6 Sala fasteigna og skipa (heildarlög)atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
6 Sala sjávarafla o.fl. (bætt samkeppn-isstaða innlendra fiskvinnslustöðva)
Þór Saari
6 Samningsveð (fasteignaveðlán – lyklafrumvarpið)
Lilja Mósesdóttir
6 Sjúkraskrár (aðgangsheimildir)velferðarráðherra
6 Skaðsemisábyrgð (ábyrgð dreifingar-aðila, EES-reglur)
innanríkisráðherra
6 Skipan ferðamála (stjórnsýsla og aukið öryggi ferðamanna)
atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
6 Skyldutrygging lífeyrisréttinda (skil-yrði fyrir greiðslu örorkulífeyris o.fl.)
fjármála- og efnahagsráðherra
6 Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (fjár-
festingarheimildir)
fjármála- og efnahagsráðherra
6 Slysatryggingar almannatrygginga (heildarlög)
velferðarráðherra
6 Starfskjör launafólks og skyldu-trygging lífeyrisréttinda (þak á laun
forsvarsmanna verkalýðsfélaga)
Margrét Tryggvadóttir
6 Stimpilgjald (afnám gjalds vegna kaupa á íbúðarhúsnæði)
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
6 Stjórn fiskveiða (uppboð aflaheimilda)Þór Saari
6 Stjórnarskipunarlög (ákvæði um breytingar á stjórnarskrá)
Pétur H. Blöndal
6 Strandveiðar (heildarlög)Ólína Þorvarðardóttir
6 Sveitarstjórnarlög (fjöldi sveitar-stjórnarfulltrúa og efling íbúalýð-
ræðis)
Þór Saari
6 Sviðslistalög (heildarlög)mennta- og
menningarmálaráðherra
6 Umgengni um nytjastofna sjávar (stjórnvaldssektir og viðurlög)
atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
6 Úrvinnslugjald (hækkun gjalds)fjármála- og efnahagsráðherra
6 Útlendingar (heildarlög, EES-reglur)innanríkisráðherra
6 Vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga (markaðssetning o.fl.,
EES-reglur)
atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
6 Vernd, friðun og veiðar á villtum fugl-um og villtum spendýrum (selir)
Birgitta Jónsdóttir
6 Verndar- og orkunýtingaráætlun (flokkun virkjunarkosta og gerð orku-
nýtingaráætlunar)
Bjarni Benediktsson
6 Virðisaukaskattur (margnota barna-bleiur)
Lilja Mósesdóttir
6 Vopn, sprengiefni og skoteldar (heildarlög, EES-reglur)
innanríkisráðherra
6 Þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta (breyting ýmissa laga)
Eygló Harðardóttir
6 Þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður (álagsgreiðslur)
Mörður Árnason
6 Þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldar-merkið (rýmri fánatími og notkun
fánans í markaðssetningu)
Siv Friðleifsdóttir
6 Ökutækjatryggingar (heildarlög, EES-reglur)
atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
Bíða 2. umræðu
6 Áfengislög (skýrara bann við auglýs-ingum)
innanríkisráðherra
6 Happdrætti (Happdrættisstofa og bann við greiðsluþjónustu)
innanríkisráðherra
6 Hollustuhættir og mengunarvarnir (loftgæði, færanleg starfsemi, um-
hverfismerki o.fl., EES-reglur)
umhverfis- og auðlindaráðherra
6 Mat á umhverfisáhrifum (breyting á viðaukum, fjölgun tilkynningarskyldra
framkvæmda, EES-reglur)
umhverfis- og auðlindaráðherra
6 Meðferð sakamála (skilyrði fyrir beitingu símahlustunar)
innanríkisráðherra
6 Skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl.
(aukin neytendavernd)
innanríkisráðherra
6 Stjórn fiskveiða (stærðarmörk króka-aflamarksbáta, strandveiðar)
atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
6 Stjórn fiskveiða (heildarlög)atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
6 Stjórnarskipunarlög (heildarlög)stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd
6 Tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak (bann við sölu skrotóbaks)
velferðarráðherra
6 Umferðarlög (heildarlög)innanríkisráðherra
6 Vatnalög og rannsóknir á auðlind-um í jörðu (samræming reglna um
vatnsréttindi)
atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
6 Virðisaukaskattur (endurgreiðsla skatts vegna kaupa á varmatækjum)
Einar K. Guðfinnsson
Í nefnd eftir 2. umræðu
6 Lækningatæki (aukið eftirlit, skráning o.fl., EES-reglur)
velferðarráðherra
Jöfn staða kvenna
og karla
n Guðbjartur
Hannesson
velferðarráðherra
lagði til lagafrum-
varp þar sem „hvers
konar mismunun á
grundvelli kyns er varðar aðgang að
eða afhendingu á vöru sem og aðgang
að eða veitingu þjónustu“ var bönnuð.
Um var að ræða breytingar á lögum
um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna
og karla frá árinu 2008. Lögin og frum-
varpið er hluti af innleiðingu á tilskipun
Evrópuþingsins sem Íslendingar þurfa
að taka upp í gegnum EES-samn-
inginn. Eftirlitsstofnun EFTA gerði
athugasemdir við innleiðingu Íslands
á tilskipun um jafnrétti kynja og átti
frumvarp Guðbjarts að koma til móts
við þær athugasemdir. Málið kom þó
ekki til umræðu.
Lánasjóður íslenskra
námsmanna
n Katrín Jakobs-
dóttir, mennta- og
menningarmála-
ráðherra, lagði til ný
heildarlög um Lánasjóð
íslenskra námsmanna
á síðasta þingi. Málið var í nefnd
eftir fyrstu umræðu þegar þinginu var
frestað. Frumvarpinu var ætlað að
bregðast við gríðarlegum breytingum
sem hafa orðið á íslensku menntakerfi,
að bregðast við athugasemdum Ríkis-
endurskoðunar á undanförnum árum
og að taka tillit til athugasemda frá
samtökum námsmanna og launþega.
Í lögunum var meðal annars gert ráð
fyrir því að þeir sem klára háskólanám
á tilsettum tíma fái hluta námslánsins
sem styrk.
Afnám stimpilgjalds
n Þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins,
með Ragnheiði
Ríkharðsdóttur í
fararbroddi, lögðu til
að stimpilgjald vegna
kaupa á íbúðarhúsnæði
yrði afnumið. Frumvarpið átti að vera
fyrsta skrefið í átt að afnámi stimp-
ilgjalda. Málið dagaði uppi í nefnd
eftir fyrstu umræðu. Í greinargerð
með frumvarpinu sögðu sjálfstæð-
ismennirnir að stimpilgjald væri
„óverjandi skattur“ sem lagður væri á
fólk og fyrirtæki sem taki lán í formi
veðskuldabréfa. Þingmennirnir sögðu
einnig að augljós rök hnigu að því að
auðvelda einstaklingum að koma sér
þaki yfir höfuðið og telja flutnings-
menn að ekki eigi að nýta slík viðskipti
til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð.
Þak á verðtryggingu
n Eygló Harðardóttir
og aðrir þingmenn
Framsóknarflokksins
lögðu til breytingar á
nokkrum mismun-
andi lögum í tilraun
til að setja þak á verð-
tryggingu. Meðal breytinga sem Eygló
talaði fyrir var að fjögurra prósenta
þak yrði sett á hækkun verðtryggingar
á ársgrundvelli fyrir neytendur og að
neytendum yrði heimilt að breyta
verðtryggðu láni sínu í óverðtryggt lán
hjá lánveitanda án þess að þurfa að
greiða lántökukostnað, borga inn á
höfuðstól eða samþykkja lægra veð-
hlutfall. Frumvarpið var ekki afgreitt
úr nefnd eftir fyrstu umræðu en þetta
var í annað skipti sem frumvarpið var
lagt fram.
Happdrættisstofa
n Önnur umræða um
Happdrættisstofuna
sem Ögmundur
Jónasson innanríkis-
ráðherra lagði til á
þingi fór aldrei fram.
Málið snérist um stofnun
sérstakrar Happdrættisstofu sem
átti hafa umsjón með framkvæmd
happdrættismála hér á landi, sem og á
netinu. Lögin fólu meðal annars í sér að
ekki væri heimilt að veita greiðsluþjón-
ustu til fyrirtækja sem ekki hefðu leyfi
frá þessari nýju stofnun. Átti þetta líka
við um starfsemi sem rekin væri er-
lendis. Í greinargerð með frumvarpinu
sagði Ögmundur að síðustu áratugina
hefði dreifing á ólöglegri happdrætt-
is- og veðmálastarfsemi hér á landi
í gegnum netið aukist verulega, sem
aftur hefði leitt til aukinnar spilafíknar.