Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 56
En áfram
skröltir
hún þó?
Hundfúll út
í Hallgrím
n Metsölurithöfundurinn Hall-
grímur Helgason hefur farið mikinn
í myndvinnslu sinni á Facebook
þar sem hann hefur blandað sér
í hina pólitísku umræðu með
beinskeyttum skotum á menn og
málefni. Nýjasta afurð Hallgríms
móðgaði þó einn mann meira en
aðra og af öðrum ástæðum en
pólitískum. Þar hafði Hallgrímur
klippt andlit Bjarna Benediktssonar
og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á
mynd verðlaunaljósmyndara
Morgunblaðsins Kjartans Þor-
björnssonar.
Virtust þau
sitja í bíl með
Davíð Oddssyni
undir fyrir-
sögninni „Póli-
tískir farþegar.“
Kjartan var hund-
fúll út í Hallgrím
og sakaði hann
um að brjóta
gegn höfundar-
rétti hans með
myndvinnslunni.
Prófessor í
Genesis
n „Margir fáfróðir á Íslandi um
Genesis. Nánast allir … á meðan
miðlungsbönd eru hafin upp til
skýjanna,“ segir sjónvarpsmað-
urinn Hörður Magnússon á Twitt-
er-síðu sinni en hann er að öðr-
um ólöstuðum líklega stærsti
aðdáandi hljómsveitarinnar
Genesis á Íslandi. Hörður tók að
sér að fræða fylgjendur sína á
Twitter um sögu sveitarinnar og
lét íþróttafréttamaðurinn fróð-
leiksmolunum rigna á fimmtu-
daginn. Rifjaði hann meðal
annars upp að
fyrsti samn-
ingurinn
sem sveitin
fékk, árið
1970, hafi
hljóðað upp
á tíu pund á
viku.
Rafmagnslaus
Réttlætisrúta
n Réttlætisrúta Dögunar, sem
er á ferð um Austfirði um þessar
mundir, neitaði að fara í gang á
fimmtudagsmorgun. „Réttlætis-
rútan er greinilega svolítið veik
fyrir kuldakastinu sem nú herjar
á Austurland og neitaði að fara
af stað í morgun. Frostið á Mjó-
eyrinni var þá 10 stig,“ sagði í
meldingu frá Dögun um málið á
fimmtudaginn. „En góða fólkið er
allsstaðar og fljótlega mættu bjarg-
vættir til að koma réttlætinu af stað
aftur með vænu rafmagnsstuði.“
Eftir að rútan hrökk í gang lá
leiðin á Reyðarfjörð þar sem fund-
að var í álverinu í
hádeginu en síðan
hélt rútan upp á
Hérað. Um er að
ræða eiginlega
kosningaskrif-
stofu Dögunar
á hjólum.
S
íðastliðinn föstudag veiddi Þor-
steinn GK-15 frá Raufarhöfn
í net stærsta þorsk sem vitað
er um að veiðst hafi á Evrópu-
miðum. Þorskurinn vó heil 41,5
kíló og mældist 1,46 metrar á lengd.
Hrognasekkurinn einn og sér vó 8,5
kíló. Eva María Hilmarsdóttir, mat-
sveinn á Þorsteini, birti mynd af sér
með risaþorskinn á Facebook og gort-
aði sig af því að hafa veitt hann alein
með berum höndum. Það voru smá
ýkjur en hún tók þátt í að draga aflann
um borð, eflaust í hönskum þó.
„Við höfum fengið nokkra góða
þorska í vetur. Vorum búin að láta
vigta einn sem var 33 kíló en þegar
þessi hlunkur kom um borð vorum
við nokkuð viss um að metið væri
slegið,“ segir Eva María.
Þorsteinn GK er elsta skipið í flot-
anum á Raufarhöfn sem enn er gerð-
ur út, en útgerðin er í eigu skipstjór-
ans, Önundar Kristjánssonar, afa Evu
Maríu, sem varð áttræður á dögunum.
Roð- og beinlaus þorskflök eru
að jafnaði um helmingur af þyngd
þorsksins og í þessu tilfelli er þá um
að ræða rúm 20 kíló af þorskflökum.
Ef miðað er við að máltíð fyrir einn
innihaldi um 250 grömm af þorski
gæti umræddur þorskur dugað í 80
manna veislu.
Risaþorskur á Raufarhöfn
n Vó 41,5 kíló og mældist 1,46 metrar á lengd
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 12.–14. apríl 2013 41. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr.
Met slegið? Þorskurinn er sá stærsti sem
vitað er um að veiðst hafi á Evrópumiðum.
Hér er Eva María stolt með þorskinn.
Engin smásmíði Hér má sjá þorskinn,
sem er 1,46 metrar á lengd, við hliðina á
olíubrúsa til samanburðar.