Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 2
„Eins og að hafa Jón ÁsgEir í framboði“ 2 Fréttir 12.–14. apríl 2013 Helgarblað Krefja Helga Hjörvar um fund Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, Guðlaugur Þór Þórðarson og Pétur H. Blöndal, hafa farið fram á fund í efnahags- og viðskiptanefnd vegna fréttar um að uppgjöri á milli gamla og nýja Landsbankans sé lokið. „Við förum fram á að fulltrú- ar Bankans, Bankasýslunnar og ráðuneytisins mæti og upplýsi okkur um forsendur samkomu- lagsins með sérstaka áherslu á mat á skuldum einstaklinga og fyrirtækja bankans,“ segir í pósti sem þeir senda Helga Hjörvar, for- manni nefndarinnar. „Einnig er mikilvægt að upp- lýst verði hvernig staðið hafi verið að endurreikningi erlendra lána einstaklinga og fyrirtækja en full- yrt var í fréttum í febrúar að öll gengislán bankans yrðu endur- reiknuð í kjölfar dóma.“ Opinn fundur um mál öryrkja Öryrkjabandalag Íslands hefur boðað til opins fundar á Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlands- braut á laugardaginn. Þar verða tekjur öryrkja til umræðu. Í til- kynningu frá samtökunum segir að meðaltekjur öryrkja hafi hækk- að um fjórðung á við hækkun launavísitölu síðastliðin fjögur ár. „Meðaltekjur öryrkja fyrir skatta hafa hækkað um 4,7% sl. fjögur ár á sama tíma og launavísistala hefur hækkað um 23,5% og vísi- tala neysluverðs um 20,5%.“ Þetta kemur fram í minnis- blaði sem unnið hefur verið fyrir bandalagið. Guðmundur Magnús- son formaður mun flytja fram- söguerindi á fundinum sem er öllum opinn. Fulltrúar þeirra sem bjóða fram á landsvísu í komandi þingkosningum munu eiga full- trúa á fundinum. n Áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum vilja að Bjarni stígi til hliðar K önnun Viðskiptablaðsins um hugsanlega fylgisaukn- ingu Sjálfstæðisflokksins ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður flokksins, stæði í brúnni í stað formannsins Bjarna Benediktssonar fór öfug ofan í stuðningsmenn þess síðarnefnda. Stuðningsmenn Bjarna spurðu sig að því hvaða hvati gæti hafa legið á bak við könnunina og þá tímasetn- ingu sem henni var valin. Á fimmtu- daginn var mikil ólga meðal stuðn- ingsmanna Bjarna vegna málsins. Umræðan um könnunina þykir varpa ljósi á þá erfiðu stöðu sem komin er upp innan Sjálfstæðis- flokksins: Formaðurinn Bjarni er í þeirri stöðu að fleiri virðast treysta varaformanninum Hönnu Birnu til að leiða flokkinn í komandi kosn- ingum en samt er hann formaður um þessar mundir. Sú staða er því komin upp að margir sjálfstæðis- menn telja að Bjarni eigi að stíga til hliðar sem formaður. Einn þeirra sagði í samtali við DV á fimmtu- daginn: „Ég hef verið á þeirri skoðun lengi að Bjarni þurfi að víkja.“ Um- ræddur maður er framámaður í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni aldrei vinsæll Sjálfstæðismaðurinn segir að Bjarni hafi aldrei verið vinsæll formaður og að könnun Viðskiptablaðsins sé í raun bara enn frekari staðfesting á því sem hafi legið fyrir lengi. „Enginn einstaklingur er stærri en flokkurinn. Ef horft er á kannanir um vinsældir kemur fram að hann hefur aldrei verið vinsæll formaður en þessi nýja könnun sýnir að þrír af hverjum fjórum segjast hafa mjög lítið eða lítið álit á Bjarna. Gögn- in hafa legið fyrir lengi um að þetta hafi alltaf verið svakalega brothætt hjá Bjarna.“ Bjarni hætti til að kosningin verði viðunandi Annar framámaður í Sjálfstæðis- flokknum segir í samtali við DV að Bjarni Benediktsson þurfi að hætta til að niðurstöður kosninganna verði viðunandi fyrir flokkinn. „Könnunin segir annars vegar að flokkurinn geti haldið áfram á þeirri leið sem hann er á og beðið afhroð eða snúið við með mikilli U-beygju og komið sér á þann stað að hann fái viðunandi úr- slit í kosningunum.“ Aðspurður um hvort þetta viðhorf sé útbreitt í flokknum segir heimildarmaðurinn. „Ég held að þetta sé ríkjandi viðhorf. Ég þori eig- inlega ekki að segja þetta en þetta er eiginlega eins og ef Jón Ásgeir væri í framboði. Þetta er það sem fólk segir við mann þó það sé kannski ósann- gjarnt. Það er mjög erfitt að búa við þetta.“ Mat þeirra sjálfstæðismanna sem DV ræddi við byggir ekki á persónu- legri andúð á Bjarna. Flestir eru sammála um að Bjarni sé drengur góður, fortíð hans úr viðskiptalífinu sé honum hins vegar fótakefli. „Hann er séntilmaður, kurteis og vandaður, prúðmenni, sem setur sig vel inn í mál og er vel liðinn. Þetta snýst bara ekki um það.“ Er orðið of seint? Heimildarmenn DV í Sjálfstæðis- flokknum telja flestir að of seint verði fyrir Bjarna að stíga til hlið- ar eftir kosningarnar í lok mánað- arins því þá verði skaðinn skeður. Einn segir að tækifærið fyrir Sjálf- stæðisflokkinn til að ná viðspyrnu sé núna og að Bjarni verði að nýta það tækifæri flokknum til heilla. „Þá verður orðið of seint og ekkert gagn að því. Ég held að það sé ekki of seint fyrir Bjarna. Þegar menn eru að hugsa um viðspyrnu í stjórnmál- um þá blasir við að það tækifæri er núna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er augljóslega á borðinu. Þeim sem líður verst með könnunina eru lík- lega framsóknarmenn sem hljóta að hræðast það ef sjálfstæðismenn grípa þetta tækifæri. Þetta er ekkert flókið að mínu mati og er alls ekki of seint. Það stendur út úr öllum þessa dagana að Bjarni verði að hætta.“ Aðspurður um hversu líklegt sé að Bjarni stígi til hliðar segir einn af viðmælendum blaðsins: „Ég myndi gefa því góðar líkur; ég held að það geti gerst, ég held að það sé alls ekki útilokað. Það er svo margt í húfi. Flokkur sem er með 18 pró- senta fylgi og allt niður um sig fjár- hagslega. Það er hugsanlegt að við verðum dæmd til eyðimerkurgöngu um langa hríð ef kosningarnar fara svona.“ Inntakið í þessari gagnrýni á Bjarna er því einhvern veginn á þá leið að Sjálfstæðisflokkurinn geti varla tapað miklu á því að skipta um formann, jafnvel þó að einungis rúmar tvær vikur séu í kosningar. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Það stendur út úr öllum þessa dag- ana að Bjarni verði að hætta. Erfið staða Staða Bjarna Benediktssonar er orðin afar erfið en nú hefur Viðskiptablaðið birt könnun sem sýnir að flokkurinn stæði betur að vígi með Hönnu Birnu í formannsstólnum. „Fyrirgefðu Guðný“ 3 Íbúar á Húsavík, sem skrifuðu undir stuðnings- yfirlýsingu við nauðgara Guð- nýjar Jónu Krist- jánsdóttur fyrir 13 árum, iðrast margir sáran að hafa tekið þátt í yfirlýsingu gegn henni. Guðný Jóna sagði sögu sína í Kast- ljósi í upphafi vikunnar og vakti frá- sögn hennar mikla athygli og reiði. Málið klauf Húsavík á sínum tíma. „Ég þarf að lifa með þessu,“ sagði einn sem ritaði nafn sitt á listann. „Fyrirgefðu Guðný og fjölskylda.“ Slóð þeirra liggur til Kýpur 2 Hollenskt eignarhalds- félag bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, sem kenndir eru við Bakkavör, skuldaði 67 milljarða króna í árslok 2011. DV upplýsti um þetta út frá ársreikningi félagsins Bakkabraedur Holding B.V. sem aftur er í eigu kýpversks félags í eigu bræðranna. Þrátt fyrir skulda- stöðu hollenska félagsins er ekki búið að setja það í þrot. DV greindi frá því að ástæða þess að ekki væri hægt að setja félagið í þrot væri að samkvæmt hollenskum lögum þyrftu tveir kröfu- hafar að krefjast þess en aðeins einn er þekktur, Arion banki. Mikil sorg á Akranesi 1 Lovísa Hrund Svavarsdóttir, 17 ára, lést í bílslysi undir Akrafjalli um síðustu helgi. Mikil sorg ríkir í heimabæ henn- ar, Akranesi, vegna þessa vo- veiflega slyss. Lovísa Hrund var vinmörg og vinsæl stúlka og ein vinkona Lovísu Hrundar minntist hennar sem yndislegrar stúlku í frétt DV. Ökumaður bifreiðarinnar sem lenti á bifreið Lovísu á Akrafjallsvegi er grunaður um ölvunarakstur. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.